Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 23
22 DV. MIÐVKUDAGUR 21. DESEMBER1983. DV. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER1983. 23 íþróttir íþróttir íþróttir íþrótt íþróttir Iþróttir Stórsigur Anderlecht Anderlecht vann stórsigur 4—1 yfir Waterschei í belgísku 1. deildarkeppninni um sl. helgi. Bevcren hélt sigurgöngu sinni áfram — lagði botnliðið Moienbeek að velli 2—0. Omturúrsiit í Bclgíu þessi: Beringen-Standard Liege Mechelen-Antwerpen Becrschot-FC Liege Kortrijk-CS Brugge Scraing-Lokeren FC Brugge-Waregem Gent-Lierse Staðan er nú þessi i belgísku 1. deiidarkeppn- inni þegar knattspyrnumenn í Belgíu eru famir íjólafrí: 1— 3 1—1 1-1 2- 1 2-0 1-2 2—0 Beveren Seraing Anderlecht CS Brugge Waregem Standard FC Brugge Mechelen Waterschei Antwerpen 17 12 17 10 17 9 17 17 17 17 17 17 17 4 34-17 28 4 35—18 24 5 41-23 23 3 20-15 19 5 25—18 19 5 24-18 19 4 26—21 19 3 21—23 18 6 26—26 17 6 22-20 16 Þjálfari Standard veð jar á Dundee — sem næstu Evrópumeistara íknattspymu Raymond Goethals, fyrrum landsliðsþjálfari Belgíu og núverandi þjáifari Standard Liege, er búinn að spá því að Dundee United verði Evrópumeistari en skoska félagið sló Standard Liege út úr Evrópukcppni meistaraliða. — „Þú skalt veðja á Dundee United. Ef félagið leikur eins og það gcröi gegn okkur get ég ekki séð neitt fclagslið í Evrópu sem nái því að stööva leikmenn Dundee United,” sagði Gocthals. Dundee United á góöa möguleika á aökomast í undanúrsiit í Evrópukeppninni — þaö mætir Rapid Vin í 8-liöa úrslitum. Þaö getur fariö svo að nýtt nafn veröi skráð á Evrópubikarinn, þar sem þau tvö f élög sem hafa unniö hann og eru nú eftir í Evrópukeppninni — Liverpool (1977,1978 og 1971) og Benfica (1961 og 1962), mætast. Þegar dregiö var í 8-liða úrslitin í Evrópu- keppnunum þremur vakti þaö athygli að V- Þjóðverjar eiga ekki lið eftir í EM og er þaö í fyrsta skipti í 20 ár sem sú staöa hefur komið upp. Annars varð drátturinn þannig í Evrópukeppninni: Evrópukeppni meistaraliða: Liverpool—Benfica Rapid Vín—Dundee Utd. Roma—Dynamo Berlín Dynamo Minsk—Dinamo Búkarest Evrópukeppni bikarhafa: Barcelona—Man. Utd. Porto-Donetsk (Rússland) Haka (Finnland)—Juventus UEFA-kcppnin: Tottenham—Austria Vín Sparta Prag—HajdukSplit Nottm. Forest—StrumGraz Anderlecht—Spartak Moskva. Bæði ensku félögin í UEFA-bikarkeppninni drógust gegn félögum frá Austurríki. -sos. Getraunasvindlið íUngverjalandi — 74 leikmenn settir íkeppnisbannígær í gær dæmdi knattspyrnusamband Ungverja- lands enn 74 ieikmenn í keppnisbann vegna þátt- töku í getraunasvindlinu mikla þar í iandi. Tveir þeirra sem nú hlutu keppnisbann voru frá hinu þekkta knattspyrnufélagi Ferencvaros, þeir Zoltan Kiss og Andras Csetregi. Þeir eru einu Ieikmennirnir úr liði í 1. deild sem tekið hafa þátt í svindlinu. Heildartala þeirra leikmanna, sem settir hafa verið í kcppnisbann vegna máls- ins, er nú 334. Flestir frá félögum í 2. deild eða lægri deildum. Þetta svindlmál hefur verið lengi í fréttum en rikis-getraunirnar í Ungverjalandi töpuðu 39 milljónum forints eða um 25 milljónum íslenskra króna. í scptember sl. voru 11 menn dæmdir í fangelsi frá sex mánuðum í sex ár, auk mikilla sekta. hsim. Itr Ingemar Stenmark. Níu með 12 rétta 117. leikviku getrauna komu fram 9 seðlar