Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 8
.W«" DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Gyðingaleiö- togar ánægðir meðundir- tektirnar hjá Helmut Kohl Edgar Bronfman og Israel Singer, leiötogar heimsráösgyðinga, vottuöu fórnarlömbum nasista í útrýming- arbúöum nasista í Dachau viröingu sína í fyrradag eftir heimsókn til Bonn þar sem þeir ræddu viö Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands. Bronfman, sem er forseti heims- ráösins, ræddi við Kohl í fyrradag og snerust umræður þeirra einkum um möguleikann á að Vestur-Þjóöverjar selji vopn til Saudi-Arabíu, að því er sagði í yfirlýsingu frá samtökum gyð- inga í Vestur-Þýskalandi. Haft var eftir Bronfman að hann væri mjög ánægöur með viðræðurnar við Kohl og væri þess fullviss að ráða- menn í Bonn væru nú dyggustu stuðn- ingsmenn Lsraels innan Efnahags- bandalags Evrópu. I yfirlýsingunni sagði að Kohl hefði lýst því yfir að engin ákvörðun hefði verið tekin um sölu á vopnum til Sáudi- Arabiu og aðeina hefði verið rætt um varnarvopn í því sambandi. Bronfman mun hafa ítrekaö þá skoðun gyöinga að vegna þeirrar sér- stöku ábyrgðar sem Þjóðverjar bæru gagnvart Israel ættu þeir ekki undir neinum kringumstæðum að selja vopn til Miðausturlanda. Þannig hugsar teiknarinn sér Karen Ann Quinlan á sjúkrabeði hennar, tengda hjálparvélum, á meðan hún var látin njóta þeirra. Karen Ann Quinlan þrítug í dag og enn ídauðamóki Brasilía: Rigning eftir 5 ára þurrk Nú er tekið að rigna í fyrsta skipti í meira en fimm ár í norðausturhlutum Brasiliu og þar með hefur endi verið bundinn á þann þurrk sem hef ur komið milljónum bænda í landinu á vonarvöl. I skýrslu Sameinuðu þjóðanna um ástandið á þessu svæði kemur fram að 69 prósent barna á svæðinu eru and- lega eða líkamlega sjúk auk þess sem f jórðungur barna lætur lífið innan eins árs aldurs. Þetta er versti þurrkur í landinu frá því að skráningar veður- farshófustál7.öld. Nú hefur veðurstofa Brasilíu spáð rigningu á þessum slóðum næstu þrjá mánuði. Sjónvarpsmyndir frá þessum svæðum frá því gær sýndu hljæjandi börn að leik í rigningunni enda hafa mörg þeirra verið að kynnast rigningu ífyrstasinn. Fjölskylda og nánustu vinir Karen Ann Quinlan safnast við sjúkrabeö hennar í dag þar sem efnt verður til guðþjónustu en hún á þrítugsafmæli í dag. Karen Ann hefur legið í dái síðan í april 1975 þegar hún í samsæti tók áf engi, aspirín og róandi lyf. Mál hennar komst í heimsfréttirn- ar þegar foreldrar hennar sóttu allt til hæstaréttar staðfestingar á um- boði þeirra til þess að fyrirskipa læknum að taka úr sambandi öndun- arvél sem treindi líf ið í dóttur þeirra. Læknar höfðu áður úrskurðað að Karen Ann gæti aldrei komist til heilsu aftur. Átta árum eftir að öndunarvélin var tekin úr sambandi dregur Karen Ann enn fram lífið og líðan hennar óbreytt. Quinlan-málið vakti miklar um- ræður um réttmæti þess að halda við lífsneistanum í sjúklingum sem lægju nær dauöa enn lífi i dauöadái og ættu sér einskis bata von. Með tækninni, öndunarvélum, hjartavél- um og fleiru má láta líkama þeirra starfa áfram. 20 féllu í fangelsisuppreisn Foreldrar Karcn Ann með bók sem skrif uð var um mál þeirra. Dómsmálaráöherra Perú hefur lýst því yfir að hann muni segja af sér eftir fangelsisuppreisnina þar sem 20 manns létu líf ið og 35 særðust. Uppreisnin var í El Sexto — fangelsinu, þar sem fangavörður, lög- regluþjónn og átján fangar féllu. Nitjándi fanginn andaðist á sjúkra- húsi af völdum sára sem hann hlaut í átökunum í fangelsinu. Flestir þessara átján fanga höfðu engan þátt tekið í fangelsisuppreisn- inni en féllu þegar lögreglan gerði áhlaup á fangelsið til þess að endur- heimta það úr höndum fanganna sem höf ðu á sinu valdi f immtán gísla. Jafntefli Í8. einvígisskákinni í Vilnius í gær: Kasparov þokast nær sigri Enn varð jafntefli í áskorendaein- vígi þeirra félaga Kasparovs og Smyslovs í Vilnius