Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Síða 24
24.
DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984.
íþróttir
Roland Wohllarth — til Bayem.
Bayern kaupir
miðherja
Bayera Miinchen heldur áfram að kaupa
leikmenn til að reyna að fylla skarðið sem
Karl-Heinz Rummenigge skilur eftir sig.
Bayern hefur boðið Duisburg tvær milljónir
marka fyrir miðherja liösins, unglinga-
landsliösmanninn Roland Wohlfarth. Hann
hefur verið mjög i sviösljósiuu hjá Duisburg
í vetur og skorað 20 mörk fyrir liðið í 2.
dcildinni. Talið er öruggt að hann fari til
Bayera. -hsim.
Bretar herða
eftirlitið
vegna lyfjanotkunar
íþróttafólks
Bretar hafa ákveðið að herða mjög eftirlit
vegna iyfjanotkunar íþróttamanna. Lyfja-
próf hafa aðeins verið framkvæmd á stærri
mótum þar en nú hefur verið ákveðið að
hægt sé að framkvæma lyfjapróf hvenær
sem er. Það þýðir að læknar lyfjanefnd-
arinnar bresku geta komið fyrirvaralaust til
íþróttafólks og krafist að það fari i lyf japróf.
-hsím.
Markvörðurinn
het ja Pólverja
Markvöröur Póllands, Jozef Mlynarczyk,
átti frábæran lelk í markinu, þegar Sviss og
PóIIand gerðu jafntefli í vináttulaudsleik í
knattspyrnu í Ziirich í fyrrakvöld. Zbigniew
Boniek (Juventus) náði forustu fyrir
Pólland á 23. min. Sendi knöttinn í markið af
stuttu færi eftir að markvörður Svíss hafði
varið en misst frá sér knöttinn. Eftir það var
nær stanslaus sókn Svisslcndinga en þcim
tókst ekki að koma knettinum í markið fyrr
en á 79. mín. Herbert Hermann skoraði en á-
horfendur voru farnir að halda að ekki væri
hægt að skora hjá Mlynarczyk.
Aberdeen
-hsím.
í undanúrslit
Aberdeen sigraði Dundee Utd. í skosku
bikarkeppninni 1—0 í Dundee í gær og
tryggði sér þar meö sæti í undanúrsUtum
keppninnar. Mark McGhee skoraði cina
mark Ieiksins á þriðju min. I undanúrslitum
leikur Aberdeen við Dundec. I skosku úr-
valsdeiidinni tapaði Motherwell 2—4 á
hcimaveili fyrir Dundee og skoraði þó tvö
fyrstu mörk leiksins. Motherwell er nú nær
örugglcga fallið í 1. deild.
hsím.
Ensku strákamir
sigruðu aftur
Enska landsliðiö, leikmenn 21 árs og
yngrl, sigraði Frakkland í gær 1—0 í Rouen í
síðari leik landanna. Mark Hateley skoraði
eina mark leiksins úr vítaspyrau. England
vann samanlagt 7—1 i báöum leikjum og
mætir nær örugglega Italíu í undanúrsUtum
Evrópukeppninnar.
hsím.
Sigur Newcastle
Newcastle færðist nær efstu Uðunum,
Chelsea og Sheff. Wed., í ensku 2. deUdinni í
gærkvöld. Sigraði þá Leeds á heimaveUi 1—
0 og það var sjálfsmark Irwine sem gerði út
um leikinn.
Iþróttir
(þróttir
(þróttir
(þróttir
Miklar kröf ur gerðar til ísl. lyftingamanna:
Þurfa að bæta Norðurla
met til að ná lágmörkui
„Einlægur ásetningur ísl. ólympíunefndarinnar að útiloka lyftingamenn f rá ól
og heimsmeistarakeppninni,” segir Birgir Borgþórsson
„Þetta eru hreint ótrúlegar tölur
sem ólympíunefndin setur sem lág-
mörk fyrir ol-leikina í Los Angeles.
Það virðist vera einlægur ásetningur
þeirra manna sem íslensku nefndina
skipa að útiloka okkur frá ólympíuleik-
unum,” sagði Birgir Borgþórsson
Iyftingamaður í samtali við DV í gær.
