Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR17. APRlL 1984. Spurningin Ferðu oft í leikhús? Klemenz Kristjánsson: Nei, ég fer aldrei í leikhús og á ekki von á að sjá neitt sem verið er að sýna núna. Jóhanna Agnarsdóttir: Nei, það er sjaldan. Það ernógannaöaögera. Laufey Magnúsdóttir húsmóðir: Nei, afar sjaldan. Eg hef þó séð Gísl en lítið hugsað um aö sjá önnur verk. Helgi Valsson járnsmiður: Nei, ég geri lítið af því. Það væri þó gaman að sjá Gæja og píur. María Ásmundsdóttir: Já, ég fer stundum. Af því sem sýnt hefur verið nýlega hef ég séð Tyrkja-Guddu og Gæja og píur. Bæði verkin voru skemmtileg. Ágúst Einarsson: Nei, ægilega sjaldan. Eg hef nú bara ekki kynnt mér hvað er í leikhúsunum núna svo ég veit ekki hvað mig langar að sjá. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Stjórnvöld: Gerið ekki upp á milli flugfélaganna Ánægður skrifar: Oneitanlega finnst mér einkennilegt þegar maður hef ur lesið aö undanförnu skrif og yfirlýsingar Flugleiðamanna um okkar svo mjög góöa félag Amar- flug. Afskrifuð og „verðlaus” hluta- bréf. Ekki getur það vafist fyrir stjóm Flugleiða að selja þau ef „verðlaus” eru. Eg tek mig stundum til og hendi Bergþór Atlason skrifar: FuU ástæða er til að vara við hug- myndum stjórnarflokkanna um aö lagður verði söluskattur á matvöru. Sú órökstudda forsenda sem haldiö er á lofti um aöhald í innheimtu hans er hrein blekking. Hér á að skýla sér á bak viö ljótu strákana. Meö því að sverta innheimtumenn ríkissjóðs hvað söluskattinn varðar er reynt aö slá ryki í augu fólks. Aöferð sem hefur verið notuö frá alda öðli ef réttlæta á rangan málstað. Hugmyndir að svo róttækum breytingum em af öðrum toga spunn- ar. Astæðan fyrir þessum hugmyndum er einfaldlega sá samdráttur sem orðiö hefur i sölu þess varnings sem fellur innan ramma þeirra söluskattslaga er gilda. Þeir sem nú stjórna þessu landi hafa staðið frammi fyrir óhjákvæmi- legum breytingum. Benda má á aö innheimta söluskatts verðlausu dóti. Ef einhver óskaöi eftir að kaupa mitt verölausa dót, sem ég hef afskrifað, væri það selt. Tímasetning allra þessara yfir- lýsinga var svolítið merkileg, einmitt þegar Arnarflug hafði óskað eftir ríkis- ábyrgð vegna láns sem nam aðeins tæpum helmingi þeirrar fjárhæðar sem við skattborgarar greiddum fyrir Flugleiðir. er ekki á vörunni einni saman heldur er hún einnig á hinni ýmsu þjónustu. Erfiðleika í innheimtu söluskatts tel ég vera mesta á þeirri vöru sem fram- Hvað veldur þessu upphlaupi Flug- leiöamanna? Skyldu þeir vera hræddir við samkeppnina, jafnrótgróið fyrir- tæki eins og Flugleiðir eru og eftir alla þá fyrirgreiðslu sem við höfum veitt þeim úr sameiginlegum sjóði? Ekki ætla ég að kasta rýrö á Flug- leiðir. Þar vinnur margt gott fólk, sem veitir þá þjónustu sem það hefur tök á að veita. leidd er innanlands og hinni ýmsu sölu- skattsskyldu þjónustu sem erfitt er að hendareiðurá. Með tölvuvæðingu nútímans má fylgjast með innflutningi og öllu fram- haldi í dreifingu hans til neytenda. Söluskatt má taka strax við innflutn- ing vörunnar og dettur mér í hug sú aðferö sem hér fer á eftir. Starfsmenn Verðlagsstofnunar eru gerðir út með nesti og nýja skó til könnunar á þeirri álagningu sem nú er lögð á hina ýmsu vöruflokka. Þær forsendur síðan lagð- ar til grundvallar þeirri gjaldtöku sem yröi við innflutning. Fjórðungur