Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 39
•S88I H3HM5f23CI lí H1 TnAnmnvfrtM wr DV. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER1983. 8£ 39 Bókakynning DV Ur. Ingimar Jónsst ÓpMPIUIEIimi að|fomu og nýjuOQK Ólympíuleikar að fornu og nýju eftir dr. Ingimar Jónsson Æskan hefur gefiö út bókina Olympíuleikar aö fornu og nýju eftir dr. Ingimar Jónsson, námstjóra íþróttakennslu. Bókin skiptist í tvo hluta. I fyrri hlutanum segir frá íþró.ttum og ólympíuleikum Grikkja til foma og er þar rakin þróun leikanna allt frá upp- hafi og þar til þeir voru bannaðir árið 394 e. Kr. I seinni hluta bókarinnar segir frá endurreisn ólympíuleikanna í lok síö- ustu aldar og síðan frá sumar- og vetrarleikum allt til ársins 1980. Sagt er frá íþróttagörpum og helstu afrek- um hverra leika. I bókarlok er skrá yfir sigurvegara. Að sjálfsögðu er ítarlega fjallað um þátttöku Islendinga í leikunum fyrr og síöar. I bókinni er ennfremur sagt frá hinni alþjóölegu ólympíuhreyfingu, Aiþjóðaólympíunefndinni og Heims- sambandi ólympíunefnda. Bókin Olympíuleikar að fomu og nýju er 232 bls., prýdd yfir 140 mynd- um frá ýmsum tímum. Hún er ómiss- andi öllum þeim sem áhuga hafa á íþróttum. Káputeikning er gerð hjá Almennu auglýsingastofunni. Oddi hf. prentaði. ÞDR JAK0BSS0N UM HEIMA 0G GEIMA rrum* ►jcttw UM UÖT VlfttNOAMAMNA AÐ NYRRl »»«ICINOU A UFtNU. JÓftOIMMI 00 HIMiNOCMNUM Um heima og geima eftir Þór Jakobsson I bókinni Um heima og geima eru um 40 stuttir þættir. Dr. Þór Jakobs- son segir hér á aögengilegan hátt frá starfi og árangri vísindamanna við hönnun nýrra tækja og tilraunum þeirra til að leysa gátur náttúrunnar. Heillandi uppgötvanir eru gerðar á hverju árí og hvert furðutólið á fætur ööru kemur fram á sjónarsviöiö. Ekki eru allar nýjungar jafnstórfenglegar, sumt kemur í ljós smám saman án þess að margir verði varir við. Þótt hlutur eins manns sé rýr, hversu ið- inn sem hann er, eykst þekkingar- forði mannkynsins hröðum skrefum. Frá þessari starfsemi er lítillega greint í bókinni og eru það bæði inn- lendar og erlendar fréttir frá rann- sóknum í margvíslegum fræðigrein- um. Bókin er að hálfu leyti mynda- bók, hún er ríkulega skreytt myndum eftir Bjama Jónsson listmálara. Um Heima og geima er 211 bls. og unnin að öllu leyti í Prentsmiðjunni Leiftri. Bréf til Sólu Bréf til Sólrúnar Jónsdóttur, rituð af Þórbergi Þórðarsyni 1922-1931 Bókin er kynnt þannig aftan á kápu: „Þessi bréf eru ástarbréf og eiga engan sinn lika í íslenskum bókmenntum. Enda eru þau varðveitt fyrir undarlega tilviljun, eins og glöggt kemur fram í inngangi Indriða G. Þorsteinssonar fyrir bókinni. Og þessi bréf segja ástarsögu sem er bæði falieg og fagurlega skráð. Og sú saga á vafalaust eftir að valda lesendum ýmsum heilabrotum. Sóla og Þórbergur unnust hugástum, þaö sjáum við glöggt af bréfunum. En hvers vegna auðnaöist þeim' ekki að njótast? „Bagga mín. Þetta er svo löng saga,” sagði Sóla við Guðbjörgu dóttur sína, þegar hún gekk á hana um sambandsslitin. Að öðru leyti er málið hulið þögn af hennar hálfu. Guðbjörg er dóttir Sólrúnar og Þór- bergs og hafa báðir foreldrar hennar- skilið eftir yfirlýsingu því til stað- festingar. En hún hefur ekki fengið það viðurkennt af dómstólum. Eru þau undarlegu mál skýrö hér og rakin í inngangi fyrir bréfunum og máls- skjöl og dómsniöurstööur birtar í bókarlok.” Bréf til Sólu eru 180 bls'. Dóttir lírau- dansaranna eftir Lygia Bojunga Nunes Hjá Máli og menningu er komin út brasilíska bamasagan Dóttir línudans- aranna eftir Lygia Bojunga Nunes. Guðbergur Bergsson þýddi bókina úr frummálinu. Fyrir þessa sögu