Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Síða 17
DV. MÁNUDAGUR16. APRIL1984. 17 Lesendur Auglýsti eftir húsnæði: EINN STUNDI UPP FRYGÐ- ARORD- UM — en annar átti ekki hús Leigjandí skrifar: Fyrir skömmu auglýsti ég eftir íbúö í DV. Ég er einn þessara þegna þjóöfélagsins sem eiga sáralitla möguleika á þvi aö eignast þak yfir höfuöið svo ég verö aö leita á náöir þeirra sem eiga meira en þeir þurfa að nota og hef verið leigjandi um árabil. Ég hef veriö nokkuö heppinn, þó hef ég þurft aö víkja úr leiguíbúðum vegna þess aö leigusalinn ákvaö aö nýta eignina sjálfur eöa hækka leiguna svo að mér var ómögulegt aö taka lengur þátt í viðskiptunum. Ég reikna með aö margir þekki þessar ástæður. Enn á ný hefur þetta ástand komiö upp. Ég lagöi inn heföbundna auglýsingu hjá DV en þar kom fram aö ég væri kvenkyns og heföi ekki mikiö f járhagslegt bolmagn, síöan gaf ég upp símanúmer. Daginn eftir beiö ég eftir árangrinum og viti menn, ég fékk upp- hringingu sex sinnum. Tvö tilboðin hentuöu engan veginn en hin fjögur mátti athuga nánar. Tveir þeirra aöila vildu ekki gefa upp símanúmer sitt og sögöust mundu hringja til mín aftur þegar þeim hentaöi að sýna mér leigu- húsnæöið. Mér þótti það ekki athuga- vert nema hvaö við nánari athugun reyndist húsið sem annar þessara aöila nefndi ekki vera til svo ég ákvaö aö sinna engum viöskiptum viö hann heföi hann samband. Hinn hringdi aftur um miöja næstu nótt meö frygöarhljóðum og sagöi eöa öllu heldur stundi upp: „Eg vil fá þig núna!” Ég varð heldur betur hvumsa og skellti á hiö snarasta. En ég þekkti röddina aftur, það fór ekkert á milli mála. Hver svo sem tilgangur þessara manna hefur veriö með upphringingum sínum þá er þetta væg- ast sagt hvimleitt og þaö hvarflar að manni aö sjúklegar fýsnir stjórni slíkum geröum. Ég vil því hvetja fólk til aö hafa varann á ef þaö hefur mælt sér mót við einhvern ókunnugan vegna húsnæöis ekki síst ef sá hinn sami liggur á upplýsingum um sig. Ég er einnig viss um aö kvenfólki er hollara aö hafa meö sér einhvern liötækan á stefnumótum sem þessum. Margt býr í þokunni eins og þar stendur. Þó vil ég ekki kasta rýrö á auglýsingaþjónustu DV. Ég fékk góða íbúö til leigu út á auglýsinguna mína og þakka því viðskiptin. TILGLÖGGVUNAR Til að sjá eru páskaegg eiginlega ekki mjög frábrugðin hvert öðru. En vegna þess hve þau eru ólík að bragðiog innihaldi er mikilvægt að geta greint á milli tegunda. Hér fylgir því ofurlítill leiðarvísir um páskaegg frá Nóa og Síríus. Verði ykkur að góðu! jmó m Sírfus VJUIUI I unyi ai vdiiuduri pysitri yeru. Athugið þó að aðrir framleiðendur hafa einnig gula unga á eggjum sínum öruggasta leiðin er auðvitað að kaupa egg, brjóta það og bíta í. Pá finna bragðlaukarnir hvort um-rétt egg er að ræða. En það má líka treysta því, að ef miði með 5 litlum og sætum ungum prýðir pokann, er eggið frá Nóa Síríus. Poki úr glæru plastefni. Ganga má úr skugga um að um réttan poka sé að ræða, með þvl að blása hann upp.halda fyrir opið og slá síðan þéttingsfast á botninn með lausu höndinni. Á pokinn þá að gefa frá sér hátt og hvellt hljóð til merkis um að hann sé frá Nóa Síríus. Súkkulaðibragðið á að minna ákveðið á bragðið af Síríus hjúpsúkkulaði og Pippi. Kúlur, kropp, konfekt, karamellur og brjóstsykur benda eindregið til þess að eggið sé frá Nóa Síríus. Þó því aðeins að bragðið sé Ijúffengt. Hnyttinn, rammíslenskur málsháttur skráður með svörtu letti á litaðan borða. þaó hressir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.