Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 6
6
DV. FIMMTUDAGUR 8. MARS1984.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Með tilkomu frjálsrar álagningar eykst þörfin á því að neytendur fylgist með verðlaginu. Það á ekki sist
við um strjálbýlið þar sem viða er ekki nægileg samkeppni milli verslana.
Vöruverð íBúðardal:
Þörf á öflugra
verðlagseftirliti
— úti á landsbyggðinni
Fyrsta mars sl. gengu í gildi nýjar
reglur um álagningu, bæði í smásölu
og heildsölu. Segja má að allflestar
vörutegundir sem seldar eru í mat-
vöruverslunum séu nú með frjálsri
álagningu. Þetta þýðir í raun aö nú er
ekkert sem heitir hæsta leyfilegt verö
eða lágmarksverð. Flestir spá því aö
með því að gefa álagningu frjálsa komi
verðið til með að lækka. En til þess að
það geti oröið þarf yfirleitt aö vera
einhver samkeppni fyrir hendi á
viðkomandi stað. Á höfuöborgar-
svæðinu og stærri bæjarfélögum úti á
landi er oftast um samkeppni að ræða
á milli verslana. En víða úti á lands-
byggðinni, í strjálbýlinu, er þessi sam-
keppni yfirleitt ekki til staðar. Þaö er
því mikilvægt að fylgst veröi með
verðlagi þar sem ekki er nægilegt
aðhald gegnum samkeppmna. Það er
reyndar ekki alltaf sanngjarnt að bera
saman verðlag úti á landi og í borginni.
Flutningskostnaöur leggst á vöruverð í
strjálbýlinu sem ekki er fyrir hendi í
höfuðborginni. En hvaö um þaö, þegar
frjáls verölagning er veröa allir að
hafa aðhald. Þetta aðhald fæst fyrst og
fremst frá sjálfum neytendum og
ræðst vöruverðið af því hversu
vakandiþeireru.
Búðardalur
Nýlega fengum við allítarlegt bréf
frá Búöardal. Konný Pálmadóttir sem
búsett er í Búöardal sendi okkur yfirlit
yfir samanburð á verði í einu matvöru-.
verslun staðarins og verðlagi sem birst
hefur í verðkönnunum á neytenda-
síðunni. Einnig gerði Konný saman-
burð á verðlagi í Búðardal og
Akureyri. Hún hefur um nokkurn tíma
gert verökannanir í Kaupfélagi
Hvammsfjaröar í Búöardal og borið
niðurstöður sínar saman við aðrar
verðkannanir sem hafa birst á neyt-
endasíöunni. Þetta er að sjálfsögðu
mjög til fyrirmyndar og væri ráð aö
fleiri úti á iandsbyggöinni tækju upp
þessa aðferð. Slíkt hefur reyndar verið
gert á nokkrum stöðum á landinu en þá
oftast I tengslum við neytendafélög
sem starfa þar. I Búðardal er ekkert
slíkt félag sem er einnig raunin víöa
annars staðar. Gagnsemi slíkra
kannana er mikil. Ef í ijós kemur að
verðlag á viðkomandi stað er óeölilega
hátt miðað við það sem verðkannanir
frá höfuöborgarsvæðinu sýna er
nauðsynlegt aö kotna því á framfæri við
kaupmanninn og komast að því hvers
vegna verðið er svo hátt. Ef í ljós
kemur aö hér er um að ræða okur-
verslun og kaupmaöurinn lætur sér
það í léttu rúmi liggja þó svo aö veröiö
sé hærra hjá honum en annarsstaðar
því hann veit sem er að viöskipta-
vinimir hafa ekki í neina aðra verslun
aö venda vegna þess að hans er sú eina
á þessum stað. I slíkum tilfellum er
hægt að ígrunda aðrar baráttuleiöir
s.s. að birta niðurstööur sínar í dag-
blöðum þar sem sýnt er svart á hvítu
hvert verölagiö er miöað við t.d.
höfuöborgarsvæðið.
Að þessu sögðu er vert að taka fram
að spjótunum er ekki beint að
Búöardal, heldur á þetta við það sem
almennt er hætt viö að gerist úti á landi
þegar um frjálsa álagningu er aö ræða
og neytendur eru eina virka aðhaldiö.
