Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Qupperneq 31
.5*861 8HAM .8 HUOAOUTMMIH VCI
DV. FIMMTUDAGUR 8. MARS1984.
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Davíð brá sér til Akureyrar.
Skemmti-
f erð?
Davíð borgarstjðri bélt til
Akuroyrar á dögunum með
'ríðu föruneyti. Var ferðin sú
arna einkum farin tU að lýsa
dásemdum Reykjavíkur fyrir
norðanmönnum, að sögn
fróðra.
1 Sjallanum var haldin
mikU skemmtun með atrið-
um úr óperu, revíum og leik-
riti. Ræður voru fluttar, dans-
aður diskódans úr fátækra-
hverfum New York og svo
framvegis. Mun hátíðin hafa
vakið mikla athygU við-
staddra og annarra.
Vatnió í
Reykjavík
Af mörgu merkUegu munu
þó hafa vakið mesta athygU
upplýsingaruar um lifið i
höfuðborginni sem voru í
dreifibréfum og bæklingum á
borðunum i SjaUanum um-
rætt kvöld. Þar var tU dæmis
tiundað nákvæmlega hvað
Reykjavík hefði upp á að
bjóða í febrúar.
Sérstaklega mun norðan-
mönnum hafa þótt bæklingur-
inn um vatnsveituna þarfa-
þing. Þar var með faUegum
teikningum sýnt hvernig
Reykvíkingar nota vatn tU að
þvo bUa, sigla skútu á þvotta-
bala, skúra gólf og vökva
blóm.
Vatnssóunin virðist hrika-
leg því hver eínasta sála not-
ar heUa 270 lítra af þessum
vökva á sólarhring. Og í hvað
fer þetta eiginlega? Jú, í bað-
ker fara að jafnaði um .300
litrar, þar af 170 af köldu. t
Borgarstjóri kynnti vatnið rœkl-
lega fyrir norðan.
tíu minútna sturtubað þarf 90
lítra af köldu og vatnskassinn
á saierninu tekur bara heUa
15 lítra.
Það er fuUyrt að 47% af
heUdarvatnsnotkun ReykvUt-
inga sé á salerounum. Ja,
mikU er borg Davíðs.
Annars væri reynandi fyr-
ir Flugieiðir að selja Norð-
lendingum helgarpakka suð-
ur svo þeir geti lyft sér upp og
skoðað vatn.
Þaó er
nú það
Steingrimur Hermannsson
forsætisráðherra mun hafa
glaðst með Jonathan Motz-
feldt, landstjóra Grænlend-
inga, er þeir voru staddir á
fundi Norðurlandaráðs nú ný-
lega.
Steingrimur mun hafa boð-
ið landstjóranum og fleiri
Græniendingum upp á drykk
og skyldi þar rætt samstarf
rUtjanna og fleira merkUegt.
Eitthað munu viðræðurnar
Forsætisráðhcrra hitti grænlensk
náttúrubörn i Stokkhóimi.
hafa dregist á langinn en þær
enduðu raunar undir morgun
með því að forsætisráðherra
fór í sjómann við Grænlend-
ingana. Þegar Steingrímur
mætti svo tU fundar daginn
eftir, kannski svolítið sigin-
axla öðrum megin, var hann
spurður hvernig viöræðurnar
viö Grænlendingana hefðu
gengið. Hann hvað þær hafa
gengið mjög vel og bættl svo
við: „O, þetta eru náttúru-
böro”.
Þú mikil...
Guðmundur J. hefur verið
inikið í sviðsljósinu að undan-
förou. Sirkusinn hófst í raun-
inni þegar samningaviöræður
milli ASt og VSt stóðu sem
hæst. Þá varð snemma ljóst
að Guðmundur hugðlst fara
aðrar ieiðir en aðrir forystu-
menn í verkalýðshreyfing-
unni. Við stóðumst ekki mátið
en fengum aö láni úr Degi
skrambi góða visu sem ort
var einmitt um þær mundir;
' sjálfsagt í orðastað Ásmund-
ar Stefánssonar.
