Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Side 12
12
DV. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983.!
Menning
Menning
Menning
Menning
Langaði
tilað
opna um-
ræðumar
— Rabbað við Önund BJörnsson,
sóknarprest á Höfin í Hornafirðl,
en skriftir eru eitt hans áhugamál
Séra önundur Bjömsson er kampa-
kátur maöur. Og það var hann svo
sannarlega þegar viö heilsuöum upp á
hann fyrir skömmu í prestsbústaönum
áHöfníHornafiröi.
Hann var þá nýkominn úr rjúpna-
veiðiferö. Enga fékk hann þó rjúpuna,
en þaö skiptir heldur ekki öllu máli.
Hann gengur til rjúpna svona meira til
aö fá sér hreyfingu, svo notuö séu hans
orð.
En þau eru fleiri, áhugamálin, sem
önundur stundar í frítímimi sínum. Á
kvöldrn tekur hann sig oft til og hleyp-
ur þetta tvo til þrjá kílómetra, hjólar,
og á sumrin fæst hann viö að slá litlar
saklausar hvítar kúlur, spilar semsé
golf.
Lestur og skriftir
Sennilega er þó aöaldægradvölin
lestur og skriftir, enda tengist hvort
tveggja starfi hans sem prests.
önundur færöi nýlega út kvíamar í
skriftunum og sendi frá sér bók ásamt
Guðmundi Ama Stefánssyni, ritstjóra
________________________ipg
önundur fær sór reyk við ritvóiina. Lestur og skriftir er aðaidægradvöi hans. Hann er þó einnig mikiii
áhugamaður um útiveru, skokkar, hjóiar, stundar skiðaiþróttina og siðast en ekkisíst er hann igoifinu.
önundur var nýkominn heim úr
rjúpnaveiðiferð þegar við
heilsuðum upp á hann, Enga fókk
hann þó rjúpuna. En þvi var snar-
lega reddað fyrir ijósmyndarann,
eins og sjó mó.
Alþýðublaðsins. Bókin nefnist Horfst í
augu viödauöann.
„Viö ræöum viö tólf aðila sem hafa
horfst í augu viö dauöann með einum
eöa öörum hætti. Þetta er meöal ann-
ars fólk sem hefur lent í slysum, orðið
veikt og horft á eftir ættingjum og vin-
um,” sagöi önundur um viðmælendur
þeirra Guömundar.
Upphaf bókarinnar má rekja til út-
varpsþátta sem þeir Guðmundur vom
meö í fyrra, en þeir nefndust einmitt
Horfst í augu við dauðann.
Langaði að opna
umræðurnar
„Ástæðan fyrir þessum þáttum var
sú að viö urðum þess varir aö margir
töluöu um þetta efni, sen samt var þaö
Er byítingarkennd nýj-
ung frá Wella.
Er notað þegar hárið
er lagt eða blásið og
skilar sérlega góðum
árangri í hár sem feng-
ið hefur permanent.
Svona notar þú
f rá
Afrafmagnar hárið,
hárgreiðslan helst bet-
ur og hárið greiðist og
leggst betur en ella.
jÉAJfig
«*
Inniheldur einnig nær-
ingu og gerir hárið
viðráðanlegra og
gefur því glans.
NÝJASTA
NÝTT
FRÁ
WELLA
WELLA
Hristið dósina vel fyrir
notkun.
•
Sprautið froðunni í
lófann og látið hana
þenjast út. Hæfiiegt
magn er á stærð við
golfkúlu.
•
Dreifið froðunni jafnt í
hárið.
•
Greiðið, leggið eða
blásið hárið eins og
óskað er.
•
Þú getur keypt
fáhJksr
á hárgreiðslustofunni
þinni
Heildsölubirgðir
Halldór
Jónsson
h/f
svo aö þetta var talsvert feimnismál.
Okkur langaöi til aö opna umræöur um
þaö og leyfa fólki aö tjá sig.”
önundur tók við embætti prests á
Höfn í Hornafiröi 1. ágúst í fyrra. Hann
hóf þó ekki störf fyrr en í september
sama ár. Og prestsembættið á Höfn er
hansfyrsta.
Viö uröum hálfhissa þegar önund-
ur, sem er 33 ára aö aldri, sagði okkur
aö hann væri alinn upp á sveitabæ í
Reykjavík til 8 ára aldurs.
„Bærinn hát Seljaland og var þar
sem nú er Múlaútibú Landsbankans og
BP-bensínstööin viö Háaleitisbraut. ”
Eftir „sveitasæluna” fluttist önund-
ur meö foreldrum sínum til Flateyrar
og bjó þar til 13 ára aldurs, er hann
sneri aftur til Reykjavíkur, í Brekku-
geröiö.
En hvenær byrjaði guöfræöiáhug-
inn?
„Áhuginn á guðfræðinni hefur alltaf
blundað frá barnæsku. Hann jókst síö-
an verulega í skólanum á Flateyri, en
sá er kenndi mér kristinfræði þar heit-
ir Sveinn Gunnlaugsson, skólastjóri á
Flateyri. Hann haföi fyrr á árum
predikaö, meðal annars þegar hann
var farkennari viö Breiöaf jörö.”
Golfáhugi önundar
Viö höfum nokkum áhuga á golf-
íþróttinni og spyrjum önund því út í
það áhugamál.
,JÉg byrjaöi í golfinu í fyrrahaust.
Völlurinn er hér beint á móti prestsbú-
staönum, og ég dreif mig í þetta þar
sem maður þarf að reyna hæfilega
mikið á sig í þessari íþrótt.
En golfið er skemmtilegt. Og þá er
þaö ekki síöur gaman hvaö maður
kynnist fólki vel úti á golfvelli.”
Drifinn í nýliðakeppni
Til gamans má geta þess svona í
lokin aö önundur tók þátt í nýliöa-
keppni í golfi á Höfn siöastliöiö sumar.
Þar hafnaði hann í þriöja sæti.
,,Ég held aö þaö hafi ekki verið
miklu fleiri keppendur en þrir sem
tóku þátt í mótinu. Annars ætlaði ég
aldrei aö taka þátt í því. Hélt aö eng-
inn væri úti á velli þar sem nokkur
rigning var og ætlunin var að æfa sig í
golfkúnstinni. En ég var drifinn í
keppnina þegar ég mætti. ’ ’ — JGH
@SAI ÍYO
| RAKVÉLAR
M730
Nú rakar þú þig hvar sem er og
hvenær sem er með rafhlöðu-rak-
vélinni. Þú hefur hana í vasanum
eða töskunni. Óþarfi að koma
órakaður á stefnumót eða fund.
Hentug í sumarbústaðinn.
SV 51C
12 volta bílrakvél og Ijós. Tengist í
kveikjara bílsins.
SV3220
SVM310
SV 3220. Tengist beint 110 eða 220
v straúm.
SVM310. Rakvél með hleðslutæki
fyrir 220 volt.
Sölustaðir:
Ýmsar verslanir, rakarastofur, bensín-
stöðvar, bifreiðavarahlutaverslanir og Frí-
höfnin, Keflavíkurflugvelli.
Dísilvólar hf. Suðurlandsbraut 16 Reykjavik. Sími 91-
35200.