Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Side 44
DV. MÁNUDAGUR16. APRlL 1984. Dæmalaus Veröld Dæmalaus 'V'ERÖLD Dæmalaus Veröld LEIÐARUÓS Íslendingarí konungsgaröi Það er ánægjulegt til þess að vita hversu víðförlir Islendiugar cru og ekki síst þegar þeir ná svo Iangt að komast í konungsgarð erlendis. DæVe er það gleðiefnl að geta skýrt frá einu sliku ferðalagi hér á síðunum til hiiðar, ævintýrinu um Önnuog SUvíu. Annað islenskt ævintýri úr konungshöil er til í fórum vissra manna en hefur ekki farið jafnhátt af ýmsum ástæðum. Það ævintýri átti sér stað í dönsku konungshöllinni á þeim tima þegar Vigdis forseti sótti heim Margréti Danadrottningu og gisti þá í konungshöliinni við Amaliu- torg. Islenskur blaöamaður fékk þá hcimild yfirvalda til að spjatla stuttlega við forsetann í konung- legum hibýlum hennar og hafði að sjálfsögðu Ijósmyndarann með sér. Þctta var fyrir all- mörgum árum og ljósmyndarinn ungur að árum — svo ungur að hann var ekki farinn að drekka kaífí. Er þessir tveir fulltrúar íslcnsku pressunnar stigu inn í hötlina snemma morguns bar að skrautklæddan þjón með bakka í hendi sem á var hlaðíð kaffi- veitingum alls konar. Blaða- rnaðurinn þáði að sjálfsögðu bolla cn litli Ijósmyndarinn sagði nei takk. Ekki leið á löngu þar til þjónninn birtist aftur og bauð nú ljósmyndaranum danskt úrvals- öl. — Neitakk! Þá kom hcill bar, gin, vodka, viskío.s.frv... — Nei takk!, sagði Ijósmynd- arinn. Þjónninn var ekki á því að gef- ast upp og eftir tvo tíma var málum þannig komíð að sá ungi frá tslandi sat úti í horni með myndavélar sínar og gæddi sér á risastórum banana. Hann hafði geffst upp fyrir af- spyrnu kurteisum þjóni í konungshötl í Kaupmannahöfn. Þannig getur Iífið líka verið í konungsgaröi. -EIR. AnnaogSilvía: Drottningin og Islend- ingur- inn Islendingar fara víða, líta jafnvel við í erlendum konungshöllum og drekka kaffi meö drottningum. Anna Hannes- son, eiginkona Hjálmars W. Hannes- sonar sem starfar í íslenska sendi- ráðinu i Stokkhólmi, heilsaði einmitt upp á Silvíu Svíadrottningu fyrir skömmu og var þá meðfylgjandi mynd tekin. Anna Hannesson er formaður í félagi erlendra sendiráðsfrúa í Svíþjóö „The Diplomatic Woman’s Club Of Stock- holm”, en sá félagsskapur hefur það á stefnuskrá sinni að taka vel á móti eiginkonum nýrra sendiráðsstarfs- manna, drekka kaffi í huggulegheitum einu sinni í mánuði og svo að heimsækja kóngafólk einu sinni á ári. Hugmyndin mun vera komin frá Eh'sa- betu Englandsdrottningu, sem hefur það til siös, og hefur haft lengi, að taka á móti slíkum gestum. Félagsskapurinn sem Anna veitir forstöðu hefur nú 133 meðlimi frá 52 löndum. Si/vía drottning og Anna Hannesson i sænsku konungshöllinni. 100 Hafnfirðingar stunda Fonda leikfimi reglulega: Gagnrýnin sprottin aföfund. Óréttmætgagnrýni: 100 Hafn- firðingar ánægðir með Fonda Rödd Jane Fonda hljómar yfir íþróttasalinn og má ekki á milli sjá hver fer hraöast, Fonda, hljóöfæraleik- aramir, sem leika undir, eða þá hafn- firsku konurnar sem æfa á gólfinu eins og þær eigi lífið að leysa. „Þetta er besta leikfimi sem við höfum komist í,” segja þær einum rómi, „og höfum við þó reynt sitt af hverju.” 