Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984. Sjóefnavinnslanhf. áReykjanesi: Á miðri mynd sjást undirstöðurnar fyrir eimana sem um getur igreininni. Með tilkomu þeirra verður hægt að auka afköst verksmiðjunnar úr fimm tonnum á sólarhring i 25 tonn á sólarhring. Okkar fisksalt betra en eríent „Þetta gengur nokkuð þokkalega hjá okkur núna. Við framleiðum um fimm tonn af salti á sólarhring og sú fram- leiðsla selst jöfnum höndum,” segir Gunnar Hassler verkstjóri í Sjóefna- vinnslunni á Reykjanesi en blaðamenn DV voru þar á ferð fy rir nokkru. Það sem Sjóefnavinnslan framleiðir nú er fisksalt en unniö er aö því að koma upp stórvirkum búnaði til að vinna auk þess kalí og kalsíumklóríð úr salta borholuvatninu sem fæst á staönum. Auk þess eru uppi áform um að vinna þarna ýmis önnur efni sem tengjast slíkri framleiöslu, svo sem klór og vítissóda, natrium hypóklóríö, salt- sýru og ennfremur er natríumklórat- vinnslaíathugun. Ein aflmesta borhola í heimi Sjóefnavinnslan hf. var stofnuð í desember 1981. Starfsemi hennar er framhald af starfsemi Undirbúnings- félags saltverksmiðju á Reykjanesi hf. sem áöur hafði starfað um nokkurra ára skeið á Reykjanesi. Framleiöslan fer þannig fram aö jarðgufa og salt borholuvatn er fengiö með borunum. Borholan, sem þetta fæst úr, er ein hin stærsta í heimi, um 200 megavött í varma, en til saman- burðar má geta þess að öll Hitaveita Reykjavíkur er milli 500 og 600 mega- vött í varma. Ur þeim salta vökva, sem úr borhol- unni kemur, er unniö salt með eim- ingu. Hún fer fram í eimum sem fá orku sina frá gufunni og síðan má kristalla út salt í sérstökum tækjum eftir því sem við á um salttegund þá semvinna skal. Fisksaltið reynist vel Fisksaltið, sem unnið er nú í verk- smiðjunni, er unnið úr þessum saltlegi í opnum gufuhituöum kristöllunar- pönnum. Salt þetta hefur reynst mjög vel við fiskverkun og í því sambandi má nefna að það var prófað af Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og reyndist þar mun betur en Miðjaröar- hafssalt. Mat stofnunarinnar í þessu tilviki samsvarar því að fiskur, saltað- ur með Reykjanessalti, væri 2,61 prósent verðmætari til útflutnings en fiskur, saltaöur með Miðjarðarhafs- salti. Framleiðsla á þessu fisksalti nemur nú um fimm tonnum á sólarhring eins og áður getur en unniö er aö því aö koma upp varanlegri gufuveitu, 500 kilóvattagufurafstöðog eimum. Að því verki loknu verða afköst verksmiðj- Tveir starfsmenn Sjóefnavinnslunnar, þeir Adaisteinn Hauksson og Vii- unnar 25 tonn af fisksalti á dag eða um hjáimur Einarsson, standa hér hjá borhoiunni sem sér verksmiðjunni fyrir átta þúsund tonn á ári. -SþS gufu ogjarðsjó. DV-myndir Bj.Bj. Og hér sést hvar verið er að flytja eimana, sem Stálsmiðjan smiðaði, suður á Reykjanes. I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Heldur lítið hefur farið fyrir þing- fréttum að undanförnu og þá helst hafa það verið frásagnir af heiftar- legu rifrildi aiþingismanna um friöartillöguna margfrægu, sem hefur, eins og Dagfari spáði, magnað upp myndarlegt ófriðarbál. Eru menn ekki á eitt sáttir um ágæti þess, aö friöarkennsla sé framin í skólum landsins, enda sýnist sitt hverjum um þá stefnu, að kommalið- ið í kennarastéttinni fái það skjalfest og löggilt frá Alþingi að innræta börnunum marxiskar friðarkeuning- ar um þaö leyti sem þau læra að skrifa og lesa. „Hver á þá að kenna kennurun- um?” spurði Jón Baldvin, og var fátt um svör. Annars er ekki við því að búast, að þingmenn hafi skoðanir á stórmáium eins og gatinu á fjárlögunum, þegar það upplýsist, að þeir fá ekki einu sinni að kynna sér þær tillögur, sem liggja á borðinu. Vesiings þingflokki sjálfstæðismanna hefur enn ekki verið treyst til þess að líta tillögurn- ar augum og segja f jölmiðlum í hálf- gerðum afsökunartón að „þetta sé spurning um taktik”. Nú er því ekki að neita, að það er gott að hafa taktik og hefur reyndar margsannast hjá þeim sjálfstæðismönnum að taktisk- ir leikir hafa bjargað þeim úr mörgum klípunum. Þannig hefur það sjálfsagt verið taktik að tefla Lárusi Jónssyni fram sem banka- stjóra í Búnaðarbankanum í því augnamiði að gera hann að banka- stjóra í Utvegsbankanum. Hafa sennilega lært þetta herbragð á skákmótinu í Búnaðarbankanum á dögunum og flokkast undir nokkurs konar drottningarbragð. Þeir beittu hinsvegar Sikíleyjar- vörn þegar Albert skaut þeim skelk í bringu með prívatsáttmála sínum við Dagsbrún. Þá lagðist þingflokk- urinn allur í harmagrát og þótti góð varnartaktik. Nú er sem sé ný taktik á ferðinni, og hún er í því fólgin að vita sem minnst. Þannig firra þeir sig allri ábyrgð og er í ætt við kóngs- indverska, en eins og allir vita hefur konungsdæmi í Indlandi verið lagt niður af túlitssemi við konungafjöl- skyldu, sem hvort sem er fékk aldrei neittaö vita. Engum þarf að koma á óvart, þótt sjálfstæðlsmenn á þingi dundi sér við biblíulestur, þegar á það er litið, að þeim er ekki treyst fyrir öðru lcsefni. Kemur vissuiega til greina fyrir afskipta og verklausa aiþingismenn- ina að kynna sér vaxtarrækt og hefja æfingar með keppni í Broadway fyrir augum. Þar kæmust þeir i sviðsljósið og gætu að minnsta kosti veitt Jóni Páli einhverja keppni með því að hnykla á sér brýrnar meðan Jón Páll hnyklar brjóstkassann. Ekki er annað að sjá af síðustu fréttamyndum en þingmenn annarra flokka hafi tileinkað sér ýmislegt sport í afþreyingarskyni og er sú taktik ekki verri en hver önnur. Tóm- as kommissar rennir sér á göngu- skíðum í mannþrönginni í Bláf jölium og Skallagrímur Sigfússon, þing- eyski alþýðubandaiagsmaðurinn, leikur blak með íþróttafélagi stúdenta og fær bikar að launum. Að vísu verður ekki sagt um Skallagrim þennan að hann sé stúdentalegur til höfuðsins, en kannski er það taktik í blakinu að koma andstæðingum sin- um á óvart, og er hún ekki síður frumleg heldur en taktikin í þing- flokki s jálfstæðismanna. Alla vega ber það vott um nokkurt lifsmark, að þingmenn leggl stund á blak- og skíðaferðir og jafnvel vaxtarrækt, þegar svo er komið, að þeir fá ekki lengur að vita það, sem þeir ciga að fjalla um. Dagfari. TAKTIKIN AÐ VITA EKKINEITT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.