með 12 rétta og var vinningur fyrir hverja röð kr. 52.670,- Með 11 rétta reyndust vera 149 raðir og vinn- ingur fyrir hverja röð kr. 1.363,- 1 Nú verður gert hlé hjá getraunum jfram yfir áramótin og veröa næstu getraunaleikir laugardaginn 7. janúar en þá fer fram 3. umferð ensku bikar- keppninnar. Þórdis Eðvald, TBR. Stenmark ekki af baki dottinn — varð sigurvegari í svigkeppninni á Italíu í gær Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — frétta- manni DV í Svíþjóð: — Ingemar Sten- mark stóð uppi sem sigurvegari í svig- keppni heimsbikarkeppninnar á skíðum, sem fór fram i Madonna de Calmpigliao á ítalíu í gær. Það var einmitt á þessum stað sem Stenmark vann sína fyrstu keppni — 1974 og síðan hefur hann orðið sigurvegari átta sinnum þar. Fimm sinnum borið sigur úr býtum í svigi og þrisvar í stórsvigi. Þaö var 22 ára Austurríkismaður, Robert Zoller, sem veitti Stenmark haröa keppni en Zoller var meö rás- númer. Undanfarin ár hafa skíöamenn meö svo há rásnúmer ekki blandað sér í keppnina um sigur. Zoller var 2/10 úr sekúndu á eftir Stenmark. — Eg vissi ekki aö Zoller heföi náö svo góðum tíma. Eg keyrði eins hratt og ég gat — hélt aö Stig Strand væri meö bestan brautartímann, sagöi Sten- mark eftir sigurinn. Færið í keppnisbrautinni var mjög gott þar sem mikið haföi snjóaö og komu því margir lítt þekktir skíða- menn á óvart. — Ég held áfram aö keppa meðan ég finn aö ég get staðið sterkustu skíða- mönnum heims snúninginn og vinn sigra meö jöfnu millibili, sagöi Sten- mark, sem vann aöra svigkeppnina í röö. Það vakti athygli aö Andreas Wenzel hafnaöi í níunda sæti aö þessu sinni. LEIKMENN GUIF MÆTTU EKKI • og var félagið sektað um 15 þús. sænskar kr. I I I I I I ■ Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — frétta- ■ manni DV í Svíþjóð: — Sænska handknattleiksliðið GUIF, sem Andrés Kristjánss. leik- H ur með, var sektað um 15 þús. sænsk- Iar krónur fyrir að mæta ekki til leiks í Ystad. Ástæðan fyrir því að leik- _ menn GUIF mættu ekki var að það | var ekki hægt að lenda á flugvellin- Ium í Ystad vegna þoku en leikmenn GUIF ferðast eingöngu með flugvél- Ium á milli keppnisstaða — hafa neit- að að ferðast með járnbrautarlest- I I I I I ■ um. Leikmenn GUIF sátu því heima ■ og félagið þarf að greiða Ystad 15. ■ þús. sænskar og leikurinn var dæmd- " urtapaður —0:10. Lugi hefur náð þriggja stiga for- _ skoti í „Allsvenskan” — er með 17 | stig eftir sigurleik 28:15 yfir Rcd- m bergslid. Drott, sem er í öðru sæti ■ með 14 stig, tapaði óvænt heima ■ 18:34 fyrir Frölunda, sem er í þriðja ■ sæti með 13 stig. -GAJ/-SOS ■ Uli Stein bjargaði Ham- borg frá algjöru hruni — varði frábærlega þegar Aberdeen sigraði Hamborg 2—0 „Aðeins stórkostleg markvarsla Uli Stein kom í veg fyrir algjört hrun Hamburgarliðsins — algjöra Huugingu,” sagði John Beck, frétta- maður skoska útvarpsins, eftir að Aberdeen hafði haft ótrúlega yfir- burði í síðari hálfleiknum gegn Ham- burger SV í síðari leik liðanna í stór- bikar Evrópu í Aberdeen í gærkvöldi. Aberdeen sigraði 2—0 og sigraði því í keppni liðanna um stórmeistara- titilinn. Jafntefli 0—0 í fyrri leiknum í Hamborg. Urhellisrigning var í Aberdeen í gær- kvöld og talsverö gola. Ahorfendur voru 23 þúsund eöa uppselt og þó var leiknum sjónvarpaö beint. Leikurinn