Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Page 13
DV. MaötfUf>Afl&m?.<FBBftíJAftTW84. \’n 13 sr Það var mikil spenna í loftinu þegar ég gekk inn í Hafnarfjarðarbíó þann 26. janúar síðastliðinn. Kunningi minn úr Sjálfstæðisflokknum kallaði til mín hvort ég fengi hvergi sæti. Eg kvaðst hafa áhuga á að vera framarlega svo ég sæi kappana vel. „Hvað er þetta, hefurðu aldrei séð þá, maður,” svaraði hann að bragði. Eg náði góðu sæti og fór síöan að líta í kringum mig. Alls staöar skein áhuginn og eftirvæntingin úr augum manna. Hér áttu að leiöa saman hesta sína fulltrúar höfuðand- stæðnanna í íslenskum stjórnmálum. Flestir áttu von á drengilegum mál- flutningi og enginn var viss um hvor bæri sigur úr býtum. Fundarstjóm fórst þeim vel úr hendi, Bergljótu Kristjánsdóttur og Þórarni Jóni Magnússyni. Þórarinn sló um sig með góðum bröndurum svo sem þegar hann auglýsti að menn gætu gengið í Alþýðubandalagið frammi í anddyri en þar sat Albert Guömundsson f jármála- ráöherra og skrifaði menn inn í alla- ballann með pennanum sínum, góða (?)• Hörð umræða Og eins og menn áttu von á varð um- ræðan hörð. Mörg góð skot komu eins og þegar Þorsteinn sagði: „Verðbólgan hefur ekki lækkað á Islandi hjá Svav- ari Gestssyni. Hjá öllum öðrum hefur hún lækkaö. Það er einn maður sem ekki sér það og ekki veit af því, það er Svavar Gestsson.” Þessu skaut hann inn þegar Svavar hafði sagt aö verð- bólgan hefði lækkað vegna árásar á kjör launafólks og væri því lækkunin langt í frá varanleg. Á móti nefni ég svo hvernig Svavar tengdi ummæli Þorsteins um slæman viðskilnað Ragnars Amalds í fjár- málaráöuneytinu við sorgarsögu Matthíasar Á. Mathiesen sem fjár- málaráðherra. Sagði Svavar að ljóst væri að Þorstein dauðlangaði í zetu í ríkisstjóm og eygði helst von um að koma Matthíasi frá. Þessari sorgarsögu Matthíasar er kannski best lýst með orðum Geirs Gunnarssonar alþingismanns í Þjóðviljanum 14. desember 1983: „Þegar síðasti fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins fór frá völdum skildi hann eftir sig skuldahala hjá Seðlabanka sem nemur á núvirði með vöxtum 2.500 milljónum kr. Það jafn- gildir mótframboði ríkisins til fram- kvæmda allra sveitarfélaga í landinu til skólamála, hafnarmála, sjúkra- húsa, heilsugæslu og dagvistarmála i rúm 6 ár.” Eg ér helst á því að dómur blaða- manns Morgunblaösins um þennan fund sé nokkuö nærri lagi: „Lokaræða Svavars var daufari en hinar fyrri enda hafði Þorsteinn sorfið hart að honum er á leið. Má segja aö Svavar hafi haft undirtökin í fyrstu lotu en Þorsteinn upp frá því.” Aö fundi loknum sagði reyndar áður- nefndur kunningi minn úr hópi sjálf- stæðismanna: „Þeir voru jafnsterkir — var það ekki?” Meö hálfum huga játti ég því en inní mér fann ég fyrir einhverjum ónotum: Það var eitthvað óhreint við þetta. Ódrengskapur Sterkasta skot Þorsteins á fundinum var stimplun hans á Svavari sem upphafsmanni „sjúklingaskattsins” svonefnda. Meö orðum Þorsteins: „Hver skyldi hafa sett lög árið 1982 á ári aldraðra? Það var Svavar Gests- son. Hvaö skyldi hafa verið efni þeirra laga? Það var þaö nýmæli að aldraðir sem lægju á sjúkradeildum skyldu greiða kostnaðinn við að liggja þar. Það var ekki verið að leggja til aö þeir sem voru á fullum launum, heildsal- amir og hálaunamennirnir, borguðu fyrir þaö að leggjat inn á sjúkrahús. Stefnumörkun Svavars Gestssonar í íslenskri félagsmálasögu var sú aö aldraða fólkið, sem legöist inn á sjúkradeildir, skyldi fyrst allra Islendinga greiða gjöld fyrir að liggja á sjúkrahúsi, og það meðan því entist líftil.” Frá kappræðufundinum i Hafnarfirði: ,,Og eins og menn áttu von á varð umræðan hörð. r A kappræðufundi íFirðinum: Ómerkilegir útúrsnúningar Þorsteins Eftir þessa ræðu klöppuðu sjálf- stæðismenn grimmt og kunninginn klappaði á öxlina á mér og spuröi af hverju