Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Side 3
DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984. 3 AÐ LÍTA INN HJA OKKUR Vorum að fá nýja sendingu af U| HICKORY- (VVI* Seinasta sending gerði stormandi lukku og seldist upp á svipstundu. 9 At frá Danmörku 14 te9undir af nýlöguðum salötum á tilboðsverði. Kr. 175,- kg Rækjusalat Laxasalat Túnfisksalat Humarsalat Rússneskt salat Reyksíldarsalat Karrisíldarsalat Sjávarréttasalat Kr. 115,- kg Skinkusalat Ávaxtasalat Italskt salat Hrásalat Kartoflusalat Waldorff salat Iselleri epli- hnetur) Kr. kg ^Reyktur áll 790,- Reyktur áll (bitar) 820,- Reyktur lax 600, . Graflax 600,- ^ SÍLDARSALÖTiN FRÁ ÍSLENSKUM MATVÆLUM ERU ALGJÖRT SÆLGÆTI Vaxandi þörf fyrir tæknimenntað fólk —segirí skýrslu um Tækniskóla íslands Tæknimenntuðum mönnum mun fara hlutfallslega fjölgandi á vinnu- markaði. Iðnaðarmönnum og ófag- lærðum mun fara fækkandi. Þessu spá skólanefnd og rektor Tækniskóla Islands í skýrslu sem gerð hefur verið aö beiðni menntamálaráð- herra. Nefndinni var falið í maímánuði 1983 að „gera athugun á stöðu Tækni- skólans í menntakerfinu og áætla um framtíöarþörf fyrir tæknimenntun almennt og hvernig henni verði best fyrirkomið”. I skýslunni segir að í tæknivæddu nútímaþjóðfélagi sé vaxandi þörf fyrir tæknimenntað fólk við allar greinar at- vinnulífsins. „Tækninám, eins og því er háttaö í Tækniskóla Islands, þ.e. sniðiö að þörf- um atvinnulífsins, er tiltölulega nýtt og er eðlilegt að ætla að ungt fólk muni í auknum mæli sækja í það á komandi árum. Sérstaklega er vakin athygli á þörf fyrir menntun er gæti brúaö biliö á milli sérfræðimenntunar háskóla- stigs og áunninnar starfsreynslu á vinnustaö,” segir í kafla um viðbótar- þörf fyrir tæknimenntun. Þar segir ennfremur að starfssvið tæknimenntaðra manna sé vítt, störfin margbreytileg og skarist oft við störf annarra stétta. „Nefna má að tæknimenntaöir menn sinna í vaxandi mæli ýmiss konar rekstrar- og stjórnunarstörfum. Reynsla síðustu ára sýnir að þótt f jöldi tæknimenntaðra manna hafi aukist langt umfram fjölgun á heildarmann- afla hafa atvinnutækifærin verið næg. Eigi að láta framboð og eftirspurn á þessum markaði haldast í hendur er afar mikilvægt að skólinn sé í sem nánastri snertingu við atvinnulífið og fái á þann hátt vitneskju um hvar „púlsinn” slær þyngst. Þar sem hvorki landbúnaður né sjávarútvegur eru líklegir til að taka við því viðbótarvinnuafli, sem mun leita út á vinnumarkaöinn á næstu ár- um, má ætla að meiri áhersla verði lögð á uppbyggingu í iönaði sem kalli á tæknimenntað fólk, einkum á sviði raf- magns, rekstrar og véla. Engu aö síður bendir margt til þess að landbúnaöur og sjávarútvegur þurfi á fleira tækni- menntuöu fólki aö halda. Vaxandi þörf fyrir vélvæðingu og arrnars konar hag- ræðingu veldur mestu þar um.” I skýrslunni er birt línurit sem sýnir áætlaöa breytingu mannafla í enskum málmiðnaði yfir árabiliö 1980 til 1995. Þar er gert ráö fyrir vaxandi notkun sjálfvirkra framleiðsluaðferða sem gera kleift að framleiða meira magn með aðstoð færri vinnandi handa. Spáð er byltingu í samsetningu vinnuafls með tilliti til menntunar. I rafiðnaði er talið að þessi þróun muni ganga enn fljótar fyrir sig. Að mati danska málm- iðnaðarins þykir þessi þróun einnig lík- leg í Danmörku. Að mati skólanefndar Tækniskólans þykir einsýnt að þróun í íslenskum framleiösluiðnaði sveigist aö þeirri þróun sem nágrannar okkar hafa spáð fyrir sjálfa sig. „Ef okkur tekst ekki að skapa eftir- spurn eftir tæknimenntuðum mönnum á næstu árum er hætta á atgervisflótta frá Islandi og að við verðum vanþróað svæði í framtíðinni. Það þarf því að fá fleiri iðnaðarmenn til að afla sér fram- haldsmenntunar og auka tengsl menntastofnana viö atvinnulífið. Það er álit nefndarinnar að stefnt skuli að því aö um það bil