var slakur framan af og leikmenn Aberdeen, sem sóttu mun meira, féllu afaroft í rangstöðutaktík vestur-þýska liösins. Ekkert mark skorað í fyrri hálfleiknum en þaö átti eftir aö breyt- ast. Aberdeen-liðið haföi rigninguna og vindinn í bakiö í síöari hálfleiknum og hóf þá strax stórsókn, sem stóö út nær ÞÓRDÍS KOMST í ÚR- SUT í STRÁKAFLOKKI Vinsældir badminton vaxa stöðugt hér á landi. Um helgina voru 178 keppendur frá 10 féiögum á jólamóti unglinga, sem háð var í íþróttahúsi Tennis- og badmintonfélags Reykja- víkur. Athygli vakti að flestir keppendur voru frá Hveragerði eða 40. Alls voru spilaðir 230 leikir og greinilegt að margt efnilegt badmin- tonfólk kom þar fram. Urslit í keppninni uröu þessi: Hnokkar, einliðal.; Bjarki Gunnlaugsson, ÍA, sigraöi tvíbura- bróöur sinn, Arnar Gunnlaugsson, 11/5 og 11/4. Tátur, einliðal.: Kristín Ólafsdóttir, UFHÖ, sigraði Sigurbjörgu Skarphéö- insdóttur, UFHÖ, 12/10 og 11/8. Hnokkar, tvíliðal.: Gunnar Már Petersen og Oli Björn Zimsen, TBR, sigruöu Bjarka Guönason, TBV, og Einar Pálsson, IA, 15/10 og 15/5. Tátur, einliðal.: Jóhanna Snorra- dóttir og Sigurbjörg Skarphéöinsd., UFHÖ, sigruðu þær Kristínu Olafs- dóttur og Ragnhildi Sigurðardóttur, UFHÖ, 10/15,15/5 og 15/8. Hnokkur-tátur, tvenndarl.; Einar Pálsson og María Gústafsdóttir, IA, sigruöu þau Ola Björn Zimsen og Ingi- björgu Arnljótsdóttur, TBR, 15/9 og 17/16. Sveinar, einliöal.: Njáll Eysteins- son, TBR, sigraöi Karl Viðarsson, IA 11/1 ogll/4. Meyjar, einliðal. Berta Finnboga- dóttir, IA, sigraði Vilborgu Viöarsd. IA, 11/6,8/11 og 11/2. Sveinar, tvíliðal.; Oliver Pálmason og Theodór Hervarðsson, IA, sigruöu Karl Viöarsson og Sigurö Steinþórs- son, IA, 15/13,13/15 og 15/7. Meyjar, tvíliöal.: Unnur Hallgríms- dóttir og Guörún Eyjólfsdóttir, IA, sigruðu þær Bertu Finnbogadóttur og Vilborgu Viðarsdóttur, IA, 15/13, 6/15 og 15/5. Sveinar-meyjar, tvenndarl. Theo- dór Hervarösson og Unnur Hall- grímsd., IA, sigruöu þau Oliver Pálmason og Maríu Guömundsdóttur, IA, 16/18,15/7 og 15/9. Drengir, einliöal.: Árni Þór Hallgrímsson, IA, sigraöi Hauk P. Finnsson, Val, 15/3 og 15/6. Telpur, einliöal.: Ása Pálsdóttir, IA, sigraöi Guðrúnu Júlíusdóttur, TBR, mjög óvænt 12/11 og 11/5. Drengir, tvíliöal.: Bjarki Jóhannes- son og Haraldur Hinriksson, ÍA, sigruöu Þórhall Jónsson og Árna Þór Hallgrímsson, IA, 18/16 og 18/17. Telpur, tvíliðal.: Guörún Júlíusdótt- ir og Helga Þórisdóttir, TBR, sigruöu Ásu Pálsdóttur og Guörúnu Gísla- dóttur, IA, 15/6 og 15/4. Drengir-telpur, tvenndarl.: Árni Þór Hallgrímsson og María Finnboga- dóttir sigruðu Harald Hinriksson og Ástu Sigurðardóttur, IA, 15/10 og 15/6. I flokki pilta og stúlkna var einliða- leikurinn sameinaöur vegna lítillar þátttöku stúlkna. Þar sigraöi Snorri Þorgeir Ingvarsson, TBR, Þórdísi Edwald, TBR, 15/12,17/15 og 15/5. Piltar, tvíliðaleikur: Snorri Þ. Ingvarsson, TBR, og Haukur P. Finns- son, Val, sigruöu Hákon Jónsson og Frímann Ferdinandsson, Víkingi, 15/9 og 15/8. Piltar-stúlkur, tvenndarl.: Snorri Þ. Ingvarsson og Þórdis Edwald, TBR, fengu úrslitaleikinn á móti Hauki P. Finnssyni og Guörúnu Sæmunds- dóttur, Val, gefinn. allan hálfleikinn. Peter Weir sem átti snilldarleik á vinstri kantinum, lék þýska landsliðsbakvörðinn Manfred Kaltz mjög grátt, þaö svo aö Kaltz