Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Síða 42
42 DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL GARÐSTOFUR OG GÖNGUSKÍÐI „Gott færi í góðu veöri,” segír Dvölin í sólríku skíðaskapi þegar tæpar þrjár vikur eru til sumars. Og að hætti vorfuglanna syngjuin við: „Komiði sælir, félagar og vinir góðir”. Efnisvaliö hjá okkur að þessu sinni tengist vorinu ljúfa. Við fjöllum um gönguskíðasportið og garðhús. Þaö víta víst flestir að þessa dagana hafa gönguskiöamenn mikið að gera. Það var iíka þess vegna sem hún Sigurbjörg Helgaðóttir, 39 ára gjald- keri í Búnaóarbankanum, tók sér frí þessa vikuna. Allt gert til að komast í. góða æfingu fyrir stórgöngur framundan. Þá eru það garðhúsin. Við litum inn i tvö slík. Fyrst förum við til hennar Kristjönu Helgadóttur, læknis í Hafnarfirði. Hún og maðurinn hennar, Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður, eru með snoturt garðhús. Þaðan liggur leiðin upp i Arbæ, nánar til tekið Vorsabæ 11. Þar búa þau Þórhallur Jónsson og Asrún Olafsdóttir. Garðstofan þeirra er einstök. Stór og mikil og dregur marga að. Við skellum okkur þá i lesturinn. Punkturinn okkar tekur undir þaö meö okkur að „i sól og sumaryl viö setjum okkar punkt”. Hann er þó á móti einhverjuin umræðum um punktakerfiö mikla. Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Einar Ólason S/appað af i garðstofunni. Fyrir utan blómin er þar að finna nuddpott sem nýtur mikii/a vinsæ/da. Biómið sem við sjáum á gólfinu til vinstri við þau Finnboga og Kristjönu er arabisk kaffijurt. Tiu droparnir smakkast vel igarðstofunni. Hús þeirra Finnboga og Kristjönu hefur jafnan vakið athygli þeirra sem aka Keflavikurveginn i gegnum Hafnarfjörð. Það er á hægri hönd, rétt við Sólvang. Inni i húsinu eru mörg blóm. Eitt þeirra ber ávexti, mandarinur. Við sjáum hvar Kristjana hugar að manda- Kristjana er byrjuð að sá. Er okkur bar að var hún nýbúin að sá afrisku blómi og havairós. Hvort tveggja inniplöntur. DV-myndir Einar Ólason. rinunum. Mandarínumar ekki úr plasti — Krist jana Helgadóttir læknir og Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður sótt heim „Jú, ég tala við blómin þótt þau ansi mér ekki. Eg er þess fullviss að það þarf að tala við þau eigi þau að þrífast vel.” Kristjana Helgadóttir læknir er skel- egg kona. Hún var enda ekki lengi aö svara spurningu okkar um það hvort hún tæki blómin á eintal, sem nóg er af á heimili hennar og eiginmannsins, Finnboga Guðmundssonar landsbóka- varðar. Þau búa að Setbergsvegi 1 í Hafnar- firði í einstaklega smekklegu húsi. Það er nokkur hundruð metra frá Sólvangi, á hægri hönd þegar ekið er eftir Reykjanesbrautinni í gegnum Hafnar- fjörð. Þetta hús hefur löngum vakið athygli mína. Inni í því er vinaleg garöstofa. „Það styttir veturinn mikiö að hafa garðstofuna. Það er allt annaö lífsvið- horf sem maður fær við að sjá græn blómin inni þegar horft er út á snjóinn. Það eru sumir sem halda að garðstofur séu eitthvert pjatt. Svo er alls ekki. Þetta eru stofur sem oft eru notaðar. Það er mikið verið í þeim. Og á þessum tíma eru blómin i þeim aö fara í