Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 18
18 DV. FIMMTUDAGUR 8. MARS1984. Menning Menning Menning Menning Þar sem orðin rísa og ögra Stundum veggur, stundumbrú Jóhannes Helgi: HEYRT OG SÉÐ — fimmtki og sjö skrif. Utgefandi Arnartak, 1983. A Islandi er of fátt um menn, sem auðga dagblöð og tímarit með stuttum en hnitmiðuðum pistlum um menn og málefni dagsins, ritfærum mönnum, orðskáum og ósmeykum um sjálfa sig. Slíkir smádáikar eru meðal girnilegasta efnis blaða víða um heim og auðga þjóðmála- umræðuna jafnframt því aö losa um hnúta hennar. Þessi ekla í íslenskum blööum á sér vafalaust ýmsar eðlilegar skýringar. Blöðin eru fátæk og smá, geta ekki greitt góðum höf- undum slíkar smásmíöar eins og þarf, og fá ekki öndvegisrithöfunda til þessara vika. Fámennið hefur einnig sitt að segja. Það er hættulegra hér en annars staðar að taka upp í sig — einkum um menn þar sem allir þekkja alla. Slíkum orðhákum verður iila fritt. Þó kemur stundum í ljós sem vænta mátti, að hér eru til gildir pistla-höfundar í þetta mikilvæga hlutverk menningar- og þjóðmála- umræðunnar. Þeirn skýtur upp við og við. Einn sá allra besti er og hefur verið Jóhannes Heigi. En hann hefur ekki verið fastur í þessum sessi og vafalaust hlotið ýmsar kárínur fyrir það hvemig hann tekur til orða. Eg hef lesið þessa pistla Jóhannesar með athygli og óbland- inni ánægju, hvar sem ég hef augum yfir komið. En þó sé ég í þeim kvíum, sem hann hefur nú smalað ám sínum í, að mér hefur áður sést yfir sumar greinar hans sem þar eru. Mér þykir raunar galli á þessari gjöf Njarðar, að ekki er auðvelt að átta sig á því, hvar sumar þessar greinar hafa bók eru af ýmsu tagi, lengd og efni ýmist hálf síða eða nokkrar. Að sjálf- sögðu er nokkurt álitamál, hvort á- stæða hefur veríð til að reka sumar þeirra til þessarar réttar og setja þær á i bókinni. Sumir pistlarnir viröast jafnvel helst eiga það erindi aö vera vitnisburður í gömlum kryti höfundar við aðra, jafnvel við skáldbræður, þar sem enn lifa glæður í kolum. Aðrar eru málsgögn um einstök ritverk höfundar. En flestir eru pistlamir umsagnir eða á- drepur. Þar er fjallað um bók- menntir, listir, kvikmyndir, útvarps- efni og mannlífið í landinu — svo og einstaka þátttakendur í því, og er þar sitthvað forvitnilegt en fátt mannskemmandi. I raun verður það ekki efni pistlanna sem réttlætir þá í bók, heldur efnistökin, ritleiknin og hug- kvæmnin, mál og stíll. Jóhannes Helgi er snjall og orðknár rit- höfundur, og ef til vill snjallastur í pistlum eins og þessum. Hann gæðir málstök sín lifi og blóði, er aldrei hálfvolgur, segir meiningu sína — eða aö minnsta kosti það sem maður heldur aö hann meini á ritunarstund. Þess vegna eru ýmsir þessir smá- pistlar oft býsna mergjaðir, ásæknir og tilþrifagóöir. Myndir aö vísu stundum ofurlítið ýktar, en í dráttum Jóhannesar Helga eru þær ýkjur þeirra náttúru að sýna oft og einatt sarinleikann í enn skarpara ljósi en hægt væri með hógværara orðafari. Orðin rísa þannig víöa í þessari bók. Hún er skemmtilegur lestur og gefur sýn til margra átta og vídda, en krefst um leið dómbærrar skyggni af lesanda, sem ekki má ætið taka orðin nákvæmlega eins og þau eru skrif uð. Heinrich Böll: Og sagðt ekkert einasta orfl. Böðvar Guðmundsson þýddi. Mál og menning 1983. Þessi bók er skrifuð árið 1953 eftir storminn sem geisaði í Þýskalandi á valdatima nasista og tónninn í henni er lygn og dapur. Þögnin, sem ævinlega fylgir storminum, ríkir hér hvarvetna eins og heiti bókarínnar ber með sér: það er þögn þeirra sem eiga erfitt um mál eftir undangengin ósköp, þeirra sem eru sakbitnir og fullir blygðunar og það er þögn kær- leikans sem þarf ekki á orðum að halda; þögn þess Krists sem í