Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Herdís Þorgeirsdóttir VIÐRÆÐUR UM BARENTSHAF Viöræöur eru nú hafnar milli Sovétmanna og Norðmanna um Barentshaf en um margra ára skeiö hefur ríkt ágreiningur um hvernig skipta eigi yfirráöum yfir Barents- hafi úti fyrir noröurströndum land- anna. Fyrir tveimur árum lauk viöræöum milli landanna án þess aö hafa boriö nokkurn árangur en ágreiningurinn snerist um hvaöa að-; feröir ætti aö notast viö til aö ákveöa mörkin milli umráöasvæöa landanna tveggja. Allt bendir til að sovésk stjórnvöld vilji meö því aö opna þessar viðræður aö nýju sýna norskum yfir- völdum aö þau vilji ekki eiga í úti- stööum viö Norðmenn vegna þessara mála. I húfi er hins vegar um 155 þúsund ferkilómetra svæöi land- grunnsins sem bæöi Noregur og Sovétríkin kref jast aö sé hluti af 200 mílna efnahagslögsögu. Norömenn vilja að mörkin skuli dregin fyrir miöju eöa í jafnri fjar- lægö frá ströndum landanna eftir þeim reglum sem ákveöiö var á haf- réttarráðstefnunni. Sovétmenn vilja hins vegar fylgja þeirri línu sem dregin var áriö 1926 frá norðurpólnum aö landamærum Noregs og Sovétríkjanna. En fyrr á þessu ári hóf sovéskt skip olíubor- anir aöeins einum og hálfum kíló- metra frá vesturmörkum þessa um- deilda svæöis. Sovésk stjórnvöld segja aö sakir „sérstæöra kringumstæðna” geti þau krafist umráða yfir stærra svæöi á Barentshafi en Norðmenn. Rökin sem Sovétmenn færa fyrir þeirri kröfu sinni eru m.a. þau aö þær tvær milljónir Rússa sem búi viö Kola- skagann þurfi miklu stærri efnahagslögsögu en þau sjötíu þúsund sem byggi nærliggjandi svæði í Noregi eöa Finnmörk. Ekkert hefur bent til þess aö Sovét- menn hyggist draga úr kröfum sínum sem hingaö til hafa staðið í veginum fyrir aö samkomulag hafi náöst um þetta mál. Norðmenn líta svo á aö kröfur Sovétmanna endurspegli ætlun þeirra aö vernda hernaöarhagsmuni sína á Barentshafi, auk þess sem þeir vilji auka möguleika sína á aö ná eins mikilli olíu og þeir geti úr sjónum. Kolaskaginn er á þröskuldi þessa svæöis sem deilt er um, en á Kola- skaga geyma Sovétmenn kafbáta sína sem búnir eru kjarnorku- vopnum. Norðmenn halda þvi fram aö þessir kafbátar geti skotiö á lönd Vestur-Evrópu og á Bandaríkin án þess að sigla út aö eöa í gegnum GIUK-hliöiö milli Grænlands, Islands og Bretlands. En hernaðar- legt mikilvægi þessara kafbáta hefur aukist í kjölfar uppsetningar á Norskir fískimenn við veiðar á Barentshafí Pershing II og stýriflaugum í Evrópu sem gerir landfastar kjarn- orkueldflaugar Sovétmanna viðkvæmari fyrir árás, eftir því sem talsmenn norskra stjórnvalda segja. Noregur er traustur aöiii aö vest- rænu vamarsamstarfi en þaö er staðföst stefna norskra stjórnvalda að halda spennu varöandi deilur um Barentshaf í lágmarki. Norömenn hafa þvertekið fyrir erlendar her- stöövar í landi sínu eöa kjarnorku- vopn á friöartímum og vilja tak- marka heræfingar NATO á þessum svæöum eftir því sem unnt er. Talið er að betri möguleikar séu á samkomulagi um skiptingu Barents- hafs nú en oft áöur. I apríl s 1. uröu stjórnvöld beggja landanna ásátt um að Norðmenn geröu rannsókn á olíuborunum á því svæöi sem deilur standa ekki um og skilaði norskt fyrirtæki Sovétmönn- um heildaráætlun byggöri á þessum rannsóknum eigi alls fyrir löngu. Hins vegar eru ýmsir stjórnmála- menn tortryggnir á of nána sam- vinnu viö Sovétmenn og líta hernaö- arlega hagsmuni Sovétmanna á þessum slóöum hornauga, því að ótt- ast er aö of náin samvinna á þessu herfræðilega mikilvæga svæði geti skaðað Noreg ef til lengri tíma sé lit- iö. Flokksforystan fær mestu um ráðið i útnefningu frambjóðenda Það var strax augljóst aö þátttaka sira Jesse Jackson í kosningabaráttu til forsetaembættis í Bandaríkjunum mundi