ég klappaði ekki líka. Eg bað hann að bíða þar til við heyrðum mót- rökin frá Svavari. En Svavar var greinilega óviðbúinn þessari árás — og ég skil nú af hverju —. Eg held hann hafi ekki átt von á svona ódrengskap. Ýmsum gefið á kjaftinn Það er nokkuð langt mál að skýra þetta — svo ég bið lesendur þessa pist- ils aö hafa nokkra þolinmæði: Þegar gamall maður leggst inn á dvalar- heimili borgar hann fyrir sig að mestu leyti með því að ellilífeyrir hans og líf- eyrir frá lífeyrissjóði er látinn renna til ríkisins. Þetta tvennt dugar þó ekki til og borgar ríkið því heimilisuppbót til viðbótar. Þessi dvalargestur fær síöan frá ríkinu vasapeninga sem eru 1489 kr. á mánuði í dag. Gamli maðurinn er rólfær og þarf litla hjúkrun. Fyrir lagasetningu Svavars var þessu ööruvísi háttað með þá sem voru rúmfastir á hjúkrunardeildum. Ellilífeyririnn féll til ríkisins en lífeyrisgreiðslumar voru lagðar inn á bók, eöa voru geymdar með öðrum hætti, til afnota fyrir sjúklinginn og erfingja hans. I nefndinni sem samdi lögin, er Svavar stóð fyrir á ári aldr- aöra, var algjör samstaða í því að rétt væri að samræma lögin um hjúkmnarvistun og dvalarheimilis- vistun. I nefndinni voru margir mætir menn: Aðalheiöur Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar, Adda Bára Sigfús- dóttir borgarfulltrúi, Pétur Sigurðsson alþingismaður, Gunnhildur Sigurðar- dóttir, hjúkrunarforstjóri St. Jóseps- spítala, Hrafn Sæmundsson prentari, Þórarinn V. Þórarinsson lögfræöingur og Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri. Samkvæmt lögunum mun ellivistun færast í auknum mæli til lífeyrissjóö- anna í landinu. Alger samstaða var um þetta frumvarp á Alþingi Islendinga. Pétur Sigurðsson, Matthías Bjamason, Al- Kjallarinn HALLGRIMUR HRÓÐMARSSON KENNARI MH við þessa grein þannig að ljóst var að ekki var ætlunln að Iáta sjúklingana greiða kostnaðinn og um þetta voru allir sammála. Þarf að hafa fleiri orð um þennan útúrsnúning Þorsteins? Til að vega upp á móti tapi þeirra sem þurftu að leggjast inn á sjúkra- deildir voru vasapeningar þeirra þre- faldaðir. Þetta þýddi talsverða hækkun hjá þeim sem voru í mátt- litlum lífeyrissjóðum en talsveröa lækkun hjá þeim sem voru í sterkum lífeyrissjóðum — hátekjumönnunum. Já, Þorstelnn, þér var svo mikið í mun að slá andstæðing þinn út af iaginu að þú gafst drjúgum hluta af samstarfsmönnum þinum á kjaftinn í leiðinni. Hvað gerist svo í tíð núverandi ríkis- stjórnar — jú — Matthías Bjarnason neitar að fara eftir þessum lögum og þvi hafa aldraðir ekki fengið lögbundn- ar hækkanir vasapeninganna. • „Að fundi loknum sagði reyndar áður umræddur kunningi minn úr hópi sjálf- stæðismanna: Þeir voru jafnsterkir, — var það ekki?” Með hálfum huga játti ég því, en inní mér fann ég fyrir einhverjum ónotum: Það var eitthvað óhreint við þetta.” bert Guðmundsson og Alexander Stef- ánsson lýstu allir yfir að þeir styddu það þó þeir hefðu kannski viljað hafa einstök atriði ofurlítiö á annan veg. Pétur Sigurðsson var framsögumaður fyrir nefndaráliti um frumvarpið frá heilbrigðis- og trygginganefnd neðri deildar Alþingis, mánudaginn 13. desember 1982. Um orðalag 26. greinar •frumvarpsins hafði hann þaö að segja aö skilja mætti orðalag hennar á þann veg að það væri ætlast til að „ef aldr- aður einstaklingur þyrfti á sjúkrahús- vist að halda þyrfti hann að borga fyrir þá vist sjálfur.” Þetta er greinin sem Þorsteinn vitnaði til á fundinum í Hafnarfirði. Til aö taka af allan vafa fluttu nefndarmenn breytingartillögu Þjóðhagslegur sparnaður — enginn En hver er svo sparnaöurinn meö sjúklingaskatti rikisstjórnarinnar? Látum Rúnar Bj. Jóhannsson, rekstrarhagfræðing og löggiltan endur- skoðanda, segja sitt álit: „En allir hljóta að sjá, að þar er ekki um spam- að að ræða, því rekstur sjúkrahúsanna verður í engu ódýrari. Þvert