100 hafnfirskar konur sem allar eiga það sameiginlegt aö stunda hkams- rækt eftir kerfi Jane Fonda boöuðu DV á fund sinn vegna skrifa sem birst hafa hér á síðunum um fyrmefnt líkams- ræktarkerfi: „Okkur blöskraöi þegar við lásum greinina um 400 bandaríska lækna, seiji vöruðu við.FondaTkerfinu, Karítas Karlsdóttir skellir sér i splitt og sveiflar búknum á milli táa likt og pendúllihrödum takti. DV-myndir GVA og ekki bætti úr skák þegar því var haldið fram að norskar slysavarð- stofur væru yfirfullar af Fonda-æfinga- fólki. Viö teljum fullvíst aö sú alþjóö- lega gagnrýni sem beinst hefur gegn Jane Fonda og æfingakerfi hennar sé sprottin af öfund, nafnið er frægt og mun víst konan græöa á þessu. ” Sá Hafnfirðingur sem hefur hvaö lengstan þjálfunartíma að baki er Karítas Karlsdóttir og hún segir: „Fonda varar fólk gagngert við því að ,fara of ,geyst í sakirnar .en, þegac maöur er kominn á skrið er þetta einhver sú besta upplyfting sem hugs- ast getur. En konur ættu ekki að búast við að verða eins í laginu og Fonda, hvaö þá eins í andhti. Það er líöanin sem skiptir máh. Þegar ég byrjaði var ég svo bakveik að ég gat vart beygt mig, en nú er tíðin önnur,” segir Karítas, skehir sér í sphtt og sveiflar búknum á mihi táa líkt og pendúU i hröðum takti. ÞaðerfjöríFonda. . *. i.i't -EIR. HEIMSLJÓS Bítlar ennað Bítlarnir sitja sem fastast á vinsældalistunum. Eins og er eiga þeir ekki færri en 6 plötur á bandariska Topp 100 Ustanum, f jórar safnplötur og tvær gamlar og góðar sem timans tönn bitur ekkert á. Hljómsveitin hætti störfum fyrir 14 árum. Óskarog ánægja „Ég á þetta svo sannarlega skilið,” sagði Shirtey MacLaine eftir að henni höföu veríð afhent óskarsverðlaunin frammi fyrir 500 mitljónum sjónvarpsáhorf- enda í 76 löndum. Enda var leik- konan búin að bíða í 26 ár. Hústilsölu EinbýUshús tennisleikarans Björns Borg í New Vork er til sölu. 7 herbergi, kvikmynda- salur, sundlaug og strandræma. „Kann betur við mig á hótelher- bergjum,” segir Borg. Hráegg Barbara Cartland kynnti núvcríð nýjustu bók sina „Ástar- hliðar matarins” og lét þá fljóta með að hrá egg, fiskur og bunang hresstu verulega upp á kynlífið. Frú Cartland er 82 ára. Sönnást Christina Onassis gekk nýlega að eiga Thierry Roussel eins og kunuugt er af fréttum. Hann mun vera flugrikur og því scgir frúin: „Eg trúi á ástarjátningar hans vegna þess að hann þarf ekki að ljúga að mér vegna.” Logar kóklíka? Lionel Riehie hefur undirritað samning um að syngja inn á aug- lýsingamynd fyrir Kóka Kóla. Er það svar við Pepsi auglýsingunni þar sem kviknaði í Michael Jackson eins og alkunna er. Slæmur mágur Roger Moore, Jamcs Bond, stendur í ströngu þessa dagana og það í einkalifinu. Mágur hans, Luigi Mattioli, hefur vcrið ákærður fyrir mannrán. Rændi ungri stúlku og hélt henni innilok- aðri í íbúð sinni i 17 mánuði. Mattioli er 55 ára og bróðir Luisu, eiginkonu Rogers.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.