Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 6
DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Starfsfólkið á ný/'ustu kránni í Reyk/avik sem opnuð var fyrir skömmu og ersniðin eftir enskrifyrirmynd. 4 kiJUJ'- DV-myndS. Verökönnuná„bjór' MJOG SVIPAÐ VERD Á BJÓRLÍKINU „Er ekki leyfilegt aö selja bjór hér á Islandi?" sagði erlendi ferðamaðurinn undrandi. „Nei, það er bannað sam- kvæmt lögum," sagði Islendingurinn. „En hafðu engar áhyggjur, það eru ýmsar leiðir til að komast yfir góðan bjór. I fyrsta lagi er hægt að brugga bjórinn sjálfur. Hér eru verslanir sem selja allar græjur sem til þarf fyrir bjórbruggun, en það er nú fremur sein- legt. I öðru lagi hafðir þú möguleika á því að kaupa 12 bjóra þegar þú varst staddur í fríhöfninni. Allir sem koma hingaö til landsins eiga kost á því að taka með sér ákveðið magn af bjór í landiö. En þessar 12 dósir duga skammt ef þú ætlar að staldra við hér í nokkurn tíma. En það eru til ráð við því ef þú verður uppiskroppa með bjór- inn. Hér á landi er bjór seldur á svörtum markaði. Yfirleitt eru það farmenn sem sjá um aö koma þessum bjór til landsins. Eg hef sambönd svó ég get reddaf bjór ef þú þarft á að halda. Hann er ekki svcýkja dýr. Einn kassi kostar 1300—1500 krónur. Þér finnst það aö sjálfsögðu vera nokkuð dýrt en miðað við aðstæður er þetta nokkuö sanngjarnt verð. Heyrðu, ég var næstum búinn að gleyma því að hér i Reykjavík getur þú fengið svo- kallaö bjórlíki á flestum vínveitinga- stöðunum. Nú um þessar mundir eru starfandi tvær bjórkrár sem bjóöa upp á bjórlíki. Forráðamenn þessara staða vilja ekki gefa upp hvernig þetta bjór- líki er búið til og hvílir yfirleitt mikil leynd yfir uppskriftinni. Eg hef reyndar ekki smakkað á þessu bjórlíki en kunnugir segja að það bragðist ágætlega. Sumir efast um hvort það sé nógu áfengt og segja þetta vera hálf- gertgutL" Víð þurfum ekkí að halda þessari sögu áf ram. Það f ylgir reyndar að hinn erlendi ferðamaður varð ákaflega undrandi yfir þessar frásögn Is- lendingsins en hann varð einnig yfir sig ánægður þegar honum varð ljóst að dvöl hans á Islandi ætti ekki eftir að verða bjórlaus með öllu. Ferðamaður- inn spurði reyndar hvers vegna bjór væri bannaður samkvæmt lögum en því átti Islendingurinn erfitt með að svara. Hann gat þó sagt honum að það væri orðið nokkuð ljóst að allmargir Islendingar væru því fylgjandi að bjór (alvörubjór) yrði seldur á veitinga- stöðum og í Kíkinu þar sem börn næðu ekki til hans. Ferðamaðurinn, sem kom frá landi þar sem bjór drýpur af hverju strái, átti erfitt með að setja sig í spor Islend- inga. Honum fannst þetta bráðfyndið en um leið af ar sorglegt. Bjórlíki Nú skulum við kveðja þennan ferða- mann og snúa okkur að bjórlíkinu. Fyrst við erum búin að fá bjórlíki er spurning hvort við þurfum nokkuð á alvörubjór aö halda. Eg sem þetta skrifa hef ekki bragðað á bjórlíkinu sem boðið er upp á á öldurhúsunum hér í bæ. Einu sinni gerði ég tilraun með aö blanda pilsner saman við kláravín en það bragðaðist ekki vel. En eins og getið var um hér að framan fullyrða kunnugir að bjórlíkið sé viðast hvar ágætt á bragðið og þokkalegt aö styrkleika. Bjórlíki fæst nú orðið mjög víða á vínveitingastöðum hér í bæ. Fyrir skömmu var opnuð önnur bjór- kráin hér og mun eiga að fara að opna þá þriðju. Hvað kostar bjórlíkið Við höfðum samband viö nokkra aðila sem bjóða gestum sinum upp á bjór- líkL Ekki tókst okkur þó að ná sam- bandi við alla þá sem eru með það á boðstólum. Af þeim stöðum sem við náðum ekki að fá uppgefið verð hjá er veitingahúsið Oðal, en það hendir margt til þess að upphaf bjórlíkisins eígi rætur sínar að rekja þangað. Þar var snemma á boðstólum bjórlíkL Hót- el Saga byrjaði fyrir tveimur árum að bjóða gestum sínum upp á bjórlíki á ensku öLstof unni sem þá var opnuð. En það er ekki fyrr en Gaukur á Stöng hefur starfsemi sína að