Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Page 48
FRÉTTA SKO TIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frútt — hringdu þé i sima 68- 78-S8. Fyrir hvert fróttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fróttaskotíð ihverri viku. Fuiirar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fróttaskotum allan sóiar- hringinn. 68-78-58 SIMINN SEM A LDREISEFUR Á Varmi Bílasprautun hf. Auðbrekku14 Kópavogi Simi 44250 i MANUDAGUR 16. APRIL 1984. Jón L. vann deFirmian Jón L. Arnason vann skák sína viö Bandaríkjamanninn deFirmian í fjóröu umferð skákmótsins í Osló eftir miklar sviptingar í tímahraki. Skák þeirra haföi farið í biö og deFirmian haft eilítiö betri stöðu og einhverja vinningsmöguleika, en þegar þeir tóku til við aö tefla að nýju leystist skákin fljótlega upp í jafnteflisstööu. Þá lék Bandaríkjamaðurinn af sér hrók en Jón tók ekki eftir því. Bandaríkja- maöurinn lék þá hróknum af sér að nýju og í þaö skiptið þáöi Jón og vann þar meö skákina. Aðrar skákir fóru svo aö Karpov vann Hort og Agdestein vann Wedberg. Makarishev og Adorjan geröu jafntefli en skák Hiibn- ers og Miles fór í biö og er Hiibner sennilega með tapaða stööu. I þriöju umferð, sem tefld var á laugardag, tapaöi Jón L. fyrir Miles og deFirmian vann Agdestein þegar Norömaöurinn lék af sér skiptamun og peöi, í einum leik, í betri stöðu. Oðrum skákum lauk með jafntefli. Ekki er teflt í dag en á morgun verður 5. umferð tefld og þá mætir Jón L. Hiibner. Staöan eftir fjórar um- feröir er sú, aö Karpov er efstur með 3 vinninga, og Makarishev er í ööru sæti meö 2,5. Miles á möguleika á aö ná Karpov því hann er meö 2 vinninga og liklega unna biöskák gegn Húbner. -óbg. Siöasta blaö fyrir páska kemur út miövikudaginn 18. apríl og fylgir því helgarblaö II. Stærri auglýs- ingar í það blað þurfa að hafa borist fyrir klukkan 17 í dag, mánu- dag. Fyrsta blað eftir páska kemur svo út þriöjudaginn 24. apríl og þurfa stærri auglýsingar í þaö blað aö berast fyrir klukkan 17 á morgun, þriðjudag. LUKKUDAGAR 15. APRÍL 19402 HLJÓMFLUTNINGSTÆKI FRÁ FÁLKANUM, AÐ VERÐMÆTI KR. 40.000. 16. APRÍL 39994 FERÐAÚTVARP FRÁ FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR. 6.000. Vinningshafar hringi í síma 20068 LOKI Við drekkum þá bara mangósopa í mjólkurhal/ærinu. tkveikja í Glæsibæ Brennuvargar voru á ferð í Glæsibæ í nótt og ollu miklu tjóni. Þaö var rétt fyrir klukkan eitt í nótt aö slökkviliöinu var tilkynnt um bruna í Glæsibæ. Var þá mikill reykur í kjallara hússins þar sem verslanimar hafa lager fyrir vam- ing sinn. Sjö reykkafarar fóru inn í húsiö við erfiðar aðstæður og fundu skömmu síðar hvar eldur logaði. Var þaö í skilrúmi inni í lagerrúmi Sláturfélags Suöurlands. Samkvæmt heimildum DV hafði hurö verið sparkaö upp og þannig komust brennuvargarnir inn í húsiö. Höfðu þeir borið eld aö áöurnefndu skilrúmi sem síðan læsti sig um kjallarann. Við skilrúmiö eru engar rafmagnsleiöslur eöa annað sem kviknaö gæti í út frá. Vaktmenn em allan sólarhringinn i Glæsibæ og vom þaö þeir sem til- kynntu um brunann en heföi þeirra ekki notið við má búast við að mun verr