Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR17. APRÍL1984. INNLEND MATVÆU KYNNT FRÖKKUM Á vegum Alberts Guðmundssonar fjármálaráöherra eru væntanlegir hingað til lanris fulltrúar frá frönskum stórmarkaðakeðjum. Frunsku fulltrúamir koma hingað til að kanna innlendar matvörur, verö og gæöi og þá meö útflutning í huga. Þeir verða í Lækjarhvammi, Hótel Sögu, 20. april — föstudaginn langa. Frá klukkan tíu um morguninn munu þeir taka á móti innlendum matvæla- framleiðendum sem hug hafa á að kynna matvæli sín. -ÞG Könnun á matarkartöflum: Meiraen þrið jungur í þriðja flokki Af kartöflunum reyndust 36,4 prósent vera í þriðja flokki eða lakari. 1 einni verslun voru kartöfluraar nán- ast blaut leðja. Þetta kom i Ijós í könn- un sem Neytendastamtökin létu gera á matarkartöflum nú fyrir skömmu. AIls voru keyptir 22 2,5 kg pokar í 19 verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Þessar kartöflur voru síðan metnar eftir gildandi matsreglum á kartöfl- um. Matið fór fram í húsi Grænmetis- verslunarinnar og var unnið af Hrafn- laugu Guðlaugsdóttur sem er fulltrúi yfirmatsmanns garðávaxta. Sextán pokar af finnsku tegundinni rekord voru kannaöir. Af þeim reyndust 10 pokar vera í fyrsta flokki, 4 i 3. flokki og 2 pokar voru flokkaðir neðar en í 3. flokk. Fjórir pokar af finnskum bintje kartöflum voru með í könnuninni og flokkuöust þeir í 2. flokk. Hollenskar bintje kartöflur komust allar í fyrsta flokk, alls 4 pokar. Þessar niöurstöður sýna að 36,4 prósent af kartöflunum voru flokkaðar í þriðja flokk eða neðar. Það kom einnig fram að mjög lítill hluti kartaflnanna náöi ekki lágmarks- stærð, sem er 35 mm. Engin verslun hafði kartöflurnar í kæli. Flestir pokanna sem keyptir voru höföu pökkunarstimpilinn 4. eða 5. apríl en þeir voru keyptir 10. apríL I einni verslun voru kartöfluraar mun lélegri en annars staöar og voru þær nánast blaut leöja. Þetta var í versluninni SS Miðbæjarmarkaöur. Neytendasamtökin geröu vettvangs- könnun þar þann 12. apríl og kom í Ijós poki sem pakkað haföi verið í febrúar sl. Helmingur kartaflnanna sem voru á boðstólum þar frá miöjum mars og þær nýjustu frá 2. apríl. -APH Lögregla ber út hassplöntur og ræktunarútbúnað eftír húsleit sem gerð var í húsi einu her i bæ. Fíknief nasmygl og ræktun: TÆP900 GRÖMM FUNDUST VIÐ TOLLLBT OG 60 HASS- PLÖNTUR VfÐ HÚSLEIT Á laugardaginn fundust 840 grömm af hassi og 13 grömm af maríjúana viö tollleit er gerö var í farangri á Keflavíkurflugvelli. Fikniefnin fundust falin í hrærivél,' sem átti aö smygla efnunum inn i landiö i. Tveir menn voru strax handteknir á staönum, grunaöir um aö eiga hlut- deild aö þessu máli. Annar þessara manna hefur viöurkennt aö eiga þessi fíkniefni. Hann hefur ekki áöur veriö sakaður um fikniefnasmygl. Upphaflega var gerð krafa um gæsluvaröhald, en fallið frá því vegna þess hversu greiðlega tókst að rannsaka málið. Manninum hefur nú verið sleppt úr haldi lögreglunnar og rannsókn að mestu lokiö. I tengslum viö rannsókn þessa máls var gerð húsleit hjá stúiku, sem er vinkona samferöamanns þess sem játaöi á sig eign fíkniefnanna fýrr- nefndu. Þar fundust 60 hassplöntur sem voru i ræktun og útbúnaöur sem þarf til slikrar ræktunar. Einnig fannst lítilsháttar magn af hassi sem stúlkan kvaöst eiga. I fórum þessar- ar stúlku fannst einnig litilsháttar magn af hassi viö komu hennar hingaö til landsins fyrir nokkrum dögum. Samferðamaður þess sem viöur- kenndi eign