Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Page 40
TALSTÖÐVARBÍLAfí um alla borgina...! -85000 NÝJA SENDIBfLASTÖÐIN KNARRARVOGI2 — REYKJAVÍK 77ÍI77 auglýsingar SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLT111 86611i RITSTJÓRN SÍDUMÚLA 12—14j Uppvístum ólöglega sendinguítolli: Ráðuneytið endursendi boxhanskana „Þau áhöld sem þama er um að ræöa reyndust ætluö tU notkunar við hnefaleika svo og þá tegund karate sem byggir á slagsmálum þátttak- enda. Þetta kom í ljós er tækin voru skoöið í tolli og þau voru því endur- send fyrirvaralaust, samkvæmt á- kvöröun dómsmálaráðuneytis og tollyfirvalda.” Þetta sagöi Reynir Karlsson, í- þróttafulltrúi ríkisins, er DV ræddi viö hann um ofangreindan atburö er átti sér staö fyrr í vikunni. Eins og blaöið hefur greint frá lagöi lögreglan i Reykjavík hald á ■áhöld ætluð tii hnefaleika. Vaxtar- ræktarstöö haföi flutt þau til landsins og auglýst þau til sölu í dagblööum. I vikunni varö svo uppvíst um aöra sendingu sem beið þess aö veröa leyst úr tolli. Aö rannsökuðu máli var ákveðið aö endursenda þau tæki. „Þessi ákvöröun var tekin með hliösjón af lögum um bann á hnefa- leikum svo og innflutning á hættuleg- um áhöldum,” sagöi Reynir. „Svo virðist sem það hafi vaknað viss á- hugi á að flytja slík tæki til landsins. En í þeim efnum munu stjómvöld aö sjálfsögöu fylgjast vel með og stöðva innflutninginn ef ástæöa þykir tiL” -JSS Lyfjaþjónusta ríkisspítala: Eitt til- boð barst Eitt tilboö barst í lyfjaþjónustu ríkisspítala. ÞaÖ reyndist vera frá G. Olafsson hf. og fól í sér sölu lyfja á heildsöluveröi meö 38% álagningu. Frá veröinu er boðinn 5% afsláttur séu reikningar greiddir fyrir 20. næsta mánaðar eftir úttektarmánuö. 1 frétt frá ríkisspítölunum segir aö rekstrarkostnaöur apóteks spítalanna svari til 5% álagningar á heildsöluverö. Sé þá ekki reiknaö með vaxtakostnaöi. Samkvæmt þvi felur ofangreint tilboö í sér 31% hærri álagningu á heildsöluverð en gerist nú á ríkisspitölunum. Tilboöiö veröur tiikynnt á fundi stjórnar Ríkisspítalanna í dag. -JSS. LOKI Sumir segja að fullt brúk I hafi verið fyrir boxhansk- ana. Stefán Benediktsson í tilefni af máli Skafta Jónsscnar: Fyrírspum umkærurá lögreglumenn Stefán Benediktsson, þingmaður Bandalags jafnaöarmanna, lagöi í gær fram á Alþingi fyrirspum til dómsmálaráöherra um kvartanir og kæmr vegna meöferðar lögreglu á fólki sem hún hefur afskipti af. „Tilefni fyrirspurnarinnar eru fréttir undanfama daga um afskipti- lögreglu af manni á tilteknu veitingahúsi hér í borg og lýsing hans á þeim atburöum,” sagöi Stefán Bendiktsson í samtali viö DV. „Upplýsingar sem fram kæmu í þessu máli geröu öllum aöilum ljósar sina réttarstööu, því það em brögð aö því aö fólk veit ekki hver réttur þess er í svona tilvikum. Það er einn- ig til hagsbóta fyrir lögregluna að tölulegar upplýsingar komi fram því hún er oft höfö fyrir rangri sök.” Spumingar þær sem Stefán vill