Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 40
40 DV. FIMMTUDAGUR29. MARS198C WSS Andlát Anna Jónsdóttir lést 16. mars sl.-Hún fæddist í Valdakoti í Flóa 15. septem- ber 1895. Foreldrar hennar voru Jón Þorsteinsson og Þuríöur Arnadóttir. Anna giftist Guöjóni Þórðarsyni og eignuöust þau þrjú börn. Utför hennar veröur gerö frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30 Sigurður Hannesson lést 22. mars sl. Hann fæddist 21. maí 1913 að Malar- landi í Kálfshamarsvík. Foreldrar hans voru Hannes Jónsson og Sigur- borg Sigurðardóttir. Lengst af stund- aði Sigurður sjómennsku. Hann giftist Onnu Dagmar Lovisu Eyjólfsdóttur en hún lést árið 1977. Þau hjónin ólu upp tvö fósturbörn. Utför Sigurðar verður gerð frá Garðakirkju í dag kl. 13.30. FÖTUR FYRIR ARINVIÐ I gærkvöldi í gærkvöldi Guðjón Einarsson lést 20. mars sl. Hann fæddist 18. júní 1904 að Holtahól- um á Mýrum, Austur-Skaftafellssýslu, sonur hjónanna Guðrúnar Eiríksdóttur og Einars Guðjónssonar. Guðjón var formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur í 11 ár, frá 1945—1956. Hann var formaður Vikings og heiðursfélagi. Arin 1931—1938 átti hann sæti í Knattspyrnuraði Reykjavíkur, var formaður þess í eitt ár. 1944—1948 sat hann í stjórn Iþróttabandalags Reykjavíkur. Arin 1951—1970 sat hann í stjórn Iþróttasambands Islands, þar af í 18 ár sem varaforseti. Hann var sæmdur heiðursorðu ISI árið 1964 og gerður að heiðursfélaga 1970. Eftirlif- andi eiginkona hans er Hjördís Hjör- leifsdóttir. Utför Guðjóns verður gerð f rá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ægisíðu 101, lést 18. mars. Jarðarförin hefur farið f ram. Minningarathöfn um Brynjólf Einars- son frá Reyni í Mýrdal, til heimilis á Hrafnistu, sem lést í Landakotsspítala 23. þ.m., verður í Fossvogskirkju föstudaginn 30. rnars kl. 15. Jarðsett verður frá Reyniskirkju laugardaginn 31. mars kl. 13.30. Ferð verður frá Um- ferðarmiðstöðinni kl. 9 árdegis sama dag. Margrét Jakobsdóttir frá Asbjarnar- nesi verður jarðsungin frá Breiðaböl- staðarkirkju föstudaginn 30. mars kl. 14. Aðalheiður Jóhannesdóttir, Stigahlíð 12, verður jarðsungin föstudaginn 30. mars kl. 15 frá Hallgrímskirkju. Olafía Guðmundsdóttir, Þórufelli 4, áður Hólmgarði 10, verður jarðsungin í dag 29. mars, kl. 13.30 frá Fossvogs- kirkju. íþróttir Fyrirtækjakeppni Fram Fyrirtskjakeppni Fram í innanhússknatt- spyrnu verður haldin laugardag og sunnudag, 31. mars tU 1. april. Þátttökugjald 1.800. TUkynningar um þátttöku berist í síma 34792 milli kl. 13 og 15 virka daga, eigi síöar en miovikudaginn 28. mars. Framkonur verða meo tískusýningu í Framheimilinu mánudaginn 2. apríl kl. 20.30. Vonumst eftir aðsjásemflestar.Stjórnin. • Fundir Styrktarfélag vangefinna Aðalfundur félagsins verður haldinn í Bjarkarási við Stjörnugróf laugardaginn 31. mars nk. kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Stjórnin. Skrifstofur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verða lokaðar í dag frá kl. 14.00 vegna jarðarf arar