fíkniefnanna, sem falin voru í hrærivélinni, vinur stúlkunn- ar, hefur játað að vera eigandi hass- plantnanna, sem fundust við húsleit- ina. Hann hefur áöur komist i kast við lögin vegna fíkniefna. Honum hef ur einnig verið sleppt úr haldi. Aö sögn Gísla Björassonar hjá fikniefnadeildinni var ræktun þess- ara plantna komin skammt á veg og ekki haföi öllum útbúnaöinum veriö komiö í notkun. -APH Rainbow ætlar að flytja varnarliðsvaminginn um Kef Íavíkurhöfn: HAFSKIP BYRJAR LÍKA KEFLAVÍK- URSIGUNGAR Það kom fram í viðræðum Sam- tækið vöruafgreiðslu þar undir nafn- bands sunnlenskra sveitarfélaga við inu Hafskip-Suöumes. Hefur af- forráðamenn flutningadefldar greiðslan sótt um . Uölega 4,600 varaarliðsins í vetur að hinir síðar-: fermetra lóö við Iöavelli 7 og vill nefndu tóku vel í að flutningar tfl og jafnframt fá að byggja þar þúsund frá varnarliðinu færu um Suður- fermetra geymsluhús. nesjahafnir. Þeir fara að mestu um Euinig hefur Hafskip akveðið aö Reykjavíkurhöfn nú. gera Keflavík aö fastri áætlunarhöfn hvaö varöar inn- og útflutning í Bandaríska skipafélagiö Rainbow framtíöinni. Þá ætlar félagiö einnig Navigation hyggst einmitt nota ag 50^,3 þangaö skipum sinum utan Landshöfnina Keflavík-Njarövik áætlana, ef mpirihlnti farms er tfl sem sína höfn hér og sem kunnugt er, eöa fra Keflavík. Framkvæmda- fyrirhugar félagið aö yfirtaka r stjQn hinnar nýju afgreiöslu er Þor- varnarliðsflutningana úr höndum valdur Olafsson sem rekur stóra og Eimskips og Hafskips. fullkomna trésmiöju i Keflavík undir En Hafskip er líka komiö á kreik í' nafni sínu. Keflavik því nýveriö stofnaöi fyrir-! <;s. „HEYRDIFÓTA- TAK FYRIR AFTAN MIG” —segir Kristrún Helgadóttir sem stolið var frá 40 þúsund krónum fyrír utan söluturninn við Sunnutorg „Eg var með poka fullan af vörum, þannig að ég lagði frá mér skjalatösk- una er ég opnaði bílinn. í sömu andránni heyrði ég fótatak fyrir aftan mig. Er ég leit við sá ég hvar þjófurinn greip skjalatöskuna og tók á rás í burtu. Ég rcyndi að elta bann, en gafst upp og hringdi þá strax í lögregluna.” Þannig lýsir Kristrún Helgadóttir, 38 ára eigandi söluturnsins við Sunnu- torg, þvi hveraig stoliö var frá henni 40 þúsund krónum fyrir utan solutuminn siöastliöiö laugardagskvöld. Kristrún er einn af eigendum söluturasins og var viö afgreiöslu þetta kvöld. Klukkan var oröin 25 mínútur yfir tólf. Búið var aö loka og hún á leið- inni heim, er þjófnaðurinn átti sér stað. Peningarair og ávísanir, samtals að verömæti 40 þúsund krónur, voru í skjalatöskunni. Hún var einnig meö veski sem bún lagði frá sér við hlið töskunnar. „Nei, þjófurinn virtist engan áhuga hafa á veskinu. Hann hugsaði fyrst og fremst um skjalatöskuna," sagöi Stórkostleg verðlækkun á öli og gosdrykkjum frá Sanitashf Kristrún. — Hvemig leit hann út? „Ég sá aldrei framan í hann. En hann var klæddur i ameríska vetrarúlpu, sem svo mjög voru í móð fyrir nokkrum árum og virtist vera meðalmaður á hæö. Frekar grannur.” Er þjófurinn haföi gripiö sk jalatösk- una fór hann aftur fyrir bílinn og siöan meðfram honum farþegamegin , og bak við sjoppuna. Og þaðan í norður- átt. „Ég hljóp á eftir honum, en gafst upp viö Dyngjuveginn. Sá þá að ég myndi ekki ná honum.” .jgh 16% lækkun á öllu öli og gosí. Pepsi, diet pepsi, seven up, appelsín, sykurlaust appelsín, mix, polo, sódavatn, gingerale, sykurlítið maltöl, lageröl og pilsner.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.