helmingur þeirra er nú ljúka iðnnámi haldi í frekara nám.” Nefndin telur eðlilegt að Tækni- skólinn bjóði upp á meistaranám iðnaðarmanna. Hún telur jafnframt að honum beri aö bjóða upp á fjölbreytt- ara nám í stjórnun og rekstri fyrir- tækja en nú er gert þar sem stór hluti, iðnaöarmanna hafi mikla þörf fýrir menntun af því tagi. Lagt er til að starfsemi Iðntækni- Var ástæða til að gera tillögu um styrk til Flugleiða? — var spurt á Alþingi í síðustu viku Guðmundur Einarsson, þingmaður Bandalags jafnaðarmanna, gerði ríkisstyrk til Flugleiða að umræöuefni þegar rætt var um lánsfjárlögin á Al- þingi 19. mars síðastliðinn. Guömund- ur kvaöst langa til að spyrja f jármála- ráðherraogsagði: „Það hefur veriö samþykkt að fella niður lendingargjöld á Keflavíkurflug- velli vegna Norður-Atlantshafsflugs Flugleiða. Það er upphæð sem nemur líklega um 27 milljónum króna. Þetta er gert á grundvelli sérstaks uppgjörs fyrir Norður-Atlantshafsflugið eitt. Þá langar mig til að spyrja: Leitaöi fjár- málaráðuneytið eftir upplýsingum um heildarafkomu Flugleiða áður en ráðu- neytið gerði þessa tillögu? Og í fram- haldi af því spyr ég þá hvort þær upp- lýsingar, sem ég tel að ráðuneytið hafi aflað, um heildarafkomu fyrirtækisins hafi gefið tilefni til 27 milljón króna styrks frá ríkinu til fyrirtækisins,” sagði Guðmundur Einarsson. Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra svaraöi: „Það kom bráðabirgðauppgjör frá Flugleiðum á mitt borð sem ég hef ekki tekið afstööu til. Eg hef hugsað mér að bíða með ákvarðanir. Þarna er um að ræða heimild fjármálaráðherra til að fella niöur lendingargjöld. Og heimild fjármálaráðherra er ekki notuö af neinum öðrum en honum. En ég haföi hugsað mér að bíða eftir aöalfundi Flugleiða, sem mun verða 29. (í dag), til aö fá reikninga félagsins og biðja þá rétt til kvadda aðila, ríkisendurskoð- anda og ef til vill fleiri, að gefa mér þær upplýsingar sem ég þarf til að taka ákvarðanir um niðurfellingu eöa ekki niðurfellingu á lendingargjöldum til Flugleiða,” sagðiAlbert. -KMU. ARNARFLUG FÆR ÞOTU FRÁ NOREGI Arnarflug tekur um helgina í notkun þotu af gerðinni Boeing 737 sem fyrir nokkru var fengin á. kaupleigusamn- ingi frá norska flugfélaginu Braathen. Þotan kemur í fyrsta sinn til Kefla- víkurflugvallar næstkomandi mánu- dag. Þotan mun verða notuð í áætlunar- flugi Amarflugs til Evrópu og einnig leiguflugi. Hún leysir af sams konar stofnunar Islands og Rannsóknastofn- unar byggingariðnaðarins tengist bet- ur Tækniskólanum og framtíðarstaða skólans verði skipulögð í nábýli viö rannsóknastofnanir atvinnuveganna á Keldnaholti. -KMU. Mynd þessi er í skýrslunni um Tækniskóla ís- lands. Hún sýnir áætlaða breytingu mannafla í enskum málmiðnaði árabiiið 1980 til 1995. Gert er ráð fyrir helmingsfækkun starfs- manna miðað við jafnmikla framleiðslu.Dan- ir telja að þróunin verði svipuð hjá sér. Skóla- nefnd Tækniskólans telur cinsýnt að þróun í íslenskum framleiðsluiðnaði verði einnig svipuð. 100% - 10 \ \ 11 \. \ 50% - 32 N. \v \^ \v 20 - 100% Stjórnunin \ \ 40 Tæk nimenntaóir • 50% 41 \ 15> Skrifstofufólk N. 15 Iðnaóa rmenn 10 Öfaqlæróir 1980 1995 Fyrir námsfólk jafnt og aðra sem við vinnu sína sitja er mikilvæg undirstaða árangurs að sitja rétt og þægilega. Stóll frá Stáliðjunni er því góð gjöf handa fermingarbarninu, * góður stuðningur áður en lengra er haldið. STALIÐJANhf SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211 þotu sem leigð var af hollenska félaginuTransavia. Þotan er af árgerð 1971. Að undan- förnu hefur verið unnið að endurbótum á henni. Hún hefur verið máluð litum Amarflugs, ný sæti hafa verið sett um borð, eldhúsi verið breytt og fullkomn- um flugleiösögutækjum komiö fyrir. Hérlendis hefur hún veriö skráð sem TF-VLT. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.