Þetta er þjóðlegur vandi.
Eg þögull og hlustaudi stend.
Þú mikli, eilifi andi,
hvaö ætlarðu þér með
Gvend?
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir.
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
BÍÓHÖLUN—TRON:
Undraverð tækni er aðalkostur Tron.
■
Ævintýraheimur tölvuleikja
Heiti: Tron.
Loikstjóri og handritshöfundur: Steven
Lisberger.
Kvikmyndun: Bruce Logan.
Tónlist: Wendy Carlos. Lög flutt af Journey.
Aðalleikendur: Jeff Bridges, Bruce Boxloitner,
David Warner, Cindy Morgan og Barnard
Hughes.
Tveir starfsmenn fyrirtækisins
vita að eitthvað miður gott er að ger-
ast og fá Flynn til að brjótast inn aö
næturlagi og reyna aö aftengja tölv-
• una með þvi að komast inn í forrit
hennar.
fóstur leikstjórans og handrits-
höfundarins Steven Lisbergar um
árabil en enginn haföi lagt út í að
framkvæma hana í kvikmyndaformi
fyrr en hann hafði samband við
Disney fyrirtækið enda er það fyrir-
tæki nokkuð sér á parti í gerð ævin-
týramynda. Steven Lisberger var
tæplega þrítugur þegar hann gerði
Tron, sem sagt á réttum aldri til að
geta ímyndað sér þessa furðulegu
möguleika sem tölvuleikir bjóða upp
á og eldri menn geta varla skilið.
Leikarar koma á stundun nokkuö
stirðlega fyrir enda ekki nema von
þegar þess er gætt að í flestum
atriöum léku þeir þessi hlutverk á
venjulegu sviöi án nokkurra hluta og
í venjulegum fötum. öllu var bætt
við eftir á, þessum stórkostlegu
grafisku senum þar sem litadýrðin
nýtur sín vel og einnig var sá
fatnaöur sem þau leika i teiknaöur á
þau eftir að leik lauk. En þessi stirö-
legi leikur hverfur aö mestu ieyti í
allri litadýrðinni sem hvolfist yfir
áhorfandann.
Tron er ævintýramynd framtíðar-
innar. Það má segja að hún kanni
nýja möguleika í kvikmyndagerð
þar sem leikarar eru felldir inn í
grafíska sviðsetningu. Tron ætti aö
vera öllum tölvufríkuöum ungmenn-
um sem sprauta í æð.
Hilmar Karlsson
Þaö má meö sanni segja að Tron
sé eitt tækniundur út alla myndina.
Sjaldan eöa aldrei áöur hefur tækni-
hiiö kvikmyndar verið gerð eins stór-
kostleg skil sem í Tron. Myndin
fjallar um tölvuna, hina miklu þróun
sem orðiö hefur, og mun veröa í
hönnun hennar og eru tölvuleikimir
aöalnúmerið í þessari ævintýra-
mynd, ekki eingöngu hvernig not-
andinn leikur sér heldur er einnig
skyggnst inn undir skerminn þar
sem barátta upp á líf og dauöa á sér
stað.
Hetjan í Tron er ungur tölvusnill-
ingur, Flynn (Jeff Bridges), sem
rekinn hefur verið frá tölvufyrirtæki
sem hann vann við og hannaði tölvu-
leiki fyrir sem síöar áttu eftir aö
veröa mjög vinsælir. Fyrirtækinu er
stjórnað af Ed Diliinger, sem áöur
haföi starfaö með Flynn, en stal hug-
myndum hans og mataði móðurtölvu
fyrirtækisins á þeim. Og eftir því
sem leikimir verða vinsælli verður
móðurtölvan fróðleiksfúsari undir
stjórn Dillingers og stelst í upplýs-
ingar hvar sem hún nær til þeirra, og
er farin að taka vöidin í fyrirtækinu.
En áður en Flynn tekst ætlunar-
verk sitt nær tölvan aö beina leisi-
geisla að Flynn sem brýtur hann niður
í rafeindahluti. Flynn vaknar í
öörum heimi. I rafeindaheimi þar
sem tölvuleikimir eru barátta upp á
líf og dauöa, heimi þar sem móður-
tölvan er guð.
