Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Page 11
DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984.
11
Er punktamatskerfið úr sögunni
EKKIHÆGT AÐ TAKA UPP
GÖMUIVINNUBRÖCBIN AFTUR
- segirJónas Bjamason, framkvæmdastjórí Framleiöslueftiríits sjávarafurða
— Er punktakerfið nýtt mat, hert
mat eða samræmt mat?
„Viö höfum tekið upp svokallaö
punktakerfi til aö ná fram samræm-
ingu. Þetta er spuming um aðferöa-
fræði sem haföi þaö aö markmiði aö
matiö yröi ekki strangara eöa linara
en áöur. Meö punktakerfi er hægt aö ná
nánast hvaöa markmiöi sem er. Þaö er
hægt aö hafa þaö linara, strangara en
auk þess er hægt aö sigla sama kúrs og
áður, eins og viö teljum okkur hafa
gert.”
— Þýðir þetta að punktakerfið sé enn
ígangi?
„Það hefur veriö tekið upp og þegar
menn eru búnir að læra svona aðferða-
fræöi, þá leggja menn hana ekki niður
frá einum degi til annars. Hún er
meira og minna þvingandi. Þaö er ekki
hægtaðleggja hana í sjálfu sér niður,
jafnvel þótt við fyrirskipuðum aö nú
ætti að vinna eins og áöur. Þaö myndi
ekki heppnast nema í fáum tilvikum.”
— Fela fyrirmæli ráðherra til þín
ekki í sér að það eigi að hverfa til
þeirra vinnubragða sem áður voru við-
höfð?
„Við stígum eitt skref til baka aftur í
febrúar, til þess ástands sem ríkti þá.
Við stígum eitt skref til baka á fram-
farabraut til samræmds mats, en við
getum ekki snúið klukkunni við til þess
handahófs sem ríkti víða áöur. I
febrúar vorum vtð í miðjum klíöum.
Þá voru menn búnir að sækja nám-
skeið þar sem þeim voru kennd þessi
nýjuvinnubrögðognotuðuþau tilhliö-
s jónar. Fylltu út nýju matsgögnin inn á
mUli. En um leið og menn eru farnir að
gera það eru þeir búnir að fá nokkurs
konar stjómarskrá í hendumar sem
þeir stiUa sig af með.”
— Þýðir tUskipun ráðherra þá ekki
skref alveg aftur til gamla handahófs-
kerfislns?
„Það er ekki hægt. Við notum nýju
matsgögnin nú aðeins til hUðsjónar af
ogtil.”
— Fólst þú ekki matsmönnum að
meta eftir nýja kerfinu í byrjun þessa
mánaðar?
„Eg fól þeim að senda útfyUtan
matsUsta meö nýju aöferðinni með
hverjum matsUsta sem fylgigagn með
gömlu matsnótunni.”
— Margir hafa túlkað þetta bréf þitt
til matsmanna á þann hátt að 1. mars
hafi punktakerfið átt að veröa ráðandi
en ekki tU hUðsjónar og ýmsir fóru að
meta eftir því.
„Það er ekki furöa þótt menn geti
misskiliö þetta. Þetta er flókið og við-
kvæmt fagmál. Mín fyrirmæU á nám-
skeiöinu meö matsmönnum voru þau
að þetta nýja kerfi ætti ekki aö vera
strangara eða veikara, heldur sam-
ræmingartæki. Það þýðir að sjálfsögðu
að með samræmingu breytist eitthvað
hjá þeim matsmönnum sem voru ekki
inni á réttri línu. Niðurstöður annarra
eiga ekki að breytast neitt. Eg held að
meirUiluti matsmanna geti staöfest að
niðurstöður þeirra hafi ekki breyst
með nýju matsaðferðinni.
Við lítum á punktakerfiö sem starfs-
leiðbeiningar til aö fyUa upp í þær eyð-
ur sem reglugerðirnar skilja eftir.
Menn rugla saman reglum sem eru
stíf vinnufyrirmæU fyrir okkur og hins
vegar því svigrúmi sem við höfum
innan þeirra. Við vorum vissir um að
viö hefðum ekki leyfi til að breyta
verðlagningarforsendum. Þetta er
aðeins önnur aðferð við sama verkefni
innan sama regluramma.
Því er það af og frá að við höfum
brotið reglur með þessu, eins og við
höfum verið sakaðir um.”
