Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Page 48
VISA ISLAND
VISA
í öllum viðskiptum.
Austurstræti 7
Sími 29700
KAFFIVAGNINN
GRANDAGARDI 10
Þrír ákærðir
í ÁTVR-ráninu
Þrir menn hafa veriö ákærðir fyrir
rániö hjá ATVR fyrir utan útibú
Landsbankans aö Laugavégi 77. Þaö
eru þeir William J. Scobie og Ingvar H.
Þóröarson og faöir Williams, Griffith
D. Scobie. William var í morgun úr-
skurðaöur í 90 daga áframhaldandi
gæsluvaröhald en Ingvari var í gær
sleppt úr gæsluvaröhaldi.
Akæruskjaliö er í fjórum liðum.
William er ákæröur fyrir að hafa brot-
ist inn í verslunina Vesturröst og stolið
þaðan haglabyssu og skotum sem hann
síöan notaöi viö rániö fyrir utan Lands-
bankann.
Þá eru þeir William og Ingvar
ákæröir fyrir aö hafa rænt leigubíln-
um. Ahöld eru um það hvort beri aö líta
á Ingvar sem aöalmann eða hlut-
deildarmann.
Þeim William og Ingvari er síöan
gefiö aö sök aö hafa staðiö aö ráninu
fyrir utan Landsbankann aö Lauga-
vegi 77.
Faöú- Williams, Griffith D. Scobie
er ákæröur fyrir yfirhylmingu. -JGH
Ibúar Seljahverfis:
Mótmæla
lagningu
Arnarnes-
vegar
A fundi sem rúmlega hundraö íbúar
Seljahverfis sóttu í gærkvöldi var
þeirri áskorun beint til skipulagsyfir-
valda og borgarstjómar að staösetn-
ing Amarnesvegar yröi breytt þannig
aö Vatnsendahvarf viö jaðar Selja-
hverfis yröi áfram nýtt sem útivistar-
svæði f yrir íbúa nærliggjandi hverfa.
Að sögn Olafs Dýrmundssonar, eins
talsmanna íbúanna, er svæöiö friölýst
en lagning stofnbrautar myndi að mati
íbúa Seljahverfis eyöileggja möguleik-
ana á nýtingu þess. „Svæði þetta er eitt
mest notaða útivistarsvæði borgarinn-
ar, jafnt sumar sem vetur,” sagöi
Olafur.
A fundinum í gærkvöldi voru
nefndir stofnaðar til að vinna aö því aö
fá vegarstæðinu breytt.
LUKKUDAGAR
29. mars
18327
HLJÓMPLATA FRÁ
FÁLKANUM
AÐ VERÐMÆTI KR. 400.
Vinningshafar hringi í síma 20068
LOKI
Vatnið á Króknum er orð-
iðgruggugt.
GLÆNYR SPRIKLANDI
FISKUR
BEINT UPP UR BAT
GLÆSILEGUR
SÉRRÉTTARMATSEÐILL
BORÐAPANTANIR I SÍMA
15932
97099 AUGLÝSiNGAR
SÍÐUMÚLA 33
SMÁAUGLÝSINGAR
AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLT111
86611
RITSTJORN
SÍOUMÚLA 12-14
AKUREYRI SKIPAGÖTU 13
AFGREIÐSLA (96)25013
BLAÐAMAÐUR (96)26613
FIMMTUDAGUR 29. MARS 1984.
Er vatnsævintýrið að fara í vaskinn?
Grunar að ekki
sé allt með felldu
„Viö höfum gefiö Hreini Sigurös-
syni frest til 21. apríl. Hafi hann ekki
sýnt okkur vatnssölusamning sinn og
Kanadamanna fyrir þann tima fellur
samningur sá er bæjarstjórn gerði
viö hann um sölu á 500 lestum af
vatni á sólarhring, næstu 10 árin, úr
gildi,” sagöi Magnús Sigurjónsson,
forseti bæjarstjórnar Sauöárkróks, í
samtali við DV. Að sögn Magnúsar
er töluverð ókyrrö í bæjarstjórninni
vegna vatnssölusamnings Hreins en
eins og sagt var frá í fréttum DV
fyrir réttum mánuði hefur alþjóðlegt
verslunarfyrirtæki í Toronto í
Kanada skuldbundiö sig til aö kaupa
18 milljónir lítra af íslensku vatni ár
hvert næstu 10 árin.
