Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Page 1
38.000 EINTÖK PRENTUÐ í DAG 'STJÓRN Si AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA DAGBLAÐIЗVÍSIR 32. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984. Veríð að kanna skemmdirnar á Nunna GK þar sem hann Uggur utan á varðskipinu Oðni við Ingólfsgarð. DV-mynd GVA Velin hilaöi og baturínn strandaði: RAKUPPIENGEY I morgun strandaöi vélbaturinn Nunni GK 161 er hann var á leið á veiðar frá Reykjavík. Á bátnum var einn maður. Var hann kominn rétt út úr höfninni þegar vélin stöðvaðist allt í einu. Fór maðurinn mður í velarrum til að athuga það nánar en þegar hann kom upp aftur var báturinn kominn upp í fjöru í Engey. Hann hafði þegar samband viö land og fór hafnsögubáturinn út honum tu hjalpar. Kom hann dratt- artógi yfir í bátinn og dró hann af strandstaö og inn í höfnina í Reykjavík. Gekk sú ferð slysalaust og var komið með bátinn að rétt um klukkantíu. Leki kom að batnum sem er 11 tonn að stærð en ekki er vitað hvað skemmdirnar eru miklar. Atti að fara að kanna þær nú fyrir hádegi. -SþS/klp Ófærð víð- astfyrir norðan Snjókoma og skafrenningur hefur veriö víðast hvar á Norður- landi í morgun. Er færð m jög erfiö í flestumbæjum. Á Akureyri var í morgun ófært fyrir fólksbíla og strætisvagnar fóru ekki allar strætisvagnaleióir. Unnið var að sn jóruðningi. Á Húsavik var einnig snjókoma. Þar voru menn byrjaðir að ryðja en talið var að tækin hefðu vart undan snjókomunni. Ofært var víöast hvar um bæinn. A Sauðárkróki sögðu menn er við spjöiluðum viö þá að veðrið væri leiðinlegt. Mikill snjór og verið var aö ryöja. Meiri snjór hefur oft sést áður á Króknum. „Við höfum séð þaöhvítara.” Á Isafirði og Vestmannaeyjum var einnig þungfært í morgun. -JGH Aðflugþotu að Keflavík rannsakað Loftferðaeftirlit Flugmálastjóm- ar rannsakar nú atvik sem gerðist við Keflavikurflugvöil síðastliðinn laugardag. Málið snertir DC-8 þotu frá Flugleiöum sem var að koma frá Lúxemborg. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað sér innan Flugmála- stjómar var þotan í aöflugi og komin á lokastefnu að einni flug- brautanna þegar flugtuminn kallaöi hana skyndilega upp. Flug- umferðarstjóri við ratsjá varaði flugstjórann viö því aö þotan væri hættulega lágt. Sæmundur Guðvinsson, blaða- fuUtrúi Flugleiða, sagði að þotan hefði verið í aðflugi í sjónflugsskil- yrðum en verið komin undir lág- markshæð. Flugmennimir hefðu séð él framundan og hækkað þot- una upp í lágmarkshæð. -KMU Konur með lægstu launin — og einstæðir foreldrar með lökust kjör Meðlimir verkakvennafélaganna Sóknar og Framsóknar hafa lægstu meðaltekjurnar af þeim 14 verkalýðs- félögum sem láglaunakönnun Kjara- rannsóknamefndar náði til. Sá hópur sem lökust hefur kjörin reyndist hins vegar vera einstæðir foreldrar. Stór hópur reyndist hafa heimilis- tekjur innan við 20 þúsund krónur á mánuöi en heimilistekjur em saman- lagöar tekjur hjóna ásamt trygginga- bótum. Af félagsmönnum Iðju reynd- ust 11% undir þessu tekjumarki, 14% meölima Einingar á Akureyri, 9% meðlima Framsóknar og 8% Dags- brúnarmanna. Kjör einstæðra foreldra voru könnuð sérstaklega. Reyndust 27% einstæðra foreldra með eitt barn hafa heimilistekjur innan við 20 þús- und og 30% einstæðra foreldra með tvö böm. Þegar könnunin fór fram í nóvember reyndust meðaldagvinnutekjur karla vera tæpar 17 þúsund krónur á mánuði en kvenna um 14.700 krónur. Meðal- dagvinnutekjur kvenna voru því 16% lægrienkarla. OEF sjá nánarábls.2 Frétt DV í gær um gömlu hjónin sem höfðu verið lokuð inni í húsinu sínu í eina viku vegna fannfergis vakti ýmsa til viðbragða. I gærdag hringdu þrír aðilar til þeirra og buðu fram þjónustu sína við að moka frá húsinu en þá höfðu nokkrir vaskir blaðamenn DV þegar ratt snjónum þar frá. Einnig hringdi Gísli í Asi, forstjóri elliheimilisins Grundar, og bauð hjónunum að vera hjá sér í eina viku þeim að kostn- aðarlausu og síðan en ekki sist sendi vélamiðstöð Reykjavíkurborgar tæki sin á staöinn til að hreinsa veg- inn alveg heim að húsi. -ÖEF — sjá nánarábls.4-5 Slælegt eftirlit lögreglustjóra og dómsmálaráðuneytis með fasteignaviðskiptum: Fjöldi fasteignasala ólöglegurá Reykjavíkursvæðinu — sjá viðskipti bls. 30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.