Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 43
DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984. 43 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Sumaríð hofur gert vart við sig i garðstofunni hjá þeim Þórhalli og Ásrúnu. Blómin eru að vakna af dvala vetrarins i Vorsabæ likt og i Suður-Frakklandi. Fimmtíu fermetrar af Suður-Frakklandi — garðhúsið hjá þeim Þórhalli Jónssyni og Ásrúnu Ólaf sdóttur er það umtalaðasta hér á landi og þótt víðar væri leitað „Eg segi oft að í þessari garðstof u sé ég með fimmtíu fennetra af Suður- Frakklandi. Og ég stend fyllilega viö það," sagði Þórhallur Jónsson er hann fylgdi okkur inn í garðstofuna á heimili sínu og eiginkonunnar, Ásrúnar Olafs- dóttur. Þau búa í Árbænum, að Vorsbæ 11. Það var fyrir fjórum árum sem þau byggðu garðstofuna. Svo mikla athygli hefur hún vakið aö er við hringdum út í bæ í leit okkar að fallegri garðstofu, var garðstofan í Vorsabæ fyrst nefnd. Hún er sennilega umtalaðasta garðstofa hérlendis. Ohemju falleg. Og ekki sér Dægradvölin ástæðu til að draga neitt úr, svo hrifin varö hún. „Það var sumum sem fannst glæfra- legt að byggja yfir alla veröndina. En ekki sjáum viö eftir því, garðstofan hefur veitt okkur ómældar ánægjustundir. Eg hef oft haft á orði að hér byrji sumarið í mars og endi í október. Fyrir nokkrum dögum var 2 stiga frost úti. Það var sól, og þaö dugði því að inni í garðstofunni varð 20 stiga hiti og hægt var aö bregða sér í sólbað." Jurtirnar i þessari stærstu garöstofu við einbýlishús hérlendis eru þegar farnar að taka við sér eftir veturinn. Þær minna okkur á að það er stutt í sumarið. Ekki amaleg tilfinning, því að ekkert lát virðist ætla að verða á hretunum f rægu. — En hvenær fengu þau Þórhallur og Ásrún hugmyndina að því að byggja garðstofuna? ,,Það er nokkuð langt síðan hugmyndin kom. Eg hef mjög mikinn áhuga á garðrækt og því smíðaði ég mér gróðurhus við bílskúrinn og svo annað hér á bak við. En garðstofuna smíðaði ég fy rir fjórum árum. Við höfðum þá verið að ferðast í Þau Ásrún Ólafsdóttir og Þórhallur Jónsson i garðstofunni smekklegu. Hjá þeim byrjar sumarið i mars og endar seinni partinn i október. Daginn áður en þessi mynd var tekin lá Ásrún, ásamt dóttur sinni, i sólbaði i garðstofunni. Suður-Þýskalandi. I litlum og vinalegum þorpunum mátti sjá garðstofur við nær öll hús. Þá hugsuðum við með okkur að fyrst fólk á þessum slóðum telur sig þurfa garðhús, þá er það engin spurning um okkur hér norðurfrá." Garðstofan og lóðin hafa dregið til sín gesti. Margir þeirra sem koma í heimsókn og er sýnd garðstofan verða hissa þegar þeir sjá hvaða möguleikar bjóðast með slíkum byggingum. „Það er mjög áberandi hve margir út- lendingar, sem hafa komið til okkar í heimsókn, verða hissa." „Svo skemmtilega vill reyndar til að danskur byggingarmeistari, sem kom hingað ásamt konu sinni, átti ekki til orð er hann sá garðstofuna. Konan varö enn hrifnari. Er ég heimsótti þau nýlega var það þeirra fyrsta verk að sýna mér garðstofuna sem þau hafa komiösérupp." Þess má geta að Þórhallur er í Dalíu- klúbbnum og þá er hann i Garðyrkju- f élagi Islands. 