GUÐJÓNS EINARSSOIMAR, fyrrverandi formanns félagsins. Verzlunarmannafélag Reykjavikur, Húsi verzlunarinnar. Úr olíunni í kolanámur Það merkilegasta við sjónvarps- dagskrána í gærkvöldi var án efa það að Dallas var ekki á dagskrá, mörgum til ama og öðrum til mikill- ar gleði. Annars var sjónvarpið í gærkvöldi i daufara lagi og gætti þó nokkurrar bölsýni í þeim tveim dag- skrárliðum er vöktu athygli mína. Eftir fréttir var sýnd kanadísk fræðslumynd um ofnæmissjúkdóma og vakti það athygli mína hversu víð-. tækur þessi sjukdómur getur orðið. Það er varla til sá hlutur sem fólk með mjö'g viðkvæma húð getur ekki fengið ofnæmi fyrir og lækning gegn ofnæmi á háu stigi er bæði seinleg og flókin. Svoerekkertvístaðsjúkling-; urinn læknist að fullu nokkurn tím- ann. Læknar viröast ekki vera á eitt sáttir hvernig skuli lækna þennan óþægilega sjúkdóm sem í sumum tilfellum getur leitt til dauða sjúkl- ings og sýnist sitt hverjum. Synir og elskhugar (Sons And Lovers) eftir D.H. Lawrence hefur nú tekið við af Dallas og mun sumum þykja það heldur dauf skipti. Er nokkur stigsmunur á milli glæsilífs-| ins i Dallas og lifnaðarháttum fá- tækra námumannaf jölskyldna í smá- bæ í Englandi á seinni hluta nitjándu aldar. Synir og elskhugar eru bernskuminningar skáldsins og gengur hann undir nafninu Paul, sem kom að vísu frekar lítið við sögu í gærkvöldi. I fyrsta þættinum var aðallega lýst þeirri erfiðu ævi sem moðir hans átti meðan börnin f jögur voru lítil. Þetta eru greinilega vel gerðir þættir og leikur allur til fyrirmyndar. En þó verð ég að segja að ég hafði búist við léttarí þáttaröð í stað Dallas og var að vonast eftir einhverju frá Bandaríkjunum, því þó að Dallas komi þaðan er ekki þar með sagt að allt sé sama niöurlægingin við sjón-' varpsáhorfendur. Það er mikiö um góða framhalds- þætti er gerðir hafa verið á undan- förnum árum í ameriska sjónvarp- inu og væri hægt að nefna meðal ann- arra Winds Of War og Shogun serri eru miniseríur og svo lögreglu- myndaflokkinn Hill Street Blues sem sallar að sér sjónvarpsverðlaunun- um bandarisku ár eftir ár. Það hefur verið vaninn að enda sjónvarpsdagskrána á miðvikudags- kvöldum á endurteknu innlendu efni og hefur vakið nokkra furðu að undanförnu að vera að endursýna illa gerða þætti um gamla búskapar- hætti. Þaðerafmörgubetraaðtaka' og örugglega er flest sem sjónvarpið' hefur gert merkilegra en þessir þætt- ir. Hilmar Karlsson. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund þriðjudaginn 3. apríl kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Gestur f undarins verður sr. BernharðurGuðmundsson. Mætið vel. Æfingatímar Golfklúbbur Reykjavikur hefur fengið að- stöðu til inniæfinga í Tranavogi 1. Hefur þar veriö komið fyrir netum tU að slá í og sett upp lítil púttbraut. Aðgangur veröur ókeypis en kylfingar þurfa sjálfir að koma með bolta og kylfur. Opiö verður þriðjudaga og f immtudaga frá kl. 16—22, laugardaga kl. 10—16 og sunnudaga kl. 13-19. Tilkynningar Frá Breiðfirðingafélaginu Síðasta spilakvöld