Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 32
32 DV. ÞRIÐJUDAGUR17. APRIL1984. Andlát Björn Leví Þorsteinsson er látinn. Hann var fæddur á Geithömrum í Svínadal, Austur-Húnavatnssýslu 27. maí 1907. Foreldrar hans voru hjónin HaUdóra Bjömsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Bjöm lauk námi í húsa- smíði og síðar húsgagnasmíði. Arið 1941 geröist Björn stofnfélagi að nýju trésmíðaverkstæði sem hlaut nafniö Trésmiðjan. Hann lærði bókband á fuliorðinsaldri og batt mikið inn af bókum sínum. Björn var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Kristín Svein-' bjömsdóttir, eignuðust þau fimm börn. Björn og Kristín slitu samvistum. Seinni kona Björns er Anna Jónsdóttir. Utför Bjöms var gerð frá Fossvogs- kirkju í morgun kl. 10.30. Einar Viðar er látinn. Hann var fædd- ur 6. júlí 1927. Foreldrar hans voru Gunnar Viðar og Guðrún Helgadóttir. Einar varð stúdent frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1947, cand. juris frá Háskóla Islands 1954 og hæstaréttar- lögmaöur 1964. Síöasta aldarfjórðung- inn rak hann eigin málflutningsstofu. Einar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Elsa Einarsdóttir og eignuðust þau einn son. Þau skildu. Síðari kona hans er Ingileif Olafsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir hjónaband átti Einar eina dóttur. Utför hans verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 13.30. Kristín Hafliðadóttir lést 8. apríl sl. Hún var fædd 9. október 1895. Kristín giftist Magnúsi Jóhannssyni skipstjóra en hann lést fyrir allmörgum árum. Þau hjónin eignuðust fimm syni. Utför Kristínar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavik í dag kl. 13.30. Gestur Gunnlaugsson er látinn. Hann fæddist í Neðri-Vífilsdal í Hörðudal í Dalasýslu 8. október 1895 og voru for- eldrar hans Gunnlaugur Baldvinsson og Halldóra Gísladóttir. Gestur giftist Lofveigu Guðmundsdóttur. Eignuðust þau eina dóttur en hún dó fárra vikna gömul. Lofveig átti fimm dætur fyrir. Lofveig lést árið 1968. Utför Gests verður gerð frá Fossvogskapeliu í dag kl. 15. Ólína Þorbjörasdóttir, Laugavegi 100, andaðist í Borgarspítalanum 14. apríl. Guðrún Björnsdóttir andaðist í Land- spítalanum laugardaginn 14. þ.m. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristín Símonardóttir frá Hellisfirði, fædd 1898, andaðist 20. mars sl. Hún var jarðsett frá heimili tengdasonar síns og dóttur, Jósefs og Soffíu Vigmo, 28. mars sl. í Borás, Svíþjóð. Guðmundur Þorkelsson húsasmíöa- meistari, Nýlendugötu 13 Reykjavík, andaöist í Borgarspítalanum laugar- daginn 14. apríl. Sigurður Jónsson véistjóri Strandgötu 15A Patreksfirði, sem andaöist 10. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju á morgun, miövikudaginn 18. aprílkl. 15. Eiríkur Ágústsson kaupmaður, Bólstaðarhlíð 12, andaðist aö morgni þess 16. april í Landspítalanum. Unnur Erlendsdóttir veröur jarðsung- in frá Dómkirkjunni miövikudaginn 18. aprílkl. 