valda fjaörafoki. Margt veldur því — ekki aðeins sú staöreynd aö hann hefur þurft meiri vernd en aðrir frambjóöendur en Jackson hefur veriö umkringdur af öryggisvörðum í nokkurn tíma — heldur þykir presturinn nokkur ögrun viö þá hefðbundnu ímynd sem fólk hefur af frambjóöendum í æösta embætti bandaríska stjórnkerfisins. Rykiö, sem þátttaka Jackson á eftir aö þyrla upp, er þegar farið að segja til sín innan f lokks demókrata. Jesse Jackson hefur fariö þess á leit viö flokk sinn aö ýmsum reglum sem snúa aö kosningabaráttunni verði breytt. Þeirri kröfu heföi ef til vill veriö mætt heföi stjórnamefnd flokksins ekki nýlega breytt um- ræddum reglum og í þá átt aö þeir sem Jackson uppnefnir „hvítu aristókratana” hafa meira að segja í útnefningu frambjóðenda Demó- krataflokksins í hið háa embætti. Ástæöan fyrir umræddri breytingu nefndarinnar á reglunum varðandi kosningaframboö er sögö sú aö koma í veg fyrir aö endurtekning verði á útnefningu eins og um var aö ræöa þegar George McGovern var tilnefndur árið 1972 og Jimmy Carter áriö 1976 en þá þóttu ýmis grasrótar- samtök eiga of mikinn þátt í útnefn- ingunni. Því er ljóst aö viö næstu útnefningu frambjóðenda demókrata muni hinir eiginlegu flokksmenn ráöa meiru en lengi hefur verið raunin. Þróunin verður sú fyrir tilstuölan reglu- breytingarinnar aö vissir kjarnar innan flokksins munu fá mestu ráðiö ll'nk MÍ' Jesse Jackson er ekki nógu ánægður með fyrirkomulag kosningabaráttu demókrata tii forsetaembættis- í staö þess aö allir þeir sem skráöir eru í flokk demókrata í viðkomandi fylkjum velji í forkosningunum. Annaö sem bendir til að flokksfor- ystan vilji auka vald sitt í vali fram- bjóöenda er sú ætlun að fá sem flesta öldungardeildarþingmenn og full- trúardeildarþingmenn flokksins, sem og kjöma embættismenn um öll Bandaríkin og borgarstjóra úr hópi demókrata á þing flokksins í San Fransiskó næsta sumar. Allt bendir til að þetta muni gera útnefningu Walter Mondales enn h'klegri, en augljóst er aö harrn er sá frambjóð- andi sem fellur flokksforystunni best ígeö. Jesse Jackson er hins vegar óhress meö reglubreytinguna og Utur svo á aö hún sé gerð með hann í huga. Segir hann aö sér sé í litlu launuð þau mörgu atkvæði sem þátttaka hans á eftir aö færa flokknum eða um tvær til þrjár milljónir nýrra atkvæða fyrir demókrata sem hann hefur ötullega barist fyrir meö því aö hvetja kjósendur til aö skrá sig. Jackson leitar ákaft eftir stuöningi innflytjenda frá Suöur-Ameríku og stuðningi kvenna þótt hann byggi all- ar sínar vonir á fylgi svartra, en blökkumenn eru um einn fimmti af kjósendum demókrata. Eitt af aðalslagoröum Jacksons undanfariö hefur verið aö tími minnihluta sé liöinn og tími meiri- hlutans tekinn viö en hann viil aö staöa minnihlutans veröi styrkt á fyrirhuguðu þingi demókrata. Þaö skýtur svolítið á „skjön” viö ímynd flokksins aö fá á sig ásakanir um flokkseigendafélag o.s.frv. en á því hefur boriö undanfariö aö tUraunir hafi veriö geröar tU að reka áróður fyrir því að flokkurinn sé sameinaður en ekki sundraður eins og ferðalög frambjóöenda um landiö hafa boriö vitni um. TUgangurinn var söfnun f jár til styrktar flokknum en ekki einstökum frambjóöendum. Charles Manatt, formaður stjórnarnefndar flokksins, þykir ekki hklegur til að taka kröfur Jesse Jacksons um breytingar á reglum tU alvarlegrar íhugunar svo skömmu fyrir forkosningar eins og nú er raunin. En sú forsenda er gefin aö Jesse Jackson muni ekki vUja standa um of í hárinu á flokksforystunni opinberlega af ótta viö að óánægja hans breiðist út tU þeirra tveggja til þriggja mUljóna sem demókratar þurfa á aö halda til viðbótar til aö ná Hvíta húsinu aftur á vald sitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.