Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 12
Útgáfufélag: FRJÁLS FÚÖLMIDLUN HF. Stjbrnarformaðurogútgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLF.SSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustióri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON., l Fréttastjiirar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON oglNGÓLFUR P. STElNSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.1 Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. % Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ! Árvakur hf., Skeifunni 1». Áskríftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Nú veröa mál „jörduð” Yfir vofir glundroöi í þingmálum. Alþingi á aöeins eftir að sitja í rúmar þrjár vikur, ef að líkum lætur. Menn sjá fyrir, hvernig síðustu vikurnar verða. Maraþonfundir munu standa. Ráðherrar munu rembast við að koma sínum helztu málum í gegn. Loks kemur til þess að mikill fjöldi merkra þingmála verður „jarðaður”. Þetta þing hefur sáralitlu afrekað. Því meir hefur verið skrafað til lítils. Gott dæmi er, að þingmenn eyddu fyrir skömmu löngum tíma í umræður um misskilning í frétt í Tímanum. Ruglingsleg „friðarumræða” hefur tekið mikinn tíma, ekki sízt hin fráleita tillaga um kennslu í friöi, svo sem á dagheimilum. Sumir þingmenn halda uppi endalausu,tilgangslausu kjaftæði um hin ýmsu mál. Eftir aðeins tveggja mánaða þinghald tók DV saman, að Hjörleifur Guttormsson hefði talað í samtals hátt á tíundu klukkustund. Svavar Gestsson hafði þá þeg- ar talað í átta klukkustundir. Jón Baldvin Hannibalsson haföi talað í sjö og hálfa. Þetta þras hefur alla tíð síðan haldið áfram. Albert Guðmundsson hafði þá talað í átta klukkustundir, en þar af fóru tvær og hálf í hina hefð- bundnu f járlagaræðu. Öllum mun ljóst, að málgleði áðurnefndra stjórnar- andstæðinga hefur ekki ráðið miklu um framvindu mála, nema hvað slíkt hátterni tefur þingið frá réttum starfs- háttum. Enda er svo komið, að mál hafa hrannazt upp. Frá Alþingi hafa veriö afgreidd þrjátíu og fimm stjórn- arfrumvörp, eitt þingmannafrumvarp og ellefu þings- ályktunartillögur, en óafgreidd eru tvö hundruö og tólf mál. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, skammaði þingmenn nýverið fyrir slælega frammistöðu. Öhæfilega mikiö væri af óafgreiddum þing- málum. í sameinuði þingi væru yfir fjörutíu þingsályktunar- tillögur óafgreiddar frá tveimur nefndum, allsherjar- og atvinnumálanef nd. Þingmenn hafa oft áður leikið þennan leik. Þar til líður að þinglokum, virðast þeir telja Alþingi leiksvið, þar sem framin skuli leiksýning, væntanlega „fyrir fjölmiðla”. Þeir eru færri, þingmennirnir, sem líta á þingsetu sína sem vinnu, sem beri að leysa af hendi í þágu alþjóðar. Að minnsta kosti verða þeir, sem hafa góðan vilja, að sætta sig við yfirgang leikaranna. Hverju hefur núverandi þing fengiö áorkað? Fyrst munu menn nefna kvótafrumvarpið, sem vel að merkja var afgreitt með hraði eftir litlar umræður. I öðru lagi munu menn nefna fjárlögin, sem frægust hafa orðið fyrir gatiö, sem á þeim er. Ekki er margt af öðru að taka. Enn eru mörg merk mál óafgreidd og bíða ýmis þeirra jarðarfarar. Hér skal aðeins minnt á útvarpslagafrum- varpiö, sem óvíst er að fáist afgreitt fyrir þinglok. Slíkt væri hneyksli. Ennfremur má nefna þingsályktanir um afnám tekjuskatts af almennum launatekjum í áföngum, mál sem