— Var ekki vanhugsað að fara að
hræra í fiskmatinu einmitt núna? Við
síðustu fiskverðsákvörðun var nýjum
aðferðum hafnað, nefnd er enn að
vinna að reglugerðarbreytingum fyrir
ferskfiskmatið og svo eru menn nýbún-
ir að fá yfir sig kvótana og horfa fram
á rýrnandi afkomu?
„Meö sambærdegum rökum má
segja að tíminn sé vel til fallinn, nú
verði að hreinsa til í þessum málum.
Þetta er viðkvæmur tími. Minnkandi
afli kemur við pyngju manna. En þaö
gerðist einmitt núna að nokkrir farmar
komu illa út í mati og í fljótræði sínu
töldu menn að hér væri um strangara
mat aö ræöa. Það er búið að rýna vel í
þessa farma, matið átti sínar eðlilegu
skýringar og því var ekkibreytt.
Þetta kveikti í öllu um sinn, en nú eru
menn að róast þótt nokkur púðurreyk-
ur svífi enn yfir vötnunum.”
— Var ekkl ástæða til að bíða eftir að
nefndin, sem er að endurskoða mats-
reglugerðirnar, skilaði sínum hug-
myndum og var nokkurt tillit tekið tii
þeirra tillagna sem hún hefur þegar
látið frá sér?
„Það er um að ræða reglugerðar-
breytingar og ég á von á nokkuö rót-
tækum tillögum frá nefndinni. Þar er
verið að fjalla um breytingar, sem
geta breytt verðlagsforsendum, en við
erum eingöngu aö búa til innanhúss-
reglur. Menn hafa blandaö þessu
tvennu saman og úr því hefur orðið
verulegur misskilningur.
Hann hefur valdið harkalegri um-
ræðu sem mig hefur á stundum sviðið
undan. En það hefur orðiö breyting nú
síðustu dagana. Eg hef fengið fjölda-
margar upphringingar frá sjómönn-
um, útgerðarmönnum og matsmönn-
um þar sem við höfum verið hvattir til
að halda áfram á þessari braut vegna
þess að þeir telja að verulegar endur-
bætur muni nást í mati með þessum að-
ferðum. Eg er þeim mjög þakklátur.
Umræðan er orðin mun málefnalegri
núna. Við munum halda áfram að
safna gögnum með tiiraunamati við
hliðina á eldra matinu út þetta verð-
tímabil og síðan verður hægt að nota
þær upplýsingar til að grundvalla ein-
hverjar breytingar á.”
— Túlkur þú þessa gagnrýni
sjómanna og útvegsmanna og tilskrif
ráðherra ekki sem vantraust á þig og
þittkerfi?
„Nei, ég tel það alls ekki. Hefði ráð-
herra aftur á móti haldiö því fram að
við hefðum farið út fyrir okkar heim-
ildir eða reglur, hefði ég álitið það
vantraust. Málið er viðkvæmt þar sem
matsniöurstaöa er grundvöllur verð-
lagningar.
Verðlagsráð sjávarútvegsins býr
ekki til okkar starfsreglur. Ráðherra
og hans starfsmenn hafa gefið ráðinu
vilyrði og jafnframt látið því í té ein-
hverjar upplýsingar sem ráðsmenn
hafa misskilið en viö töldum ekki
binda okkar hendur á þessum leiðum.”
— Hvernig má það vera að ef hiö
nýja punktakerfi rýrir ekki hlut út-
gerða og sjómanna aö fulltrúar þeirra
hafa brugðist svo harkaiega við því og
ráðherra hefur skipað þér að faUa frá
notkun þess? Ertu með þessu að segja
að þeir skUji hreinlega ekki málið?
„Mjög fáir skilja svona flókið mál
alveg niöur í botn, það er erfitt að túlka
þetta mál í fáum orðum. Eg er ekki að
segja að ráðherra hafi ekki skilið mál-
ið, en hins vegar er augljóst mál að
hann getur ekki sett sig niður í smá-
atriði í tengslum við vinnubrögð.
Hann skipaði okkur ekki að hverfa til
gamla tímans, heldur ítrekar hann að
við eigum að hverfa til sama forms og
var í febrúar og í bréfi hans kemur
fram að honum er kunnugt um að við
teljum að um misskilning sé að ræöa á
milli okkar og ráðuneytis. Misskiln-
ingurinn er upplýstur núna, en hann
varum sinn.”
— Meinarðu að ráðherra myndi ekki
senda þér sams konar bréf í dag og
hann sendi þér fyrir nokkrum dögum?