13.30. Hrefna Áraadóttir, Hverfisgötu 38 Hafnarfirði, veröur jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðviku- daginn 18. apríl nk. kl. 13.30. Einar G. Guðmundsson, Eskihliö 7, andaöist í Borgarspítalanum laugar- daginn 14. apríl. Magnús Hjörtur Stefánsson, Vestur- bergi 118 Reykjavík, lést í Landspítal- anumaðfaranótt 16. apríl. Gunnar Sigurður Kristjáusson, Móa- túni 5 Tálknafirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðviku- daginn 18. april kl. 13.30. Jón Gunniaugsson bifreiðastjóri, Stekkjarholti 15 Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 18. apríl kl. 14.30. Margrét Jónsdóttir frá Höskuldsstöð- um, sem lést á Hrafnistu 11. apríl, verður jarðsungin fráFossvogskapellu þriðjudaginn 24. apríl kl. 13.30. Kameila Pedersen, Lindargötu 40, verður jarðsungin frá Frikirkjunni í Reykjavik miðvikudaginn 18. apríl kl. 10.30. Guðmundur Jónsson á Rafnkelsstöð- um verður jarðsunginn frá Utskála- kirkju miðvikudaginn 18. apríl kl. 14.00. Tilkynningar Niðurfelling leiðar 15— Melar-Hlíðar Akveðið hefur verið að fella niður úr leiða- kerfi SVR leið 15: Melar-Hlíðar. Ákvörðun' þessi byggist á því að þessi leið, sem einungis er ekin um helgar og á kvöldin, er mjög lítið notuð en jafnframt mjög kostnaðarsöm fyrir SVR. Bent skal á að flestir farþegar leiðarinn- í gærkvöldi____ í gærkvöldi Svartnætti framundan Nú er Dave Allen horfinn af skján- um og svartnætti fram undan. Mánudagskvöldin voru oröin sérlega skemmtileg fyrir nokkrum vikum, en _þá voru sama kvöldið íþróttir, Dave Allen og skemmtileg leikrit. I gærkveldi brást dagskráin aö mestu. Sá sem bjargaði því sem bjargað varð var Bjami Felixson sem sýndi stuttar syrpur úr knattspyrnuleikj- um i Englandi og Þýskalandi. Einnig var sýnt úr síðasta leik Islands- mótsins í handbolta. Það er alltaf fjör í Firðinum og FH-ingar sannir meistarar. Ekki var ég mjög hrifinn af leik- ritinu Engin teikn af himni, en félagar mínir voru jákvæðari í gagn- rýni sinni er ég ræddi við þá. Fræðsluþátturinn um Henrik Ibsen var ekki beint skemmtilegur, en samt sat maður límdur framan við sjónvarpstækið og fylgdist með þess- um skáldjöfri Norðmanna. Svona fræðsluþættir skilja alltaf eitthvað eftir. Utvarpiö á sinn vitjunartíma og er hann oftast um miðjan daginn þegar Rás 2 er í beinni inntöku. Heldur fannst mér Rás 2 orðin þreytt á tímabili og hver dagur eins. En nú virðist Eyjólfur vera að hressast. Stutt viðtöl við fólk sem er í fréttum lifga upp efnið. Endalaus tónlist alla daga gerir hlustendur sljóa þannig að ef nið rennur í gegn viðstöðulaust. Rás 1 nýtur einnig sérstöðu sinnar, sem er fréttaflutn- ingur. Ef ég missi af fréttunum klukkan 19.00 verð ég eirðarlaus. I gærkveldi voru nokkrar stríðsfréttir að vanda auk morða. En þar að auki voru nokkrar jákvæðar fréttir af Suðurlandi, en þar á að hefja iönað í nokkrum stíl. Til dæmis nefndi út- varpið hugmyndir um vikurút- flutning en sú frétt var einmitt í DV fyrir mánuði síðan. Einnig var nefnd álpönnusteypa-á Eyrarbakka. Það eru slíkar fréttir sem vekja jafnan mikla athygli. Stríðsfréttir og morð eru orðin það daglegur viöburður að maður hreyfir ekki eyrun þó menn séu drepnir í tugatali einhvers staðar í útlöndum. Eiríkur Jónsson safnstjóri. ar eiga annarra kosta völ til aö komast leiöar sinnar með vögnum SVR. Ákvörðun þessi tekur gildi frá og meö 24. apríl nk. Skrdagsskemmtun eldri Barðstrendinga Barðstrendingafélagiö verður meö .skírdagsskemmtun eldri Barðstrendinga í Domus Medica fimmtudaginn 19. apríl kl. 2. 