Kara- mazofbræðrum Dostóévskís yfir- bugar öll rök mannanna gegn sér í samræðu við þénustumann andskot- ans — án þess að segja eitt einasta orð. „Gegnum tvær útþynntar pre- dikanir’’ málglaðra og vellyktandi prestanna heyrist lykilstef bókarinnar sungið einu sinni af eúihverjum negra: „theynailedhim to the cross, nailed him to be cross/.. .and he never said a mumbling word.” Þýskaland að hausti Sögusviðið er Köln í rústum eftir loftárásir bandamanna. Þaö er „rakur fúaþefur í loftinu”, þaö rignir án afláts og regnið streymir í „sorg- legum lækjum” og niður malbikið eru „laufblöð á siglingu”. Alls staðar er skitur, allt er hrunið og haustið er grátt. Sögumenn eru tveir: hjónin Fred og Kata Bogner skiptast á að segja frá einni helgi í iífi sínu. Þau eru hornrekur í því nýja samfélagi sem veriö er aö byggja upp: mega hírast í einni kytru á rúmgóðri hæð því eig- andinn — frú Franke — þarf að nota aukaherbergi undir fundarhöld með frammámönnum kaþólikka. Þegar sagan byrjar er Fred flúinn úr þessu víti og hittir Kötu um helgar. Þess á milli vinnur hann á símtöð, kennir heimskum bömum stærðfræði og lat- ínu, himir fullur yfir spilakössum eða eigrar um kirk jugaröa og hugsar um dauðann. Kata verður eftir með þrjú börn og þaö fjórða á leiðinni og berst þögul við skítinn og reynir að vemda bömin sem eru að verða þögul. Þegar bókinni lýkur er Fred á leiðinni heim en við vitum ekki hve lengi hann heldur þessa lotu út því að þau em lokuð í „banvænni hringrás” eins og Fred segir á einum stað um börnin. Gott og illt Böll er kaþólikki semefast um mátt trúarinnar, hann er realisti sem boðar engar lausnir. Hánn er þjóðfélagsgagnrýnandi en gagnrýni hans er ekki félagsleg heldur siðferðileg: hann er siðbótarmaður. Öllum líður illa. Þar sem áður var trúin á guð, eða Hitler eða sósíalism- ann eða eitthvað sem annaðist um fólkið og leiddi þaö til betra hlut- skiptis — þar er nú tómarúm. Allt brást. Hjálpræðiö kemur ekki að handan og maðurinn er einn. En Böll hættir ekki þama, setur ekki punktinn aft- an við þessa vonarsnauðu visku: það em enn til dyggðir í mannheimum og ein týnd og töpuð sál getur aftur ratað heim því að hið góða er til og það starfar þögult og án strits. Lausnin er kristileg: hlýddu kalli kærleikans, guðsröddinni í brjóstinu, vertu góður við náungann og þar fram eftir götunum — öll þessi nauðaeinföldu heilræði sem manninum reynist svo erfit að hlýða. Gott og illt eiga sér sína afdráttar- lausu fulltrúa í þessari bók, nánast holdgervinga. Það er frú Franke, „ræðin og f jörug án blíðu” og það em prestarnir ríku, þusandi nautna- belgir og meiri áhugamenn um mat og drykk en hjálpræði almúgans. Hiö góða safnast alit saman í lítið mat- söluhús sem þau hjónin koma á hvort í sínu lagi og síöar saman: þar er stúika sem er falleg og góð og lýsing hennar fær á sig blæ helgimyndar, þögnin er lika alls staðar: hún er þrungin hatri eftir samfarir fólks handan við þil Kötu; ást í kontra- punktinum við þá lýsingu þegar Fred og Kata liggja saman á hótelher- bergi; angist í heimsókn Freds til fólks sem býr saman og er svo hrætt við leiðindi hjónabandsins að það þorir ekki að ræðast við; kærleika í návist guðs og þeirra sem ganga á hans vegum: hún er stundum veggur og stundum brú. Still Bölls einkennist af viðleitni til aö draga lesarann inn í heim bókarinnar, spila á skilningarvit hans og tilfinningar — en jafnframt mikilli temprun og hófsemi. Hann segir ekki brandara, hann hrópar ekki upp yfir sig, hann málar ekki glannalega; engu að síður er hann ágengur. Hann höfðar til heymarinn- ar — stundum er lágvær músík, stundum hark götunnar, stundum þögn — en umfram allt höfðar hann til lyktarskyns lesarans: við finnum rigningarlykt af fólkinu