vetrarins verður í Domus Medica laugardaginn 31. mars kl. 20.30. Dans á eftir. „Nýlöguð borgfirsk blanda" Leikdeild UMF Skallagríms Borgarnesi hefur að undanförnu sýnt skémmtunarleikinn Dúfnaveisluna eftir HaUdór Laxness í sam- komuhúsinu í Borgamesi. Leikstjóri er Kári HaUdór. Leikritið hefur verið sýnt 13 sinnum og hefur aðsókn sjaldan veríð betri. Síðasta sýning á lcikritinu verður laugardaginn 31. mars og verður ekki farið með verkið til sýninga annars staðar. I samráði við Hótel Borgames býður leik- deildin upp á helgarreisur frá Reykjavík upp í Borgarnes. Nefnist þetta tilboð „Nýlöguð borgfirsk blanda" og sér Ferðaskrifstofa ríkisins um sölu á blöndunni. Vorfagnaður Borgfirðinga- félagsins Borgfirðingafélagið í Reykjavík verður með vorfagnaö i Síðumúla 35 laugardaginn 31. mars kl. 21.00. Mætið vel og takið meö ykkur gesti. Flóamarkaður Kattavinafélagsins Flóamarkaður verður á HaUveigarstöðum sunnudaginn 1. aprU kl. 14. Góðar vörur, gott verö. Kattavinafélagið. Kattaeigendur Merkiðkettiykkar. Kattavinafélagið. Breytingar á akstri SVR Hinn 1. aprU næstkomandi verða gerðar eftir- farandi breytingar á akstri hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur: Leið 1 — Lækjartorg-Norðurmýri — verður breytt þannig að framvegis verður aðeins ekið á hálftima f resti mánudaga til föstudaga kl. 07 til 19 um só'mu götur og áður, þó þannig að ekið verður af Njálsgötu um EgUsgötu (Heilsuverndarstöð) og Snorrabraut á Hlemm og síðan áf ram sömu leið og hingað til á Lækjartorg. I stað þeirra ferða, sem þannig faUa niður, svo og öll kvöld, aUa laugardaga og helgidaga, verður ekið á hálftíma fresti á nýrri leiö. Leið 17 — Lækjartorg-Oskjuhlíð — Ekiö verður úr Læjargötu sömu leið og að ofan er lýst um austurbæ, Hlemm, Noröurmýri og HUðar — en í bakaleið á Lækjartorg verður ekið af Miklubraut um LönguhUð niður að LoftleiðahóteU á Reykjavíkurflugvelli en síðan hjá Umferðarmiðstöð og um Sóleyjar- götu í Lækjargötu. Farþegar úr Norðurmýri og Hlíðum munu því eftir sem áður geta notað þennan vagn i stað leiðar 1 niöur í miðbæ og er ekki gert ráð fyrir verulegri tímatöf á hinni nýju leið frá því sem áður var. Farþegum, sem ætla úr neðanverðum HUðum og af Landspítalasvæði niður í miðbæ, er bent á leiðir 6 og 7 (og eftir atvikum leið 1). Með þessari breytingu er stefnt að betri tengingu flugvaUarsvæðisins við leiðakerfi SVR en verið hefur án þess að önnur þjónusta SVR sé rýrð um of. Er gert ráð fyrir þessari tilhögun í sumar til reynslu. Leið 18 — Breiðholt-Árbær — A þessari leið hafa verið farnar tvær ferðir í upphafi vinnutíma að morgni á virkum dögum að undanförnu. Nú verður tveimur ferðum bætt við síðdegis í lok almenns vinnutíma á virkum dógum og ekið því sem næst öfugt við það sem gert er að morgni. Auk þess hefur þessari leið nú veriö gefið númer 18. Er þess vænst að þessi þjónusta komi að góðum notum í ört vaxandi byggð í þessum hverf um. Okeypis viðbætir við leiðabók varðandi þessar leiðir verður afhentur þeim sem óska á miðasölustöðum