Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 26
26 _________- _______DV. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983. Shattulæhhun og stöðtuð svör Eg rak mig á þaö um daginn aö ég er ekki góður í nútímareikningi enda alinn upp viö þá stærðfræöikenningu aö tvisvar tveir séu fjórir og þaö breyti ekki útkomu dæmisins þótt einhver haldi því fram og sverji meira aö segja viö allt sem honum er heilagt aö þetta sé annaöhvort þrír og hálfur eöa fimm. Þessi reikningsaðferð mín hefur oft komið sér vel þegar ég hef t.d. þurft að reikna út hvort sardínudós sem vegur 327 grömm og kostar 48 krónur sé dýrari en dós sem vegur 408 grömm og kostar 52 krónur en hún dugöi mér alls ekki þegar ég ætlaöi að finna þaö út af eigin hyggjuviti hvort skattarnif mínir hækkuöu eða lækkuöu samkvæmt töflum sem birtust í blaði fyrir skömmu og voru víst búnar til á skrifstofu ríkisskattstjóra. Þessar töflur voru alveg skínandi góöar og meö öllu óskiljanlegar eins og allar góöar töflur eiga aö vera og sá ég ekki betur en þær væru samdar fyrir Kínverja því aö til aö fá einhvem Háaloftið Benedikt Axelsson botn í þær þurfti að lesa þær aftur á bak og byrja í hominu hægra megin neöst. Þaö er svo sem ekkert viö þaö aö athuga þótt fjármálaráöuneytið láti búa til töflur fyrir vini okkar í Kína og birti þær í blaði allra lands- manna en vegna þess aö Kínverjar eru óteljandi eins og Vatnsdals- hólamir hljóta þeir að geta fundiö einhvern mann í heimalandi sínu til að búa til óskiljanlega töflu og spara skattstjóra með því ómarkið en hann hlýtur að hafa nóg aö gera viö aö reikna út skattana okkar sem era víst orönir óteljandi líka eins og Vatnsdalshólamir og Kínverjar. Áöurnefndur skortur á skilningi kom sér dálítiö illa fyrir mig þvi aö ég var ekki fyrr búinn aö misskilja allar töflumar eins og þær lögöu sig en þingmenn og ráðherrar fóru aö rugla mig enn frekar í ríminu og var þaö þó næstum því ekki hægt. Fjár- málaráðherra hélt því nefnilega fram aö skattar ættu aö lækka en talsmenn stjórnarandstöðunnar fullyrtu að þeir ættu aö hækka og því meira sem ráöherra lækkaði skatt- ana því hærri uröu þeir í munni and- stöðumanna. Nú er það svo í lýðræðisþjóðfélagi aö menn mega segja þaö sem þeim sýnist, ef undan er skilinn Úlfar Þor- móösson, og einnig mega menn trúa því sem þeim sýnist og kemur þaö sér oft vel, sérstaklega aö því er varöar skrif um landbúnaðarmál og bjór. En nú voru sem sagt góö ráö dýr eins og rjúpumar og tók ég þaö til STÓRMÓTIÐ í INDÓNESÍU — Jan Timman efstur eftlr 17 umferdir með 12 1/2 v. Á meöan áskorendaeinvígin standa yfir í Lundúnum kemst fátt' annað skáklegt efni aö í fjölmiðlum og því vilja aörir viöburðir gleymast, sem annars teldust til tíðinda. Einn þeirra er skákmótiö mikla í Indónesíu, svokallaö „skákmót for- setafrúarinnar, sem er fjölmennasta mót sem um getur nú á dögum, þar sem allir tefla viö alla. Þó komast þar færri aö en vilja, því aö margan skákmanninn fýsir aö heimsækja Austurlönd og hvergi er til sparað til þess aö gera mótiö sem glæsilegast úr garöi. í skákheiminum ganga þær sögusagnir aö þaöan hverfi enginn skákmaður slyppur og snauöur, jafn- vel þótt hann tapi öllum sínum skák- um, því aö verðlaunafé er hvergi skoriö viö nögl. En mótiö er langt og strangt — tefld 21 umferö a u.