Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 29
*Rfif ?.HAM .fiSÍÍOOAaiTTMWn^ VH DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984. 29 Sigurbjörn Bárðarson sigraðiitöltkeppniikarlaflokkiá hryssunniHildu. ¦ ----..¦..¦.. ¦^-'-' "--- .-yv>-S-'/.... ¦ r ' Erling Sigurðsson með nýjan spútnik iskeiðinu, Jagger. Um sjötíu keppendur á vetrarkappreiðum Fáks Fjórar konur í úrslitum í töltkeppni i kvennaflokki. (DV-myndirE.JJ Fyrstu búsetarnir á Akureyri? Fjölmenni var á stofnfundi hús- næðissamvinnufélagsins Búseta á Hótel KEA á þriðjudagskvold. Um 80 manns gerðust stofnfélagar. For- maður var kosinn Jón Arnþórsson. A fundinum var samþykkt tiílaga um að skora á Alþingi að samþykkja húsnæðisfrumvarp hið fyrsta þannig að slík félög geti fengið lánafyrir- greiðslu. Einnig að sett verði lög um búseturéttarformið. Fram kom að tilbúnar eru á Akur- eyribæðifjölbýlis-ograðhúsalóðir. Ef fjármagn fengist yrði hægt að hefja byggingaframkvæmdir á þessu ári. Þannig er hugsanlegt aö fyrstu búset- arnir verði á Akureyri. Gestur fundarins var Reynir Ingi- bjartsson, starfsmaöur Búseta í Reykjavík. Hann var á Húsavík á mánudag þar sem kosin var undirbún- ingsnefnd að stofnun félags. I gær- kyöldi var Reynir á Sauðárkróki þar sem búist var við að sama yrði gert. Félagið sem stofnað var á þriðju- dagskvöld er hugsað fyrir Akureyri en gert er ráð fyrir að félagssvæðið geti orðið Eyjaf jörður. -JBH/Akureyri. Ríkið greiði náms- vistargjöld Jón Sveinsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lög- um um iönfræðslu. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði námsvistargjöld fyrir þá nemendur sem sækja skóla utan síns sveitar- félags. Gjald þetta er nú greitt af því sveitarfélagi sem nemandi á lög- heimili í. I greinargerð með frum- varpinu segir að mörg sveitarfélög, sérstaklega hin smærri og fámenn- ari, hafi hins vegar algerlega neitað greiðsluskyldu sinni. Ymis stærri sveitarfélög telji sig því eiga inni nokkrar fjárhæðir hjá öðrum sveitarfélögum og hafi það leitt til deilna sem stafa meðal annars af óljósum lagaákvæðum, sérstaklega hvað varðar fjölbrautaskóla. Þvi er lagt til með þessu f rumvarpi að ríkis- sjóður taki að sér greiðslu náms- vistargjalda. ÖEF Hestamenn eru nú farnir að leggja á hesta sína og stunda hestamennsku af mikilli elju. Eins og vant er hafa þeir gaman af að sýna hver öðrum hvað þeir hafa milli handanna. Hesta- mannafélagið Fákur stóð f yrir keppni í tölti og skeiði á velli félagsins á Víði- völluin sunnudaginn 25. mars i bliö- skapar veðri. Keppt var í tölti í unglinga-, kvenna- og karlaflokki. Einnig runnu um það bil 15 hestar 150 metra skeiösprett. Fyrirkomulag í töltinu var á eftir- farandi vegu. Keppendur riðu tvo hringi á hægu t jlti og greiðu. Þrír dóm- arar sáu um að velja nokkra einstakl- inga í úrslit og að lokum var raðað i sæti. Ursliturðuþessi. Unglingaflokkur: 1. Hinrik Bragason á Erli 2. Sólveig Asgeirsdóttir á Neista 3. Dagný Ragnarsdóttir á Hervari Kvennaflokkur: 1. Kristbjörg Ey vindsdóttir á Stef ni 2. Þóra Þrastardóttir á Soldáni 3. Ester Haröardóttir á F jalari. Karlajflokkur: 1. Sigurbjörn Bárðarson á Hildu 2. Þórir Orn Grétarsson á Gáska 3. Trausti Þór Guðmundsson á Janúar. Liklegt er að þau hross sem urðu hér í verðlaunasætum eigi eftir að sjást í suinar í gæðingakeppni og einnig — keppni í hestaíþróttum. Alls voru keppendur í tölti um það bil sjötíu. I skeiöinu tóku þátt um það bil 15 hestar. Þar varð fyrstur Hildingur, sem Sigurbjörn Bárðarson sat, á 15,3 sek. Máni, sem Sævar Haraldsson sat, var annar á 17,0 sek. en Jagger sem Erling Sigurðsson sat, þriðji á 17,1 sek. E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.