var tekinn út af um miðjan hálfleikinn. En þá haföi Aberdeen skorað tvívegis. Fyrra markið var skoraö eftir aöeins 90 sekúndur í síöari hálf- leiknum. Wier lék þá sem oftar á Kaltz og gaf fyrir. John Hewitt fékkknöttinn í góöu færi en hitti hann illa. Fékk þó aftur tækifæri en , þýsku varnar- mönnunum tókst að komast fyrir knöttinn. Hann barst til Neil Simpson sem skoraöi. Á næstu mín. varöi Stein frábærlega vel frá Mark McGhee og gerði þaö hvaö eftir annaö, þegar Aberdeen-leikmennirnir komust hvaö eftir annaö í færi. Leikmenn Hamborg- ar voru eins og vankaöur hnefaleika- maöur í hringnum. Oft algjör panik í varnarleik þeirra. En á 65. mín. tókst Stein ekki aö koma í veg fyrir annað mark skoska liösins. Weir tók hornspymu — Aber- deen fékk 12 hornspymur gegn engri aðeins í síöari hálflcik — og Eric Black, sem þá var nýkominn inn á fyrir Hewitt, skallaöi til Miller. Hann gaf á McGhee sem skoraöi. Tíu mín. fyrir leikslok sendi Simpson knöttinn í markiö hjá Stein. Austurrískur línuvöröur veifaöi rangstööu en þaö voru slæm mistök hjá honum að áliti allra skosku fréttamannanna sem önn- uðust lýsingu á leiknum. Weir var maöur leiksins og eftir hann tilkynnti stjóri Aberdeen, Alex Ferugson, honum, aö hann heföi eignast son meðan á leiknum stóö. Liöin vora þannig skipuö. Aberdeen: Leighton, McKimmie, McMaster, McMaster, Simpson, Mc- Leish, Miller, Strachan, Hewitt (Black), McGhee, Bell og Weir. Hamborg: Stein, Kaltz, Weymeyer, Jakobs, Hieronymus, Hartwig, Schörder, Groh, Schatzschneider, Magath og Rollf. Hamborg notaði báöa varamenn sína, Schatzschneider var tekinn út af í fyrri hálfleik, Kaltz í þeim síöari. -hsim. Liö Karatefélags Reykjavfltur varð sigurvegari i sveitakeppninni á 10 ára afmælismóti KFR í karate. Hér fyrir ofan má sjá sigursveitina: Bjarni Kristins- son, Atli Erlendsson, Bjarni Jónsson, Árni Einarsson, Ómar ívarsson, ívar Hauksson, Vicente Carrasuo og Jónina Olesen. Sigurvegarar í einstökum flokkum voru: Ævar Þorsteinsson, KDG i 75 kg flokki og yfir, Ívar Hauksson i 65—75 kg flokki, Árni Einarsson í 65 kg flokki og undir og Jónína Olsen i kata kvenna. DV-mynd: Arnar Hákonarson. Mikil meiðsli hrjá Man. Utd. — og fjórir leikir f ramundan um jól og nýár í stórbikar Evrópu í knattspymu „Þessi meiðsli geta sett strik í reikn- inginn hjá okkur. Það eru fjórir leikir framundan um jól og nýár og tveir þeirra mjög erfiðir. Utileikir í Coven- try 26. desember og Liverpool 2. janú- ar á Anfield og við þurfum á öllum okkar bestu leikmönnum að halda í þá leiki,” sagði Ron Atkinson, stjóri Man. i Utd., ígær. Fyrirliði Man. Utd., Bryan Robson, fór af velli illa haltur í byrjun síöari hálfleiks í mjólkurbikarleiknum viö Oxford á mánudag. Við þaö hrundi leikur Manchester-liösins. Undir lok framlengingarinnar meiddist Rene Moses en í gær var frekar reiknaö meö aö þeir gætu leikiö um jólin. Mark- vörðurinn Gary Baily tognaöi á fæti á æfingu á sunnudag og gæti oröið frá um tíma. Sama gildir um Gordon McQueen, miövörðinn hávaxna, sem ekki hefur getaö leikið í þremur síöustu leikjum United. Mikil meiðsli eru einnig hjá vara- mönnum liðsins. John Gidman frá leik vegna meiösla, ungi strákurinn Alan Davies, sem lék báða úrslitaleikina í FA-bikarnum gegn Brighton í vor, fót- brotnaði í sumar og varnarmaöurinn