Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Page 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd BEGINS í KOSNINGUNUM WEIZMAN GEIUR SEn STRIK í REIKNINGINN Gunnlaugur A. Jónsson Ákvörðunar f orsætisráðherrans f yrrverandi beðið með ef tirvæntingu: VONAST EFTIR ÞÁTTTÖKU — þrátt fyrir að hann haf i ekki sést á almannaf æri í sjö mánuði Nýttframboð miðjumanna í kosningunum íísrael: Kosningabaráttan í Israel er hafin af fullumkrafti. Búast má viö haröri baráttu í kosningunum og nýtt framboð kann að setja strik á reikninginn. Ezer Weizman, fyrrverandi vamarmáia- ráðherra, hefur nefnilega lýst því yfir að hann muni vera í fyrirsvari fyrir nýjan miöjuflokk sem nú býður fram í fyrsta sinn. Ahrifin vegna þessarar óvæntu yfirlýsingar Weizman í sjónvarpinu létu ekki á sér standa. Fjölmiölar tóku þegar aö velta fyrir sér mögu- leikum þessa nýja flokks og stóru fylkingamar tvær, Likud-bandalagið og Verkamannaflokkurinn, tóku þegar að senda frá sér tauga- veiklunarkenndar yfirlýsingar sem áttu að sýna fram á að fylkingarnar heföu ekki neina ástæðu til að óttast Weizman. En Weizman lætur ekki telja úr sér kjarkinn við það eitt að and- stæðingar hans spá honum hrakför- um. Og allir þeir sem sáu hann og heyröu í sjónvarpinu á dögunum urðu að viðurkenna að hann hefur Þó að Menachem Begin, fyrr- verandi forsætisráöherra Israels, hafi nú gerst einsetumaður og hafi ekki sést á almannafæri síöustu sjö mánuði þá eru Israelsmenn engan veginn hættir að hugsa um hann. Sú staðreynd að hann mætti ekki í þingiö í sí justu viku til að greiða at- kv.ði um hvort nýjar kosningar ' yldu fara fram komu af stað /angaveltum um hvort hann myndi segja af sér þingmennsku eftir að hafa gegnt henni í 36 ár eða hvort hugsanlegt væri að hann sneri sér að stjómmálum á nýjan leik. Begin, sem er sjötíu ára, sagöi af sér embætti forsætisráðherra síðast- liðinn september og lýsti því þá yfir að hann „gæti ekki meira”. Að- stoðarmenn hans sögðu að hann væri niðurbrotinn vegna fráfalls konu sinnar og stööugs mannfalls í herliði Israels í Líbanon. Hann hélt þó þingsæti sínu þrátt fyrir að hann byðist síðar til að af- sala sér því. Flokksbræður hans í Herut-flokknum vildu ekki fallast á þaöboð hans. Reiknaö var meö að Begin léti sig ekki vanta þegar atkvæöi var greitt um hvort leysa skyldi þingið upp. En þegar ljóst var orðiö aö atkvæði hans myndi engu breyta ákvað hann aö sitja heima. Stjórn Likudbandalags- ins undir forsæti Yitzhak Shamir beið lægri hlut. Atkvæðatölurnar í 120 sæta þinginu urðu 61—58 stjómarandstæðingum í vil. Nú þegar ljóst er að kosningar verða haldnar í ár er beðið eftir því með eftirvæntingu hver næsti leikur Begins verður. Allir flokkar viður- kenna að lýðhylli Begins og ræðu- snilli kæmu sér afskaplega vel fyrir Likud-bandalagið í kosningabarátt- unni. En óljóst er hvað hann ætlast fyrir. Síðastliöinn sunnudag var haft eftir honum í ísraplska útvarpinu að þaö væri rangt að hann hefði ákveöið aö segja af sér þingmennsku. ,,Eg hef ekki uppi nein áform um að gefá eft- ir sæti mitt í Knesset. Eg mun láta það af hendi þegar ég er reiöubúinn að gera það,” á hann að hafa sagt. Dagblaðið Maariv skýrði hins veg- ar frá því aö Begin hefði sagt ráöa- mönnum í Likud-bandalaginu að þeir skyldu