1 því f élagi er reyndar 6 þúsundmanns. Ein er þó sú jurt sem vantar í garöhúsið og garðinn í Vorsabæ 11. Hún heitir Stellaris Media. A íslensku kölluðarfi. -JGH. U_ Þórhallur er mikill áhugamaður um blóm. Hér hugar hann að blómum er hann sáði nýlega. Allt að koma til og grænka. DV-myndir: Einar Ólason. Stelpur, stelpur! „Allar út á skíði" — rætt við „þessa úr Búnaðarbankan- um", Sigurbjörgu Helgadóttur, sem gengur á skíðum hvenær sem hún getur Konuna sem týndist í Bláfjöllunum fyrir um þremur vikum bar á góma í rabbi okkar Sigurbjargar Helgadóttur, gjaldkera i Búnaðarbankanum. Hún kannaöist vel við það mál. Flestir héldu aö hún væri „sú týnda". En svo reyndist ekki vera þó að þær væru á samaaldri, 39ára. „Eg veit um fólk sem hringdi í ætt- ingja mína og spurði hvort það hefði verið ég sem tyndist. Og þá hef ég heyrt að fólk velti því fyrir sér hvort það væri þessi úr Búnaðarbankanum semhefðitýnst." _» Með bros á vör sagði Sigurbjörg okkur frá þessari sögu er við hittum Knútur Óskarsson, deildarstjóri hjá Ferðaskrifstofunni Úrvali. Hann er einn beirra sem annast hafa undirbúning Lava Loppetskiðagöngunnar sem verður i Bláfjöllum laugardaginn 7. apríl næstkomandi. „ Við búumst við um 250 til 300 Þátttakendum að þessu sinni. Þar af verða um hundrað útlendingar. Margir beirra eru þekktir. Norðmaðurínn Harald Grönningen, fyrrum heimsmeistarí, er PÍ sennilega sá þekktasti." DV-mynd: Einar Ólason. hana á Miklatúni þar sem hún „tók hringinn" á gbnguskíðunum sínum. Næg eru verkefnin framundan, Þing- vallagangan um helgina og síðan er það Lava Loppet og öldungamót á Akureyri. „Eg tek þátt í öllum almennings skíðagöngumótum. Þátttöku í þeim tel ég vera bestu leiöina til að læra að ganga á skíðum. Maður er þá innan um f ólk sem kann að ganga og fylgist með hvernig það f er að." Skíðagangan er númer eitt í frístundunum hjá Sigurbjörgu á veturna. „Eg eyði öllum mínum frístundum á skíðum. Fer um hverja helgi, ef veður leyfir, og eftir vinnu þegar farið er að birta á kvöldin." Það var fyrir níu árum sem Sigur- björg fékk skíðadelluna. Fyrst voru það svigskiðin. En þá fór hún svona meira fyrir fikt aö prófa gönguskiðin. Það var nóg. Siðastliðin fimm ár hefur hún eingöngu skíðaðá gönguskíðum. Og virðist auk þess vera orðin nokkuð þekkt, samanber söguna um „týndu konuna". Sigurbjörg tók þátt í Lava Loppet- skíðagöngunni í fyrra, og segir það mót hafa breytt nokkru varðandi gongubrautir í skíðalöndunum hér- lendis. „Þar eru nú mun lengri og fjöl- breyttari". — Reiknarðu með mörgum konum í Lava Loppet? „Eg vona það. Sem flestar konur ættu aö stunda gönguskíðasportið. Eg vil bara nota tækifærið og segja: „Stelpur.stelpur! Allarútáskíði." -JGH. Sigurbjörg „tekur hringinn" á Miklatúni i bliðskaparveðri siðastliðinn mánudag. „Ég geymdi viku af sumarfríinu fyrir skiðin." Nú um helgina tekur hún þátt i Þingvallagöngunni. Það er skiðaganga frá Hveradölum til Þingvalla. Og þann 7. apríl er það mótið mikla i Bláfjöllum, Lava Loppet.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.