Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 36
36 DV. ÞRIÐJUDAGUR17. APRÍL1984. DæMALAUS VeRÖLD DæMALAUS 'VeRÖLD Dæmalaus 'V’eröld LEIÐARLJÓS Hjóla- göng Lífið er hringur, kúluhús í sókn og það er staðreynd að íslenska þjóðin vill ferðast um á reiðhjólum. Strax árið 1933 fékk biskup- inn yfir íslandi hjól í fermingargjöf vestur á Isafirði og eins og sjá má annars staðar á síðunni var MarUyn Monroe líka einlægur aðdáandi hjólhestsins. Vandamál íslendinga hefur aftur á móti legið í því að okkar fjöllum skrýdda land, með hæðum sinum og hoitum, hefurj verið slæmt yfirferðar fyrir' hjólreiðamenn — og rokið hjálpar ekki til nema í aðra átt- ina. i 10 gíra hjólin hafa bætt stöðu reiðhjólamanna töluvert en þá er kuldinn eftir, þriðji aöal- óvinur þeirra sem vilja ferðast á tveim hringlóttum. En lausnin er í sjónmáli ef vel er að gáð. Leggjumst á eitt og krefjumst þess að byggð verði göng í gegnum allar hæðir og misfellur þannig að aldrei þurfi að fara upp brekku né niður hana. Og göngin gætu verið upphituð með jarðvarma — Island getur þrátt fyrir aUt orðið paradís hjólreiðamanna. , Kostnaðurinn? Vegaskattur, þungaskattur, bensíngjald og öll hin 100! gjöldin sem tengjast bílaum- ferð á tslandi mundu standaj undir kostnaði slikra ganga og gott betur. Það yrði jafnvel gróði á göngunum og hjólhesturinn yrði þarfasti þjónninn. Tveir hringir undir hvern íslenskan rass. Megi þeir tímar koma. i Fermingá ísafirði 1933 Biskup fékk hjól í ferming argjöf Þegar biskupinrt yfir islandi, herra Pétur Sigurgeirsson, var fermdur á ísafirði á hvita- sunnudag árið 1933 voru timarnir aðrir en i dag. ,,Eg man þennan dag vel Það voru aðeins nánustu ættingjar og vinir sem komu i kaffi á heimili foreldra minna i Tungötu 3 á Isa- firði en þar leigðu þau hjá Grimi rakara, föður Olafs Ragnars. Það var ekki um neitt gjafaflóð að ræða en samt fékk ég peninga- upphæð sem nægði fyrir kaupum á reiðhjóli sem ég festi mér strax daginn eftir," sagði herra Pétur i samtali við Dæ Ve. Reiðhjólið var grænt að lit og hét CONVINCIBLE Isannfær■ anlegur skv. orðahókl. . . ,,þetta var fyrsta orðið sem ég lærði i ensku og hjólið græna átti ég lengi. Annað sem mér er minnis- stætt frá þessum degi er að Pétur Sigurðsson, þá sjóliðaefni á danska varðskipinu Hvide Björn og siðar forstjóri Landhelgis- gæslunnar, var á Isafirði og hjálpaði mér að klæðast fermingarfötunum. " EIR. Pétur Sigurgeirsson 1933. Monroe r t shógar- ferö Nýlega haf a fundist ljósmyndir af MarUyn Monroe sem enginn vissi að væru til. Bandaríski ljósmyndarinn Andrew Grens- haw fann nokkrar 25 ára gamlar filmur í pússi sínu, fUmur sem hann var búinn að steingleyma. Og sjá, þegar myndirnar voru settar á pappír kom á daginn að þar fór enginn önnur en sjálf Marilyn Monroe, draumur hvers karl- manns á sjötta áratugnum. Á myndunum situr leikkonan látna fyrir í hinum ýmsu gervum fyrirrennara sinna á listabrautinni. Á einni mynd er hún Theda Bara, ein af stjörn- um þöglu kvikmyndanna, á annarri Jean Harlow, þá Clara Bowl í charlestonebúningi og loks sem LUlian Russel á hjóli í skógarferð — frekar léttklædd. Myndirnar voru teknar 1958 og eru nú tU sýnis í New York. Þá hafa verið framleidd vegg- spjöld með myndunum handa hinum fjölmörgu aðdáendum leikkonunnar sem enn muna hana og dá þó 22 ár séu liðin frá dauðahennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.