Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 36
44 DV. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Verðlaun fyrír unnin afrek á golfvellinum á Suöurnesi á Seltjarnarnesi i sumar voru veitt i hófinu og þar fengu margir veglegtgripi. Svona á að halda aðalfundi Eins og margir þekkja er oft erfitt aö fá menn til aö mæta á aðalfundi hjá félögum. Þeir hjá Golfklúbbi Ness —Nesklúbbinumá Seltjamar- nesi, hafa þó fundið gott ráð við því. Þeir halda á hverju hausti mikla uppskeruhátiö meö matarveislu, verölaunaafhendingu fyrir mót sumarsins og miklu innanhúss-nútt- Kristín Haröardóttir, en í karlaflokki sigraði Jón ögmundsson eftir „bráðabana” viö Kjartan L. Páls- son. Þeir á Nesinu ætla að halda mikið púttmót í Broadway í vetur. Verður þaö öllum opiö og mikil og glæsileg verölaun í boði. Verður þessi uppá- koma í tilefni 20 ára afmælis klúbbs- Glatt á hjalla á „golfvellinum" i Átthagasalnum. Talið frá vinstri, Jó- hann Einarsson, Loftur Ólafsson, Slgurður Þ. Guðmundsson, Hilmar Steingrimsson, Kristmann Magnússon og Bjöm Kristjánsson. Það voru margir sem áttu / vandrmðum með að koma boltanum upp brekkuna og i fötuna á 9. braut. Kristin Harðardóttír áttíþó ekkl/vand- ræðum með það, enda sigraði hún i keppninni i kvennaflokki. Þær nöfnurnar Þórdis Hj. Jónsdóttír og Þórdis Jónsdóttír fylgjast vel með hvernig Kristin fer að þessu. „Svona á að gera þetta strákar, "segir Sigurður Þ. Guðmundsson lækn- ir við þá Stefán H. Stefánsson, stjórnarmann Golfsambandsins, og Sverri Einarsson tannlækni. móti. Inn á milli halda þeir svo aðal- fundinn og þannig mæta flestir klúbbfélagamir á hann. Þeir verða hvort sem er að ná í verðlaunin sín og allir hafa þeir gaman af púttmótinu og að hitta félagana. Þessi fundur-mót-veisla þeirra fór fram í Átthagasal Hótel Sögu á sunnudaginn var og var þar vel mætt og glatt á hjalla. Mesta skemmtunin var í kringum púttmótiö eins og venjulega. Lagöur hafði verið 9 holu völlur á gólfinu í Átthagasalnum og þar gekk mikið á. I kvennaflokki varð sigurvegari ins. Telja þeir á Nesinu að betra sé aö minnast þess á þennan hátt en að verða með formfast afmælishóf eins og hjá öllum félögum — og sjálfsagt ereitthvaðtilíþvíhjáþeim. JGH Það voru margir sem fóru vel hlaðnir heim af verðlaunagripum eftir afrek á Nesvellinum í sumar. Þessi ungi maður, Jón Bergmann • Kjartansson, hefur þurft að setja hluta af þeim upp i sig til að geta komist með sin verðlaun út. JGH /DV-myndir S. Davis og Jackson Sammy Davis, skemmtikrafturinn heimsfrægi, fékk óvænta heimsókn á dögunum. Jesse Jackson, blökku- maðurinn sem keppir að útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrata- flokksins í Bandaríkjunum, heilsaði upp á Sammy í lok skemmtunar í einu Broadway-leikhúsanna í New York. Þeir voru báðir hinir hressustu enda sagði Sammy að þeir væru dæmi um að mikið guil fyndist í gettóunum. Katharine Hepbum og LivUllmann bestu leikkonurnar Útbreitt bandariskt tímarit fékk nýlega fimm kunna gagnrýnendur til að gera lista yfir þær tíu kvikmynda- leikkonur sem að þeirra áliti hefðu skarað fram úr hvað varöar leikhæfi- leika. Engin leikkona komst á lista hjá öll- um gagnrýnendunum fimm. Tvær voru hins vegar nefndar á f jórum list- um, þær Katharine Hepburn og Liv Ullmann. Atta leikkonur fengu atkvæði þriggja gagnrýnenda: Ingrid Bergman, Bette Davis, Greta Garbo, Grace Kelly, Vivien Leigh, Carole Lombard, Myrna Loy og MerylStreep. Athygli vekur að í þessum hópi eru þrjár leikkonur frá Norðurlöndum, þær Liv Ullmann, Ingrid Bergman og Greta Garbo. Linda Ronstadt. Linda finnur engan til að búa með Linda Ronstadt hefur oft sungið um ástina. Ástamál hennar ganga ekki eins vel. Hún finnur engan karlmann til að giftast. ,,Eg hef reynt, svo mikið er víst. En kannski hef ég hugsaö of mikið um fer- ilinn og karlmennirnir horfið þess vegna,” segir Linda og bætir við að hún sé vitlaus í stráka. „Ég get fengiö nóg af karlmönnum, það er ekki málið. Eg finn bara engan til að búa með,” segir hún.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.