3 daga skíðanámskeið FRAM í Bláfjöllum Um páskana bjóöa Framarar skíðanámskeiö fyrir byrjendur og lengra komna, jafnt böm sem fullorðna, á skíöasvæöi sínu, Eldborgar- gili. Kennt veröur 19.4., 20.4., 21.4. kl. 13.00— 15.00. Upplýsingar og skrásetning í símum 78318 (Guömundur) og 72166 (Jón) frá kl. 19.00 til 20.00. Skíöadeild Fram. Almenningsmót í skíðagöngu veröur haldiö í SkálafelU 19. aprU nk. og hefst kl. 14.00. Keppt verður í öllum f lokkum. Stúlkur 9 ára og yngri, 2km. 10—llára, ■ 2km. 12—13ára, 4km. 14—15ára, 5km. 16—17ára, 5km. Konur 18—35ára, 5km. 36—50ára 5km. 61ogeldri, 5km. Drengir 9áraogyngri, 2km. 10— llára, 2km. 12—13ára, 4km. 14—15 ára, 5 km. 16—17ára, 10 km. Karlar 51—60ára, 5km. 18-35 ára, ‘ 10 km. 36—50ára, 10 km. 51—60ára, 10 km. 61ogeldri, 10 km. Þátttaka tilkynnist í skíðaskála Hrannar fyrir kl. 13.00 sama dag, simi 66005. Þátttöku- gjald er kr. 200.00 fyrir 12 ára og eldri. Friðarvika á páskum Um páskana verður Norræna húsið nýtt til hins ýtrasta í þágu friöar í heiminum. Dagana 14,—23. apríl verður boðið upp á fræðslu, umræður, skemmtun og umhugsun fyrir unga jafnt sem aldna. I sölum kjaUarans leggja myndUstarmenn sín lóð á vogarskálar friðar- rns meö myndverkum sem eru sérstaklega unnin fyrir sýninguna og þar verður einnig starfandi myndsmiöja fyrir böm og fuUorðna. í fundarsölum, bókasafni og á göngum húss- ins verða umræðufundir, samfeUdar dag- skrár unnar af Ustamönnum, barnadagskrár og aöstandendur vikunnar munu kynna starf sitt og stefnu. Tilgangur þessara friðarpáska er að vekja fólk tU umhugsunar um þá kjamorkuvá sem yfir okkur vofir, gefa kost á skoðanaskiptum og jafnframt að hvetja hvern og einn til að bregöast viö og finna sína eigin leiö til að starfa að friöarbaráttu. Dagskrá friðarvikunnar verður þessi: Friðarvika á páskum 1984 Mánudagur 16. aprU 15.00—22.00 MyndUstarsýning. Niðri 15.00 Bamatími. Uppi. Kórsöngur. Leikrit: Ertu skræfa? EinarAs- keU i flutningi bama af skóladag- heimilum. Upplestur: Guðrún Helgadóttir. 17.00—19.00 Fræðslufundur. Uppi Erindi: Afvopnunarviðræður. Söguleg og efnisleg umfjöUun: Gunnar Gunnarsson. Erindi: Hugmyndir um afvopn- un: Þórður Ægir Oskarsson. PaUborðsumræður: Eiður Guönason, Vigfús Geirdal, Guö- rún Agnarsdóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Fyrirspumir og almennar um- ræður. Fundarstjóri: Helgi Pétursson. 16.00—19.00 Myndsmiðja fyrir böm og fuU- orðna. 