Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Síða 29
íiHAM PS HOnAfTHTMWm VH DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984. 29 Erling Sigurðsson með nýjan spútnik i skeiðinu, Jagger. Sigurbjörn Bárðarson sigraði i töltkeppni i karlaflokki á hryssunni HHdu. Um sjötíu keppendur á vetrarkappreiðum Fáks (D V-myndir E.J.) Fjórar konur iúrslitum i töltkeppni ikvennaflokki. Fyrstu búsetarnir á Akureyri? Fjölmenni var á stofnfundi hús- næðissamvinnufélagsins Búseta á Hótel KEA á þriðjudagskvöld. Um 80 manns gerðust stofnfélagar. For- maður var kosinn Jón Arnþórsson. A fundinum var samþykkt tillaga um aö skora á Alþingi að samþykkja húsnæðisfrumvarp hið fyrsta þannig að slík félög geti fengið lánafyrir- greiðslu. Einnig að sett verði lög um búseturéttarformið. Fram kom að tilbúnar eru á Akur- eyri bæði fjölbýlis- og raðhúsalóðir. Ef fjármagn fengist yrði hægt að hefja byggingaframkvæmdir á þessu ári. Þannig er hugsanlegt aö fyrstu búset- amir verði á Akureyri. Gestur fundarins var Reynir Ingi- bjartsson, starfsmaður Búseta í Reykjavík. Hann var á Húsavík á mánudag þar sem kosin var undirbún- ingsnefnd aö stofnun félags. I gær- kvöldi var Reynir á Sauðárkróki þar sem búist var viö aö sama yrði gert. Félagið sem stofnað var á þriöju- dagskvöld er hugsaö fyrir Akureyri en gert er ráð fyrir að félagssvæðið geti orðið Eyjaf jörður. -JBH/Akureyri. Ríkið greiði náms- vistargjöld Jón Sveinsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lög- um um iðnfræðslu. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði námsvistargjöld fyrir þá nemendur sem sækja skóla utan síns sveitar- félags. Gjald þetta er nú greitt af því sveitarfélagi sem nemandi á lög- heimili i. I greinargerð með frum- varpinu segir að mörg sveitarfélög, sérstaklega hin smærri og fámenn- ari, hafi hins vegar algerlega neitað greiösluskyldu sinni. Ymis stærri sveitarfélög telji sig því eiga inni nokkrar fjárhæðir hjá öðrum sveitarfélögum og hafi það leitt til deilna sem stafa meðal annars af óljósum lagaákvæðum, sérstaklega hvað varðar fjölbrautaskóla. Því er lagt til með þessu frumvarpi að ríkis- sjóður taki að sér greiðslu náms- vistargjalda. OEF Hestamenn eru nú farnir að leggja á hesta sína og stunda hestamennsku af mikilli elju. Eins og vant er hafa þeir gaman af að sýna hver öðrum hvað þeir hafa milli handanna. Hesta- mannafélagið Fákur stóð fyrir keppni í tölti og skeiði á velli félagsins á Víði- völlum sunnudaginn 25. mars í blíð- skapar veðri. Keppt var í tölti í unglinga-, kvenna- og karlaflokki. Einnig runnu um það bil 15 hestar 150 metra skeiðsprett. Fyrirkomulag í töltinu var á eflir- farandi vegu. Keppendur riðu tvo hringi á hægu tjlti og greiðu. Þrír dóm- arar sáu um að velja nokkra einstakl- inga í úrslit og að lokum var raðað í sæti. Urslit urðu þessi. Unglingaflokkur: 1. Hinrik Bragason á Erli 2. Sólveig Asgeirsdóttir á Neista 3. Dagný Ragnarsdóttir á Hervari Kvennaflokkur: 1. Kristbjörg Eyvindsdóttir áStefni 2. Þóra Þrastardóttir á Soldáni 3. Ester Harðardóttir á Fjaiari. Karla/lokkur: 1. Sigurbjörn Bárðarson á Hildu 2. Þórir Om Grétarsson á Gáska 3. Trausti ÞórGuðmundssoná Janúar. Líklegt er að þau hross sem urðu hér í verðlaunasætum eigi eftir að sjást í sumar í gæðingakeppni og einnig — keppni í hestaíþróttum. Alls voru keppendurí tölti um það bil sjötíu. I skeiöinu tóku þátt um það bil 15 hestar. Þar varð fyrstur Hildingur, sem Sigurbjöm Bárðarson sat, á 15,3 sek. Máni, sem Sævar Haraldsson sat, var annar á 17,0 sek. en Jagger sem Erling Sigurðsson sat, þriðjiál7,lsek. E.J. Umboð og þjónusta G. Þorsteinsson & Johnson Ármúla 1 - Simi 85533

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.