Verðið í Búðardal
Lítum nú nánar á niðurstöður þeirra
kannana sem gerðar vom í einu mat-
og nýlenduvörurverslun staðarins sem
er eins og fyrr segir Kaupfélag
Hvammsfjarðar.
Þorramatur
I þorrabyrjun gerðum við hér á neyt-
endasíðunni verðkönnun á þorra-
matnum. Með því að reikna út saman-
lagt verð 7 tegunda sem fengust á
öllum stöðum og bera meðalverö
þriggja verslana í Reykjavík saman
við verð þessara tegunda í Búðardal
kemur í ljós að þar er verðið 19,87%
hærra en meðalverðið í verslunum
borgarinnar. En ef tekið er samanlagt
verð þessara 7 tegunda þar sem þaö
var ódýrast í höfuöborginni kemur í
ljós að það munar 36% á lægsta
veröinu í Reykjavík og á verðinu í
Búðardal.
Verð á þvottaefni
Þá var einnig gerður samanburður á
verðkönnun sem gerð var hér á síðunni
fyrir skömmu á þvottaefnum fyrir
þvottavélar. Miðaö við samanlagt
meðalverð á þeim efnum sem fengust
bæöi í Reykjavík og Búðardal var
verðið 12% hærra í Búðardal.
Búðardalur og Akureyri
1 byrjun þessa árs var framkvæmd
allvíðtæk verðkönnun á Akureyri.
Þessi könnun var gerð af Neytenda-
félagi Akureyrar og nágrennis. Gildi
slíkra kannanna eykst mjög þegar
önnur neytendafélög eða áhugamenn
um neytendamál getá nýtt sér þær til
samanburðar á verðlagi verslana í
heimabyggð þeirra. Þetta er einmitt
það sem gert var í Búöardal. Af 31
tegund sem var með í könnuninni á
Akureyri fengust 27 tegundir í Búöar-
dal. Þaö er skemmst frá þvi að segja
að 20 af þessum 27 tegundum skipuðu
dýrustu sætin þegar borið var saman
við noröanmenn. Og síðan 7 sem
skipuöu fjögur ódýrustu sætin.
Odýrustu vörurnar voru frá Búöardal í
tveimur tilfellum. Það voru eggin sem
framleidd eru á staðnum og líka þaö
sem kom reyndar nokkuð á óvart,
Bragakaffi frá Kaffibrennslu Akureyr-
ar var ódýrast á Búðardal.
Við nánari athugun kom í ljós að
Bragakaffiö hafði pökkunarstimpil frá
október og nóvember á sl. ári og hafði
verið sent til Búöardals í febrúar. Á
pökkunumstendur: „Kaffiðerbest, sé^
það notað innan tveggja mánaða frá
pökkun,” en til Búðardals berst það
ekki fyrr en það er orðið 3—4 mánaöa
gamalt.
Hærra verð í Búðardal
I bréfinu frá Konný segir m.a. ,,Er
vöruverð almennt mjög hátt í kaup-
félaginu hér? Væri ég spurð, svaraði
ég játandi. En mig skortir meiri
samanburð við verð annars staðar,
sérstaklega við versianir úti á lands-
byggðinni, t.d. frá Austf jörðum. Hér á
eftir fer svolítið dæmi um verslunar-
ferð til Reykjavíkur í desember sl. 8.
og 9. desember kannaði ég verð á 18
vörutegundum í Kaupféiaginu hér í
Búðardal sem voru bökunar- og niður-
suöuvörur. 13. desember versiaði ég í
Hagkaupi. Kjötvöru keypti ég í Kjöt-
miðstöðinni við Laugalæk. Þegar
heim kom skrifaði ég niður allt sem ég
keypti, magn og tegundir. Að hluta til
voru þessar 18 vörutegundir sem ég
hafði kannað verð á í Kaupfélaginu,
keyptar hjá Hagkaupi og restin í Kjöt-
miðstöðinni.
Verðmunurinn á sömu vörum
keyptum í Hagkaupi var 40% þ.e. í
Búöardal var verðið sem því nam
hærra. Og í Kjötmiðstöðinni var þessi
munur34,2%.
Við heildarkostnaðinn við innkaupin
í Reykjavík bætti ég síðan bensín-
kostnaði fram og til baka sem var um
1200 krónur og einnig bætti ég við 4%
ofan á alia summuna, sem flutnings-
gjaldi. Þegar þetta hafði verið gert átti
ég samt eftir 332,65 krónur miðað við
þaö að ég hefði keypt þessar sömu
vörur í Kaupfélaginu í Búöardal.”