Mikil óánægja ríkir nú meöal lyft-
ingamanna vegna þess aö íslenska
ólympíunefndin hefur stórhækkað ÖU
lágmörk alþjóðlegu ol-nefndarinnar.
„Og þaö er ekki nóg með að við
séum útUokaðir frá ólympíuleikunum.
Heimsmeistaramót lyftingamanna er
sameinaö ólympíuleikum þegar þeir
fara fram og þess vegna finnst okkur
þessi framkoma enn hastarlegri. Við
getum litið gert i þessu máli. Við fórum
á fund ol-nefndar og þar kom fram í
máli manna að það er ætlun þessara
höfðingja að standa fastir á þessum
fáránlegu tölum,” sagði Birgir.
I það minnsta fjórir íslenskir
lyftingamenn hafa þegar náö lágmarki
alþjóðlegu ol-nefndarinnar. I 75 kg
flokki er alþjóölega lágmarkiö 295 kg.
Haraldur Olafsson frá Akureyri hefur
lyft þeirri þyngd. Lágmark íslensku
nefndarinnar er hins vegar 315 kg en
Norðurlandametið í þessum flokki er
330 kg. I 90 kg flokki er alþjóðalág-
markiö 315 kg en íslenska lágmarkið
360 kg. NL-metið er 357,5 kg. Baldur
Borgþórsson og Garðar Gíslason hafa
báðir lyft vel yfir alþjóöalágmarkið.
Alþjóölega lágmarkiö i 100 kg flokki
er 325 kg, íslenska lágmarkið 375 kg og
NL-metið 365 kg. Birgir Borgþórsson á
best 345 kg í þessum flokki en lyfti á
síöasta móti 330 kg, sem sagt vel yfir
alþjóðalágmarkinu. Þess má geta að
[
íþróttir einnig bls. 22 og 23
Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri ISÍ og fyrrum alþingismaður.
,,Mun aldrei
biðjast
afsökunar”
— segir Hermann Guðmundsson,
framkvæmdastjóri ÍSÍ
„Mér er það alveg ljóst að lyft-
ingamönnum er ekki beint vel við
mig þessa dagana. Það er alveg
öruggt mál að ég mun ekki biðjast
afsökunar á einu eða neinu sem ég
hef sagt eða skrifað,” sagði Her-
mann Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri fSÍ, í viðtali við DV
ígær.
„Ef þessir ágætu menn hafa
áhuga á því að fara í mál við mig
þá þeir um það. Ég mun taka því
eins og hverjum öðrum hlut,
þegar þar að kemur,” sagði Her-
mann. -SK.
Rússaránægðir
Rússar voru mjög ánægðir með leik
íslenska landsliðsins í handknattleik er
þeir voru hér á ferð fyrir nokkrum
dögum. Þeir létu ánægju sína í ljós
með því að bjóða íslenska landsliðinu í
æfingabúðir í Tiblisi í byrjun árs 1985,
eða rétt fyrir B-keppnina sem hefst
þann 19. febrúar.
NL-metiö, 365 kg, gaf sjöunda til átt-
unda sæti á síðasta heimsmeistara-
móti, þar sem keppendur voru
rúmlega20.
„Krefjast þátttöku á EM"
„Þá má þaö líka koma fram,” sagði
Birgir, ,,að íslenska ol-nefndin hefur
krafist þess að við tökum þátt í
Evrópumóti lyftingamanna sem fram
fer í apríl. Þeir hafa ekki krafist þess
af neinum öðrum íþróttamönnum að
þeir tækju þátt í einhverju sérstöku
stórmóti til að sýna fram á að viö-
komandi íþróttamenn gætu náð ol-lág-
markinu. Þarna er enn vegið að okkur
á hinn harkalegasta hátt,” sagði Birgir
Borgþórsson.
Stefna lyfting;
framkvæmdastj
— „Kref jumst þess að hann biðjist afsö
sínum í okkar garð/’ segja lyfl
„Við höfum farið þess á leit við Her-
mann Guðmundsson, framkvæmda-
stjóra ISI, að hann biðjist afsökunar á
niðrandi og ósönnum ummælum í
okkar garð og eins níðskrifum í Tíman-
um,” sagði frammámaður í lyftinga-
sambandinu í samtali við DV í gær.
„Ef Hermann fellst ekki á þessa
beiðni okkar, gæti svo farið að við
neyddumst til að stefna manninum.
