Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Blaðsíða 38
DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984.
38
ÚTBOЗ
GATNAGERÐ
Hafnarfjaröarbær leitar tilboða í endurbyggingu Reykja-
víkurvegar milli Hjallabrautar og Engidals, eystri akbraut.
Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings,
Strandgötu 6, gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Tilboö verða
opnuð á sama stað fimmtudaginn 5. apríl kl. 11.00.
BÆJARVERKjFRÆÐINGUR.
SUMARNAMSKEIÐ
VELSTJORA1984
Eftirtalin námskeiö verða haldin í júní 1984 ef næg þátttaka
fæst:
4.-8. júní.
Stillitækni (reglunartækni), undirstööuatriði, aðhæfing og
rekstur.
Rafmagnsfræði 1, segulliöastýringar og rafdreifikerfi skipa.
Tölvufræði, vélbúnaður, forritun og hagnýt notkun.
12.—16. júní.
Kælitækni 1, varmafræði, þættir, kerfi, rekstur og viöhald.
Rafmagnslræði 2, rafeindastýringar og iönaöarstýringar PC.
Rafeindatæki, upprifjun rafeindarása, siglingatæki.
Umsóknir berist Vélskóla Islands, pósthólf 5134, ásamt þátt-
tökugjaldi fyrir hvert námskeið, kr. 3000, fyrir 15. maí nk.
(námsgögn eru innifalin). Námskeiðin eru miðuð við aö
viðkomandi hafi lokið vélstjóraprófi. Umsóknareyðublöð
ásamt upplýsingablaöi verða send þeim sem þess óska. Nán-
ari upplýsingar veitir skrifstofa skólans í síma 19755.
29. mars 1984
SKOLASTJORI.
PÍWJtNINá
verður haldin í bílageymslu
Seðlabankans laugardaginn 31. mars
og sunnudaginn 1. apríl.
Opnunartími sýningarinnar:
Laugardagur 12.00 - 22.00
Sunnudagur 10.00 - 22.00
Á sýningunni verða allir sprækustu, fljótustu, hraðskreiðustu,
virðulegustu, fallegustu, furðulegustu, kraftmestu og sér-
stæðustu ökutæki landsins.
KVAKTMÍLU
KLIJKKIJKLW
Leifur Steinn Elisson, einn af stof ncndum og eigendum Atlantis hf.
Atlantis
Hefur framleitt
25 íslenskar tölvur
Frá áramótum hefur eini íslenski
tölvuframleiöandinn, félagiö Atlantis
hf., selt 25 tölvur aö því er kom fram í
samtali viö einn stofnenda fyrir-
tækisins, Leif Stein Elísson.
Atlantis var stofnaö af nokkrum
ungum mönnum síöastliðið sumar meö
þaö markmið aö hrinda af staö
íslenskri tölvuframleiöslu. „Ein-
hverjir hafa viljaö draga þaö í efa
að hér væri um íslenska framleiöslu að
ræöa,” sagöi Leifur Steinn og bætti
viö: „Viökaupumþá hluti semtilþarf,
bæði hérlendis og erlendis. Leyfið er í
okkar höndum en ekki frá útlöndum og
viö erum síöasti liðurinn í framleiðslu-
ferlinu, þannig að þetta er íslensk
framleiðsla og íslensk hönnun. Stefna
okkar er aö vera samkeppnisfærir við
þá aðila sem flytja inn tölvur og teljum
viö okkur hafa náö því marki. Varð-
andi verö þá kosta ódýrustu tölvumar
hjá okkur um 70 þúsund krónur en í
þeim stærðarflokki sem hentar fyrir-
tækjum eöa miölungstölvur held ég aö
þær séu fremur ódýrar og aö sögn
viöskiptavina fyllilega sambærílegar.
Viö hönnunina höfum við tekið miö af
IBM PC tölvum eða einkatölvum sér-
staklega. Viö höfum lagt mikla áherslu
á hugbúnað fyrir Atlantis tölvuna. Hún
á aö geta komið aö gagni viö viðskipti,
ritvinnslu, áætlanagerö og ýmislegt
fleira. Góður kostur við einkatölvu er
sá möguleiki að geta tengt hana viö
stærra tölvukerfi. ”
Lagöi Leifur Steinn áherslu á þá
skoöun sína aö hann vildi vekja athygli
á því að þeir hjá Atlantis teldu þessa
framleiöslu þjóðhagslega hagkvæma.
„Viröisaukinn við íslenska tölvufram-
leiðslu er verulegur. Eftirspurnin á
eftir að aukast og að sjálfsögöu á þessi
iðnaður eftir að leiða til atvinnusköp-
unar. Sem stendur starfa hjá Atlantis
um sjö til átta menn en auk þess leitum
viö út fyrir þær raðir í framleiðsl-
unni.”
Sagöi Leifur Steinn aö afstaöa
stjórnvalda í garð fyrirtækisins væri
jákvæö. „Verkin eiga eftir að tala. Viö
förum ekki fram á styrki. En teljum aö
ef stjómvöldum er alvara meö því aö
efla íslenskan rafeindaiönaö muni
þau beina viðskiptum sínum til okkar.
Sverrir Hermannsson iönaöarráö-
herra lýsti því yfir í blaðaviötali
nýlega að hann heföi mikinn áhuga á aö
styöja við tölvuframleiöslufyrirtæki.
Þá liggur fyrir bókun frá ríkisstjórn-
inni frá því í janúar þar sem sagt er aö
stjórnvöld skuli kappkosta aöfjárfesta
í innlendri framleiöslu viö innkaup á
rekstrarvörum svo framarlega sem sú
framleiðsla er samkeppnishæf. Viö
teljum okkur bjóða góða þjónustu ef
tekiö er miö af þvi aö það tekur aðeins
viku að fá tölvu frá okkur eftir pönt-
un.”
Hjá Atlantis starfa auk Leifs, sem er
hagfræðingur og kerfisfræðingur,
aðrir ungir sérfræðingar, rafeinda-
tæknifræðingar, vélfræöingur og
kerfisfræðingur. ,AUir erum viö ungir
menn sem þjóðfélagið hefur fjárfest
í meö því að gera okkur kleift að nema
erlendis. Viö viljum geta nýtt okkar
menntun og starfskrafta hérlendis. Til
þess aö háþróaður iðnaður nái aö festa
rætur hér þarf sérmenntaö fólk. Og sú
staöreynd virðist blasa við aö þörf er á
nýsköpun atvinnuvega þar sem raf-
eindaiðnaður á eftir að skipa veglegan
sess. Stjórnvöld hafa þegar viöurkennt
þessa nauösyn og nú er bara aö sjá
hvort þau sýni þaö í verki,” sagði
Leifur Steinn Elísson. -HÞ.
UUtíM
Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ
AFMÆLISGETRAUN
70 metra salíbuna
ogtyrkneskt bað á eftir!
GETRAUNIII
AFMÆLISGETRAUN III
ER HAFIN
VINNINGUR:
Fjölskylduferð til Hollands — með þriggja vikna dvöl í sæluhúsi
Getraunaseðill er í blaðinu — NÚNA
ÁSKRIFTARSÍMINN ER
(91)27022