Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Síða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. APRIL1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kröfugöngumar í Brasilíu síöustu vik- ur hafa verið meö yfirbragöi kjöt- kveðjuhátíðanna þar sem fólk hefur notaö tækif ærið til þess aö lyfta sér upp um leið. WlAmJ á vS&Wf - nrw fl I Ein milljón kröfugöng- unni í Sao Paulo Rúmlega ein milljón manna tók þátt í kröfugöngu um stræti Sao Paulo í gær og þykja þaö fjölmennustu mótmæla- aögerðir sem þar hafa fariö fram í 20 ár. — Krafist er þess aö forseti Brasilíu veröi þjóökjörinn. Aö undanförnu hafa margar kröfu- göngur verið farnar í Brasilíu og um ein milljón manna tók þátt í einni sUkri í Rio de Janeiro á dögunum. I þinginu veröur gengið til atkvæöa 25. apríl um breytingu á stjórnarskránni. Breyting- artillagan felur í sér að forseti landsins veröi kjörinn beint af þjóöinni (130 milljónir búa í Brasilíu). Ríkisstjórnin hefur hins vegar lagt til aö hann veröi valinn af sérstöku kjörráöi en þar hefur stjórnarflokkurinn meirihluta. Um leið er í breytingartillögu gert ráö fyrir aö kjörtímabil forsetans veröi stytt úr sex árum í fjögur ár. Rolling Stones í málaferium vegna útgáfu- réttarins Mick Jagger, söngvarinn í Rolling Stones, viöurkenndi fyrir rétti í gær aö hann heföi eitt sinn elt með illindum út úr Savoy-hótelinu í London fyrrver- andi umboðsmann sinn og fram- kvæmdastjóra, Allen Klein, en þeir höföu deilt um peninga. Málaferlin eru út af réttinum til út- gáfu á hljómplötum og snældum meö söngvum Rolling Stones frá því fyrir 1970. Hljómsveitin hefur höföaö mál gegn Klein sem telur sig eiga útgáfu- réttinn. 1 deilunni á Savoy (1974) haföi veriö rifist um þaö aö meðlimir hljóm- sveitarinnar voru andvígir því að Klein gæfi út lög hennar og söngva sem þeir sjálfir töldu ófullgerð. Telja þeir aö hann hafi brugðist samkomulagi um aö gera slíkt ekki. Þegar Jagger sté í vitnastúkuna í New York í gær talaöi hann of langt frá hljóönemanum til aö byrja meö. Dómarinn nöldraði yfir því aö hann heyrði illa til Jagger og spuröi hvort hann kynni ekki á hljóönema en það vakti almennan hlátur í réttarsalnum. kynni ekki á hijóðnema. Ætla að bjarga 2 alda gömlu Austur-lndíafari Enskir og hollenskir fornleifa- f ræöingar ætla aö gera út leiðangur til þess aö bjarga flaki skips sem legið hefur grafiö í sand viö strönd S-Englands í meir en tvær aldir. Þaö er skipið „Amsterdam” sem strandaöi við Hastings 26. janúar 1749 eftir að hafa hrakist sjö daga í stormi í jómfrúrsiglingu sinni á leið til Austur-Indía. 250 farþegum og áhöfn var bjargaö en um 50 fórust. Vonir standa til þess aö skips- flakið sé nógu heillegt til þess aö því megi bjarga og koma aftur til Hollands. RAY BAN original sólgleraugun í mörgum litum og gerðum. Tískugleraugun í dag í París, London, Mílanó og USA. Gleraugnamiðstöóin Laugavegi 5*Símar 20800*22702 STORDAHSIEIKUR ILAUGARDAISHÖU síðasta vetrardag 18. apríl n.k. frá kl. 22-03. Húsið opnað kl. 21. Aðgangseyrir kr. 350.-. Sætaferðir f rá og til: Borgarnesi Akranesi Selfossi Hveragerði Þorlákshöfn Keflavík Njarðvík Crindavík vogum Aldurstakmark 16 ár Ferðir eftir dansleik til: Mosfellssveitar Hafnarfjaröar cardabæjar Kópavogs og í öll stærstu hverf in í Reykjavík. Maggi sér um dlskölö SuPermann f varóQra***0- ,syn,r nvJan 'wVt°r —" (fuperaans. ALLRABEST. ? b—w——«

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.