Bréfritari segir aö hann viti um fjöl-
mörg önnur dæmi um fólk sem hefur
sömu sögu að segja. Fólk reyni að nota
öll tækifæri til að kaupa inn matvörur
og aðrar nauðsynjar frá Reykjavík.
Það fari í verslunarferðir til Reykja-
víkur og biðji einnig venslafólk að
kaupa inn fyrir sig ef sá möguleiki er
fyrir hendi.
-APH.
Geipileg aðsókn á matsölustaði
„Hvað er að gerast í þjóðfélaginu?”
spurði einn kunningi okkar nýlega.
„Ég ætlaði út að borða á laugardags-
kvöldi, datt það í hug um miðjan dag,
hringdi þá á nokkra staði og það var
ails staðar upppantað.” Kunningi
okkar velti fyrir sér í framhaldi af
þessari reynslu hvort neyslumynstur
fólks væri aö breytast. Við höfum heyrt
margar sögur af grjónagrautnum
vinsæla, þá sérstakiega að hann sé
aðalfæða landsmanna um þessar
mundir. En eitt er víst að fólk fer ekki
út á matsölustaði í leit aö grjónagraut.
Þröngt er í búi, það viröast allir vera
sammála um. Hver er þá skýringin á
mikilli aösókn á matsölustaði
höfuðborgarinnar. Já, aösóknin er
mikil, við höfum haft samband við
marga veitingastaði og höfum fengið
staðfestaðsvosé.
„Þaö þarf að panta borö hjá okkur
fyrir matargesti á iaugardagskvöldi í
síðasta lagi á fimmtudegi,” var svarið
sem við fengum á nokkrum stöðum og
öllum í „fyrsta verðflokki”. Voru
menn yfirleitt á því að aðsókn væri
meiri fyrri hluta mánaðar en síðari. Þó
virtist sem slíkar „sveiflur” hefðu
jafnast töluvert með tilkomu krítar-
korta. Á sumum stöðum fengum við
þau svör að krítarkortaviöskiptin væru
um 25—30% af veltunni.
„Og þó að fólk hafi ekki peninga
lætur það sig hafa það að fara út að
borða og nota kortin, þau hafa greini-
lega aukið aðsókn hjá okkur,” sagði
einn viðmælenda okkar.
„Síðastliðið laugardagskvöld voru
um eitt hundrað og fimmtíu gestir hjá
okkur í mat og við þurftum að vísa.
jafnstórum hópi frá,” sagöi annar
veitingamaðurinn. „Og um helgar
tekur fólkiö yfirleitt dýrustu kjötrétt-
ina á matseðlinum.”
Annars voru menn líka sammála um
að gestir á veitingastööum væru til-
búnir að reyna aliflesta nýja rétti sem
á boðstólum væru, sérstaklega fisk-
rétti.
Við höfum haldið okkur viö aösókn á
matsölustaði um helgar en samkvæmt
okkar upplýsingum er aðsókn „geipi-
leg” eins og einn sagði, í hádeginu alla
daga vikunnar — og nokkur kvöld í
miðri viku.
Eitt nokkuð athyglisvert kom fram
hjá einum veitingamanni sem sagði að
áður hefði stór hópur opinberra starfs-
manna, frá ráðuneytum og öðrum
stofnunum, verið tíðir gestir hjá sér.
Mjög hefði dregið úr aðsókn þessa sér-
staka gestahóps. „Það er greinilegt
aðhald þar á ferðinni,” var sagt.
Lögmálið, sem þessi aukna aðsókn á
matsölustaði byggir á, er þekkt fyrir-
bæri. Þegar harðnar á dalnum hjá
fólki dregur það við sig stórar f járfest-
ingar. Frestar því að kaupa nýjan bíl,
fara í lengri sumarleyfisferðir eða
kaupa uppþvottavél. Það leyfir sér
smátilbreytingu í þessu formi. Leyfir
sér að fara út að borða í góðra vina
hópi, létta lundina í smáskömmtum.
Þar sannast þetta gamla, eins dauði er
ánnars brauð. -ÞG.
Fólk tekur tilbreytinguna út ismáskömmtum, drifur sig i sparifötin og lótt-
irlundumhelgar. . . ogaðradaga. DV-myndBj. Bj.