Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Síða 22
DV. FlkMTÚbAGÚR 2Í MARÍ31984' ' ’ íþrótti íþróttir 22 íþróttir íþróttir Nene hef ur skorað nítján mörk Markaskorarinn Nene hjá Benfica skoraöi fjögur mörk fyrir félagið þegar það vann stór- sigur 8—0 yfir Penafiel í portúgölsku 1. deildarkeppninni á sunnudaginn. Nene er nú mark- hæstur í Portúgal — hefur skorað nítján mörk í 23 leikjum. Næstir koma þeir Diamantino hjá Ben- fica og Jordao frá Sporting með f jórtán mörk. Porto vann einnig stórsigur, 7—1, yfir Farense. Benfica og Porto berjast um Portúgals- meistaratitilinn og munar nú að- eins einu stigi á félögunum. Ben- fica er með 42 stig en Porto 41. Sporting er í þriöja sæti með 33 stig. -sos Völlertil Barcelona? Luis Menotti, þjálfari Barce- lona, hefur mikinn hug á aö fá v- þýska landsliðsmanninn Rudi Völler frá Werder Bremen til félagsins — til að Ieika við hliöina á Diego Maradona. Menotti segir að það sé gott að hafa þrjá snjalla erlenda leik- menn hjá Barcelona, þó að tveir megi leika í einu. — Þaö er alltaf hætta á meiðslum og því gott aö hafa snjalla menn til taks, segir Menotti. V-Þjóðverjinn Bernd Schuster leikur einnig meö Barcelona. Félagið hefur einnig augastaö á Cyrille Regis hjá WBA en það hafa einnig Real Madrid, Juvent- us og Anderlecht. -SOS Islandsmeistararnir í blaki kvenna áriö 1984, lið Völsungs frá Húsavik. I efri röö frá vinstri eru: Sigurhanna Sigfúsdóttir, Asdís Jónsdóttir, Hannes Karlsson þjálf- ari, Stefanía Gunnarsdóttir, Jóhanna Sigurbjörnsdóttir. Neðri röð: Hermina Gunnarsdóttir, Kristjana Skúladóttir, Laufcy Skúladóttir, Jóhanna Guöjónsdótt- ir, Asta B. Gunnarsdóttir. DV-mynd Kristján Már Unnarsson. — stúlkurnar f rá Húsavík hlutu 36 stig af 40 mögulegum f blakinu Völsungur varð Islandsmeistari í blaki kvenna um helgina. Húsavíkur- stúlkurnar hlutu 36 stig af 40 mögu- legum. Þær töpuðu tveimur leikjum, báðum gegn Iþróttafélagi stúdenta, sem varð í öðru sæti með 34 stig. Völsungsliðið kom suður síðastliö- inn fimmtudag til að leika þrjá síðustu leiki sína á mótinu, gegn Breiðabliki, Þrótti og Víkingi. Völsungur vann alla leikina 3—0. -KMU. Völsungur meistari Langer eykur dollarasjóðinn Missir ÍR tvo af sínum bestu mönnum í körfunni: Laugarvatnsbræður í raðir Laugdæla? — miklar líkur á að svo verði ef UMFL nær að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni með sigri á ÍS í kvöld QPR verður að skipta um leikvöll Það er ljóst að ef Lundúnaliðið QPR nær að tryggja sér rétt til að leika í UEFA-bikarkeppni Evrópu næsta keppnistímabil mun félagið ekki leika heimaleiki sína á Loftus Road. Astæðan fyr- ir því er að QPR er með gervi- gras á velli sínum en það er ekki löglegt að leika á gervigrasi í Evrópukeppni. -SOS — Þjóðverjinn hef ur staðið sig mjög vel á golf mótum í Bandaríkjunum Vestur-Þjóðverjinn Bernhard Langer hefur verið iðinn við að raka að sér dollurunum í atvinnumannakeppn- um í golfi í Bandarikjunum að undan- förnu. Hefur hann verið framarlega í flestum stóru mótunum þar, þar af tvisvar i 3. sæti í þessum mánuði, en það sæti gefur venjulega vel af sér. I mótinu sem lauk nú um síðustu helgi, „New Orleans Open,” varð hann í þriðja sæti. Sigurvegari varö Bob Eastwood sem undanfarin ár hefur veriö að puöa á „próa-túrnum” með misjöfnum árangri. Vann hann sér þar inn allt árið í fyrra 157 þúsund dollara en fyrir sigurinn í þessu móti fékk hann 72 þúsund dollara, sem er vel á þriðju milljón íslenskra króna. Bob Eastwood lék 72 holurnar í þessari keppni á 272 höggum, Larry Rinke varö annar á 275 og Langer þriðji á277höggum. I keppninni þar á undan, „Doral Eastern Open”, sigraði Tom Kite og meö dollarafúlgunni sem hann fékk fyrir þann sigur komst hann yfir 2 milljónir dollara í verðlaun frá því að hann gerðist atvinnumaður í íþrótt- inni. Hann er nú samt hálfdrættingur, eða ekki það, í samanburði við „gull- björninn” Jack Nicklaus. Hann varð í ööru sæti í þessu móti og það er í 52. skiptið sem hann verður í 2. sæti í atvinnumannakeppni í golfi í USA. Nicklaus er búinn aö vinna sér inn á fimmtu milljón dollara í atvinnu- mannamótunum frá upphafi og hefur enginn rakað aö sér öðru eins þar og hannurndagana. I „Barry Hill Classic” keppninni sigraði Gary Koch, lék á 272 höggum — eins og George Burns — en Gary sigraði hann svo í „bráðabana”. Þar varð Bernhard Langer þriðji á 273 höggum. I keppninni þar á undan, „Honda Classic”, náði Bernhard Langer sér í 6 þúsund dollara en þar fékk sigurvegarinn, Bruce Lietzke, „litla” 90 þúsund dollara eftir aö hafa sigraö Andy Bean í „bráöabana” en þeir léku báðir 72 holurnar á 280 höggum. Næsta atvinnumannamót í Banda- ríkjunum byrjar nú í vikunni. En það er „Tournament Players Champion- ship”. Þar á eftir fylgir „Grens- borough Open” og síðan meistara- keppni meistaranna, eða „Masters”, sem er ein af fjórum stærstu golf- keppnum atvinnumanna í heiminum. -klp- 1 kvöld fer fram í íþróttahúsi Kenn- araháskólans siðasti leikurinn í 1. deild Islandsmótsins í körfuknattleik. Þaö eru Stúdentar sem taka á móti Laug- dælum frá Laugarvatni og hefst leikur- innkl. 20. Stúdentar hafa verið við topp deildarinnar í mestallan vetur og margir álíta aö sigur í deildinni verði þeirra en til þess að svo veröi þurfa þeir að sigra í leiknum í kvöld. Leikurinn er ekki siður mikilvægur fyrir Laugdæli því ef þeir ná aö sigra hafa þeir unnið 1. deildina og leika í úr- valsdeild að ári, nokkuö sem engan grunaöi fyrr í vetur. Og ef svo færi má telja víst að þeir Hreinn Þorkelsson og Gylfi, bróðir hans, leiki með sínu heimaliði næsta vetur en þeir eru frá Laugarvatni eins og kunnugt er. Yrði það mikill missir fyrir lið IR en þeir bræður léku stórt hlutverk hjá IR í vetur. -SK. Bernhard Langer hefur verlð drjúgur við að bæta dollurum í budduna sína í Bandarikju i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.