Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 2
DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984.
2
Kratar gefa Albert
ráö gegn skattsvikum
Þingmenn Alþýðuflokksins fóru á
fund fjármálaráðherra í hádeginu í
gær til að kynna honum tillögur
flokksins um hvemig bregöast skuli
við skattsvikum hér á landi. Fundur
þessi var reyndar ákveðinn í
sjónvarpssal þann 20. þessa
mánaðar í umræöum um fjárlaga-
gatið í Þingsjá.
I umræðuþættinum vék Eiður að
stórfelldum skattsvikum hér á landi
og hugmyndum Alþýðuflokksins um
hvemig ráða megi bót á þeim. I
greinargerö með þingsályktunartil-
lögu, sem Jóhanna Sigurðardóttir
hefur lagt fram, em getgátur um aö
skattsvikin geti numiö allt að 5
milljörðum króna. Albert
Guðmundsson sagöi þá að rétt væri
aö Eiður kæmi til hans í ráðuneytið
og kynnti honum þessar tillögur.
Eiður tók ráðherrann á orðinu og fór
fundur þeirra fram á skrifstofu
ráðherrans í gær.
I tillögunum, sem ráðherrann
fékk, segir aö byrja verði á því að
gera sér grein fyrir umfangi skatt-
svika hér á landi miðaö við
upplýsingar um þjóöartekjur annars
vegar og hins vegar framtaldar
tekjur í skattframtölum. Bent er á að
söluskattur sé ein helsta tekjulind
ríkisins en það orð leiki á aö hann
skili sér illa. Telja þingmennimir
fullvíst að stórhert eftirlit meö
innheimtu söluskatts geti skilað
mjög auknum tekjum til ríkisins. Þá
telja þeir nauðsynlegt að stofna sér-
deild við Sakadóm Reykjavikur eða
sérdómstól sem heföi það verkefni að
fjalla um skattsvik, bókhaldsbrot og
annaðþvískylt.
I tillögunum segir ennfremur að
breyta þurfi lögum um tekjuskatt og
eignaskatt og framtalsreglum til að
tryggja áreiöanlegri upplýsingar um
fyrirtæki og einstaklinga í at-
vinnurekstri. I því sambandi er lögð
áhersla á aö endurskoöa þurfi frá-
drátt vegna risnukostnaðar, bíla-
fríðinda og afskrifta. Veita verður
auknu f jármagni til skattaathugana,
einkum ríkisskattstjóraembættisins,
til aö ráöa sérhæfðan mannafla
þannig að taka megi til ítarlegrar
rannsóknar aö minnsta kosti 10 til
20% af skattframtölum fyrirtækja og
einstaklinga í atvinnurekstri á ári
hverju.
„Margir hafa fyrir augum dæmi
um einstaklinga sem berast stórlega
mikið á en greiöa jafnframt litla
skatta. Þetta þekkja allir. Skatt-
rannsóknadeild þarf að geta
rannsakað slík ölvik, jafiivel eftir
ábendingum frá almenningi” segir
orðrétt í tillögunum sem þing-
mennimir afhentu fjármála-
ráðherra. -OEF.
Albert Guðmundson f jármálaráðherra les tillögur Alþýðuflokksins um aðgerðir gegn skattsvikum sem hann óskaði
eftir í umræðuþættinum Þingsjá í siðustu viku. Jóhanna Sigurðardóttir og Eiður Guðnason standa hjá, albúin til
frekari útskýringa. DV-mynd EO.
Guðlaugur Friðþórsson. Hann liggur enn á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyj-
Guðlaugi boðsd til New York
Guðlaugur Friðþórsson, sjómaður-
inn sem á ótrúlegan hátt bjargaði sér á
sundi fyrr í þessum mánuöi, hefur
fengiö tvær boðsferðir til New York.
Bæöi Flugleiðir og Morgunblaðið hafa
boðið honum þangaö.
