Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 44
44 DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984. Oæmalaus Veröld ÆMALAUS "VeRÖLD ÆMALAUS VERÖLD LEIÐARUÚS Kúluþjóðin Loksins! Lausn húsnæðisvandans í sjónmáli, staðhæfing sem engínn hefði trúað í gær, og lausninfelstíkúlu. Lengi hefur verið vitað að lííið er hringur en að hús- næðisvandann mætti leysa með kúlu eru ný sannindi. Ef satt reynist ættu Islendingar, sú þjóð sem af öllum öðrum þjóðum hefur átt í hvað mest- um vandræðum með að koimi sér þaki yfir höfuðið, að taka ofan fyrir öllu því sem kúlu- laga er — og taka svo kúlu- hattinn upp í stað þjóðbún- ingsins. Ef satt er að kúluhúsin leysi húsnæðisvandann ættu fornar vættir að víkja af skjaldarmerki Islendinga og kúla að koma í staðinn. Enn um sinn mætti búa í þeim hefðbundnu húsum sem þeir duglegustu meðal vor hafa komið sér upp með ómældu erfiði, en skipta þeim út við fyrsta tækifæri og reisa kúluhús. Þau eru til í öllum stærðum og þjóðin getur sett þau saman sjálf. Og svo ku þau vera hlýrri en önnur venjulegri hús. Kúluhugmyndin myndi breiðast út og ekki láta nokkurt svið þjóðlíisins ósnortíð. Konur gætu hætt að vera í megrun. Kúlulaga kvenfólk kæmist í tísku og það sama á við um karlmennina. Börnin yndu sæl á kúlulaga þökunum, veltu sér í hringi og blés" yggjékúlur án af- láts, tákn nýrrar velferðar og farsældar í framtíð. I Þegar öll hús á íslandi eru orðin kúlulaga getum við lifað á erlendum gjaldeyri sem vafalítið myndi slreyma inn í laudið sem tekjur af erlendum ferðamönnum sem kæmu hingað til lands til þess eins að skoða stóra, feita fólkið sem býr í hlýju kúlu- húsunum sinum og elur hiirnin á kúlutyggjói. Við yrðum kölluð kúlu- þjóðin í norðri (The Bail of the North), skipuleggjendur stærstu golfmóta í veroldinni og tækjum aldrei kúluhatt- ana ofan. Lausnin liggur í kúlunni. Hvolfhúsið f Vestmannaeyjum, eitt hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi, ernúnærþvifullfrágengið. Tværhæðir, samtals 430 fermetrar. DV-mynd GVA. Lausn húsnæðísvandans ísjónmáli: Hvolf hús í einum pakka helgarnámskeið ísamsetningarfræðum „I byrjun næsta mánaöar byrjum við aö bjóöa upp á hvolfhús í einingum, allt í einum pakka, og samhliða fylgir helgárnámskeið i samsetningu hús- anna. Fólk fer með pakkann heim og byrjar svo að byggja sjálft," sagði Eínar Þorsteinn Asgeirsson arkitekt, hönnuður kúluhúsanna svonefndu sem allt i einu heita hvolfhus að ráði islenskumanna. „fslenskufræðingarnir voru ekki sáttir við orðið kúluhus því þá hefðu husin átt að vera heil kúla. Var þá annaöhvort að kalla þau hálfkúluhús eða hvolfhús og varð hið síðarnefnda fyrirvalinu." Einar Þorsteinn og Samvinnufélag hvolfþaksbyggjenda hafa í hyggju að bjóða upp á hvolfhús frá 16 fermetrum og upp i 2000 fermetra sem væru þá annars vegar gróðurhús og hins vegar sýningarhallir. Ibúðarhúsin verða aftur á móti af stærðargráðunni 120 m2—190 m2. Þessi hús verða ódýrari en önnur og venjulegri," sagði Einar Þorsteinn, „og kemur þar margt til. Efnis- kotnaöur cr minni, fólk getur lagt eigin vinnu í bygginguna og svo er hitunar- kostnaður snöggtum lægri en tíðkast." Fyrsta hvolfhúsið sem fullgert veröur sem íbúðarhús er nú næstum fullfrágengið í Vestmannaeyjum. Þar ætlar Krístján Bogason aö flytja inn með rafmagnsvöruverslun sína, búðin verður á fyrstu hæð og íbúð á annarri. Hvolfhúsið í Eyjum er alls 430 fermetrar að stærð og lofthæö tæpir 9 metrar sem skiptist á tvær hæðir. „Eg er ákaflega ánægður með þetta hús og er sannfærður um að það- reynist ódýrara en ef ég hefði byggt eftir heföbundnum aðferðum," sagði Kristján Bogason sem ráðgerir að flytja inn 1. apríl. Og það er ekkert gabb. -EIR. Allt í steik hjá Bobby Moore og Tinu Bobby og Tina á meðan nllt lék í lyndi. einn f rægasti knattspyrnumaður heims skilinn við konu sína eftir 21 árs hjónaband Það þykir ekki tíðindum sæta þegar Jón og Gunna skilja að skiptum en þegar frægt fólk á í hlut ætlar allt vit- laust að veröa. Nýjasta dæmið um það er skilnaður þeirra Bobby Moore og Tinu nokkurrar í Englandinu en þar hefur stórblaöið Daily Mirror velt sér upp úr þessu veseni kappans tvo síöustu daga. Verið aöalfrétt blaðsins og stórar myndir af þeim hjónum. „Ástæðumar fyrir þessum skilnaði minum og Tinu eru eingöngu persónulegar og mitt einkamál," sagði Bobby Moore aðspurður um ástæðurnar fyrir uppátækinu. Bobby Moore var fyrirliði enska knattspyrnu- landsliðsins sem varð heimsmeistari 1966 eins og margir rnuna. Hann gerði garðinn frægastan hjá West Ham þar sem hann lék mörg hundruð leiki fyrir félagið og kappinn á aö baki 106 lands- leikifyrirEngland. Bobby og Tina hafa verið gift í 21 ár en upp á síðkastið hafa þau búið sitt i hvoru lagi. Og nýja konan hans Bobby heitir Susan Parlane-Moore og er flug- f rey ja. En það sem Tina hafði að seg ja Daily Mirror ummálið var þetta: „Eg hef ekki talað við hann í nokkuö langan tíma en ég veit hverjar fyrirætlanir hanseru." -SK. Tveir goðir á skólaskemmtun íÁlftamýrarskóla. Þoir heita Egilloij Brjánn. 1 DV-myndGVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.