á móti mun stjórnsýslan í sambandi við sjúklingaskattinn kosta stórfé. Skatturinn leiðir því ekki til sparn- aðar, heldur er hér einvörðungu um millif ærslu að ræða, úr vasa sjúklinga í ríkiskassann. Þjóðhagslegur spam- aður verður því enginn, þvert á móti.” JDV6.jan.1984). Endalausir útúrsnúningar Þannig gæti ég haldið áfram og rakið ósmekklegan útúrsnúning Þorsteins lið fyrir lið. En þar sem pistillinn er þegar orðinn nokkuö langur verð ég að láta nægja að stikla á stóm. Að sjálf- sögðu fór Þorsteinn að dæmi íhalds- pressunnar um alla Evrópu og reyndi að klína nafni Ame Treholt á friðar- hreyfinguna hér heima — en hann hittir engan nema sjálfan sig með þessum dylgjum því nú veit þjóðin öll að síðasti Islendingurinn sem fréttist af í veislu með Treholt var enginn ann- ar en Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, gamall skólabróðir úr herskólanum í Noregi. Það má nú Morgunblaöið eiga þessa dagana að það flytur mjög ítar- legar fréttir af þessum málum — fréttir sem hver heilbrigður lesandi getur dæmt — en það fer bara allt úr- skeiöis þegar leiðarahöfundur blaðsins fer aö draga sínar ályktanir af þessum mótsagnakenndu og ruglingslegu frétt- um. Vissi Þorsteinn betur? Stórum hluta af ræöutíma Þorsteins varði hann í að vitna í orð Svavars sem ráöherra. Á köflum hélt maöur að Svavar væri orðinn helsti postuli sjálf- stæðismanna, næstur á eftir Fried- man. En alltaf þegar betur var að gáö var um hreinan útúrsnúning að ræða hjá Þorsteini. Þorsteinn taldi Svavar vera upphafsmann frjálsrar verölagn- ingar í landinu. Hann hefði sem ráðherra gefið verðlagningu á iðnvarn- ingi frjálsa — þeim iðnvamingi sem væri í samkeppni við innfluttar vörur. Hvernig er hægt að líkja þessu saman við að gefa verðlag á allri matvöru frjálsa? Veit Þorsteinn Pálsson ekki aö niðurgreidd húsgögn í 3. og 4. gæöa- flokki eru flutt inn í stórum stíl? — Og veit Þorsteinn ekki að þau voru nær búin aö ganga af íslenskum húsgagna- iönaði dauðum? Svo fór Þorsteinn að tala um hve húshitun með rafmagni heföi hækkað í tíð Hjörleifs Guttormssonar. Veit Þor- steinn ekki af þeim bagga sem Lands- virkjun var búinn með lélegum samn- ingum við Alusuisse? Veit Þorsteinn ekki að þessum bagga velti Lands- virkjun yfir á almenningsveitur? Og veit Þorstemn virkilega ekki að Lands- virkjun fékk sjálfdæmi í verðlagningu um áramótin 1981—82 þegar ákvæði í gildandi lögum féllu út? Og fram til apríl 1983 var við lýði þetta drauma- ástand aö stjóm Landsvirkjunar velti byrðunum yfir á almenning í landinu — meöan álveriö fékk rafmagniö á spottprís. Vissi Þorsteinn þetta ekki eöa viidi hann ekki vita þetta? Mannfólk og álver Og umhyggja ríkisstjórnarinnar fyrir álverinu er á heimsmælikvarða! Ríkisstjómin semur um raf- orkuhækkun upp á 114 milljónir króna fram að áramótum — vá maöur. En á móti nam kauplækkunin á sama tíma hjá verkamönnunum í Straumsvík 135 milljónum króna vegna aðgerða ríkis- stjórnarinnar. Þaö er ekki nema von að hrópað sé upp á baksíðu DV laugar- daginn 28. janúar: „Stækkun álversins stefnt í óvissu.” Og er ekki eðlilegt að við tökum þátt í að stimpla verkamenn við álverið sem sérstaka hátekju- menn? Er það ekki eðlilegt í ljósi þess að við vitum að margur verka- maðurinn í Straumsvík hefur ekki fyrir nauðþurftum frekar en margur annaríþessulandi? Jú. — Viö skulum nú endilega beygja okkur í duftiö fyrir þeim álfurstum — íslendingar góðir. Broslegur helgisvipur Aðeins eitt að lokum, Þorsteinn, það fór þér illa vægast sagt að reyna a spila þig sem einhvem sérstaka verndara dr. Gunnars heitins Thorodi sens. Svo langt man fólk ennþá að þa virkar broslega þegar fyrrum forstjór Vinnuveitendasambandsins setur upi helgisvip. Sá sem hvaö harðast gekk fram í atlögum að ríkisstjórn dr. Gunn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.