Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 26
26 DV. MIÐVKUDAGUR 21. DESEMBER1983. KJALLARAGALLERÍIÐ OPNAÐ Á AKUREYRI Opnaö hefur veriö Kjallaragallerí- iö á Akureyri og er þaö til húsa aö Hafnarstræti 88. Þar verða til sölu verk listamanna á Akureyri. Er ■ megintilgangurinn meö því aö koma upp staö þar sem Akureyringar geta keypt sér listaverk á viöráðanlegu veröi. Hægt veröur aö kaupa þarna kort sem kosta niður í 25 krónur stykkiö og mörg smærri verk á bilinu 500 til lOOOkrónur. Ragnar Lár myndlistarmaöur átti hugmyndina aö stofnun gallerísins. Sagði hann í samtali við DV aö þetta væri tilraun til aö athuga hvort grundvöllur væri fyrir rekstri slíks staðar. Húsnæöiö er í eigu Skósmíöa- vinnustofu sem þarna er viö hliðina og fengiö til afnota, þar sem þaö heföi annars ekki nýst. Ragnar sagöi líka aö hvergi heföi áöur verið hægt aö ganga að verkum listamanna á Akureyri á einum staö. Þarna mætti nú til dæmis fá jóla- eöa tækifærisgjafir og hverfa með þær tilbúnar undir hendinni út. Yröi reynt aö hafa mikið úrval og troð- fylla húsnæöiö eins og gerðist í mörg- um galleríum erlendis. -JBH/Akureyri. Nýtt gallerí, Kjallaragalleríið, hefur tekið tH starfa á Akureyri og þar verða til sölu verk eftir listamenn bæjarins. DV-mynd JBH. Svefnsófi: 2 geróir Svefnsófi kr: 9.980,- 2 gerðir OG ALLT ÞETTA ER AÐEINS LÍTIÐ SÝNISHORN: JA, ÞVÍ EKKI AÐ GERA ÞITT EIGIÐ SETUR MEÐ HÚSGÖGNUM FRÁ SETRINU? Opið SENDUM i PÓSTKRÖFU Laugard. kl. 10-22. Sunnud. kl. 14—17. HÚSGÚGN 0G GJAFAVÖRUR, HAMRABORG 12 KÓPAVOGI, SÍMI É>etrid Stórhóll s/f á Dalvík: Hef ur f ramleiðslu á sjólaxi í dósum Fyrirtækiö Stórhóll s/f á Dalvík er aö hefja framleiöslu á niöurlögöum sjólaxi. Voru keypt til framleiöslunnar tæki frá Eldeyjarrækjunni s/f í Kefla- vík, auk annarra nýrri. Aö sögn Jóns Tryggvasonar hjá Stór- .hóli s/f er unnið úr söltuðum ufsa. Einnig eru uppi hugmyndir um niöur- lagningu á lifur og jafnvel rækju ef vel gengur nú. Markaðsmálin sagöi hann aö væru enn nokkuö óráöið dæmi, fyrst um sinn yröi innanlandsmarkaður lát- inn duga en mikill áhugi væri fyrir því að leita út fyrir landsteinana. Sjólaxinn frá Dalvík verður í 150 gramma dósum aö minnsta kosti fyrst um sinn. Stefnt er aö því aö framleidd- ar veröi 10 þúsund dósir á viku og • munu 10 manns hafa atvinnu af niöur- lagningunni. Þessa dagana stendur yfir prófun á framleiðslu Stórhóls s/f en gert er ráö fyrir aö hún komist á innanlands- markaðinn í janúar. JBH/Akureyri. Jón Tryggvason forstjórí Stórhóls á Dalvik fyrir framan sýnishorn af fram- leiðslu fyrirtækisins á sjólaxi. D V-m ynd JBH. Kelduneshreppi gef in jörð Frá Viöari Jóhannssyni, Skúlagarði í Kelduhverfi. Er hreppsnefnd Kelduneshrepps var á fundi á laugardag gekk Rannveig Hjartardóttir á Eyvindarstöðum á fund hennar og afhenti henni gjafabréf fyrir eignarjörð sinni, Eyvindarstöð- um í sömu sveit. Er gjafabréfiö án skil- yrða annarra en aö hún áskilur sér afnotarétt af íbúðarhúsi og smáland- spildu umhverfis það á meöan hún þarf áaöhalda. Viö afhendinguna komst Rannveig, sem er 81 árs og býr ein á Eyvindar- stöðum, svo að oröi aö hún vonaöist til aö jörðin mætti veröa sveitarsjóöi Kelduneshrepps til gagns á komandi árum. Oddvitinn komst þannig aö oröi við móttöku þessarar stórhöföinglegu gjafar aö hún sýndi óvenjulega tryggö og hlýhug þessarar öldnu konu sem hefur unniö allt sitt ævistarf í heima- sveit sinni. _gb. Jolalömb úr Mýrdalnum Um síöustu helgi komu nýslátruö jólalömb austan úr Skaftafellssýslu til Reykjavíkur. Nokkuö hefur veriö um jólalömb í kjötverslunum rétt fyrir jól undanfarin ár. Þá eru lömbin séralin frá hausti fram að jólum. „Viö fengum um sjötíu skrokka af jólalömbum í verslun okkar,” sagöi Júlíus Jónsson í versluninni Nóatúni er við spurðumst fyrir um sendinguna. „Lömbin voru séralin af bændunum aö Heiöi og Höföabrekku í Mýrdal og slátrað fyrir helgina í Vík. Þetta kjöt fær aö hanga vel sem gerir þaö betra og meyrara. Þetta er fallegt kjöt, vöövamikið, þó aö skrokkarnir séu ekki nema tólf til þrettán kíló aö þyngd. Verð á jóla-lambakjötinu er um 25 prósent hærra en á haustslátruðu. ” -ÞG. Fullfermi af jólalömbum austan úr Mýrdal kom i verslunina Nóatún um siðustu helgi. £> V-mynd Bj. Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.