Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Side 17
DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984. 17 verið kjörinn flokksleiðtogi, enda gæti hann auðveldlega lifað í 30 ár í viðbót. Matarmenn Ungverjar eru miklir mathákar og hafa unun af því að boröa. A veitinga- húsunum — sérstaklega þeim einka- reknu .— borðar maður ljúffengan og mikinn mat fyrir lítinn pening. Fyrir hamborgaraverö á Islandi fær maður finasta vínarsnitsel eða andasteik í Budapest. Þaö gengur reyndar stundum út í öfgar hvað þeir vilja að maður borði mikið. Fáðu þér meira, fáðu þér meira, er endalaust viðkvæði. Einu sinni er ég og ungversk vinkona mín ætluöum að skipta á milli okkar anda- lifur og svínahangikjöti (það bragöast næstum alveg eins og venjulegt íslenskt hangikjöt) urðum við að leifa meiri hluta matarins. Einn réttur hefði nægt fyrir tvo. Jafnvel kokkar á skyndibitastöðum virðast leggja virðingu sína að veði í hvert sinn sem þeir skenkja gestum sínum. Maður biður um pylsu og fær ekki bara pylsuna, heldur einnig brauð, salat og franskar kartöflur. Og hver staður, jafnvel smæsti pylsutum sem ég heimsótti stundum vegna fá- tæktar, hafði sína matargerðarlist, hvort sem það var sérstakar skorur í pylsuna, litasamsetning gæsalifrar- réttarins eða sérbakað brauð. Hvort sem það er vegna matvæla- skorts á stríðsárunum og eftir stríð eða einhvers annars þá er engin tilviljun að ef þú labbar inn á ungverskt bóka- safn og flettir upp á matargerðarbók- um þá munt þú finna um 2000 kokka- bókatitla; alla ungverska. Þórir Guðmundsson, Búdapest. [hIheklahf [j J Laugavegi 170-172 Si'mi 21240 Bændur selja afurðir sinar á markaðnum. Götumynd úr Búdapest. Búdapest var eins gg "menn muna úr landafræði- bókunum upphaflega tvær borgir: Buda og Pest. Buda er mjög hæðótt og þar er frægur kastali. Pest er flöt og þar eraðalmiðbærinn. Myndir Þó. G. Chemenko mönnum að rétta upp báðar hendur. Þeir sem greiddu at- kvæði á móti sér gætu látið aöra niður. Hvað sagði Margaret Thatcher við Helmut Kohl þegar þau hittust við út- för Andropovs? Hún sagði: Á sama stað aö ári. Ungverjar hafa aldrei getað fyrir- gefið Andropov svik hans við Imre Nagy sem var stjómarleiðtogi þqgar Rússar réðust inn í Ungverjaland árið 1956. Nagy (borið fram Nádz) leitaði skjóls i júgóslavneska sendiráðinu en Andropov lofaöi honum griðum ef hann kæmi út. Imre Nagy kom út en var nær umsvifalaust keyrður í fang- elsi og síðar hengdur. Reyndar segir einn sjónarvottur að Nagy hafi íyrst verið keyrður til Andropovs, sem þá var sendiherra Sovétríkjanna í Ung- verjalandi, og verið tekið með kostum og kynjum í sendiherrabústaðnum. Andropov hafi síðan horft brosandi á eftir Imre Nagy sem hafi ekki haft hugmynd um að það var verið að keyra hann í svartholið. Þess vegna em kannski sumir Andropov-brandararnir fremur mein- fýsnir. Og hvers vegna dó Andropov? Imre Nagy vildi spjalla við hann aftur. Annars heyrði ég svolítið annað viðhorf hér hvaö varðar elli Sovét- leiðtoganna. „Hann hefur þá allavega ekki tíma til að verða annar Stalín,” sagöi einn menntamaður við mig um Chernénko. Hann sagðist prísa sig sælan aö Gorbachev skyldi ekki hafa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.