Astæðan er sú aö í viötali sagði
Guðlaugur aö á hinu langa sundi sínu
hefði hann meöal annars hugsaö um
New York-ferð sem hann og félagar
hans hefðu verið að spá í. Segist
Guðlaugur hafa hugsað að ótækt væri
að hann dræpist áður en hann kæmist
tilNýju Jórvíkur.
„Guölaugur er þakklátur fyrir
þessi boð,” sagði móðir hans, Margrét
Karlsdóttir, í samtali við DV í gær-
Kvaðst hún telja líklegt að þessi tvö
boö yrðu sameinuð í eina ferð. Hún
sagði son sinn ekki búinn að ákveða
hvenær hann færi.
„Hann er ennþá á sjúkrahúsinu. Viö
vitum ekki hvenær hann fær að fara
heim. Honum líður frekar illa í
fótunum. Þetta eru svo djúp sár,”
sagði Margrét.
-KMU.
SAMANBUEtÐUR
Á LAUNAKJÖRUM
KARLA OG KVENNA
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra lýsti því yfir á Alþingi á
þriöjudag að hann væri tilbúinn að
beita sér fyrir því að fram færi
samanburðarathugun á launakjörum
karla og kvenna. Sagöi Steingrímur að
hann myndi leggja til viö ríkisstjórn aö
veitt yrði aukafjárveiting til slíkrar
könnunar.
Tilefni þessarar yfirlýsingar var
fyrirspum frá Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, þingmanni Alþýðuflokksins.
Sagði Steingrímur að svo víðtæk
könnun myndi kosta mikla fjármuni og
benti á til samanburðar að láglauna-
könnun kjararannsóknarnefndar hefði
kostað tæplega 400 þúsund.
-ÓEF.
Skaftamálið:
„Meiðsl Skafta honum
sjálfum að kenna”
—sagði Jón Oddsson meðal annars í vamarræðu sinni
Frá réttarhöldunum í gær. Jón Oddsson, annar verjendanna, flytur mál sitt.
Gegnt honum situr Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari og á milli þeirra
Sverrir Einarsson dómari. Hinn verjandinn, Guðni Haraldsson, situr hægra
megin við Jón og við hlið hans lögreglumennirnir þrír sem ákærðir eru í
málinu. DV-mynd EO
Handtaka Skafta Jónssonar var
rökrétt afleiðing framkomu hans
við starfsfólk Þjóöleikhúskjallarans.
Hann hafði í hótunum viö stúlkur í
fatageymslu, réðst fólskulega á
dyravörö að tilefnislausu og einnig á
lögreglumenn. Meiðsl þau sem hann
hlaut eru tilkomin vegna mótspymu
hans viö flutning í lögreglubíl og því
honum sjálfum að kenna.
Þetta voru meginniðurstööur
vamarræöu Jóns Oddssonar, lög-
manns Guðmundar Baldurssonar
lögreglumanns, við áframhaldandi
málflutning í Skaftamálinu
svonefnda í sakadómi í gær.
Verjandi hafnaði alfariö öllum
sakargiftum á hendur skjólstæðingi
sínum og taldi ákæm saksóknara út í
bláinn. Og ekki væri annað aö sjá en
aðmál þetta væri rekiðfyrir blöðin.
Skaöabótakröfum Skafta var
algerlega hafnað og krafðist
verjandi þess að þeim yrði vísaö frá
enda furöulegustu skaðabótakröfur
sem um gæti og þær það vitlausasta
plagg sem um gæti í íslenskri réttar-
sögu.
Mistök í fatageymslu
I ræðu sinni reifaði Jón málið frá
upphafi og þar kom meðal annars
fram að vegna mistaka heföu yfir-
hafnir Skafta og konu hans ekki
fundist í fatageymslu þegar þeirra
var vitjaö. Þessi mistök hefðu hins
vegar framkallað þau viöbrögð hjá
Skafta að hann vændi starfsstúlkur
þar um þjófnað og hafði í hótunum
við þær. Onnur þeirra hefði því
vegna hræðslu við Skafta látið undan
þeirri kröfu hans að fá að fara inn
fyrir afgreiðsluborðið til að leita
að yfirhöfnunum. Skömmu síðar
fer hún þó fram á þaö viö Skafta að
hann fari aftur fram fyrir borðið en
hann neitar því. Stúlkan leitar þá
eftir aðstoð og dyravörður kemur.