fékk höfundurinn H.C. Andersensverðlaun- in, mestu viðurkenningu sem barna- bókahöfundi hlotnast. Sagan segir frá Maríu, tíu ára, sem er dóttir línudansara og æfir sjálf línu- dans. Hún verður að flytja úr fjöileika- húsinu þar sem hún er alin upp og fara til ömmu sinnar, vegna þess að í fjöl- leikahúsinu gerast hræðilegir atburðir sem umbylta lífi stúlkunnar. Sagan lýsir á afar sérkennilegan og spenn- andi hátt hvernig María nær jafnvægi eftir þetta rót í lífi sínu. Bókin er 144 bls. með myndum eftir Marie Gard. Setningu og prentun annaðist Prentstofa G. Benedikts- sonar, Bókfell batt bókina. UAI.LIXXA B BJORNSSON BIÓLFSKVIDA hið sögufræga kvæði Engilsaxa á íslensku Fjölvaútgáfan sendir frá sér um þessar mundir Bjólfskviðu (Beoulf) í þýðingu Halldóru B. Björnsson skáld- konu. Utkoma Bjólfskviðu er merki- legur viöburður. Skáldkonan er nú iátin fyrir 15 árum en afrit af verki hennar hafa verið á sveimi miili vina og hópa fræðimanna og orðrómurinn um stórvirki hennar hefur spurst út. Bókin ert myndskreytt af Alfreð Flóka. Bjólfskviða er eina engilsaxneska ritið í líkingu við íslensku fomritin sem varöveist hefur og er talið mikil- vægt undirstöðurit enskrar tungu. Hún varðveittist í einu handriti sem er talið vara frá 10. öld. Islendingur- inn Grímur Thorkelín uppgötvaði kringum aldamótin 1800 hvaöa efni hún innihélt og hlaut þá fyrir það heimsfrægð. Það hefur vakið mikla athygli hvað hún geymir mörg sagna- minni sem einnig hafa varðveist í íslenskum fornritum. Hún segir frá viðureign kappans Bjólfs við ófreskjuna Grendil og síðan móður hans sem var hiö mesta flagð. Hafa fræðimenn bent á það að ýmis minni Bjólfskviöu eru sameiginleg meö Grettissögu, eins og þegar Grettir kafaði í fossinn til aö berjast við tröll. Bjólfskviöa er gefin út í tveimur útgáfum, almennri útgáfu, sem er ódýr, og 100 tölusettum eintökum skrautútgáfu, sem er árituð af lista- manninum, og er mjög dýr. Skraut- eintökin eru aðeins fáanleg hjá útgáf- unnl Þau verða ekki á markaði í búöum, öðruvísi en bóksalar geta sérpantað ein- stakar bækur. Sérherbergi eftir Virginiu Woolf Bókarforlagið Svart á hvítu hefur gefið út bókina Sérherbergi (A Room of One’s Own) eftir Virginiu Woolf. Bók þessi er frumlega skrifuö ritgerð um kynjajafnréttismál og er athygli- inni einkum beint að aðstöðu kvenna til liststarfs og skáldskapar. Bókin kom fyrst út á ensku árið 1929 og vakti strax mikla athygli, enda höfundurinn þá þegar heimsfrægur. Virginia Woolf skrifaöi einnig m.a. To the Lighthouse og Mrs. Dalloway sem eru þekktar skáldsögur. Sérherbergi er sígilt verk og hefur haft mjög mikil áhrif á viðhorf manna til jafn- réttis kynjanna. Helga Kress bók- menntafræðingur þýddi Sérherbergi, kápumynd er eftir Halldór B. Runólfsson. Bókin er 176 blaðsíður að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Odda. Á vængjum vinda Fjölvaútgáfan hefur sent frá sér bókina Á vængjum vinda eftir þýska blaðamanninn Jurgen Petschull þar sem lýst er sérstæðum flótta yfir Dauðabeltið frá Austur-Þýskalandi. Tvær fjölskyldur, samtals átta manneskjur, komust undan með því aö heimasauma sér loftbelg og svifu síðan í honum meö vindunum vestur á bóginn. Viö fyrstu sýn kynnu menn að halda að það væri ekki mikill vandi að svífa nokkra leiö með loftbelg en hér er sá munurinn aö allur þessi verknaöur þeirra taldist til stórglæps í samfélagi þeirra og urðu þau að vinna það allt í leynum. Er afar spennandi aö lesa frá- sögn þeirra af því hvernig þau gerðu fyrstu tilraunir að næturlagi og voru jafnvel um tíma eftirlýst með austur- þýsku öryggislögregluna á hælum sér. Það var á sínum