láta sig vita með tveggja sólarhringa fyrirvara um mikilvæg- ar atkvæðagreiðslur í þinginu þannig að hann gæti ákveðið hvort hann mætti til að taka þátt í atkvæða- greiðslunni eða léti einhverjum öðr- umeftir þingsætið. Margir af liðsmönnum Hemt- flokksins hafa látið í ljósi vonir um að Begin geti snúið sér aftur aö stjómmálum fyrir næstu kosningar. „Eg vildi óska að Begin hætti ekki þátttöku í stjómmálum á þessu stigi,” sagði Móse Katsav, aðstoðar- húsnæðismálaráðherra. „Begin gæti hjálpaö okkur, ekki aðeins í kosningabaráttunni heldur einnig í skipulagningu flokksstarfsins.” Begin hefur ekkert vdjað láta hafa eftir sér um síðustu atburði fyrir utan stutt svör í gegnum síma viö vissum spurningum ísraelskra út- varpsstöðva. Eftir að Begin fluttist úr sínum opinbera bústað í desember síðast- liðnum í þriggja herbergja íbúð í rólegu úthverfi Jerúsalem þar sem hann býr með dóttur sinni hefur hann ekki sést á almannafæri. Gluggarnir á framhlið íbúðar hans eru alltaf lokaðir, gluggatjöld dreg- Menachem Begin ásamt Hassiah dóttur sinni en hann býr nú með henni i algjörri einangrun. Samherjar hans vonast þó til að Begin komi á nýjan leik fram á sjónarsviðið og leiði þá til sigurs í komandi kosningum. Ezer Weizman meðan hann gegndi embætti varnarmálaráðherra. Hann er enn í fullu fjöri og strákslegt aðdráttar- afl hans kann að setja strik í reikning stóru flokkanna í kosningabaráttunni. enn til að bera fyrri baráttuanda og hið strákslega aödráttarafl sitt sem sagt er að hafi haft mikil áhrif á Anwar Sadat Egyptalandsforseta á sínum tíma og átt sinn þátt í aö Camp David samkomulagiö varð að veruleika. I meira en þrjú ár hefur Weizman haldið sig utan við hiö pólitíska sviðs- ljós eftir að hann sagði skiliö við Herut-flokkinn, flokk Menachems Begins. Það er of snemmt að spá hverjir möguleikar Weizmans og flokks hans eru. Heimildir innan Verka- mannaflokksins greina aö þar í flokki óttist menn að Weizman sé meiri ógn við Verkamannaflokkinn heldur en Likud-bandalagið. Þá skyldu menn heldur ekki gleyma því að aöeins fjögurra prósenta sveifla meðal ísraelskra kjósenda kann að ráða úrslitum í kosningunum. Það má því ljóst vera að þátttaka Weizmans og hins nýja flokks hans mun hafa mikil áhrif á kosningabar- áttuna í Israel. in fyrir og lögreglumaður er á verði við bakhlið hússins sem snýr út að skógi. Ráðuneytisstjórinn Dan Meridor hefur vikulega skýrt Begin frá gangi mála á stjómmálasviðinu og ritari Begins hefur einnig veitt honum upp- lýsingar vikulega. En hann hefur ekki hitt marga af fyrrverandi starfsbræðrum sínum, ekki einu sinni Haim Corfu flutninga- málaráðherra sem býr í sömu bygg- ingu oghann. Dóttir nágranna hans afhenti hon- um í síðustu viku heföbundna gjöf í tilefni af hinni gyðinglegu Púrímhá- tíð. Hún færði honumkökur og kex. ,,Eg fór inn í hús hans og sá hann í fyrsta skipti,” sagði stúlkan sem heitir Orit Shiffman og er tólf ára gömul. „Hann lá í rúminu með ábreiðu ofan á sér. Hann talaði dálít- ið við okkur. . . en það var mjög stutt,” sagði hún. „En hann leit út alveg eins og hann gerir á mynd- um.” Heilsu Begins hrakaði mjög eftir að hann missti konu sína. Hér sést hann í hjólastól í ísraelska þinginu, Kness- et.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.