Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Síða 19
DV. ÞRÍÐ JUDAGUR7! FEBHOÁR1984. 19 Fréttaljós \ Fréttaljós Fréttaljós Jarðhitinn grundvöllur ónotaðra tækifæra FISKELDIFYRIR RISAUPPHÆÐIR Eldi og útQutningur á laxi, ál, regnbogasilungi, vatnarækju, humri og ýmsum algengum silungategund- um getur að mati fróðra manna hæg- lega skákaö sjávarútvegi okkar í framleiðsluverðmætum innan fárra ára. En sjávarútvegurinn stendur nú undir um 70% af útQutningnum. Það er jarðhitinn sem er grundvöllur þessara ónotuðu tækifæra. Þaö er engin smáframleiðsia sem hér gæti orðið um að ræða, þvi út- gerðin aflaði fyrir tæpa 7 milljarða í fyrra og fyrir útQuttan fisk og afurð- ir f engust um 15 milljaröar króna. Eins og rakið hefur verið i DV und- anfarnar vikur er nú gríðarlegur áhugi að vakna á fiskeldinu og spurn- ir eru af öflugum fyrirtækjum og samtökum sem keppast viö að búa sig til átaka. Sérstaklega á þetta við um laxeldi á Reykjanesi, en talið er aö góö aöstaða sé þar til þess að framleiöa í tengslum við nýtingu há- hita yf ir 10 þúsund tonn af laxi á ári. Laxeldið er hafið á nokkrum stöð- um í smáum stíl en víða er áhugi á stóraukningu, þótt óvíöa séu eins hagstæð skilyrði og á Reykjanesi. I Axarfirði er talið að sé sambærilegt svæði. Álarækt er í deiglunni og beðið eft- ir leyfi landbúnaðarráðherra til inn- Rutnings á glerál frá Englandi til eldis. Fjársterkir hópar eru tilbúnir í slaginn og sænskt ráðgjafarfýrir- tæki, Marsons, telur Islendinga geta orðið ráðandi á álamarkaði í heimin- um. Állinn skilar svipuðu verði og laxinn og spáð er að eftir tvö ár hreinlega vanti á markaðinn minnst 10.000 tonn. Landeldi á laxi og ál er nokkuö fjárfrekt í stofnkostnaði en sam- kvæmt öllum sólarmerkjum mjög arðbært við bestu skilyrði hér. Því verður þannig ekki hrint af stað allt í einu. En ef hér væru framleidd 20.000 tonn af laxi og ál nú fengjust yfir þrir milljarðar króna fyrir þau fersk og miklu meira fyrir þann hluta sem hugsanlega yrði unninn sérstaklega. Uppbygging á eldi regnbogasil- ungs er nú hafin af krafti og byggist á Laxalónsstofninum, sem sagður er sá eini alheilbrigöi eftir í heiminum. Þessi Qskur er jafnvel enn merki- legri en lax og áll, þar sem miklu minna þarf til að ala hann, en verðið er sambærilegt ef ekki hærra og miklir möguleikar á að nýta niður- suðuverksmiðjur hér til þess að tvö- falda verðmætið. Markaður er mjög opinn. Sá möguleiki er fyrir hendi að ala regnbogasilung í sjógildrum í fjörð- um á sumrin og skapa þannig mikil verðmæti víða kringum landið. Áf öðru sem áhugi er á að rækta með nýtingu heita vatnsins er vatna- rækja, einnig humar og loks eru margvíslegir möguleikar í venju- legri silungsræktun i ótal vötnum og ám. Aðrar þjóðir eru langt á undan okkur Islendingum í fiskeldinu og áhöld eru talin um það hvort viö missum af lestinni i laxeldinu, sem Norðmenn auka í stórum stökkum ár frá ári. Þeir gætu fyllt svo markað- inn aö verðið lækkaði og nýjar eldis- stöðvar hér gætu ekki keppt við af- skrifaöar stöövar og sjóbúraeldi i Noregi. En reynsla þessara þjóða getur hins vegar nýst okkur og jarðhitinn hér skapar að vissu marki einstök tækifæri, eins og talið er að sé um álarækt. Norðmenn hafa nú upp úr eldi ná- kvæmlega sömu fiska álíka mikiö á ári og öll útgerðin okkar fékk fyrir aQa sinn í fyrra. Þetta eru því raun- hæf viöfangsefni við framleiðslu sem gæti ráðið úrslitum um afkomu þjóðarbúsins og þjóðarinnar við ríkj- andi aöstæöur. Umsjón: Herbert Guðmundsson Regnbogasilungurinn er herramannsmatur viða um heim, nýr, reyktur eða niðursoðinn. Alltað 70 krónur fást fyrir kiióið af ferskum regnboga- silungi i þessari stærð, en 140—150 krónur fyrir kílóið af laxi. En regn bogasilungurinn vex i sláturstærð á ári. Laxinum er slátrað þriggja ára. DV-mynd GVA. Rokkhljómsveitin Crucifix heldur tvenna tónleika — í Félagsstofnun stúdenta Bandaríska rokkhljómsveitin Cruci- fix mun halda tvenna tónleika í Félags- stofnun stúdenta 10. og 11. febrúar. Hljómleikarnir munu hefjast kl. 22 og er ráðgert að hljómsveitin Vonbrigði leiki á undan. Hljómsveitin Crucifix gaf nýlega út plötu sem ber nafnið , ,Dehumaniz- ation”. Plata þessi gerir það gott á óháða listanum i Bretlandi. Tónlistin sem þeir leika er ótrúlega kraftmikið pönk sem lætur hljómsveit- ir eins og Dead Kennedys blikna í samanburði. Um tónlist hljómsveitar- innar hefur veriö sagt að hún væri „óstöðvandi drápshögg sem brennir allt sem á vegi hennar verður”. Text- amir fjalla aðallega um yfirvofandi sjálfseyðingu alls mannkyns. -öþ r Slökkvilið Hafnarfjarðar: Útköllum fækkaði Slökkviíið Hafnarfjarðar fór í 76 út- köll á síðasta ári. Þaö er svipuö tala og 1982. Flest voru útköllin í bæinn sjálf- an, eða 56, en einnig var farið í 11 útköll í Garöabæ og 9 í Bessastaðahrepp og utan byggðar. Utköllum i iðnaðarhús og önnur eftirlitsskyld hús fækkaði mjög. Slík útköll voru nú aðeins tvö en voru 10 áriðáður. Flutningar með sjúkrabíl urðu 1.119 árið 1983 sem er svipað og 1982. Þar af voru 249 bráðatilfelli. -ÞóG Fyrirliggjandi í birgðastöð STANGA' Fjölbreyttar stærðir og þykktir Vinkiljárn L Ferkantað járn ■ Flatjárn _ Sívalt járn # SINDRA^ rjk* .STÁLHF Borgartúni 31 sími 27222

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.