Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Qupperneq 10
10 DV. ÞRIÐJUDÁGÚR 7. FEBRÚÁR1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson Sa/tbragð er af þjóðmá/aumræðunni i Va/etta, höfuðborg Möltu, enda er hún umgirt söltum sjó á þrjá vegu. Hart deilt á ólýðræðisleg vinnubrögð Möltustjórnar Tveim árum eftir þingkosningam- ar umdeildu á Möltu sitja stjórn- málaflokkar eyjarinnar báöir enn á sárshöfði þar sem hæst ber ásakanir Ihaldsflokksins í stjórnarandstöð- unni á hendur ríkisstjóm Verka- mannaflokksins um að luma á ráða- gerðum til þess að koma á flokksein- ræðiá Möltu. Allar götur frá því 1981 hefur flokk- ur kristilegra demókrata borið Verkamannaflokknum á brýn aö reyna að grafa undan lýöræöi eyjar- innar. Stjóm Dom Mintoffs forsætis- ráðherra hefur ítrekað harðneitað þessum sakargiftum og bendir á að málfreisi, prentfrelsi og önnur mannréttindi séu vandlega tryggð í1 stjórnarskránni. Þessar ásakanir hafa samt blossað upp aftur vegna ummæla sem, Carmelo Mifsud Bonnici aðstoðarfor- sætisráöherra viðhaföi nýlega. Bonn- ici, sem er 50 ára lögfræðingur, þykir h'klegastur flokksbræöra sinna til þess að taka viö af hinum 67 ára gamla Mintoff þegar hinn síðar- nefndi dregur sig í hlé. Það var á fundi með Verkamanna- flokknum sem Bonnici sagði: ,,Sá tími kann að renna upp að unnt verði aö stjóma Möltu með einum flokki, stjórnarflokknum.” — Á öðrum fundi með stærstu verkalýðssamtök- um Möltu sagði Bonnici ennfremur að alþýða Möltu „mundi draga í efa nytsemi tveggja flokka kerfis þar sem annar flokkanna legði ekki sitt afmörkum.” Aðstoðarráðherrann var þarna að víkja að því að hægri flokkurinn hef- ur haldið að sér höndum í þinginu í mótmælaskyni við þaö sem hægri- menn kalla óréttláta útkomu úr þing- kosningunum í desember 1981. Þar fengu hægrimenn fleiri atkvæði en Verkamannaflokkurinn fleiri þing- sæti. — Þetta eru einu flokkamir á Möltu, sem hefur búið við tveggja flokka kerfi síðan Bretar veittu eyj- unni sjálfstæði 1964. Mifsud Bonnici aðstoðarráðherra gerði hægrimönnum einnig gramt í geöi þegar hann sagði að f lokkur sinn hlyti að einbeita sér meira aö þvi að skapa atvinnu fyrir þær 10 þúsundir, sem ganga atvinnulausar á Möltu (8,8% vinnuaflsins), en hugsa um að vera svo lýðræðislegur. Sagði hann að lýðræði í sjálfu sér væri ekki at- vinnuskapandi eins og sæist í hinum lýðræðissinna vestrænu ríkjum þar sem 20 milljónir manna væru at- vinnulausar. Kristilegir demókratar, sem lúta forystu lögfræðingsins Edward Fenech Adami (51 árs), hafa eins og áður segir illa unað við úrslit hlut- fallskosninganna um 65 sæti þings- ins. Segja þeir að breytingar á kjör- dæmaskipaninni hafi leitt til þessara óréttlátu úrshta og að síðan hafi Verkamannaflokkurinn stööugt unn- ið að því að grafa undan lýðræöinu. Þeir hafa margkrafist nýrra þing- kosninga en Verkamannaflokkurinn hefur jafnharðan vísað þeirri kröfu á bug. Dom Mintoff forsætisráðherra segir mannréttindi tryggð i stjórnarskránni en fékk þó fieiri þingsæti útá færri atkvæði. Eftir kosningamar sniögengu hægri þingmennimir þingfundi. Síð- ar var þeim bönnuð seta á þinginu samkvæmt þingreglum um að sér- hver þingmaður sem vanræki