Paul McGrath fyrir nokkru skorinn upp vegna liðmúsar. Hann vaktij mikla athygli sl. vor. Lék þá nokkra leiki sem miðvörður eöa bakvöröur en skoraöi samt f jögur mörk. Og Man. Utd. varð fyrir miklu áfalli þegar í ljós kom í haust aö Steve Coppell, landsliösmaðurinn snjalli, getur ekki framar leikiö knattspyrnu vegna hnémeiösla. Coppell er hagfræö- ingur að mennt og formaöur sambands enskra atvinnuknattspyrnumanna. I síöustu viku fékk Man. Utd. 500 þúsund sterlingspund í tryggingarfé fyrir Coppell. Þeir peningar verða notaöiö til kaupa á eftirmanni Coppels, Danan- um Jesper Olsen. Miklar líkur eru á að Olsen byrji aö leika meö United innan skamms. Komið hefur í ljós atriöi í samningi Olsen við hollenska liðið Ajax, sem Daninn vissi ekki um þegar hann skrifaöi undir samning á hollensku. Þaö gerir að Olsen er ekki samningsbundinn viö Ajax til vors eins ogálitiðvar. hsím. Lee rekinn Einn kunnasti stjórinn í ensku knatt- spyrnunni, Gordon Lee, var rekinn frá Preston í gær eftir að hafa verið þar í tvö ár. Hann hefur víða kornið við á löngum ferli, gerði m.a. Everton að Englandsmeisturum. Ekkert verður af verkfalli ensku knattspyrnumannanna. í gær náðu þeir Steve Coppell og Bob Latchford á- samt lögfræðingi sínum samkomulagi við enska knattspyrnusambandið. Það mun greiða samtökum knatt- spyrnumanna 100 þúsund sterlings- pund fyrir sjónvarpsrétt, sem áður. Leik Liverpool og Newcastle í ensku bikarkeppninni 6. janúar verður því sjónvarpað beint. -hsím. Liverpool klúðr- aði tækifærunum — og verður að leika á ný við Birmingham á fimmtudag í mjólkurbikarnum Þrátt fyrir umtalsverða yfirburði í Birmingham í gærkvöld í 4. umferð enska mjólkurbikarsins tókst Liver- pool ekki að sigra Birmingham. Jafn- tefli varð 1—1 og tókst fyrirliða Birmingham, Mick Harford, að skora jöfnunarmarkið 15 mín. fyrir leikslok eftir að bakvörðurinn Hagan hafði leik- ið upp kantinn og gefið fyrir. Talsverð rangstöðulykt var af markinu. Mjög hvasst var í Birmingham í gærkvöld og rigning. Liverpool náöi fljótt undirtökunum í leiknum og á 26. mín. skoraði fyrirliöi liðsins, Graeme Souness, með þrumufleyg af 25 metra færi. Fjórða mark hans í þessari keppni. Þeir Craig Johnston og Ian Rush fengu góö tækifæri til aö auka viö muninn en tókst ekki og rétt áöur en Birmingham jafnaði fékk framvöröur- inn ungi hjá Liverpool, Steve Nicol, besta tækifæri leiksins, sem hann klúöraöi. Liðin veröa því að leika aö nýju og þaö verður á Anfield í Liverpool nú á fimmtudag. Sigurvegarinn leikur á útivelli við Sheff. Wed í 5. umferð 18. janúar. Átta-liöa úrslit og hinir leik- irnir eru milli Oxford-Everton, Roter- ham-Walsall og Norwich-Aston Villa. hsím. (þróttir íþrótt íþróttir íþrótti íþróttir íþróttir félaganna Verð frá kr. 559.- Margir litir Verð frá 545.- Stærðir frá 25 Verð frá 245.- Margar gerðir Geríð verðsamanburð Póstsendum c Ath. Við höfum opnað nýja verslun að Laugavegi 69 - sím i 11783 PIE3SIP V peysur buxur sokkar Klapparstig 44 Reykjavik Simi 10330 Laugavegi 69 Reykjavík sími 11783 Ath. Mjög gott verð t.d. töskur, handklæði, treflar, fánar, könnur ofl. æfingaskór æfingatöskur ppp^ péysur Margir litir. BarnagaHar Verð kr. 894 Stærðir frá 3ja ára Margar gerðir Verðfrá kr. 980.- itm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.