þessa gjalds greiddur með tollum og öðrum innflutningsgjöldum (nyti tollkrítar og svo frv.) en restin færi á biðreikning, við skulum segja eins og f jóra mánuði. Hér væri eftirliti með söluskatti af inn- fluttningi fullnægt. Þetta gæti dugað innfluttri matvöru til aö sleppa fyrir hom. (22prósenthækkun.) Merki féiaganna tveggja. Eg þekki bæði félögin, en ég ætla ekki að likja saman þjónustunni hjá þeim. Þrátt fyrir miklar annir hjá starfsfólki Amarflugs og að þaö þurfi aö vinna mikiö og vel, þá er þjónusta þess alveg frábær, betri þjónustu er ekki hægt að veita, hversu mjög sem fólkiö er önnum kafið. Eg er búinn að hafa viðskipti við Arnarflug frá því að félagiö fékk áætlunarflugið til Amsterdam og fæ ávallt vörur með því í hverri viku. Alltaf skulu starf smenn þess standa við alit sem þeirhafabfað. Eg vil benda ráðamönnum á þá hættu sem fylgir því að styðja ein- göngu Flugleiðir. Ef styöja á einhvern, þá hlýtur að verða að styðja báöa, annað er óeðlilegt. Eg skora á stjórnvöld að veita Arnarflugi sömu krónutölu og Flug- leiðum í beinni eða óbeinni aðstoð eða fella niður alla aöstoð til beggja. Eg skora á landsmenn aö styðja Arnarflug eftir mætti. Ræður einn maður of miklu í þjóðfélaginu? Sú er skoöun bréf- ritara. Á kaldan klaka — efeinn maður getur stjórnað landinu að eigin geðþótta Guðmundur Sveinsson skrifar: Heyr á endemi, ætlar nú Albert Guðmundsson fjármálaráðherra að ganga á ný til liðs við borgar- stjórn? Tilganginn segir hann vera þann að honum hafi borist svo mörg borgarmálefni að það sé best aö hann taki bara sæti sitt í stjórninni. Það er hins vegar öll- um ljóst að það sem fyrir honum vakir er að passa að enginn fari nú að mæla gegn hundaleyfinu, hann verður að hafa hundinn því einu sinni sagöi hann í einu af þessum mörgu fljótræðisköstum sínum að hann myndi setjast aö í Frakklandi ef Lucý yrði tekin af honum. En Albert langar bara ekkert til Frakklands þvi þar hefur hann engin ítök og enga heildverslun. Þess vegna verður hann að passa að enginn taki hundinn og þaö gerir hann með því að taka sér sæti í borgarstjóm. En ég held að það geri lítið til þó Albert gangi á bak orða sinna, hann hefur gert það svo oft. Annars má hann mín vegna fara til Frakklands og lengra ef hann vill. Eg er mikill hundavinur s jálf ur og allra dýra ef út í það er farið en mér finnst það fjandi hart ef einn maður getur stjómað landinu að eigin geöþótta og látið breyta lögunum til og frá. Þá emm við komin á kaldan .klaka. Ómar Ragnarsson / gervi E/la prestsins. — fullteinsogaðrir Þröstur hringdi: Mig langar tii að taka undir orð bréfritara sem kallar sig K.B. og skrifar lesendasíðu DV þann 10. apríl síðastliöinn. Leggur hann þar til að Omari Ragnarssyni verði greidd starfslaun í svipuöu formi og rithöfundar og fleiri fá. Eg er þessu innilega sammála. Fólk sem glatt hefur landsmenn með list sinni (og skiptir þá ekki máli af hvaöa toga sú list er spunnin), á allt gottskilið. Auk Omars má nefna Hauk Morth- ens, Sigurð Olafsson, Ingibjörgu Þor- bergs o.fl. Nú flissa sjálfsagt menningar- postulamir, en látum þá bara gera það. Skemmtikraftar og söngvarar eru eins ómissandi listamenn og hverjir aðrir. Það er bágt til þess að hugsa hvað þeir hafa gefið okkur mikið án þess að viö höfum nokkuð gert í stað- inn. Um söluskatt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.