þ.b. 1 1/2 mánuði. I ár hófst mótiö þann 11. nóvember en því lýkur rétt fyrir jólin. Eins og í fyrra er margan frægan garpinn aö finna á þátttakendalistanum og einn- ig nokkra litt kunna heimamenn, sem þarna fá kærkomið tækifæri. Skákþátturinn hafði síöast spurnir af mótinu aö loknum 17 umferöum en þá var staöa efstu manna þannig: 1. Timman (Hollandi) 121/2 v. 2. Jusupov (Sovétríkin) 12 v. 3. Portisch (Ungverjalandi) . 111/2 v. 4. —5.Ljubojevic (Júgóslavíu) o{ Seirawan (Bandarikjunum) 11 v. 6.—7.Andersson (Svíþjóð) og Henley (Bandaríkjunum) 10 v. 8.—9.Romanishin (Sovétrikjunum) og Kuraijica (Júgóslavíu) 91/2 v. 10. Gunawan (Indónesíu) 9 v. o.s.frv. Neöar koma kunnir kappar eins og Torre (Filippseyjum) sem Ribli sló út í keppninni um heimsmeistaratit- ilinn, Bandaríkjamaðurinn Tarjan, sem nýlega vann sigur á sterku alþjóölegu skákmóti í Vrsac í Júgó- slavíu, Lobron frá V.-Þýskalandi, pólski stórmeistarinn W. Schmidt, júgóslavnesku stórmeistararnir Kovacevic og Hulak og svo mætti áfram telja. Árangur Gunawan frá Indónesíu, sem vermir 10. sætiö, verður því aö teljast afbragðsgóður en hann er lítt þekktur utan síns heimalands og kemur því mjög á óvart. Efst á toppnum trónar Jan Timman, sem margir telja veröugt „áskorendaefni”, þótt honum hafi ekki tekist upp sem skyldi í undan- keppninni aö þessu sinni. Frá upp- hafi móts hafa Timman, Jusupov, Portisch og Ljubojevic barist um efstu sætin, en Timman tók foryst- una mjög snemma í sínar hendur — haföi 6 v. aö loknum 7 umferðum. Ljubojevic hefur misst flugið en hann var í 2. sæti lengi framan af. Hann er þriöji stigahæsti skákmaöur heims, á eftir Karpov og Kasparov, og árangur hans er ekki algjörlega í samræmi viö þaö. En hann teflir skemmtilega og er vinsæll skákmaöur meöal áhorf- enda, enda vílar hann ekki fyrir sér að taka áhættu. Takið 'þessa skák sem dæmi, en hún er einmitt tefld á mótinu í Indónesíu. Hvítt: Tarjan (Bandarikin) Svart: Ljubojevic (Júgóslavíu) Drottningarindversk vöm. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Rc3 d5 8. cxd5 Rxd5 9. e4 Rxc3 10. Bxc3 Bb711. Skák ión L Ámason Bb5+ c6 12. Bd3 0-0 13. 0-0 Rd7 14. De2 c515. Hfdl Dc716. Hacl Had817. dxc5 Rxc5. Hvítur hefur litlu fengiö áorkaö út úr byrjuninni og nú heföi mátt búast viö leik eins og 18. Bbl meðu.þ.b. jafnri stööu. Næsti leikur Tarjan riöl- ar jafnvægi stööunnar og gæöir skák- ina miklu lífi. 18. Bxg7I? Kxg719. b4 Biskupsfórnin var ómerkileg í venjulegum skilningi fórna, því aö hvítur nær strax manninum aftur. I staöinn hefur hann náð aö veikja svörtu kóngsstöðuna, en á móti kem- ur aö svartur á nú tvo öfluga bisk- upa. Sem sagt: Tvísýn barátta fram- undan. 