Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984. Neytendur Neytendur Jón Magnússon, formaður Neytendasamtaka íslands. Mestir erff iðleikar með símann — af öllum breskum ríkisf yrirtækjum Fonnaður Neytendasamtakanna, Jón Magnússon lögfræðingur, er nýkominn helm úr för til Bretlands og Danmerkur og í báðum löndunum heimsótti hann aðalstöðvar néytenda- samtaka viðkomandi þjóða. Við fóium þess áleit við Jónaðhann segði okkur frá starfi ensku neytenda- samtakanna. Starfi ensku neytendasamtakanna má skipta í fjóra meginþætti. Fyrst ber þar að telja útgáfumál, en samtök- in gefa út blaðið Which og ýmsa bækl- iuga. 1 öðru lagi er uiinið að rannsókn- um sem kynntar eru í blaði samtak- anna. Þess má geta að ensku neyt- endasamtökin hafa yfir 400 starfs- menn en flestir þeirra vinna við rann- sóknir og próf anir á alls kyns hlutum. í þriðja lagi felst starf ið í aðstoð við gerð sjónvarps- og útvarpsþátta og í fjórða lagi að styrkja svæðisfélög neytenda. Neytendaþættir í sjónvarpi og útvarpi „Allmargir sjónvarps- og útvarps- þættir um neytendamál eru sendir út í Englandi," sagði Jón Magnússon „og eftir því sem mér var tjáð eru þessir helstir: That's life, For what it's worth, Money program, Check point, allir í sjónvarpi, og You and yours í út- varpi. Þessir þættir eru allir blanda af neytendafræðslu og skemmtiefni. Bresku neytendasamtökin taka alla þessa þætti upp á mynd- og segulbönd. Ef svo færi að við fengjum einhvern- tíma inni í sjónvarpinu f yrir slíka þætti myndi það vera ómetanlegt fyrir þann eöa þá sem ætluöu að stjórna slíkum þáttum að fá aðgang að þessum spól- um. I viðræðum minum við forsvars- menn samtakanna kom fram að ís- lensku Neytendasamtökin gætu hv&- nær sem er fengið aðgang aö þessu efni og mættu nota það að vild ef okkur sýndistsvo. Og þá er rétt að geta þess að bresku neytendasamtökin leggja mikið upp úr videovæðingunni og hafa látið gera spólur fyrir sig um samtökin og neyt- endastarf almennt sem var mjög gam- anaösjá." Fólk úr öllum flokkum virkt í starfi Kom fram í máli Jóns að afskipti bresku neytendasamtakanna af pólitík hefðu verið rædd og kom í Ijós að haldið er fast í þá stefnu að þau séu hlutlaus hvað pólitik snertir. Viðmæl- endur hans sögðu að iðulega kæmu upp mál sem erfitt væri fyrir samtökin að taka afstööu til vegna pólitískra deilna. Þegar slík aðstaða kæmi upp þá tækju samtökin ekki afstööu eða gerðu það ef mjög skýr neytenda- sjónarmið gerðu þeim það kleift. Eitt mál var nefnt, áætlun ríkisstjórnar Thatcher að selja ríkisf yrirtæki. Afstaða samtakanna var sú varð- andi það mál að ef séð yrði til þess að hagsmunum neytenda yrði borgið hefðu samtökin ekkert við það að athuga. Fólk úr öllum f lokkum er virkt í starfi bresku neytendasamtakanna. Það heyrir til undantekninga ef vörur eru ekki verðmerktar í búðar- gluggum í Bretlandi enda hafa samtökin lagt mikla áherslu á þennan þátt í sínu starfi. Og kom fram í máli manna, aö sögn Jóns, að þeir telja að hagsmunum neytenda sé best borgið með samkeppni. „Þrjár stærstu verslunarkeðjurnar í Bretlandi ráða um 40 prosent markaðarins í mat- og nýlenduvörum. Var mér sagt að stórverslanirnar heföu haft þá þýöingu, að þær heföu getað pínt niður verð hjá framleiðend- um, sem hefði komið neytendum til góða. Viðmælendur mínir vildu ekki gera lítið úr hverfisverslunum með svipuðum rökum og við þekkjum hér heima." Eftirlitsnefndir Rikisstjórnin breska skipar sérstak- ar eftirlitsnefndir til að fylgjast með „State monopolies" ríkiseinkasölum eöa þjónustustofnunum. Um það sagði Jón Magnússon: „Þessar nefndir eiga að fylgjast með þvi að þjónusta þess- ara stofnana, til dæmis sima, raf- magns og fleiri, sé með eðlilegum hætti. Það var nokkuö merkilegt að þeir bresku sögðust hafa átt í hvað mestum erfiðleikum með símann af öllum ríkisfyrirtækjunum. Þær eftir- litsnefndir sem hér um ræðir gætu verið sniðug hugmynd hér á landi. Nefndirnar fylgjast bæði með þjónust- unni og verðlagningu opinberra þjón- ústufyrirtækja. Hugmyndin á bak við þær er því ekki ósvipuð hugmyndinni sem kemur fram í þingsályktunartil- lögu Friðriks Sophussonar, sem hefur verið til umræðu innan Neytendasam- takanna hér." Margt fleira kom fram í máli for- manns Neytendasamtakanna um störf bresku samtakanna, sem eflaust mun koma starfi samtakanna hér til góða, neytendum til hagsbóta. Munum við síðar greina frá helstu atriðum í starfi dönsku neytendasamtakanna. -ÞG FUNDIR UM VEIÐI- OG FISKRÆKTARMÁL Landssamband stangarveiöifélaga boöar til fundar um veiöi og fiskræktarmál í Hótel Borgarnesi laugardaginn 31. mars kl. 10.00 f.h. Frummælendur verða frá þessum aðilum: Landssambandistangarveiðifélaga, Veiðimálastofnun, Líffræðifélagi íslands, Landssambandi f iskeldis- og hafbeitarstöðva, Landssambandi veiðifélagá. Ahugamenn komið og takið þátt í umræöum. © LANDSSAMBAND STANGARVEIÐIFÉLAGA HÖGGDEYFAR MJÖG MIKIÐ iGabrieJÍf NÝSENDING "Rval OÓS*' ClraiCl E runocftHii ' ~~".i." HABERG HF. Skeífunní 5a — Sími 8»47«88 Ollltd' Allar m HEic GLÆSILEGTURVAL HÚSGAGNA TVEIMUR HÆOUM RAFTÆKI - RAFLJOS og rafbúnaður. Raftækjadeild II. hæð X ]9 vörur J|S — é 9 á markaðsverði. 2 2 á OPIDíKVÖLDTILKL.7 ^--------------------------- ák í ÖLLUM DEILDUM > JL-PORTIÐ IWÆG BÍLASTÆDI Glœsilegt úrval ledursófasetta í ledurdeild, 3ju hœd. Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála JL- G RILLID Grillréttir allan daginn eurocabo VfSA Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 ¦l'f-'í'l'JAAVM unMúmuim ¦m^ luim * | HUSQUARNA ELDHUSLINAN I dag er hvíta Husquarna-eldhúslínan vinsælust. Eigum einnig eldhúslínuna í cameé, avocado og lion litum. Kynn- iö ykkur Husquarna lánakjörin. p<m Gunnar Ásgeirsson hf. " vr Súóurtandsbraut 16 Sími 9135200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.