,,Það sem veldur okkur áhyggjum
er aö enn sem komiö er hefur enginn
fengið aö sjá þennan sölusamning
Hreins. Viö hér í bæjarstjóminni
höfum gengið eftir því viö hann en
allt kemur fyrir ekki. Mótbárur hans
eru þess eðlis aö hjá okkur hafa
vaknað grunsemdir um að ekki sé
allt með felldu,” sagði Magnús
Sigurjónsson. „Bæjarstjórnin hefur
trú á því að hægt sé að selja vatn úr
landi og þá sérstaklega vatniö héðan
af Króknum sem farið hefur í
gegnum bestu vatnssiu i heimi,
Tindastól. Við erum hræddir um að
missa tíma og ef Hreinn Sigurðsson
hefur ekki samningana á hreinu þá
munum við leita til annarra aðila
sem treysta sér í verkið.”
Þá má geta þess að Hreinn hefur
enn ekki haft samband við neitt
íslenskt skipafélag varðandi Qutn-
inga á vatninu vestur um haf þó svo
ráðgert sé aö fyrsti farmurinn haldi
utan i haust. >rFlutningar sem þessir
eru meira mál en svo að eitt skipa-
félag anni þeim,” sagöi talsmaöur
eins skipafélaganna í gær.
Samkvæmt heimildum DV mun
utanríkisráðuneytiö hafa kannað
sérstaklega hvort gildur samningur
hafi raunverulega veriö gerður.
-EIR
I
barst lögreg!-
unni í Árbæjar-
hverfi tilkynn-
ing um aö
tveir piltar
væru að leika
sér með boga
og örvar á
barnaleikvelli í
Breiðholti. Lög-
reglan tók pilt-
ana og bogann
sem reyndist
vera erlend
smíði og stór-
hættulegur í
höndum barna
og unglinga. Er
að stórslasa
) mann með
verkfæri þessu
sem mun vera
fáanlegt í ein-
hverjum versl-
unum hér á
landi. DV-mynd S.
Flugleiöir:
Færist Sigurður
úr forstjórastól
í formannssætið?
Öm O. Johnson og Ottarr Möller
hafa sagt sig úr stjóm Flugleiða. A
aöalfundi félagsins i dag er líklegt aö
Olafur O. Johnson, bróðir Amar, og
Höröur Sigurgestsson, forstjóri Eim-
skips, verði k jörnir í staöinn.
Líkur benda ennfremur til þess aö
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða,
verði kjörinn stjórnarformaður á
fyrsta fundi nýrrar stjórnar að aðal-
fundi loknum. Hann myndi þá hætta
sem forstjóri.
Ekki hefur veriö ákveðið hver taki
við af Sigurði. Ráðningu nýs forstjóra
yröi trúlega slegið á frest og fjórum
framkvæmdastjórum fyrirtækisins,
þeim Sigfúsi Erlingssyni, Bimi
Theodórssyni, Leifi Magnússyni og
Erling Aspelund falið að halda um
taumana fyrst um sinn.
Fjórir fulltrúar. eiga að ganga úr
stjóm í dag, þeir Grétar Br. Kristjáns-
son, Kristinn Olsen, Halldór H. Jóns-
son og annar af fulltrúum ríkisins,
Kári Einarsson. Þrír þeir fyrmefndu
verða að öllum líkindum endurkjömir.
Albert Guðmundsson fjármálaráð-
herra mun skipa fulltrúa ríkisins.KMU.
SJÁLFSTÆÐISMENN
GREINIR Á UM GATIÐ
Ráðherrar og forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins komu saman fyrir
ríkisstjórnarfund í morgun til að ræða
tillögur þær sem lagðar hafa verið
fram varöandi gatiö á f járlögum.
Mikill ágreiningur er enn innan
SjálfstæöisQokksins og eins milli
stjómarQokkanna um hvernig standa
eigi aö lausn málsins. Matthías
Bjarnason samgönguráðherra sagði
eftir fundinn aö hann dyldi þaö ekki að
hann væri mjög andvígur niðurskurði
til vegamála en tillögumar gera ráö
fyrir um 100 milljón króna niðurskurði
á því sviði. Engar endanlegar á-
kvaröanir hafa verið teknar I þing-
Qokknum um hvemig standa eigi að
lausn þessa máls og litlar líkur eru á
aðþaðverðiafgreitt ánæstunni.
-0ef.
FRÉTTA
SKOT.
Hafir þú ábendingu eða vitneskju
um frétt — hringdu þá í síma
Jg 687858! Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtist eða er notað í DV, greiðast
1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið í hverri viku.
Fuiirar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn í síma 0^-78-58
-78-58 - SÍMINIM SEM ALDREI SEFUR