Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 8
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER1983. 8 IDOnDDDDDDDDDDDDDBBDDDDnODD NÝJASTA 1 JANE FONDA BÓKIN. Daglogt prógramm fyrir árifl 1984 í D laikfimi og matarœfli til magrunar g og bœttrar heilsu. g Besta bókin tii þessa. í póstkröfu. bls. Verð kr. 395,00 11 uRULÆKNINGABÚÐIN, LAUGAVEGI25 OG v/OÐINSTORG. SÍM110262. g DDnDDDDDDBDDDDBDDDDDDDDDDDDDDDOnDnnDDDDDDnDn BÆKURTIL SÖLU Vifl tökum daglega fram af lager okkar ýmsar fágætar og sjald- gæfar bækur, sem lítið hafa verið á markafii hin síðari ár. Við höfum ekkert af nýjum bókum, en mikið af hinum 80-100 þúsund titlum, sem gefnir hafa verið út hérlendis á þessari öld. Nokkurdæmi: Náttúrufræöingurinn, stakir árgangar frá upphafi til þessa dags, Árbók Ferðafélagsins 1928-1982 (ljósprent og frum- prent), Ritsafn Jóns Trausta 1—8, Saga Reykjavíkur 1—2, Saga Eyrarbakka 1—3, Stokkseyringasaga 1—2, Árbækur Reykjavíkur, flestar bækur Árna Ola, Barn náttúrunnar eftir Halldór Laxness, Hallgrímur Pétursson 1—2 eftir Magnús Jónsson próf., bækur Pálma Hannessonar, Hver er sinnar gæfu smiður eftir Epiktet, Pýramídinn mikli eftir Rutherford, Dulheimar Indíalands eftir Brunton og Dularmögn Egypta- lands eftir sama, Manfreð eftir Byron, Úr djúpunum eftir Oscar Wilde, Flugur og María Magdalena eftir Jón Thorodd- sen, Vjer brosum og Verkin tala eftir Sigurð Z. Ivarsson, Is- landische Volkssagen der Gegenwart, íslenskar þjóðsögur, sem dr. Konrad Maurer safnaði og gaf út í Þýzkalandi 1860, handunnið upphleypt alskinnsband, Ævisaga sr. Áma Þórar- inssonar 1—6, frumprent og Með eilífðarverum eftir sama höf- und, Þórberg Þóröarson, Viö fótskör meistarans eftir Krishnamurti, ljóðabók Andrésar Bjömssonar eldri, Horfnir góðhestar 1—2, Kynspilling eftir Eið S. Kvaran, Vogar eftir Einar Benediktsson, Bibliographical Notices eftir Willard Fiske, Ástir samlyndra hjóna eftir Guðberg Bergsson, Ljóð- mæli Bólu-Hjálmars 1914—1919, ób.m.k., Nýall eftir dr. Helga Pjeturss, Stofublóm í litum, Villiblóm í litum, Tré og runnar í litum, tímaritið Höldur, Ak. 1860; leikrit Jóhanns Sigur- jónssonar í frumprenti, Skólameistarasögur frá Skálholti og Hólum, Sögufélagsútgáfan, Tímaritið Jökull, heilt sett og stakir árgangar, Líkkistusmiðurinn eftir Sigurð Eggerz, tölu- sett útgáfa, Móðurminning, fyrsta bók Gunnars skálds Gunn- arssonar og ótal margt fleira mjög sjaldgæft. Við höfum bækur eftir þúsundir íslenzkra höfunda og er- lendra, m.a. Ástu Sigurðardóttur, Benjamín Sigvaldason, Annie Besant, sr. Bjama Jónsson, Einar Braga, Einar Guðmundsson, eldra og yngra, Engles og Marx, Stalín og Einar Olgeirsson, Laxness og Þórberg, Finn Jónsson, Frímann Arngrímsson, Gorkí, Guðbjörgu frá Broddanesi, Guðmund Finnbogason, Göring, dr. Helga Pjeturss, Indriða G. Þorsteinsson, Jóhannes Birkiland, Jónas Guðlaugsson, Jónas frá Hriflu, Matthías Jochumsson og Matthías Johannes- sen, Axel Munthe, Olöfu frá Hlöðum, Olaf Hauk Símonarson, Schiller, Sigurð Kristófer Pjetursson, Stefán Hörö Grímsson, Steinar Sigurjónsson, Tómas Guðmundsson o.m.fl. Hjá okkur er miðstöfl pocketbóka-vifiskiptanna. Höfum mörg hundruð titla ágætra enskra, amerískra, danskra og þýzkra pocketbóka í skáldskap og fræflum á bráflágætu verði. Kaupum og seljum islenzkar eldri bækur og flestar erlendar. Gefum reglulega út bóksöluskrár. Nýlega er út komin skrá nr. 25. Sendum hana frítt til allra sem óska utan Stór-Reykjavíkur- svæðisins. Sendum í póstkröfu hvert sem er. Vinsamiega hringið, skrififl eða lítifl inn. Bókavarðan — Gamlar bækur og nýjar — Hverfisgötu 52 — Sími 29720. Útlönd Útlönd Útlönd Arafat sigldur f rá T hÍnaIÍ Förinni heitið