SVR og einnig í vögnunum á ofangreindum leiðum. Strætisvagnar Reykjavíkur. Fyrirlestur í bændaskólanum á Hvanneyri í kvöld fimmtudaginn 29. mars næstkomandi mun Gunnar Rikharðsson flytja opinberan fyrirlestur um efnið: Samanburður á nýrri og eldri aöferðum við mat á próteini í fóðri jórturdýra. Fyrirlesturinn verður haldinn í setustofu Bændaskólans á Hvanneyri og hefst klukkan' 15. Fyrirlesturinn er lokaáfangi í fjórða árs námi Gunnars við BúvísindadeUd Bændaskól- ans á Hvanneyri Rannsóknaverkemi hans var á sviði fóðurfræði og var unnið á tUrauna- stöð Búnaðarsambands Suðurlands í Laugar- dælum og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Sigló á fullt ínæstu viku Rækjuvinnsla fer á fulla ferö hjá Sigló rí/f á Siglufiröi í næstu viku. Miklar breytingar hafa staðið yfir á húsnæði Siglósíldar undanfarið. Sem kunnugt er var það fyrirtæki selt nýjum aðilum í fyrra. Var húsið bók- staflega allt endurbyggt, sagði Sæmundur Arelíusson framkvæmda- stjóri í samtali við DV í morgun. Aðeins útveggirnir stóðu eftir þegar búið var aö rífa. Enn er ekki vitað hver kostnaður við þessar breytingar verður. Sæmundur sagöi að afkastagetan i rækjuvinnslunni yrði tonn á tímann og gæti orðið um að ræða vinnu allan sólarhringinn. Tvær nýjar rækjuvélar voru keyptar en sú gamla er áfram, samstæðurnar verða því þrjár. Miðað við vaktavinnu verða 35 starfsmenn í rækjunni og þegar framleiðsla á gaffalbitum hefst um miðjan apríl mun álfka margt folk vinna þar. Ekki er enn farið að ráöa starfs- menn sagði Sæmundur, en það kæmi til með aö vanta f ólk frekar en hitt. -JBH/Akureyri EINN VINNINGURI ÁFANGA HJÁ HELGA Eftir niundu umferð skákmótsins á Neskaupstaö heldur Helgi Olafsson enn góðum möguleika á aö ná stór- meistaraáfanga eftir sigur yfir McCambridge en Margeir Pétursson virðist hafa misst af lestinni því þegar skák hans við Lombardy fór í bið var staða hans talin töpuð. Annar keppandi á einnig möguleika á stórmeistara- áfanga, það er Svíinn Wedberg, sem þarf að vinna þær tvær skákir sem eftir eru og er önnur þeirra á móti Helga. Helgi þarf einn vinning í tveim umferðum til þess að ná áf anganum. Urslit í gær urðu þau að Helgi vann McCambridge og Wedberg vann Róbert Harðarson. Knesevic og Hans- son og Schussler og Guðmundur Sigurjónsson gerður jafntefli og skák Margeirs og Lombardy fór i bið, er hún talin unnin Lombardy. Þá voru tefldar biðskákir og gerðu þá Jóhann Hjartar- son og Guðmundur Sigurjónsson jafn- tefli en McCambridge vann Róbert Harðarson. Staðan á mótinu nú, þegar tvær um- ferðir eru eftir, er sú að Helgi er efstur enn með 6,5 vinninga. ógb Skaftamálið: Málf lutningi lokið Málflutningur í Skaftamálinu svo- kallaöa lauk í gær með því aö lögmenn ákærðu, þeir J6n Oddsson hrl. og Guöni Haraldsson hdl., fluttu mál sitt. Kröfðust þeir sýknu fyrir hönd skjólstæðinga sinna af öllum refsi- og bótakröfum. Ekki er vitað hvenær dóms er að vænta í málinu en dómari er Sverrir Einarsson. ¦SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.