Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Qupperneq 34
34
DV. FIMMTUDAGUR 8. MARS1984.
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
VETRARSIGL-
INGAR Á SEGL-
BÁTUM OG EÐLIS-
FRÆÐIKEPPNI
— Viö erum „marsbúar” þennan mánuöinn, sagöi góður maöur nýlega
viö okkur í Dvölinni. Nú er það, sögöum viö um leið og bættum viö:
„Komdu sæil, félagi og vinur góöur.”
A þessum frábæra fimmtudegi spjölluöum viö um eölisfræðikeppni og
vetrarsiglingar á seglbátum. Þaö fer prýðUega saman. A bak við segl-
siglingar er jú eitthvað sinnum kraftur sem gefur hraða.
Urslitin í eölisfræöikeppni framhaldsskólanema réöust um helgina. Þeir
sem þar tóku þátt eiga þaö allir sameiginlegt aö þeir lita ekki aðeins á
fræöin í skólabókunum. Lesa örlítið framhjá.
Frá eðlisfræðikeppninni liggur leiöin suöur í Fossvoginn freyöandi. Við
'ræðum viö Guðmund Jón Björgvinsson siglingakappa en hann er einn
þeirra sem búinn er aö ýta seglbátnum sínum úr vör.
Er þá ekki rétt aö venda og huga aö enda, segir punkturinn okkur í
hnöttóttum stellingum. Hann segist hafa siglt víða og sé því orðinn sjóaöur í
þvi aö taka í enda.
Texti: Jón G. Hauksson
Myndir: Bjarnleif ur Bjarnleif sson
og Loftur Ásgeirsson
ER BLAFJÖLL-
IN VORU
ÓFÆR VEGNA
SNJÓKOMU
ýtti sægarpurinn Guðmundur Jón Björg
vinsson seglbátnum sínum bara á flot
Þegar ófært er í snjóinn þá fer ég bara á sjóinn. Guðmundur á góðu skriði i Fossvoginum siðastliðinn
sunnudag. Á slíkum knörrum þarf fáar árar.
„Við bræðumir ætluðum að fara á
skíöi upp í Bláfjöll, en fréttum af því aö
þangað væri ófært. Viö drifum okkur
þá út á sjó í staðinn,” sagði Guðmund-
ur Jón Björgvinsson, 18 ára Kópavogs-
búi, er viö röbbuðum viö hann síðast-
liðinnsunnudag.
Guðmundur var þá kominn í land
eftir aö hafa leikiö sér á seglbát sín-
um, þvers og kruss um Fossvoginn. A
sumrin má sjá hundruð lítilla seglbáta
þar á ferð. En í byrjun mars veröa
siglingar seglbáta á voginum aö teljast
frekar sjaldgæf sjón.
„Jú, þetta er fyrsta feröin eftir ára-
mót. Það hefur eiginlega ekki verið
veöur til að sigla fram aö þessu í vetur.
En ég reikna með aö frá og með degin-
um í dag byr ji maður aö sigla á fullu. ”
Þaö var fyrir tólf árum sem Guö-
mundur fór meö systur sinni í Siglinga-
klúbbinn Kópanes. „Eg hef veriö viö-
loöandi þetta sportsíöan.”
— Hefuröu byrjaö áður svo snemma
vetrar aö sigla?
„Já, viö bræðurnir byrjuöum um
svipað leyti í fyrra. A þessum tíma er-
Seglin þanin með Kópavogskaup-
stað í baksýn. Guðmundur er á bát
númer 74496. Sá er siglir sinu fieyi
við hlið hans er einnig Kópavogs-
búi. Þeir Guðmundur eru i Sigiinga-
fóiaginu Ými. Þeir láta veturinn
ekki hafa áhrif á sig þessir sæ-
konungar.
Guömundar á sumrin. Hann segir aö
reynt sé aö fara út á hverjum degi.
Um helgar er svo keppt í siglingum.
Þess má geta að Guðmundur hefur
hlotiö ótal verðlaun í siglingakeppni.
Ariö 1981 varð hann Islandsmeistari á
svoköUuöum Mirror-bát. A síöasta Is-
landsmóti lenti hann í þriöja sæti á
Laser-bátnum.
Um hundrað félagar eru í Siglinga-
klúbbnum Ými í Kópavogi og áhugi
fólks á þessari dægradvöl fer sífellt
vaxandi. „Mérfinnstþóveraáberandi
núna hve áhuginn á brettunum er að
aukast. Þau eru líka mjög skemmti-
leg. Það er í meiru að snúast á þeim en
ábátunum. Ogégstefnisjálfuraöþví
aöfá mér bretti í sumar.”
Þegar þeú- sægarpar í Kópavogin-
um stunda vetrarsiglingar sínar í
Fossvoginum, eru þeir aUir mjög vel
útbúnir. AlUrísérstökum,,stökkum”.
Sumir eru í svokölluöum þurrbúning-
um.
Úti á sjó ég góða vendingu undir-
bjó. Hér hafa menn farið einum of
geyst i vendinguna. Betra að koma
bátnum á róttan kjölaftur.
D V-m yndir Loftur Ásgeirsson.
— MikUl munur á aö sigla seglskút-
um á sumrin eöa vetuma?
„Það er aðallega veðrið sem er tU
trafala. Fyrir utan hitamismuninn, þá
er á veturna annaö hvort mikiö logn
eöa hífandi rok sem gerir okkur erfitt
fyrir.”
— Liggur þá sigUngasportið alveg
niðri yfir háveturinn?
„Nei, svo er ekki. Þaö er alltaf nóg
aö gera við aö dytta að og laga aöstöö-
una héma hjá okkur í klúbbnum.”
-JGH
Guðmundur Jón Björgvinsson, 18
ára Kópavogsbúi sem stundað
hefur siglingar á seglbátum frá 6
ára aldri. Hann ieggur stundá húsa-
smiðanám i Iðnskólanum i Reykja-
vik.
um viö fyrst og fremst aö æfa fyrir
sumarið og höfum gaman af þessu.
Bróðir Guömundar heitir Baldvin
Björgvinsson. Og hann var einmitt
Uka aö sigla þetta sunnudagssíödegi í
Fossvoginum, ásamt tveimur öðrum í
Siglingafélaginu Vmi í Kópavogi.
Þó aö Guömundur sé aö læra húsa-
smíði í Iönskólanum í Reykjavík hefur
hann ekki reynt fyrir sér aö neinu
vemlegu leyti í bátasmíöinni. Aöeins
hefur hann þó snert á „bátahamrin-
um”.
„Þaö er nú tæplegast til aö tala um.
Mamma, pabbi og bróöir minn áttu
mesta heiðurinn af fyrsta bátnum í
fjölskyldunni. Eg hjálpaði lítillega til
við smíðina en sigldi þó bátnum lang-
mest.”
Fyrir um fimm ámm keyptu þeir
bræöur sér síðan Laser-bát saman.
„Agætisbátur”.
Siglingamar eru aöaldægradvöl