til | I lUUIS Norður-Yemen Á siglingu inn í ótrygga framtíö sagöi Yasser Arafat, leiötogi PLO, aö ósigur hans fyrir uppreisnaröflum inn- an PLO og brottförin frá Trípolí mark- aði aöeins áfanga á „langri göngu okk- artil Jerúsalem”. Arafat var um borö í grísku skipi, sem var á leið til Port Said í Egypta- landi. Fjögur skip til viðbótar flytja um 4000 manna skæruliðaher hans frá Trípolí, síðustu herstöð Arafats í Libanon. Förinni virðist heitið til Norður- Ýemen. Arafat sagðist mundu hitta Hussein Jórdaníukonung innan fárra daga og fyrir áramót kalla saman fund í miðstjóm Fatah-skæruliðasamtökun- um, sem nú eru klofin vegna forystu hans. Þetta er í annaö sinn á sextán mánuðum sem Arafat neyðist til þess aö flýja frá Libanon. Þegar skæruliðarnir gengu um borð í grísku skipin fimm þótti áhorfendum það minna um flest á þegar PLO- skæruliðar Arafats urðu að yfirgefa Beirút í fyrra í innrás Israelsmanna í Líbanon. Skæruliðarnir sýndu V-sigur- táknið með tveim fingrum þegar þeir gengu um borð en það blekkti hvorki áhorfendur né þá s jálfa. Eitt skipanna fer með hluta af liðinu til Norður-Afríku og þá senni- lega Túnis. Grísku skipin sigla undir fána Sameinuðu þjóöanna og njóta verndar franskra herskipa. rwfr**** Reagan óskar sér f ríðar í jólagjöf Reagan forseti áréttaöi á blaða- mannafundi í gær, sem var sjónvarp- að, að hann vildi frið umfram allt ann- að. Reyndi hann aö sannfæra landa sína um að utanríkisstefna hans verk- aði bæði í Austurlöndum nær og í Mið- og Suður-Ameríku. Sagði hann að fyrir þrýsting frá stjórn hans hefði stjórn E1 Salvador lagt sig betur eftir aö halda í skefjum hinumillræmdu „dauðasveitum”. Reagan kvaðst góðrar trúar um að friður mundi að lokum nást i Austur- Ítalíaætlarað fækkaífriðar- gæsluliðinu Italía hefur kunngert að fækkað verði smám saman í friðargæsluliðinu ítalska í Beirút og fljótlega verði eitt- hvað af liðinu kallað heim. Þessi ákvörðun var tilkynnt í þing- inu í Róm í gær þegar Arafat og 4000 manna hans voru komnir á haf út en þetta er fyrsta liösfækkunin sem boðuð hefur verið í friöargæslu- sveitunum er sendar voru til Líbanon í septemberífyrra. Italir hafa um 2.200 manna liö í fjögurra landa friðargæslunni í Líbanon. Annast Italirnir aðallega gæslu í flóttamannabúðum Palestínu- araba í Beirút, Sabra og Shatila, þar sem f jöldamorðin voru framin í fyrra. löndum nær en viðurkenndi að þau væru sú púðurtunna þar sem helst væri hætta á í dag að brytist út styrjöld.sem enginn vildi. Hann var spuröur hvað hann helst vildi í jólagjöf og svaraöi þá: ,,Frið.” Forsetinn sagðist bera fyllsta traust til stjómar Libanon og yfirmanns friöargæslusveita Bandarikjamanna i Beirút. Hann sagði að friðgargæslu- sveitirnar mundu halda áfram aö svara skothríð, ef beint væri að þeim. Síðustu skoöanakannanir benda til þess að vinsældir Reagans sem forseta hafi dvínað eftir því sem átökin í Líbanon hafa hafnaö. En um leið gætir þess að minningin um Grenada sé f arin að dofna með fólki. JODIE FOSTER TEKIN MEÐ KÓKAÍN Leikkonan Jodie Foster sagði tollvörðum í Boston, að hún hefði steingleymt því að hún var með gramm af kókaíni í handtösku sinni. Var hún sektuö um 100 doll- ara. Hún var að koma meö flugvél frá París og sagði tollvörðunum að einhver hefði gefið henni kókaínið og hún síðan gleymt því að hún hefði það í handtöskunni. Var hún kyrrsett í tollinum í tvær stundir. Jodie Foster (23 ára) hlaut frægð fyrir túlkun sína á táninga- vændiskonu í kvikmyndinni Taxi og komst í fréttirnar þegar John Hinckley, tilræðismaður Reagans forseta, sagðist hafa viljað með verkinu vekja áhuga leikkonunnar ásér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.