16.00—18.00 Setið fyrir svörum. Bókasafn 20.30 HaUdórsLaxnesskvöld. Ur söngbók Garðars Hólm: Hrönn Hafliðadóttir og HaUdór VUhelmsson flytja við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Tón- list eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Lesið úr Atómstöðinni: Guöbjörg Thoroddsen, Rúrik Haraldsson, Jóhann Sigurðarson, Þorsteinn Gunnarsson. Stjórn: Bríet Héðinsdóttir. LesiðúrHeimsljósi: HelgiSkúla- son. Ljóðalestur: Bríet Héðinsdóttir. Lesið úr Kristnihaldi undir jökU: GisU HaUdórsson og Þorsteinn Gunnarsson. Umsjón og kynnir: Helga Bach- mann. Þriðjudagur 17. apríl 15.00—22.00 MyndUstarsýnmg. Niðri 16.00—19.00 Myndsmiðja fyrir börn og fuU- oröna. Niðri 16.00—18.00 Setiðfyrirsvörum. Uppi 15.00—16.00 Bamatími. Uppi Leikþáttur í umsjá fóstra. Kór Mýrarhúsaskóla undir stjórn HUnar Torfadóttur. 17.00—19.00 Fræðslufundur. Uppi UtanrUcisstefna Islendinga: framlag tii friðar og afvopnunar- mála: FuUtrúar aUra þmgflokk- anna flytja stutt erindi. Umræður og fyrirspurnir. Tónleikar Tónleikar í íþróttahúsinu Hafnarfirði Hljómsveitarkynning verður í Iþróttahúsinu Hafnarfirii í kvöld kl. 21.00. Fimm hljóm- sveitir úr Hafnarfirði og Garðabæ koma fram. Þær eru: Ef, Herramenn, New Dance, Omicron og Singultas. Ferðalög Ferðafélag íslands Dagsferðir: 19. aprU kl. 10.10: Gönguferð á Esju (sumar- dagurinnfyrsti). Fararstjórar: Olafur Sigurgeirsson og Sig- urður Krist jánsson. 19. aprU kl. 13.00: Esjuhliðar-Langihryggur. Fararstjóri: Ásgeir Pálsson. Verð í hvora ferðkr. 200.00. 20. aprU kl. 13.00: KeUisnes-Staðarborg. KeiUsnes er mUU Flekkuvíkur og Kálfa- tjamarhverfis. Staðarborg er fjárborg í Strandarheiði, 2—3 km frá Kálfatjöm. Farar- stjóri: Sigurður Kristinsson. Verökr. 300.00. 21. aprS kl. 13.00: Reykjanes, 55 ára afmæiis- ferð Fí. Þennan mánaðardag fyrir 55 árum var farin fyrsta skemmtiferð Ferðafélagsins suður á Reykjanes. Nú verður ekið suður að Reykjanesvita, gengið um svæðið, ekið síðan um Grmdavík að veitmgastað við Bláa lónið og býður FI þátttakendum upp á veitingar þar. Fararstjóri: Jón Böðvarsson skólameist- ari. Verðkr. 400.00. 23. april kl. 13.00: Stóri Meitill, skíbaferð. Verð kr. 200.00. Brottför frá Umferðarmið- stöðúini í aUar ferðú-nar. Farmiðar seldir við bU. Ferðir Ferðafélagsins um bændadaga og páska: 1. Skíðaganga að HlöðuvöUum (5 dagar). Gist í sæluhúsi FI. Hámark 15 manns. 2. Snæfellsnes-SnæfeUsjökuU (5 dagar). Gist í ArnarfelU á Amarstapa. Fararstjórar: Hjalti Kristgeú-sson og Salbjörg Oskarsdóttir. 3. Þórsmörk (5 dagar). Gistí Skagfjörðsskála í Langadal. Fararstjórar: HUmar Sigurðsson og Aðalsteinn Geirsson. 4. Þórsmörk (3 dagar). Gönguferðir aUa dag- ana og í setustofunni kemur fólk saman á kvöldúi. Að gefnu tilefni er feröafólk beðið aö athuga vel að Ferðafélagið notar aUt gisti- rými í Skagfjörðsskála í Þórsmörk fyrir far- þega sína um bænadaga og páska. Fundir tL ..' ■ Aðalfundur handknattleiksdeildar Fram Aðalfundur handknattleiksdeUdar Fram verður haldúin í félagsheimUi Fram við Safa- mýri fimmtudaginn 26. aprH kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómúi. Afmæli 60 ára er í dag 17. apríl Sigurður Karl Sigfússon verkstjóri, Heimaskaga h/f Akranesi. Hann tekur á móti gestum sínum að Miðgarði Innri-Akranes- hreppfrákl. 16ídag. ÞETTA A AÐ VERA LÆGSTA VERÐIÐ A LANDINU lítbinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.