Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 8. MAKS1984.
Frímerkjaumslagið sem boðið var upp í Frankfurt um síðustu helgi.
Þvættingur að umslaginu haf i
verið stolið af Þjóðskjalasafni
— segir þ jóðskjalavörður
„Það eru engar líkur sem benda til
þess að þetta hafi nokkum tíma verið
hér,” sagði Bjarni Vilhjálmsson
þjóðskjalavörður.
Bjarni mótmælti fullyrðingum þess
efnis að frímerkjaumslagi, sem boðið
var upp í Frankfurt í Vestur-Þýska-
landi um síðustu helgi, hefði veríð
stolið af Þjóðskjalasafninu. Sagði hann
slikar fullyrðingar þvætting.
Ennfremur sagði Bjarni að ekki
hefði verið haft rétt eftir sér í frétt DV
síðastliðinn laugardag að vanskila-
pósti hefði verið brennt árið 1914. Rétt
væri að gögnum frá póstinum hefði
verið brennt, skjölum og þess háttar.
Samkvæmt upplýsingum sem DV
fékk frá Rafni Júlíussyni hjá Pósti og
síma var óskilapóstur hluti af bókhaldi
póstmeistaraembættisins. Sagði Rafn
að óskilapóstur hefði farið með öðrum
skjölum póstsins á Þjóðskjalasafn.
-KMU.
Útlaginn til Frakklands:
Ein milljón króna í kaupverð?
Kvikmyndafélagið Isfilm hefur selt króna en Jón Hermannsson, einn af að- leikstjóra vegna þessa máls.
sýningarrétt á kvikmynd sinni Utlag- standendum Utlagans, varöist allra Mun Agúst dvelja erlendis þessa
inn í Frakklandi. frétta. dagana vegna undirbúnings á nýrri
DVhefur haft spumir af því að kaup- Hvorki náðist í Indriða G. Þorsteins- myndsemhann mun leikstýra.
verðið hafi verið nálega ein milljón son né heldur Ágúst Guðmundsson SigA
VÖNDUÐ HÚSGÖGN
Erum með verksmiðjuútsölu á húsgögnum og áklæðum í Samvinnutryggingahús-
inu, Hallarmúlamegin.
Gott úrval af vönduðum svefnbekkjum, hvíldarstólum og sófasettum á mjög hag-
stæðu verði.
Lítið inn og kynnið ykkur verð og gæði.
HÁTÍÐIMI-HÖGNI
Verð frákr. 3.537,-m/s.
Fælir burt öll meindýr
þvf hann sendir frá sér hljóðbylgjur sem
meindýr þola ekki en eru skaðlausar mönnum og gæludýrum.
Tækið er til í fjórum stærðum og er fyrir 220 volt. .
Póstsendum
Nánari upplýsingar í sima 12114 til kl. 20.
J.H. Guðjónsson