En Flynn hittir fólk í þessum
heimi sem hefur þaö markmið aö
eyða áhrifum tölvunnar og er þar
fremstur í flokki Tron (Bruce Box-
leitner). En tölvan hefur einnig sína
stuöningsmenn og þar er fremstur
bardagameistarinn Sark (David
Wamer).
Eftir mikil ævintýri tekst þeim
Flynn og Tron ásamt Yori (Cindy
Morgan) að komast aö móðurtölv-
unni og gera hana óvirka. Um leið er
eins og þessi ævintýraheimur losni
úr fjötrum. Flynn vaknar upp aftur í
sæti sínu viö tölvu sem er að prenta
fyrir hann sannanir um sviksemi
Dillingers.
Þaö þarf mikið hugmyndaflug til
að hugsa upp söguþráö sem þennan.
En þessi hugmynd haföi verið hugar-
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
Starfslaun handa
listamönnum árið 1984.
Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa
íslenskum listamönnum árið 1984. Umsóknir skulu hafa borist
úthlutunarnefnd starfslauna, menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, fyrir 10. apríl nk. Umsóknir skulu auðkenndar:
Starfslaun listamanna.
1 umsókn skulu eftirfarandi atriði tilgreind:
1. Nafn, heimilisfang, fæðingardagur og ár, ásamt nafnnúm-
eri.
2. Upplýsingar um náms- og starfsferil.
3. Greinargerð um verkefni sem liggur umsókn til grund-
vallar.
4. Sótt skal um starfslaun til ákveðins tíma. Verða þau veitt
til þriggja mánaða hið skemmsta, en eins árs hið lengsta, og
nema sem næst byrjunarlaunum menntaskólakennara.
5. Umsækjandi skal tilgreina tekjur sínar árið 1983.
6. Skilyrði fyrir starfslaunum er að umsækjandi sé ekki í föstu
starfi meðan hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlast að
hann helgi sig óskiptur verkefni sínu.
7. Að loknu verkefni skal gerð grein fyrir árangri starfslauna.
Tekið skal fram að umsóknir um starfslaun árið 1983 gilda
ekki í ár.
Reykjavík 7. mars 1984.
Uthlutunarnefnd starfslauna.
HJARTAVERND
/andssamtök hjarta- og
æðaverndarfélaga
HELDUR FRÆÐSLUFUND
FYRIR ALMENNING UM
KRANSÆÐASJÚKDÓMA
laugardaginn 10. mars 1984 kl. 13.30 í Domus
Medica.
Fundarstjóri Snorri Páll Snorrason prófessor.
DAGSKRÁ:
1. Ávarp. Matthias Bjarnason heilbrigðisráðherra.
2. Starfsemi Hjartaverndar, stutt yfiriit. Stefán Júiiusson fram-
kvæmdastjóri.
3. Útbreiðsla kransæðasjúkdóma á ísiandi.
Rannsókn Hjartaverndar. Nikuiás Sigfússon yfirlæknir.
4. Alkóhólneysla i hófi. Hver eru mörkin frá heilsufarslegu
sjónarmiði? Dr. Bjarni Þjóðleifsson ytirlæknir.
5. Meingerð æðakölkunar. Dr. Guðmundur Þorgeirsson
læknir.
6. Blóðfita og kransæðasjúkdómar. Hvert er sambandið þar á
milli? Dr. Gunnar Sigurðsson yfirlæknir.
7. Áhættuþættir kransæðasjúkdóms. Varnaraðgerðir vest-
rænna þjóða. Dr. Sigurður Samúelsson prófessor.
8. Getum við breytt lifsvenjum okkar til bættrar heilsu? Dr.
Jón Óttar Ragnarsson dósent.
9. Hvers vegna borgar sig að hætta að reykja? Dr. Þorsteinn
Blöndal yfirlæknir.
10. HRINGBORÐSUMRÆÐUR.
Umræðustjóri dr. Þórður Harðarson prófessor.