í Litháen í gær. Áttunda skákin var þó mun tilþrifa- meiri en fyrirrennari hennar, sem aðeins stóð yfir í 14 leiki og tæpa klukkustund. Kasparov tefldi Tarrasch-vörnina með svörtu mönnunum og hristi nýjung fram úr erminni í 13. leik, sem varð til þess að Smyslov hugsaði sig um í 27 mínútur áður en hann svaraði. Leikur Kasparovs var enda óvenjulegur — lék biskupi sinum, sem fór til e6 í leiknum áður, áfram til g4. Þar með braut hann þá megin- reglu að leika ekki sama manninum oftar en einu sinni í byrjuninni en þessum lengra komnu leyfist víst allt. Skákin varð snemma flókin og ein- kenndist af þungri undiröldu. Biskupar Smyslovs biðu í launsátri bak við peðakeðjuna og stefndu að stöku peði Kasparovs á miðborðinu. Hins vegar hafði Kasparov virka stöðu og tókst að skapa sér sóknar- færi. Smyslov varö að veikja peða- stöðu sína á drottningarvæng og möguleikarnir virtust vega nokkuð jafht. Þá bauð Kasparov jafntefli, sem Smyslov þáði eftir nokkra umhugsun. Staðan í einvíginu er þá 5—3 Kasparov í vil. Ef dæma má af síö- ustu skákum virðist hann gera sig ánægðan með sitt tveggja vinninga forskot. Hann teflir varfærnislega og ber greinilega fulla virðingu fyrir andstæðingnum. Hvítt: Vassily Smyslov Svart: GarríKasparov Tarrasch-vörn. l.d4d52.Rf3c53.c4 Athyglisverður möguleiki er hér 3. dxt-5 og beina skákinni yfir i farveg móttekins drottningarbragðs, með skiptum litum, þar sem hvítur hefur leiktilgóða. 3. —e6 4. cxd5 exd5 5. g3 Rf6 6. Bg2 Be7 7. 0-0 0—0 8. Rc3 Rc6 9. Bg5 cxd4 10. Rxd4 lifi 11. Be3 He8 12. a.'i Be613.Khl Þessi óvenjulegi kóngsleikur sá fyrst dagsins ljós í 2. skákinni. Þá lék Kasparov 13. —Dd7 en eftir 14. Rxe6 fxeO 15. f4 náði Smyslov að því er virtist þægilegií stöðu. Kasparov hefur ekki hug á að endurtaka þessa leiki og velur nú nýtt framhald, sem hann hefur án efa undirbúið vand- lega. abcdefgh 13.—Bg4!? Það er eftirtektarvert að Kaspar- ov skuli telja biskupinn betur stað- settan á g4 eftir að Smyslov hefur vikið kóngnum í hornið — auðvitaö gat hann leikiö 12. —Bg4 í leiknum áður og hefur þá „grætt" leik. En með þessu hindrar hann áform hvíts um að drepa biskupinn með riddar- anum. I ýmsum afbrigðum er kóngurinn einnig lakari i horninu heldur en á gl. Einkum ef hvitur ger- ir áhlaup með peðum sinum kóngs- megin. 14. f 3 Hann hugsaði sig lengi um. Eftir 14. h3 Bh5 15. g4 kemur jafnvel til greina að fórna: 15. —Bxg4!? 16. hxg4 Rxg4 og nú er kóngurinn illa settur á hl. Hins vegar er öruggara að hörfa með 15. —Bg6, því ekki er að sjá að hvítur hafi fengið einhverju framgengt með því að veikja kóngs- stöðuna. 14. — Bh5 15. Bgl 1X17 16. Da4 Bc5 17. HadlBb618.HfelBg6 Svartur hefur komið ár sinni vel fyrir borð og hefur frjálsa stöðu í skiptum fyrir staka peðiö á d5. Smyslov er heldur ekki án veikleika, þvi að 14. leikur hans kippti stoðun- um undan e-peðinu, sem nú er bak- stætt. Skákskýrendur í Vilnius voru á einu máli um að erfitt væri að meta þessa stöðu. 19.Db5Had820.e3 Meðferð Smyslovs á biskupum sínum er allt að því kómísk. En hann bíður færist á að leika öðru hvoru peöanna lengra f ram og opna línur. 20. —Dd6 21. Rce2 Re5 22. Db3 Ba5 23. Rc3 Rd3 24. He2 Rc5 25. Da2 Bxc3 Rökrétt framhald af taflmennsku svarts. Þessi biskup er svörtum þó að öðru jöfnu mjög kær, því að hann valdar reitina kringum staka peðið. I staðinn nær hann að veikja peða- stöðu hvits á drottningarvæng og ná mótfærum. 26. bxc3 Da6 27. Hed2 Ra4 a b**t d e f g h Um leið og Kasparov lék bauð hann jafntefli, sem Smyslov þáði. Staða Kasparovs er virk og lítur vel út en hann kýs að taka enga áhættu ef svo kynni að fara að lifnaði yfir hvítu biskupunum. Hvítur valdar c- peðið auðveldlega með 28. Db3 Hc8 29. Hcl og nái hann að leika Bg2-fl og síðan c3—c4 gæti hann e.t.v. náð frumkvæðinu. Tími: Smyslov 2 klst og 5 mínútur, Kasparov: 1 klst og 50 minútur. JLA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.