„Það get ég alls ekki fullyrt um, en
þetta bréf var ekki það skipunarbréf
sem látiö hefur verið af. En við getum
ekki snúið klukkunni við til fortíðar,
þaö erútilokað.”
— Lést þú ráðuneytinu í té upplýs-
ingar sem sýndu óyggjandi að hið nýja
mat rýrði ekki afkomu s jómanna?
„Eg lagði ráðuneytinu í té upplýsing-
ar um niðurstöðu á mati á netabátum
frá þremur höfnum núna í mars, born-
ar saman við niðurstööur af sömu bát-
um frá sömu höfnum á sama tíma í
fyrra. Þessar tölur sýna að það er
meira í fyrsta flokki nú en í fyrra og
minna fer í úrkast. Eg hef þá trú að
landaður afli hafi batnað, ekki af þvi
að nýjar matsreglur séu linari, það var
ekki markmiðið heldur. Við höfum auk
þess upplýsingar um togarana sem
sýna að í öllum aðalatriðum erum við
meö sams konar tölur og í fyrra.”
— Fékk ráðherra þessar upplýsingar
áður en hann skrifaði bréfið til þin?
„Eg held að hann hafi aðeins verið
búinn að fá hluta þessara upplýsinga
munnlega frá mér, en staðan var hon-
um mjög erfið. Menn töldu það eftir
æsifregnum að við værum að heröa
matið. I tengslum við vilyrði, sem
ráðuneytiö hefur gefið hagsmunaaðil-
um við verðákvörðun í byrjun febrúar,
kann það að vera réttlætanlegt aö
koma með þessi tilmæli til okkar. En
okkur var aldrei skýrt frá þessum vil-
yrðum.”
— Hvað veidur því að nýjar aðferðir
eru teknar upp í kjölfar ótvíræðs vil-
yrðis ráðherra við Verðlagsráð þess
efnis að svo verði ekki gert?
„I fyrsta lagi fékk ég aldrei slík
skilaboð frá Verðlagsráði. I öðru lagi
tel ég það alls ekki í verkahring Verð-
lagsráðs að stjórna því hvort viö bæt-
um okkar vinnubrögö inn á viö eða
ekki. Við metum. Þeir eiga síðan að
taka matsniöurstöðurnar og verð-
leggja fiskinn eftir þeim. Þetta er
spurning um hænuna og eggið, hvort
kemur á undan: Nýjar matsreglur eða
verðlagning.”
— En þú hlýtur að hafa vitað af
þessu þótt þú hafir ekki fengið
formiega tilkynningu um það? Þetta
kom fram í biaða- og útvarpsfréttum.
„Nú ert þú að tala um vinnubrögð en
þaö sem rætt var um í þessum vilyrð-
um voru breyttar reglur. Nýjar reglur
hafa það að markmiði að breyta mats-
forsendum, nýjar vinnuaðferðir hafa
það ekki. Vinnuaðferðir okkar eru ekk-
ert á dagskrá hjá Verðlagsráöi, hreint
alls ekkert. Hafi eitthvert samkomu-
lag verið gert þar um okkar vinnu-
brögð ættu þeir að geta framvísað ein-
hverju bréfi um það til okkar, en það er
ekki til.
Hins vegar mættum við Sigurður
Haraldsson á nokkra Verðlagsráös-
fundi þar sem við vorum aö viðra
margar tillögur og hugmyndir um
hvernig hægt væri aö breyta hlutum.
Þetta voru tölvukeyrðar hugmyndir til
að sýna fram á hvers megnugt punkta-
kerfið væri í raun. Menn tóku þessu af
töluverðri tortryggni. Sumir virtust
ekki alveg skynja hvað um var að ræða
og hugsanlegt er að einhverjir hafi ver-
ið hræddir við verkfærið sjálft. Þarna
var ekkert samkomulag gert um aö
við breyttum ekki okkar vinnubrögð-
um.”
— Er þetta mál kannske farið að hita
eitthvað undir stólnum hjá þér?
„Eg hef sagt það margsinnis niðri í
ráðuneyti að mér sé mjög annt um
þennan málstað, en mér er ekkert
mjög annt um þennan stól sem ég sit í.
Ef ég þjóna þessum málstaö betur meö
að flytja mig úr stólnum, þá er hann
mér ekkert trúaratriði. ’ ’
-HERB/-GS.