Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Page 21
Hér stendur Bjarni við likan af oliuborpallinum Ocean Ranger, en oliuborpallur þessi fórst i aftakaveðri
undan IMýfundnalandi í febrúar 1982. Fórust þá 84 menn. Bjarni hefur m.a. unnið að rannsóknum þessa
slyss.
háskólann í British Columbia, en aö
námi loknu ákvaö ég aö læra aö fljúga
og næstu árin vann ég til aö fjármagna
flugnámið. Eftir aö ég haföi náö at-
vinnuflugmannsprófi lá leiöin til Tor-
onto og þar vann ég að rannsóknum á
fellibyljum í tengslum viö kanadísku
veöurstofuna.
Framhaldsnám í
Japan og Ástralíu
Mig langaöi aö halda áfram námi og
þaö varö úr aö ég fór til London í
Ontario og innritaöist i Western há-
skóla. Aöalfag mitt þar var stæröfræði,
en ég las einnig verkfræöi og veöur-
fræöi. Sem fyrr voru fellibyljir mitt
sérsvið. Samfara náminu vann ég,
ýmis rannsóknastörf og í tengslum viö’
þaö hélt ég svo til Japan áriö 1978. Eg'
var þar í hálfan þriðja mánuö og var
það mjög gagnleg dvöl. Viö skiptumst
á upplýsingum um fellibylji, en ég
haföi alltaf á tilfinningunni aö
Japanirnir vildu aö ég væri þar lengur,
í eitt eöa tvö ár. Þeir voru bara svo
kurteisir aö þeir færöu það aldrei í
mál. Dvöl mín í Japan var skemmti-
leg, háskólinn sem ég var viö er í
Kyoto, en þaö er hin gamla höfuöborg
keisaradæmisins. Mig langaöi alltaf aö
fara aftur til Japan, en svo varö þó
ekki. Kannski á ég eftir aö fara þangað
síðar.
Sama ár dvaldi ég einnig í Astralíu í
10 vikur, viö James Cook háskóla.
Skólinn er á norðausturströndinni, um
700 mílur noröur af Brisbane og þar er
hitabeltisloftslag. A þessum slóöum
eru fellibyljir því tíðir og dvaldi ég við
rannsóknir og athuganir á þeim.
Næstu árin kenndi ég síðan viö
Western háskóla í Ontario, jafnhliða
því sem ég vann viö rannsóknir í
veöuraflsfræöi (airo dynamics) og
kenndi flug. Flugið skipar veglegan
sess hjá mér, mér finnst fjarskalega
gaman aö horfa niður á jörðina, vera
aigjörlega frjáls og óháöur. Þessi ár
voru mjög góö og ekki versnaði það í
fyrra, er mér var boðið starf hjá Rann-
sóknastofnun Kanada í Ottawa. Eg tók
boöinu og hef verið hér í tæpt ár.”
Höfuöstöðvar Rannsóknastofnunar
Kanada eru í Ottawa, en auk þess eru
útibú víöa, svo sem í Montreal, Halifax
og Edmonton.
Rannsakar
olíuborpallsslys
Rannsóknirnar ná til ýmissa sviða,.
en eru ekki einskorðaðar viö ákveöin
vísindi. Stundum er stofnunin fengin til
aö rannsaka slys og má nefna aö
Bjami hefur unniö aö álitsgerð um or-
sakir þess aö olíupallurinn Ocean
Ranger sökk í fyrra undan strönd
Nýfundnalands. Ocean Ranger var
gífurlega stór pallur og fórust nær 100
manns í slysinu. Bjarni hefur athugaö
áhrif veöurs á pallinn, en aörir hafa
rannsakaö þátta strauma og annarra
liöa. I rannsóknamefndinni sátu einnig
Norömenn, en niðurstöður nefndar-
innar munu hafa mikla þýöingu fyrir
hönnun og gerö olíupalla í framtíöinni.
„Eg fór tU Þrándheims í Noregi í
aprU tU skrafs og ráðagerða um orsak-
ir slyssins og átti mjög ánægjulega
dvöl þar. Norðmenn báru mig á hönd-
um sér allan tímann og tóku mér sem
einum af þeim. Þangað ætla ég örugg-
lega aö fara aftur,” segir Bjarni.
Sem dæmi um önnur störf Bjarna má
nefna að hann hefur unnið aö rann-
sóknum á stökkstíl kanadíska skíða-
stökklandsliðsins og hvernig hægt sé
aö betrumbæta stUinn til að ná betri
árangri. Rannsóknir þessar fara
þannig fram, aö skíðamennirnir eru
látnir í sérstök vindgöng í rannsókna-
stofunum í Ottawa, og loftmótstaöan
er síðan mæld. í skíöastökki er hver
einasti metri dýrmætur og Bjarni seg-
ist hafa góöar vonir um aö hægt sé aö
bæta árangur landsliösins meö þessum
rannsóknum. „En þetta er aöeins
hobbí hjá mér,” segir hann hlæjandi,
„yfirleitt eru rannsóknirnar öUu alvar-
legri.”
Sveinn Agnarsson,
Montreal.
21
RYÐVÖRN sf.
SMIÐSHÖFÐA 1, S. 30945
Orðsending til bifreiðaeigenda:
Eigendur bifreiða árg. '81 og eldri;
vinsamlegast hugið að endurryðvörninni.
Það er mesti sparnaðurinn.
m
MEISTARAR
KEPPA
íKARATE
KARATEKEPPNI
OG SÝNING
:*
Eitt allra sterkasta karatemót sem hér hefur
veriö haldið veröur í glæsilega nýja íþróttahúsinu
Digranesi, Kópavogi, þriöjudagskvöld 3. jan.
kl. 20.30—22.00 (ath. stutt mót).
Meðal þátttakenda eru tveir norskir NM-meistarar, þeir
Arild Engh og Harald Eriksen. Auk þeirra keppa okkar
sterkustu karatemenn svo eflaust mun veröa spennandi
keppni. Aðeins einn opinn flokkur Kumite.
Boðið veröur upp á nokkur sýningaratriði, t.d. bardaga
gegn vopnuðum andstæðingum, sýnt hvernig Kata
(æfingarform karate) virkar.
NM-meistararnir og Ölafur Wallevik sýna stórkostlegt
bardagaatriði.
Aðgangur kr. 80,-
1 1/2 tíma samfelld slagsmál sem enginn má missa af.
ÞÓRSHAMAR - GERPLA.
WRIGLEY'S
FLYTUR
Með hækkandi sól og njTju
ári flytjum við okkur um set.
Opnum þann 3. janúar
í nýju húsnæði að
AUSTURSTRÖNT) 3
SELTJARMARWESI
Wrigleýs umboðið
Olafur Guðnason hf.