gang eins og sagt er. Þau eru að taka við sér eftir veturinn.” Þau Finnbogi og Kristjana fluttu að Setbergsvegi 1 í desember 1960. Vel á iiiinnst, lóðin í kringum húsið. Hún er ekkert venjuleg. AUs 3750 fermetrar aö stærð og einstakt land frá náttúrunnar hendi. „Það er einstök heppni aö við fengum þessa lóö,” segir Kristjana um leiö og hún horfir út og virðir fyrir sér stórkostlega náttúru. „Eg hef fundið hér á lóðinni, blá- gresi, villt jarðarber, hrútaber, sortu- lyng, beitilyng svo ég nefni eitthvað. Þá er íslenska rósin hér í hrauninu. Eg fékk fyrst afleggjara af henni sem ég setti í pott. Síðan plantaði ég henni hér fyrir utan og mjög fljótlega fór hún að dreifa sér. Hún virðist þrífast mjög vel íhrauninu.” Við spurðum Kristjönu hvenær hún hefði fengið áhuga á blómarækt. ,,Eg fékk áhugann strax sem barn. Mamma var mikið fyrir blóm. Eg minnist þess tU dæmis að hún pantaði alltaf sínar dalíur og rósastilka. Og þá sáði hún miklu af blómum.” Þrátt fyrir mörg faUeg blóm í garðhúsinu er eitt blóm í stofunni sem vekur sérstaka athygU. Það blóm ber Utla, gula ávexti, mandarínur. I stríðni spurðum við hvort þær þessar væru ekki úr plasti. Því var neitað kröftuglega. „Þið getið fengið ykkur eina tU að smakka ef þið vUjið,” bætti Kristjana við. Ekki þáðum viö það boð. Létum okkur duga að virða mandarinumar fyrir okkur enda enn nokkur tími í kvöldmatinn. Aður en við kvöddum spurðum við Kristjönu hvort eiginmaöurinn fengist eitthvað við blómaræktina. „Já, já, hann hjálpar tU. Er bara furðanlega duglegur við að aöstoöa mig í þessu áhugamáli mínu.” -JGH. Lava Loppet í Bláfjöllum: ELGURINN MUN MÆTA — segir Knútur Óskarsson hjá Úrvali „Viö erum bjartsýnir á þetta mót. Nú þegar hafa um hundrað útlend- ingar skráð sig, en í heUdina reiknum við með um 250 tU 300 þátttakendum,” sagði Knútur Oskarsson hjá Ferða- skrifstofunni Urval er Dægradvölin spurði hann um Lava Loppet-skíða- göngumótið, sem haldið verður í Blá- f jöUum þann 7. apríl næstkomandi. Knútur sagði að svolítið vantaði á að landinn væri farinn aö skrá sig í mótið. „En það er einu sinni svo með okkur Islendinga aö við erum svolítiö á síðustu stundu meö þátttökutUkynn- ingar.” Þeir sem standa að Lava Loppet- mótinu eru Ferðaskrifstofan Urval, Flugleiðir, Reykjavíkurborg og Skíða- samband Islands. „Þú mátt geta þess að nú um helgina verða lagðar lengri brautir í Blá-. fjöUum til að fólk geti æft sig.” Nokkrir þekktir útlendir skiðagöngu- menn hafa skráð sig í Lava Loppet- gönguna. Þar ber fyrstan að telja norska skíðagöngumanninn Harald Grönningen. Elginn svokallaða. Hann er margfaldur methafi á ólympíuleikum, unnið silfur og gull. Þá hefur hann orðið níu sinnum Noregs- meistari í skíðagöngu. „Það er nokkuð liðið síðan hann var á toppnum, þannig að núna er hann dæmigerður fulltrúi almennings í íþróttinni.” I lokin má geta þess að sérstök sveitakeppni fer einnig fram. Hún er upplögð fyrir skóla og fyrirtæki. „En umfram aUt er Lava Loppet skiða- göngumót almennings og útiveran og ánægjan er fyrir öUu.” sagðiKnútur. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.