Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Um bandarísku þjóðina: Nú er það Hart-æðið Reykvíkingur skrifar: Bandariska þjóðin kom enn einu sinni upp um sjálfa sig um daginn er hún sýndi hve úrkynjuð hún er. Enn eitt æðið hefur gripið um sig hjá henni. Síðast var það dúkkuæðið þar sem fólk eyddi öllu sínu sparifé til að geta ættleitt dúkkur. Nú er það Hart-æðið. Gary, Hart, forsetaframbjóoendaefni. demókrata. Þaö er vinsælt aö greiða. honum atkvæði því hann segist vera í forsvari fyrir nýja tíma. En hvað kemur svo í ljós þegar málið er skooað ofan í kjölinn? Þaö er sáralít- ill munur á honum og Mondale og ef eitthvað er þá er Hart afturhalds- samari. En þetta er bandaríska þjóðin í hnotskurn. Það eru slagorðin sem gilda því hún hefur ekki rænu eöa vit á því að gá hvaö undir býr. Urkynjunin lætur ekki að sér hæða. Gary Hart. Nýjasta æði þeirra i Bandarikjunum. Norskt sjónvarp er eitt það lélegasta á Norðurlöndum, segir bréfritari. KEFLAVÍKURSJÓN- VARPIÐ AFTUR 0523-0764 skrifar: Eg vil taka undir bréf frá sjónvarps- notanda sem birtist 23/3 sl. hér í les- endadálknum þess efnis að íslenska sjónvarpið hefði ekki staðið sig sem skyldi. Það er í einu orði sagt lélegt. Það mætti vera miklu meira og betra barnaefni, fleiri kvikmyndir (ekki bara um helgar) og fleiri íslenskir skemmtiþættir væru vel þegnir. Norskt sjónvarp er eitt það lélegasta á Norðurlöndum og f innst mér að þjóð- in eigi heimtingu á að fá aö ráða hvort hún vill þetta sjónvarp en ekki bara skella þessu á án fyrirvara, svipað og þegar klippt var á Kanann sem var mjög gott sjónvarp. Þá var ekki verið að spyrja einn eða neinn, bara klippt á, ekkert nema f jandans frekja. Eg skora á ykkur, ráðamenn, að semja viö Keflavíkursjónvarpið svo allir landsmenn geti haft eitthvert efnisval. Tímarnir breytast og mennirnir meö, það gerir meiri kröfur og íslenska sjónvarpið hefur algerlega brugðist. Landsmenn, ég skora á ykkur að láta heyra f rá ykkur um sjónvarpsmálin og endurheimtingu Keflavíkursiónvarps- ins. ^annprbabcrðluntn €ria Snorrabraut 44 - pósthólf 5249 Sími 14290. HÖRPULEIKUR Stærð 50 x 50, saumað með dökkryðrauðu Verð kr. 330. ASTARENGLARNIR Stærð 20 x 20, saumað með brúnu, 2 saman í pakkningu. Verð kr. 220. ENGLARÖRN IGLEÐI 0G S0RG Stærð 40 x 40 cm, saumað með brúnu, 2 sam- an í pakkningu. Verð kr. 420,- Tilbúnir rammar og mikið úrval af rammalistum. Sérhœf- um okkur i innrömmun á handavinnu. Vöndufl vinna. ALEIGAN Stærð 50 x 70, saumað með brúnu. Verð kr. 520,- m ¦ Bændur eru ekki baggar á þjóðfélaginu, segir bréfritari. Bændureru ekki baggi NYTT RUM ;^;*Sj«5;!íS ^væ- *>-. -¦¦ ¦¦ ¦¦ ^iiiiriíiii* Guðbjörg Indriðadóttir, Brúnastöðum íFljótum, hringdi: Mig langar að koma meö litla áskorun til ritstjóra DV vegna illra skrifa hans um landbúnaðarmál. Bændafólk er ákaflega óhresst með þessi skrif og finnst þau í hæsta máta óviöeigandi. Við erum engir þurfalingar eða baggi á þjóðinni. Við viljum bara fá að lifa eins og annað fólk. Höfum við ekki oft þurft að þreyja þorrann og góuna og aöra erf iða tíma sem hafa í för með sér lambadauöa og annan viölika búmissi? Eg skora á ritstjóra blaðsins að koma og vera hér í eitt ár eða vetur og taka við búrekstrinum á meöan við skreppum til sólarlanda. Það viljum við fá aö gera eins og aðrír. Eg er líka viss um að viðhorfin til landbúnaðarmála myndu breytast hjá þessum mönnum. USTAHÁTÍÐ Gummiskrifar: Til allra þeirra sem hafa og ætla að leggja orð í belg vegna komandi lista- hátíðar. Farið nú að hætta þessum hundleiöinlegu og lágkúrulegu skrifum ykkar. Fyrir utan að vera á einstaklega lágu plani þá fá þau engu breytt um hvaða sveit kemur. Sandra Verí kr.28.790 m/dýnum INGVAR 06 GYLFI sf GRENSASVEGI3 108 REYKJAVIK ISLAND SÍMAR 81144 £f 33530. tú I I I I I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.