í strætó, daufa og væmna lykt af peninga- seðlunum, niðursuðuþef í anddyrinu heima hjá þeim hjónum og svo fram- vegis. Þetta næmi og þennan innileika í umgengni við tungumálið hefur þýðandinn, Böðvar Guömundsson, svo að úr verður þýðing sem er til hreinnar fyrirmyndar um trúnaö við frumtexta og vald á móðurmáli. Máliö er hversdagslegt en aldrei ris- lítið eða lágkúrulegt; eðlilegt og blátt áfram, en virðulegt. Islenskir áhugamenn um raunsæi gætu lært sitthvað af þessari bók, ekkert síður en af suður-amerískum furðum og þá ekki síst um heilindi gagnvart viðfangsefni sínu og alvöru í meðferð þess. Það er synd ef þessi bók hefur týnst í öllu jólabröltinu en það ætti ekki að vera ofverkið þeirra sem unna góðum bókum aö snarast út í næstu bókabúð og fá sér eintak. Það er ekki það mikið um bók- menntir á okkar bókamarkaði. I bókarkynningu er sagt að þetta séu „fimmtíu og sjö skrif að gefnu tilefni”. — Auðvitað eru það flest dægurtilefni, en sumum hefur þó orðið lengra lífs auðið — og lifna nú á ný í minningunni við lestur greinanna — oft til góðrar skemmtunar. ganga í gegnum alla bókina — binda hana saman og þétta. Ein lýsing fær andstæðu sína eða samstæðu annars staðar í bókinni. Spegill, auglýsingaborðar lyfsala, þögn. Þessi orö ganga í gegnum alla bókina í ýmsu umhverfi og í ýmsum tilbrigðum og merking þeirra í heildarsamhengi sögunnar er ekki endanleg og ein heldur margræð og flókin. I speglinum sér maður sjálfan sig eins og maöur er og er ekki; stundum ljótan, stundum umkomu- lausan, stundum fegraðan. „Treystu lyfsalanum þínum” hljóðar heilræðið sem hvarvetna blaktir um borgina — alls staöar, aftur og aftur trana þessir borðar sér fram í nýju og fáránlegu samhengi, hvergi er friður fyrir þessu bjánalega slagorði, þessu ódýra auglýsingaglamri um bjarg- ræði, þessu meðalasulli neyslusam- félagsins sem linar engar þrautir. Og Jóhannes Helgi. birst áður. Mér hefði þótt snyrtimennska að því að láta þess getið innan sviga að greinarlokum. Þó er til bóta að í efnisyfirliti er fæðingarára greina getið — og grein- unum raöað í bókina eftir aldri. Og nafnaskráin sem fylgir er til hag- ræðis. Samkvæmt tíund höfundar hefur hann staðið í þessum skrifum á átta ára tímabili — 1975 til 1983. Utgef- andi segir að þetta safnrit sé „að stofni til” innlegg Jóhannesar í þjóð- málaumræðuna á þessu átta ára tímabili. Þetta orðafar vekur hjá manni grun um, aö e.t.v. hafi ein- hverjar greinar þarna aldrei birst áður — aðeins verið skrifaðar. Það er auövitaö ekki lakara, og þær sem þannig kynni að vera ástatt um, eru fullgildar á þessum stað fyrir því. Þetta er að vefjast ofurlítið fyrir mér, en skiptir satt að segja litlu máli. Höfundur tileinkar bókina islenskum bændum með þökk fyrir viðkynningu á faraldri um fjöll og dali á liðnu sumri, með hæfilegri við- komu á bæjum þar sem gott var að ræða við fólkið og sannfærast betur Bókmenntir Andrés Kristjánsson en áöur um það, hve djúpum rótum þjóðerni og tunga stendur enn í sveit- um landsins. Hvernig væri annars að skylda öll ungu skáldin til þess aö taka sér nokkurra daga gönguferð um sveitir landsins? Jóhannes viðurkennir, að hann hefði að ósekju mátt ráðast í þetta fyrr. Skrifin fimmtíu og sjö í þessari Heinrích Böll. faðir hennar og bróðir sem er aumingi. Heilög þrenning: faðirinn, mærin og sá sem enginn skilur. Bókmenntir Guðmundur Andri Thorsson Leikur að stefjum Frásagnaraðferð bókarinnar einkennist af endurtekningum. Fred og Kata segja frá sömu aðstæðum og umhverfi og við sjáum með því móti hvað það er sem tengir þau saman og hvað stíar þeim í sundur. Hin tvískipta frásögn veitir einnig mögu- leika til að leika sér með stef sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.