kann að njóta meirihlutafylgis, en óvíst er, að verði afgreitt. Meðferð mála hefur orðið enn örðugri við fjölgun þing- flokka. Nú þurfa fleiri en áður að láta frá sér heyra í nær hverju máli. Að sjálfsögðu er óþolandi, að svo gangi til ár eftir ár, að fjöldi athyglisverðra mála sé jarðaður í tímahraki þingloka. Haukur Helgason. .mi jihia m HUOAauiaifl<i ,va DV. ÞRIÐJUDAGUR17. API'.IL 1984. Laugardagurinn rann upp meö stirðnuöu brosi sólarínnar. Eöa öllu heldur var þetta einskonar bros, eins og þaö heitir í bókmenntunum, því þser dauöakyrrur, sem vera eiga á Samlagssvæöinu, meðan það blæð- ir úr morgunsárinu, voru ekki til staöar og lóunni var kalt. Lika fólk- inu í frystihúsinu, sem gekk til vinnu í nepjunni. Samt var ekkert kalt, aöeins vægt frost, en þá veröur allur vindur svo nöturlegur hér. Mávarnir flugu aftur og fram í fjörunni, því einnig þeir unnu í frysti- húsinu í dag, og hjá þeim gildir einnig samskonar kvótaskipting og hjá mannfólkinu. Þeir öflugustu fá mest, þegar ekki er til skiptanna. Smáfuglar voru hinsvegar á vappi í strigagráu túninu. Ekki veit ég á hverju þeir lifa í sinu fjárlagagati, sem heitir páskahret, en naumast lifa þeir á söng, því þeir þögöu. Aðeins vindurinn söng, við undir- leik frá þeim strokkvartett, sem berst úr símastaurum og frá ufsum húsannaí noröan. Kýrnar eru enn inni og nú víst í Mangó, hinum beiska drykk, sem nú er kominn á þing, til þess aö mango- tréö megi fá nauðsynlega viðurkenn- NÝ ÚRRÆÐI OGINNVOLS ingu, eöa undanþágu frá vörugjaldi og söluskatti, ásamt félaganum Jógó og Kókó, eöa hvaö þetta nú allt heit- ir, er almennt gengur undir nafninu framfarir í mjólkuriönaði, og kemur frá þeim grautarhúsum, sem hafa öngva mjólk í hinum venjulega skiln- ingi og reyna því aö draga fram lífið á úrgangi og malli. Einnig virðist sauöfé aö mestu vera inniviö ennþá. Einu húsdýrin úti voru hrossin sem stóðu í höm. Þeim hraus vist hugur viö því að byrja rétt einu sinni á því að moða í sig dauöan línarfa og annað visið, þvi hvergi er komin nál, þótt komið sé framyfir sumarmál. Þó sagði einhver kona fyrir austan, að trén væru byrjuð að laufgast í kjördæminu þar, enda er veöursældin meiri í djúpum Austfjörðum, en á láglendinu fyrir sunnan. Stundarfriður um páska I mínum hópi var mest rætt um friöarvikuna og um útgeröina um þessa helgi. I bibh'uútgáfu Þjóö- viljans eöa helgarblaöinu, var greint frá því aö um þaö bil 15 félög tækju þátt í friðarviku um páska, þar aö auki f ulltrúar frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Þaö er vitað, aö margir hafa htla trú á því aö venjuleg félög í smáríki, geti breytt þeirri átakanlegu heims- mynd, er nú blasir hvarvetna við. Um þaö bil 60 styrjaldir hafa verið háðar í heiminum frá „stríðslokum”, og a.m.k. tvö stórstríö standa yfir um þessar mundir, þaö er styrjöld Irana og Iraka og rússneska innrásin í Afganistan. Auk þess er daglega sagt frá hryöjuverkum, þar sem tug- ir, ef ekki hundruð óbreyttra borgara láta hfið, vegna þess að minnihluta- hópar reyna að gjöra það með sprengiefni, sem ekki tekst meö heimspeki. Viö framsóknarmenn fögnum því, aö fólk skuh nú vera byrjaö aö tala saman á málefnaleg- um grundvelh um f riöarmálin. Það er að vísu ekki svo auövelt aö skilgreina hinn íslenska frið. Hér hafa menn htiö borið vopn síöan á Sturlungaöld, eöa á síöustu dögum þjóöveldisins. Herkvaðning og önnur grindaboð