aö dómsmálaráöherra svari eru eftir- farandi: Hvaö hefur þaö gerst oft á síðastliðnum 10 árum aö lagöar hafi veriö fram kvartanir eða kærur vegna meðferðar lögreglu á mönnum sem hún hefur afskipti af? Eru til tölulegar upplýsingar um slík atvik og þá um eöli þeirra og afdrif? Hve oft hefur farið fram rannsókn af slíku tilefni á síöastliðnum 10 árum? Hverjir hafa annast slikar rann- sóknir? Hafa sh’kar rannsóknir ein- hvem tíma þótt gefa tilefni til aögerða af hálfu ákæravalds? Hafa ’ falliö dómar í slíkum málum sem hér um ræöir? Einnig óskaði Stefán Benediktsson eftir aö vita hvaöa ályktanir dómsmálaráöherra drægi af þeim upplýsingum sem fyrir liggjaumþettamál. Samkvæmt þingsköpum ber aö svara fyrirspurn innan átta daga frá því aö hún er lögö fram. —ÖEF. Uppsagnir hjá Rafmagnsveitunum? FRÉTTIN ER EKKI RÖNG — segir iðnaðarráðherra ,4 yfirlýsingu frá Rafmagnsveit- tim ríkisins í gær sagöi aö frétt Morgunblaðsins væri úr lausu lofti gripin. Ég hef ekki aöstööu til að staðfesta þær tölur sem komu fram í Morgunblaðsfréttinni en get sagt aö þaö er beinlínis rangt aö segja aö fréttin sé úr lausu lofti gripin,” sagði Sverrir Hermannsson iönaöar- ráöherra við DV í morgun vegna athugasemdar frá Ragmansveitum rikisins, sem efndu til blaðamanna- fundar í gær vegna umræddrar frétt- ar um fyrirhugaöar uppsagnir hjá fyrirtækinu, sölu á bílum o. fl. ,31aðamaöur Morgunblaösins hringdi í mig í fyrrakvöld og bar undir mig þessar tölur en ég sagöi honum þaö sama og ég segi þér, aö ég er í engri aðstööu til að staðfesta þær,” sagði iðnmaðarráöherra. -H.Þ. ökumaðurinn á þessum bíl ætlaði að græða eina eða tvær mínútur i umferðinni með því að stytta sér leið yfir nýgræðing við Bústaðaveg i gær. Minúturnar græddi hann ekkiíþví tilfelli nema síðursé, því hann festi bílinn og varð að fá aðstoð tílað komast upp. Að sjálfsögðu stórskemmdi hann þennan fallega blett og fær sjálfsagt kærubréf sent heim, þvi lögreglan mættiá staðinn. DV-myndS. Formaður lögreglufélagsins: FLEIRILOGREGLUMENN EN BORGARAR MEKMST - í átökum við borgarana „Meiösli Skafta Jónssonar eru allri minni stétt mikið harmsefni. Viö vonum innilega að hann veröi jafngóður sem fyrst.” Svo segir meöal annars i bréfi Einars Bjamasonar, formanns Lög- reglufélags Reykjavíkur, sem barst DV í gær. Síöar í bréfinu segir: „Það mun hins vegar vekja furöu mina ef lögreglumaður sem á löngum starfsferli er þekktur aö sér- stakri gætni hefur allt í einu tryllst og framið fáheyrt níðingsverk. Ef öll sagan er sönn mun stéttar- félagið ekki liðsinna sínum manni. Þvímá trúa. Hitt mega menn líka reiöa sig á aö sé fólk úr Lögreglufélagi Reykja- víkur boriö röngum sakargiftum veröur hendi ekki af því sleppt. Fyrr má drjúgum frjósa.” Einar segir ennfremur: „Ef ein- hver vill vita þá er auðsannað aö mun fleiri lögreglumenn meiðast í átökum við borgarann en hiö gagnstæöa.” -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.