19. — Hd7 20. bxc5 Bxc5 21. Db2+ f6 22. Rg5 He8 23. Bc4!? Virðist vænlegt, en í ljós kemur aö Ljubojevic hefur reiknaö mun lengra en andstæðingurinn og lumar á brell- um í öllum afbrigöum. abcdefgh 23. — Hxdl+ 24. Hxdl Bxf2+! 25. Kxf2 Eftir 25. Dxf2 Dxc4 26. Hd7+ Kg6 27. Hxb7 leikur svartur 27. — Dcl+ og síöan 28. — Dxg5 og hefur íviö betri stööu, því aö þótt kóngur hans hafi hætt sér fram á boröið er kóngs- staðan tryggari en sú hvíta. 25, —Dxc4 26. Hcl? Ef nú 26. Hd7+ Kg6 27. Hxb7 kæmi 27. — Dc5+ og síðan 28. — Dxg5. Engu aö síður heföi hvítur átt að tefla þannig, því aö nú fær hann vonda stöðu. 26. — Dd3! 27. Hc7+ Kg6 28. Rf3 I ljós kemur aö eftir 28. Hxb7 á svartur svariö 28. — Hc8! og skyndi- lega er hvítur vamarlaus gagnvart inn- rás hróksins og verður mát eöa tapar drottningunni. Tarjan hefur þó varla veriö farinn aö örvænta, því aö hann hefur hrók, riddara og drottningu í sókninni gegn svarta kóngnum. Samviimuferðir sigruðu Sveit Samvinnuferöa sigraöi íaumlega í aðalsveitakeppni Bridge- félags Reykjavíkur eftir spennandi lokaumferö. Sveit Úrvals hafði haft forystu mestalla keppnina og sigurinn virtist blasa viö henni þegar hún haföi níu stiga forskot fyrir síöustu umferð. Þaö fór hins vegar á annan veg því sveit Urvals tapaði í lokaumferðinni 5—15 meöan sveit Samvinnuferöa vann sinn leik 19—1. Þaö má segja að Úrval hafi gloprað 'iiður mótinu í eftirfarandi spili þegar 'ömin bilaði á örlagariku augnabliki. Austur gefur/allir á hættu. Norhuk + DG984 V 85 <> 76 + DG84 Vksti k Ai/stuk + Á632 + K107 V DG93 6 O 953 0 AKD842 + A9 * K65 SUDÚK * 5 ^ ÁK10742 O G10 + 10732 I opna salnum sátu n-s Páll Valde- marsson og Hannes R. Jónsson en a-v Ásmundur Pálsson og Karl Sigurhjart- arson. Sagnir gengu þannig: Austur Noröur Vestur Suöur 1 T 1 H dobl pass 3 T pass 3 G pass pass pass Norður spilaði út hjarta og Karl tók sína upplögðu 11 slagi. Heldur tilþrifa- h'tið spil og ólíklegt að þaö skipti sköpum. En víkjum í lokaöa salinn. Þar sátu n-s Guölaugur R. Jóhannsson og öm Arnþórsson en a-v Siguröur Sigurjóns- son og Júlíus Snorrason: Austur Noröur Vestur Suður 1 L 2 H 3 G! pass 6 T pass pass pass Suður spilaði út hjartaás og hugsaöi sig síðan um. Á meðan ihugaöi Siguröur sína vonlitlu stööu. Suöur skipti nú í tígultíu og sagnhafi tók tvisvar tromp. Síöan komu tveir hæstu í laufi og þriöja lauf trompaö. Nú var hjarta trompað heim og trompin tekin ibotn. Þegar síöasta trompinu var spilað var staöan þessi: Vkstur Nordur + DG9 . O - + G Austur + Á63 + K107 S? D 7? - O - O 2 + - + - Suouk A 5 V Á2 O - + 10 Suður kastaöi h jarta, blindur kastaði hjarta og norður var í vanda. Hann kastaði aö lokum spaöa og spilið var unniö. Eftir spiliö var noröur vonsvikinn yfir því aö suöur skyldi ekki kasta laufatíu sem aldrei gat oröiö slagur. Þaö má segja aö þaö hafi veriö óþarfi fyrir suður aö geyma laufatíuna en hins vegar skipti þaö engu máli. Suöur haföi sýnt sex hjörtu, tvo tígla og þrjú lauf. Hann gat því í hæsta lagi átt tvo spaöa og þá var vonlaust aö kasta frá spaöanum. Niöurstaða norðurs hefði því átt aö vera sú að ætti