Við getum ekki setið undir þessum róg-
burði,” sagði viðmælandi okkar.
„Það var ætlun okkar að taka þátt í
Sweden Cup, sterku lyftingamóti, en
við urðum að hætta við þáttöku nokkra
fyrir mótið vegna meiðsla. Hermann
hefur gefið ýmislegt miður skemmti-
legt í skyn og meðal annars það að við
SA FJOI
þrumuf leygur Souness
„Liverpool átti í vök að verjast
framan af en eftir því sem leið á leik-
inn sögðu nákvæmar sendingar leik-
mnnna Liverpool til sín. Þeir náðu yfir-
höndinni en það sem skipti sköpum var
Hrubesch
skoraði þrjú
Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara
DVíBelgíu:
Horst Hrubech var svo sannarlega í
sviðsljósinu í gærkvöldi er leikið var í
undanúrslitum belgísku bikarkeppn-
innar í knattspyrau.
Liðið sem Hrubesch leikur með,
Standard Liege, mætti Beveren og
sigraði Standard með þremur mörkum
gegn engu og skoraði Hrubesch öll
mörk Standard. Hann hefði auðveld-
lega getað skorað fleiri mörk í leiknum
en lét markvörð Beveren meðal annars
verja frá sér vítaspyrau. Þessi sigur
Standard er enn athyglisverðari fyrir
þær sakir að leikmenn liðsins léku
aðeins 10 í síðari hálfleik, Poel var
vikið af leikvelli á síðustu minútu fyrri
hálfleiks. Það var Höness sem skoraði
mark Beveren.
1 hinum undanúrslitaleiknum léku
Gent og Lierse og sigraði Lierse 1—0
en þurfti að vinna 2—0 til að komast í
úrslitin. Það var langt frá því að það
tækist, svo daufir voru leikmenn
Lierse í leiknum. Marc Meartens skor-
aði sigurmarkið fyrir Lierse.
Það verða því Standard Liege og
Gent sem leika til úrslita um belgíska
bikarinn og fer leikurinn fram þann 5.
maí. -SK.
þegar Everton misnotaði auðvelt færi í
byrjun síðari hálfleiks. Það var glat-
aðasta tækifæri lciktimabilsins. Liver-
pool verðskuldaði sigur en þetta eru
ekki lokin hjá þessu Everton-liði,
heldur byrjunin,” sagði gamli kappinn
Tommy Docherty, eftir að Liverpool
sigraði Everton 1—0 í úrslitaleik Milk
Cup á Maine Road í Manchester í gær-
kvöldi. Fjórði sigur Liverpool í þessari
keppni i röð, fyrsti deildabikaraum,
síðan mjólkurbikarnum og það eru
engin smálið sem Liverpool hefur lagt.
Fyrst West Ham, þá Tottenham og
Man. Utd. og nú Everton i úrslitaleikj-
unum. Leikurinn i gærkvöld var að
mörgu leyti betri en úrslitaleikur lið-
anna sl. sunnudag á Wembley sem
sýndur var beint i sjónvarpinu.
„Þegar á heildina er litið var sigur
okkar verðskuldaður,”sagði Graeme
Souness, fyrirliði Liverpool, skömmu
eftir að hann hafði tekið við bikarnum
mikla, Milk Cup, í gær og Liverpool
vann gripinn til eignar. Þriðji sigurinn
í röð í mjólkurbikarnum.
Og Souness verðskuldaði vissulega
að taka á móti bikarnum. Var besti
maður á vellinum og skoraöi eina
mark leiksins. Það var á 22. min. Rétt
áður hafði Bruce Grobbelaar varið frá-
bærlega vel frá Peter Reed, þrumu-
fleygur Evertonleikmannsins. Knött-
urinn barst inn á vallarhelming
Everton. Souness fékk knöttinn 25
metra frá marki, sneri sér snöggt og
sendi knöttinn beint í mark Everton.
Mjög óvænt „en frábært mark,” sagði
Docherty, sem var meðal fréttamanna
BBC. „Southall sá knöttinn illa vegna
varnarmanna en hann var þó aUt of
seinn að átta sig,” sagði Peter Jones,
íþróttir
(þróttir
íþróttir
íþró