tíma heimsfrétt þegar loftbelgurinn með átta manns, foreldrum og börnum, kom svífandi í kolniöamyrkri yfir dauðabeltið fyrir f jórum árum og hér er öll sagan rakin, ástæður og aödragandi og þær lífshætt- ur sem þetta hugdjarfa fólk lagði sig í. Bókin Á vængjum vinda er 176 bls. með fjölda mynda af fólkinu, lífsum- hverfi þess og af hinu djarfa verki þess, prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar og bundin hjá Bókfelli. VINDA Húsdýrin okkar Komin er út hjá Bjöllunni 2. útgáfa af Húsdýrin okkar. Þessi glæsilega barnabók seldist upp á örfáum vikum í fyrra. Textahöfundur er Stefán Aðal- steinsson en Kristján Ingi Einarsson tók myndirnar. Um 70 litmyndir eru í bókinni. Bókin er skrifuð á skýru og auöskildu máli. Sérstök áhersla er lögð á aö láta rétt heiti koma fram á öllum hlutum en þau orð sem ungir lesendur hafa ekki kynnst áður eru skýrð ítarlega þar sem þau koma fyrir. Bókin er þess vegna fróðleiksbrunnur fyrir þau börn sem ekki hafa kynnst húsdýrunum nema úr fjarlægð. „Húsdýrin okkar” er 63 bls. Uppsetningu amiaðist Kristján Ingi Einarsson. Litgreiningu vann Prent- myndastofan. Prentstofa G. Bene- diktssonar sá um setningu og filmu- vinnu. Bókin er prentuð í Belgiu. IrA itvnnat tHl }<>h*nn H(«lm»r>>MKt V {>xgbf»r! >f }»n ut Vnr ALtiítxn' }iAjknr»«Wr« S»»rrt M(gtn«r*tm 'I iMir M. }>4n»no»: >*<»•> Sjö skáid í mynd Sjö skáld 1 mynd Bókaforlagið Svart á hvítu hefur sent frá sér ljóöabókina Sjö skáld í mynd. Höfundar bókarinnar eru lands- kunn skáld, þau Gunnar Dal, Jóhann Hjálmarsson, Jón úr Vör, Matthias Johannessen, Snorri Hjartarson og Vil- borg Dagbjartsdóttir. Ljóðin í bókinni hafa ekki verið birt áður. Bókin er skreytt fjölda teikninga og litmynda eftir Olaf M. Jóhannesson, bókmennta- fræðing og myndlistarmann, sem einnig hannaði kápu. Bókin er 48 blaö- síður að stærð og er hún unnin hjá Myndamótum, prentsmiöjunni Viðey og Félagsbókbandinu. IMýjar smá- barnabækur eftir Helen Oxenbury Iðunn hefur gefið út þrjár nýjar bækur handa litlum bömum eftir Helen Oxenbury. Heita þær: Ég fer í læknisskoðun, Ég fer út að aka og Ég fer í leikskóla. Helen Oxenbury er kunnur höfundur bóka handa yngstu lesendunum. I fyrra gaf Iðunn út sex litlar bækur sem kölluðust einu nafni Bækur litla barnsins og voru texta- lausar. I þessum bókum er hins vegar texti en hvort tveggja, texta og myndir, hefur Helen Oxenbury gert. Eins og nöfn bókanna benda til er hér sagt frá eftirminnilegum atvikum í lífi barnsins. Textann má lesa upp- hátt fyrir bömin, „lifandi svipmyndir úr heimi bamsins”, segir á kápubaki: „Böm og foreldrar í sameiningu munu hafa mikla ánægju af að skoða þessar bækur og njóta þeirra i myndum sínum og máli aftur og aftur.” — Bækumar komu fyrst út hjá Walker Books í Lundúnum en textinn var settur hjá Ásetningu. Fúfú og fjalla- krílin eftir Iðunni Steinsdóttur Fúfú og fjallakrilin er ævintýraleg bók sem hentar vel börnum á aldrinum 6—10 ára og foreldrum á öllum aldri. Fjallakrílin búa í skrítnu húsi á háu fjalli og lenda þar í ýmsum háska og ævintýrum. Hvert einstakt kríli hefur sitt sérstaka svip- mót og á ýmsu gengur í kríla- samfélaginu. Þau eru ákaflega ólík okkur — og þó svo stundum undar- lega lík. Fúfú og fjallakrílin er prýdd 30 myndum sem Búi Kristjánsson teiknaði. Höfundur, Iðunn Steinsdótt- ir, sendi sína fyrstu bók, Knáir krakkar, frá sér í fyrra. Hlaut bókin mjög góðar viðtökur hjá ungum lesendum og er nú nálega uppseld. Bókhlaöan gefur bókina út. Hún er 143 bls. Setning og prentun: Prent- smiðja Árna Valdemarssonar. Bók- band: örkin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.