að sækja þingfundi missi sæti sitt ef hann hefur ekki fengið leyfi þingfor- seta til eða verið löglega forfallaður. I apríl í fyrra greiddi fulltrúadeild- in atkvæði málamiðlunartillögu sem miða átti að því að ná samstarfi við stjómarandstöðuna. Kallaði Mintoff þá viðleitni „eftirgjöf til þess að bjarga lýðræðinu”. Hófust þá við- ræður flokkanna um breytingar á stjórnarskránni sem hægrimenn töldu algert frumskilyröi fyrir sam- starfi. Snöggt varð um þær viðræður því að upp úr þeim slitnaði í júlí þeg- ar sprengjur voru sprengdar skammt frá heimilum háttsettra opinberra embættismanna. Þær oUu engu tjóni á mönnum en Mintoff hélt því fram aö fylgismenn kristilegra demókrata heföu komið vítisvélun- umfyrir. I nóvember síðasta kastaði fyrst tólfunum þegar lögreglan, sem lýtur stjórn Mintoffs (sem um leiö er inn- anríkisráðherra), gerði húsleit í aðalskrifstofum kristilegra demó- krata í Pieta (skammt utan viö höfuðborgina Valetta). Fundust þar haglabyssur og íkveikjusprengjur. I húsleit í verslun um sjö km frá fann lögreglan nokkru síðar vélbyssur. Hið opinbera sagði aö vopnin tU- heyrðu fylgismönnum kristilegra demókrata en leiðtogar stjómarand- stöðunnar sögðu að þeim hefði veriö alls ókunnugt um þetta vopnasafn. — Stjóm Mintoffs studdi ótrauð lög- regluna í þessum aðgeröum og bar af henni ásakanir um aö vopnunum hefði verið komiö þar fyrir af henni sjálfri eöa útsendurum vinstri- manna. KristUegir demókratar hafa mjög gagnrýnt rUcisútvarp Möltu sem þeir segja vilhallt stjóminni í fréttaflutn- ingi. Hrundu þeir af staö herferð fyr- ir því að neytendur sniögengju vömr auglýstar í útvarpi og sjónvarpi. Frá henni var síðan horfið núna 1. janúar síöasta sem byrjun á þvi að opna dymar fyrir uppvakningu viöræðn- anna frá því í fyrrasumar um breyt- ingar á stjórnarskránni. Þá hafa hægrimenn einnig legiö Verkamannaflokknum á hálsi fyrir póUtískar embættaveitingar og mannaráðningar í opinber störf og segja að flokksskírteini í Verkamannaflokknum sé hærra metið en prófskírteini. I gagnrýni á lögregluna er því haldið fram, að fólk sem tekið sé fyrir pólitískar óeirðir sæti barsmíðum í varöhaldi. — Stjórnvöld hafa sömuleiðis boriö á mótiþví. WÖRNER RÁÐHERRA SLAPP MEÐ SKREKKINN Manfred Wörner varnarmáiaráðherra flaug áður herþotum og þótti ekki gjarn á mistökin þá. Manfred Wömer, lögfræðingur, stjómmálamaður og æfður herþotu- flugmaður, slapp naumlega fyrir hom út úr fjögurra vikna hneyksUs- máli. Margsinnis þótti horfa til þess að hneyksUð mundi kosta hann emb- ættið sem varnarmálaráðherra Vestur-Þýskalands. Þessi snaggaralegi hálfsköllótti maöur var á tíu árum skólaöur í þetta embætti af flokksbræðrum sín- um, kristilegum demókrötum. Hann bauðst tU þess aö segja af sér vegna meðhöndlunar sinnar á afsögn Giint- er Kiesslmgs hershöfðingja, en Kohl kanslari neitaði að taka slíkt tU greina. Hefur Kohl margvitnaö í annars ágætan ferU Wömers og bor- ið hönd fyrir höfuö honum. Jöröin tók að brenna undir fótum hins 49 ára gamla Wömer þegar vitni byrjuðu aö draga til baka fyrri vitnisburði sína um að þau þekktu Kiessling hershöfðingja aftur sem einn af fastagestum kynviUingakrár- innar „Tom-Tom” í Köln. Þar