Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 37
DV. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER1983, 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Syngja fyr- ir Sólheima Þeir Pálmi Gunnarsson, Guömundur Ingólfsson og Bubbi Morthens eru meöal þeirra hljómlistarmanna sem aö undanförnu hafa gefið vinnu sína til styrktar Sóiheimum í Grímsnesi, hæli þroskaheftra. Þrennir tónleikar hafa þegar veriö haldnir á þeim vikutíma sem liöinn er af desember. Fjórðu tónleikamir veröa í Gamla bíói í kvöld. Þar munu þeir Ásgeir Oskarsson, Egill Olafsson, Jóhann Helgason, ásamt hljómsv. Gunnars Þórðarsonar, Magnús Þór Sigmundsson, Magnús Eiríksson og Mannakorn skemmta. Næstkomandi sunnudag veröur jóla- konsert í veitingahúsinu Broadway. Þar koma fram meðal annars Edda . Björgvinsdóttir, Helga Thorberg, Graham Smith, Hljómsveit Gunnars Þóröarsonar og kammersveit. Ágóöanum af þessum skemmtunum á aö verja til byggingar íþróttaleik- húss aö Sólheimum, húss sem rúmar bæöi samkomur og íþróttir. Pálmi Gunnarsson, Guömundur Ingólfsson og Bubbi Morthens lóku saman á styrktartónleikum i Gamla bióiísíöustu viku. DV-mynd: GVA. Anker í fótbolta Albert Guömundsson er ekki eini stjórnmálamaöurinn sem bregður sér í innanhússknattspymu viö og viö. Þetta gerir líka Anker Jorgensen, fyrrver- andi forsætisráöherra Dana. I innanhússknattspymumóti nýlega sigraði lið danska þjóöþingsins meö Anker í broddi fylkingar. Anker skoraöi sjálfur mark beint úr frísparki í 3—1 sigri liðs síns í úrslitaleik gegn einhverju stjörnuliöi. Auövitaö skoraöi krataleiötoginn með vinstri fótar skoti. DV-myndir: Einar Ólason. Flashdance við Hagatorg Úr Flashdance á Hótel Sögu. Flashdance heitir danssýningin sem 22 dansarar frá Jazzballettskóla Báru hafa undanfamar helgar verið meö á Hótel Sögu. Myndirnar sem hér fylgja voru einmitt teknar í Súlnasalnum um síöustu helgi. Dansamir eru allir samdir af Báru Magnúsdóttur við lög úr samnefndri kvikmynd, sem sýnd hefur verið hin- um megin viö Hagatorg, í Háskóla- bíói. I dönsunum er reynt aö lýsa lífi dansara. Með aðalhlutverk í sýningunni Flashdance fara tveir ungir piltar, þeir Guöbergur Garðarsson og Ari Rudolfsson. Af kvendönsurum má nefna Sigrúnu Ægisdóttur, Emilíu Jónsdóttur, Margréti Amþórsdóttur og Jóhönnu Jóhannsdóttur sem syng- ureinnig. 22 dansarar fró Jazzballettskóla Báru taka þáttl sýningunnl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.