heföi farið. Samkvæmt áðurnefndum heimild- um DV sást til mannaferöa viö Glæsibæ um miðnætti í gær. Voru þaö tveir menn um tvítugt og mun lögreglan leita þeirra. I morgun þegar DV-menn voru á ferö inni í Glæsibæ, var veriö að hefjast handa um hreinsun. Gífur- legar skemmdir virtust vera af völdum reyks í öllum verslununum, og kjallarinn var aö hluta til ein brunarúst. Ekki liggur fyrir hversu mikiö tjónið er í krónum talið, en ljóst er aö þaö er mikið. „Tjóniö bara hjá okkur skiptir hundruöum þúsunda, ef ekki millj- ónum,” sagöi Guömundur Gestsson, verslunarstjóri í SS, ,,er þá ótalið tjón allra hinna verslananna.” -KÞ. Það var við endann á þess- um undirgangi sem brennuvargarnir létu til skararskríða. DV-mynd S. Opinber rannsókn á búvöruverðinu Allt bendir nú til þess að verölagning landbúnaðarafurða yfirleitt verði rannsökuð opinberlega hjá Verðlags- stofnun. Arekstrar ráöherra og fleiri út af skattlagningu á mjólkurdrykkina kókómjólk, jóga og mangósopa hafa leitt athyglina að gríðarlega háu grunnverði þeirra og verðlagningu á unnum búvörum y firleitt. Viðskiptaráðherra hefur falið Verð- lagsráöi og þar með Verðlagsstofnun aö rannsaka og veita tæmandi upplýs- ingar um verðlagningu mjólkur- drykkjanna. Þetta geröi hann að beiðni fj ármálaráðherra. Síðan hafa upplýsingar um marg- földun kjötverös í gegnum vinnslu.allt að fimmföldun úr heildsölu á skrokk- um í smásölu á unnum kjötvörum, vakið athygli hjá verðlagsyfirvöldum. Er því næsta víst að verðlagning land- búnaðarafurðanna veröi rannsökuð frá grunni. -HERB. ÓLAFS- FJÖRÐUR: Snjóflóð veldur tjóni á fiskhjöllum Snjóflóö sem féll úr Osbrekkufjalli gegnt Olafsfjaröarkaupstað aðfara- nótt laugardagsins olli miklu tjóni á fiskhjöllum og tók einnig með sér skíðalyftu og raflínustaura. Þá fór skíðastökkpallur þeirra Olafsfirðinga á kaf en þar sem hann var eingöngu búinn til úr snjó verður auðvelt að bæta þaötjón. Fiskhjallarnir sem fóru í flóðinu voru í eigu útgerðarfyrirtækisins Stíg- anda hf. í Olafsfirði og giskar Gunnar Þór Magnússon, framkvæmdastjóri þess, á að tjónið sem fyrirtækið hafi orðið fyrir nemi um einni milljón króna. Ekki er það þó fullkannað þar sem ekki hefur gefist færi á að grafa fiskinnúrfönninni. Gunnar taldi að flóöið hefði verið um 300 metrar á breidd þegar niður kom og um tveir metrar á dýpt. Snjóflóðið braut niöur tvo raflínustaura en við- gerö á þeim átti aö lj úka i gærkvöldi. -SþS. Gatíö — varia lokað formlegafyrir páska Fjárlagagatið stóð óhreyft yfir helgina þar sem Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra dvaldi í London en framsóknar- menn hafa ekki svarað síöustu tillögum sjálfstæðismanna frá þvi á fimmtudag. Er nú ólíklegt að gatinu verði lokað formlega fyrir páska. Hugsanlegt er aö ráðherrar flokkanna nái saman á ríkis- stjómarfundi á morgun. Ráðherr' ar Framsóknarflokksins hafa umboö þingflokks sins til þess að afgreiða málið. A hinum vængnum þarf aö kalla saman þingflokk Sjálfstæðisflokksins til afgreiðsl- unnar. Og hann er nú tvístraöur um landið og víöar í páskafríi Alþingis. -HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.