með þóttu brostnar forsendumar fyrir brottvikningu hershöfðingjans. Wömer ráöherra taldi að Kiessling gæti oröið skotspónn fjárkúgara ef hann væri kynvUUngur í laumi. Taldi ráðherrann hættu á að hernaðar- leyndarmál yrðu kúguö út úr þessum aðalfuUtrúa yfirmanns NATO-herja. „KiessUng-hneyksUð” breyttist þar með fljótlega í „Wörner-hneyksl- ið” í umræðu manna, því að mönnum þótti hraklega farið með einn af virt- ari hershöfðingjum Þjóðverja, fjög- urra stjömu hershöfðingja, út af ekki meira tUefni. Ráðuneytið, æðsta stjórndeild hersins, þótti rúið trausti í samskiptum við foringja hersins, Wörner kominn út í kviksyndi og Kohl kanslari í vanda staddur vegna árása stjómarandstööunnar og úlf- úðar hinna hægrisinnaöri banda- manna í ríkisstjórninni, sem voru kristUegir sósíalbandalagsmenn Franz-Josef Strauss. — Strauss hafði uppi yfirlýsingar í f jölmiðlum um að mannaskipti þyrfti í stjóminni og lét í veðri vaka að hann gæfi sjálfur kost á sér í vamarmálaráðherrastólinn. Kohl viðurkenndi opinberlega að mistök heföu átt sér stað og hét því að reyna að bæta úr þeim. I miðri síð- •ustu viku veitti hann Kiessling hers- höfðingja fulla uppreisn æru. Bauð hann honum hans fyrra starf aftur hjá NATO, sem KiessUng afþakkaði af heUsufarsástæðum. Auk þess sem mönnum þótti Wörner hafa gerst sekur um bráð- ræði í brottvikningu hershöfðingjans fannst þeim honum hafa orðið á póli- tísk reginskyssa, þegar hann hafði kvatt tU einn af helstu ráðgjöfum kanslarans tU að vera viðstaddur viðtal við svissneskan útgefanda kynviUingablaðs, sem flaug gagn- gert tU þess frá Zúrich tU Bonn. — Kohl var þá dagana staddur í opin- berri heimsókn í Israel, þar sem lítið þótti mega út af bregða. Er sagt að hann hafi orðið æfur þegar hann heyrði að embætti hans hefði þannig verið dregiö rnn í málið. Strax árið 1972 fengu menn auga- stað á Wömer sem hugsanlegum varnarmálaráðherra ef hægri flokk- arnir kæmust í stjóm. Wörner stund- aöi laganám í Heidelberg, París og Múnchen og skrifaði doktorsritgerð um „Meðferð sakamála yfir dátum á yfirráðasvæði bandamanna”. — Hann varð hinn opinberi talsmaður stjórnarandstöðunnar í vamarmál- uml975. Þaö lá því beinast við að Wömer yröi vamarmálaráöherra þegar Kohl myndaöi stjóm í október 1982. Vamarmálaráðuneytinu í Bonn hefur haldist Ula á ráðherrum. Síðan það var stofnað 1955 hafa þrír þeirra neyðst til að segja af sér. AUir hafa þeir lent í alvarlegum opinberum deUum við háttsetta foringja í hem- um. Fyrir tveim mánuðum sagði Wöm- er viö blaðamenn: „Mér hefur tekist aö draga varnarmálaráöuneytið út úr forsíðufyrirsögnum blaðanna.” — Það hljómar kaldhæðnislega þegar þaöerrifjaöuppídag. I síöustu viku birti eitt þýsku blað- anna skopmynd af Wömer, sem var í líki myndastyttu nýreistrar ofan á brotunum úr minnisvörðum um fyrri vamarmálaráðherra, sem neyðst höfðu til að segja af sér. Þótt Wörner sé undir verndarhendi Kohls kanslara er hann ekki alveg sloppinn út úr eldUnuhni. Síöar í þessari viku verður hann aðalvitniö sem mæta þarf fyrir rannsóknar- -nefnd þingsms varöandi KiessUng- málið. Þarf ekki að búast við því að honum verði vægt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.