sagnhafi laufatíuna þá var hann í óverjandi kastþröng og því var alveg eins gott aö halda spaða- valdinu í þeirri von aö suður ætti laufa- tíuna. XQ Bridge Slefán Gudjóhnsen Bridgeklúbbur Akraness Starfsemin hófst meö aöalfundi um miöjan september 1983. I stjórn til næsta árs voru kjörnir: Formaður: Guðmundur Sigurjónsson, Brekku- braut 18. Ritari: Kjartan Guömund- son, Höföabraut 16. Gjaldkeri: Bent Jónsson, Vogabraut 16. Fyrsta keppni klúbbsins var firma- keppni sem jafnframt var einmenn- ingskeppni. Sigurvegari í þeirri keppni og Akranessmeistari í einmenningi varö Kjartan Guömundsson. I firma- keppninni sigraöi Samvinnubankinn, spilari Bent Jónsson. 15. nóvember var haldiö opna Akranessmótiö, sem kennt er við Hótel Akranes. Hótel Akranes gefur 1. og 2. verðlaun á þessu móti og voru þau vegleg aövenju. 1. vcrðlaun, kr. 15.000, hlutu: Þórarlnn Sigþórsson og Guðm. P. Arnarson. 2. verðlaun, kr. 10.000, hlutu: Sigurður Vilh jálmsson og Sturla Geirsson. 3. verðlaim, kr. 5.000, hlutu: Aðalsteinn Jörgensen og Runólfur Pálsson. Þá var spilaöur hausttvímenningur með barómeter fýrirkomulagi. Sigurvegarar uröu: Þórir Leifsson og Olivcr Kristófcrsson. 2. Guðjón Guðmundsson og Ölafur Gr. Ölafs- son. 3. Árni Bragason og Sigurður Halidórsson. Þáttttakendur í haust- tvímenningnum voru 22 pör. 1 október heimsóttu okkur konur úr Bridgefélagi kvenna í Reykjavík. Spiluö var sveitakeppni á 7 boröum og unnu Akumesingar á 5 en konurnar úr BK á tveimur. Nú stendur yfir sveitakeppni meö 16 spila leikjum. Efst er sveit Alfreös Viktorssonar meö 92 stig. 2. sveit Sigfúsar Sigurðssonar með 71 stig. 3. sveit Þóris Leifssonar með 64 stig. Um áramótin er fyrirhugaö boös- mót til minningar um Donna (Halldór) Sigurbjöms. Spilaö veröur um bikar sem vinur Donna gaf til þessarar keppni til minningar um hann. Síðar í vetur veröa síðan spilaðar aöalkeppnir klúbbsins, þ.e.a.s. sveita- keppni og tvímenningur, auk þess aö háö verður bæjarkeppni viö Hafnar- f jörö einhverntíma í vetur. Fréttabréf frá Bridgefélagi V- Hún., Hvammstanga 10. des. sl. komu spilarar úr Bridge- félagi V-Hún. og Bridgefélagi Hólma- víkur saman á Boröeyri og spiluöu hraðsveitakeppni aö hætti Pattons. Úrslit: Stig: Karl Sigurðsson, Hvammstanga 92 (Karl—Kristján—Flemming—Eggert) Baldur Ingvarsson, Hvammstanga 76 Guðjón Pálsson, Hvammstanga 73 Hans Magnússon, Hóimavík 70 Friðrik Runóifsson, Hólmavik 64 Jón Ólafsson, Hólmavík 63 Örn Guðjónsson, Hvammstanga 53 Björn Pálsson, Hólmavík 49 Ólafur Jónsson, Hvammstanga 36 Meðalskor 64. Bridgefélag Breiðholts Þriöjudaginn 14. des. lauk hraö- sveitakeppni félagsins. 9 sveitir tóku þátt í keppninni. Úrslit uröu þessi: Stig: Sveit Antons Gunnarssonar 1916 (Spilarar auk hans Árni Alcxandersson, Sveinn Sigurgcirsson og Baldur Arnason.) Svelt Guðmundar Grétarssonar 1902 (Stefán Jónsson, Guðjón Jónsson og Gunnar Guðmundsson) Sveit Þorsteins Kristjánssonar 1846 Sveit Bcrgs Ingimundarsonar 1771 Meðalskor 1728

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.