þekkjast ekki hér. Þó er þaö t.d. athyglisvert, aö menn eru hættir aö henda grjóti i alþingishúsið; eru hættir að ógna þinghelgi, eins og til að mynda var, þegar Island gekk í Atlantshafsbandalagiö, sem ásamt Varsjárbandalaginu hefur a.m.k. tryggt frið í Evrópu, ef frátalin er innrásin í Tékkóslóavakiu og í Ung- verjaland. Ekki veit ég hvort sama kynslóð og stóö í grjótkastinu á þing- iö áriö 1949, tekur nú þátt á bænahfi JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR friöarvikunnar og öðrum viöræðum á Friðarviku á páskum, eöa ekki. En ljóst er þó, að menn leggja nú meira upp úr viöræðum en grjóti viö lausn mála, og skilja aö breytt heimspeki, breytt almenningsáht óg siöbót, er ef til vih þaö eina, sem frelsað getur heiminn úr þeirri sjálfheldu, sem hann núna er í. Á dögum, þegar viö hggur, aö maður sem reiðist, geti farið út í bílskúr og búið sér tU kjamorkusprengju. Vor friður er því stundarfriöur. Staöreyndin er nefnilega sú aö úr. því aö menn kunna á annað borö að búa til bombuna, þá verða þeir annaöhvort að læra aö lifa með henni, eöa þaö veröur sprengt. Háhitasvæði og ioðna Hitt máUÖ, sem rætt var um helgina, auk annars, var fiskimjöls- verksmiðjan á Reykjanesi, sem býr tU verðmætara fiskimjöl en aörar fiskimjölsverksmiðjur og notar aðeins brot af þeim olíuvörum, sem venjulegar loönuverksmiöjur nota. Þó mun verksmiöja þessi, er afkastar rúmlega 200 tonnum á sólarhring, aö mestu hafa veriö gjörö úr afgöngum úr grútarfabrikk- um, sem teknar höföu verið ofan. Húnnýtir jarögufu. Margir telja aö þarna sé merkilegt mál á ferðinni. Aö vísu hagar ekki svo tU, aö mikiö sé um aögengUegar loönuhafnir, nálægt háhitasvæðum landsins. En meö þetta í huga og þá stað- reynd, aö Færeyingar geta nú uin stundir greitt um þaö bil tvöfalt verö fyrir loönu, miöaö viö íslenskar fiski- mjölsverksmiðjur, þá hljóta menn aö sjá, aö eitthvað er aö. Ýmsir héldu því fram, aö loðnu- verðið væru nú miöað við þarfir eyðslufreksutu verksmiðjanna og þær sem eyöUegöu stóran hluta þess hráefnis, er þær tækju tU bræðslu. Stórgróöi væri aftur á móti af loönuverksmiðju í þokkalegu standi. Ekkert skal um þetta fullyrt hér. Eki þó er þetta ef til viU einn af þeim þáttum er stjórnvöld ættu að skoða, á þeirri tíð, þegar miklar vangaveltur um nýja framtíð fýrir úrgang og aðrar afuröir standa yfir, samanber umræðuna um hf- efnaiðnaðinn. Ef það er t.d. rétt, sem haldið hefur verið fram, að jarðgufu- verksmiðjan á Reykjanesi, sem bræðir loðnu, skih dýrara og inni- haldsríkara mjöli en aðrar loðnufa- brikkur, gæti þar verið á hendinni spil, er gæfi Islandi forgjöf á heims- markaði i fiskimjöh. Ljóst er, aö senn hlýtur að draga að því, aö nýta veröi a.m.k. hluta Suöurlandssildar- innar í m jöl. Stofninn er aö stækka og þrátt fyrir kraftaverk síldarútvegs- nefndar i saltsildarsölu og þá ekki síst vegna afreka og skynsemi Gunn- ars Flovenz framkvæmdastjóra, þá verður ekki unnt aö salta meiri síld á Islandi, en þegar er gjört, nema toll- ar verði afnumdir í EBE löndunum. Nýrra úrræða er því þörf í fisk- vinnslu, hvort sem að það verður unga fólkið meö Ufefnin og hvatana, sem tekur viö þeirri síld, ellegar há- hitasvæðin í landinu sem á nú sína stærstu drauma í innvolsi, ef rétt er skihö. Helgin leið í norðan og sandlæöing- urinn skalf. Jónas Guömundsson, rithöfundur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.