fjörkipp- ur kemst í framleiöslu bjórlíkLs. En snúumokkurnúaðverðinu. Enn sem komið er verðum við að búa við það að fá bjórliki á börunum hér á landi. Margir telja nú að það brcytti ekki miklu að hafa alvörub/ór íþessu glasi hér á m yndinni. D V-m ynd E. Ó. Gaukur á Stöng: Þar er í boði bjór- líki sem hefur átt nokkrum vinsældum að fagna. Uppskriftin er að sjálfsögðu algjört leyndarmál eins og hjá öðrum sem eru í bransanum. Okkur hefur borist til eyrna að ölbollan, eins og hún nefnist á Gauknum, sé samsett úr pilsner, vodka, brennivini og malt- viskíi. En þetta er að sjálfsögðu bara getgáta og um hlutföllin vitum viö ekk- ert. Verðið á bjórnum þarna virðist hafa orðið öðrum til fyrirmyndar. Lítið glas, með 0,3 lítrum, kostar 70 kr., 0,41 kosta 90 kr., 0,5 1110 kr. Síðan er hægt að panta svokallað stígvél og rúmar það 2 1 og kostar 440 krónur. Þar var Verð á svokölluðu bjórlíki Gaukur á Stöng: 0,31 0,41 0,51 2,01 70 kr. 90 kr. 110 kr. 440 kr. » Pubb-inn Hlóðir: ; 0,331 0,5 1 1,0 1 80 kr. 110 kr. 220 kr. ... Zorba: 0,331 80 kr. !- Hótel Saga (enska ölstofan): 'X: 0,331 80 kr. Hótel Borg: 0,251 90 kr. Hornið (í Djúpinu): 0,361 Gullni haninn: 96 kr. 90 kr. b rt ta okkur sagt að líkur væru á því að bjór- líkið ætti eftir að hækka í verði. Áfengi hækkaði í verði fyrir skömmu sem getur haft áhrif á verð bjórlikisins. Ekki er þó öruggt að þessi hækkun eigi eftir að eiga sér stað því búist er við aö öl og gosdrykkir eigi eftir að lækka á næstunni. Ef af þeirri lækkun verður er jafnvel búist við að þessar hækkanir og lækkanir jafni hvor aðra upp þannig að bjórlíkið þurfi líklega ekki að hækka. Pubb-inn Hlóðir: Glænýr pöbb í enskum stíl og víst alveg glerfínn. Leyndardómur hvílir einnig yfir upp- skriftinni að „bjórnum" þar eins og á Gauknum. Þar kostar 0,33 lítrar 80 krónur, 0,5 lítrar 110 kr. og 1 1 220 krónur. Verðið er mjög svipað þyí sem það er á Gauknum. Þá er einnig vert að geta þess að á báöum þessum stöðum er bjórlikinu pumpað af þrýsti- kútum. Zorba: Þar er hægt að fá bjórlíki á þrýstikútum og er það einungis selt með mat. Ein stærð er seld og kosta 0,33 1 80 krónur. Uppskriftin er leyndarmál. Hótel Borg: Uppskriftin er að sjálf- sögðu leyndarmál en 0,25 1 kosta 90 krónur. Bjórlíkið er á þrýstikút. Hornið: Þar er bjórlíki selt í kjallara staðarins sem nefnist Djúpið. Þetta bjórliki er nokkuð frumstætt miðað við hin sem nefnd hafa verið. Gestirnir geta sjálfir valið uppskriftina. Hér er einungis um það að ræða að blanda Egils pilsner saman við einhverja vín- tegund að ósk viðskiptavinarins. 3 sentílítrar af víni og einn pilsner kosta 96 krónur. Hótel Saga: Þar hefur bjórlíki verið selt i nokkurn tíma. Uppskriftin er ekki neitt sérstakt leyndarmál og saman- stendur hún af vodka, viskíi og pilsner. Líkið er síðan selt úr þrýstikútum sem gerir það að verkum að það verður meira gos í því og froða sem talin er nauðsynlegur fylgif iskur bjórsins. Styrkleikinn Mönnum hefur orðið nokkuð tíðrætt um styrkleika bjórlíkisins. Heyrst hafa sögur af mönnum sem hafa setið kvöldlangt við drykkju og ekki fundiö neina breytingu. Þá hafi einnig einn bjórlíkisdrykkjumaður verið stöðvað- ur við akstur bifreiðar sinnar en ekki hafi mælst óleyfilegt magn áfengis í blóði hans, þó hafði hann sporðrennt nokkrum bjórum. En þetta segja kjaftasögumar. Við spurðumst fyrir um styrkleika bjórlíkisins sem boðið er upp á á „bjór- kránum" hér í bæ. A Gauki á Stöng var okkur sagt að styrkleikinn væri frá 4,5—5,0 prósent en það væri breyti- legt vegna þess að styrkleikinn á pilsnernum væri nokkuð breytilegur frá tíma til tíma. Pubb-inn Hlóðir býð- ur upp^ bjórlíki sem ku vera 5 prósent að styrkleika og jafnvel rétt yfir. A Gauknum er reynt að halda styrk- leikanum í 5 prósentum svo á þessum stööum virðist styrkleikinn vera sá sami. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.