Skafti heldur því fram að dyra-
vörðurinn hafi komið ruddalega
fram við sig og þrifið til sín og hent
sér yfir afgreiðsluboröið. Þessa
staðhæfingu telur Jón Oddsson mjög
hæpna þegar tillit sé tekið til þess að
Skafti sé 195 sentímetrar á hæð og 99
kíló aö þyngd.
Staðreyndin sé hins vegar sú að
dyravöröurinn hafi beðið Skafta
kurteislega að koma fram fyrir en
því hafi Skafti svaraö með ókvæðis-
oröum. Hann hafi síöan að tilefnis-
lausu ráðist á dyravörðinn og veitt
honum áverka og rifið föt hans.
Skafti hættulegur
umhverfinu
Og það er nú sem lögregla er kvödd
á staðinn og þangað komin hittir hún
fýrir dyravöröinn illa á sig kominn.
Hann fer með lögreglumennina niöur
í kjallarann og bendir þeim á Skafta
og segir þennan mann hafa ráöist á
sig. Lögreglumennimir hafi taliö það
ómögulegt að ræöa við Skafta þama
niðri í kjallaranum, bæði vegna há-
vaða og múgæsingar fólks á staðnum.
Hafi þeir því beðið Skafta að koma
með sér en hann neitað þrátt fyrir að
honum beri aö gera svo samkvæmt
lögreglusamþykkt.
Skafti hafi þessu næst ráöist aö
dyraverðinum á ný og slegiö hann.
Lögreglumennirnir hafi gripið til
Skafta og hann þá ærst. Upphófust
átök milli hans og lög-
reglumannanna sem enduöu með því
að Skafti var handjárnaður enda það
það eina sem hægt var að gera vegna
vanstillingar hans. Handtakan hafi
því veriö nauösynleg vegna þeirrar
hættu sem umhverfinu stafaði af
Skafta.
Jón benti á það aö allur vitnis-
burður sannaði að viðbrögð
lögreglunnar í málinu hefðu verið
mjög ábyrg og þau einu réttu.
Viðbrögð hennar heföu ekki verið
harkalegri en framkoma Skafta gaf
tilefni til. Og ekkert hefði komið
fram sem benti til að framkoma
lögreglunnar hefði verið óeðlileg á
neinn hátt.
Misþyrmingarnar
tilbúningur einn
Um meiðsli Skafta hafði Jón það að
segja að vegna þess að Skafti hefði
brotist um á hæl og hnakka þegar
lögreglumennirnir voru að flytja
hann út í lögreglubílinn hefði hann
dottið, enda hált úti. Þaö sé eina
hugsanlega ástæðan fyrir meiðslum
Skafta. Þar sé hins vegar við hann
sjálfan að sakast en ekki lög-
reglumennina. Þeir hafi aftur á móti
með ábyrgum viðbrögðum komið í
veg fyrir að Skafti ynni sjálfum sér
meiratjón enþegarvarorðið.
Fullyrðingum Skafta um að höföi
hans hefði verið slegiö hvaö eftir
annað viö gólf bílsins á leið á
lögreglustöð vísaði Jón á bug sem
lygaþvælu. Meiðsli Skafta sýndu það
að þau væru eftir eitt högg, þau hefðu
orðið miklu meiri og alvarlegri ef
fullyrðingar Skafta væru réttar.
Skafti hefði enga áverka hlotið í
bílnum, það væri sannað mál.
Máli sínu til stuönings nefndi Jón
þaö sem einnig kom fram í ræöu
vararíkissaksóknara, Braga
Steinarssonar, í fyrradag aö
ásakanir Skafta og konu hans um
misþyrmingar í bílnum hefðu ekki
komið fram fyrr en eftir að búið var
að sleppa Skafta úr haldi. Þær væru
tilbúningureinn.
-SþS.