Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Page 20
Urval HENTUGT OG HAGNÝTT shipmate:^ ÖRBYLGJUTALSTÖÐ RS8000 Fridrik A. Jónsson h.f. Sklpholti 7, Reykjavík, Simar 14135 — 14340. BIERINtr LAUGAVEGI6 SÍM114550 ARINÁHÖLD 1/3 út og afgangurinn á 7 mánuðum Verslunin CŒH* Borgartúni 20. íCOr ’JO A nn OT r*A ; ■Trrrr.% .r»ezr.r *rr t DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984. MEÐ VOff IHJARTA TIL VÍNARBORGAR DV efnir nú til þriöju áskrifenda- feröarinnar til útlanda. Nú er förinni heitiö til Vínarborgar en þangaö var líka fariö í fyrstu feröina viö góöar undirtektir. Einnig hefur veriö farin ein ferö til London. Feröin, pem nú stendur áskrif- endum DV til boöa, verður farin 6. maí og komið heim 12. maí. Þaö er ferðaskrifstofan Atlantik sem annast skipulagningu feröarinnar en vegna hagstæðra samninga er ferðin á mjög góðu verði. Fyrir flug, gistingu meö morgunmat, fararstjóm, skoöunarferö um Vínarborg og miöa á Operuna greiða áskrifendur DV aöeins 18.400 krónur. Gistingin er að sjálfsögöu á fyrsta flokks hóteli, öll herbergi meö baöi og síma. 011 önnur þægindi eru á hótelinu. Mikil og löng saga Saga Austurríkis er löng og litrík. Landiö telst til Miö-Evrópuland- anna. Opinbert tungumál íbúanna er þýska en auk hennar eru talaðar mállýskur af bæverskum og austur- rískum uppruna. Enn fremur em önnur mál, svo sem tékkneska og slóvenska, töluð í landinu. Austurríki er af náttúrunnar völdum skipt í tvennt, Alpasvæðin og Dónársvæðiö. Sléttan milli Dónár og Alpanna nær allt aö ungverska slétt- lendinu. Umfangsmesti atvinnu- vegur landsmanna er iðnaður og verslun. Feröamannaiönaöur er blómlegur í Austurríki en auk þessa hefur stór hluti þjóöarinnar viður- væri sitt af ýmiss konar landbúnaöi. Ohætt er að segja að samgöngur í Austurriki séu frábærar. I síðari heimsstyrjöldinni var mikill hluti járnbrautakerfisins lagður í rúst en endurbyggður með glæsibrag eftir stríö. Akvegir eru mjög góðir, svo ekki sé minnst á sjálfa lifæöina, Dóná. Gjaldmiðillinn Gjaldmiðillinn í Austurríki heitir „sehilling”. Hann er nú um ein íslensk króna og sextíu aurar. Austurríki, og ekki síst Vínarborg, er mikil miöstöð alþjóölegra viðskipta. Þar eru fjölmörg alþjóðleg fyrirtæki og vísindastofnanir. Vínarborg er, eins og kunnugt er, höfuöborg Austurríkis. Þar býr um einn fimmti hluti þjóöarinnar, ein milljón manna, en borgin hefur haldiö þjóölegum sérkennum sínum þrátt fyrir alþjóðlegt yfirbragö. Vín er borg þar sem saga Evrópu hefur varðveist á sérstæöan hátt. Borgin skartar mörgum fögrum byggingum frá ýmsum tímum. Vel fer um byggingamar í fögru umhverfi borgarinnar. I Vín má finna fagra postulínsmuni og forn- muni en haft er fyrir satt aö forn- munaverslanir séu fleiri en matvöru- verslanir íVín. Listir og menning í há- vegum Vín hefur jafnan verið kölluö höfuðborg tónlistarinnar. Engin borg hefur veriö heimili jafnmargra tónlistarmanna í jafnlangan tíma. I Vínarborg, kúnst og kúnstir. Vín er Ríkisóperan sem er meö bestu óperuhúsum í heimi og rétt er að nefna til sögunnar Vínar fílharmóníuhljómsveitina. Túlkun hennar á tónverkum er margrómuö. Fyrir utan viðburöi á sviöi menningar og lista hefur Vínarborg upp á aö bjóöa þaö líf og f jör á öörum sviðum sem stórborgum fylgir jafnan. Þaö verður því enginn svikinn af vorferö meö DV til Vínar- borgar. Feröaskrifstofan Atlantik, Hall- veigarstíg 1, tekur við pöntunum í ferðina. Síminn hjá Atlantik er 28388. liii m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.